Gjallarhorn - 18.12.1912, Blaðsíða 2

Gjallarhorn - 18.12.1912, Blaðsíða 2
50 GJALLARHORN VII Voðabál a Akuteyii. Tjónið nemur 60—75 þúsundum króna. 12 hús brunnin til ösku, Borgið „Gjallarhorn"! Þeir sem hafa veitt blaðinu móttöku frá byrjun, en aldrei borgað einn eyri fyrir það, eru vinsamlega beðnir að greiða því skuld sina nú fyrir áramótin. Upp- hæðin er ekki há hjá hverjum einstökum kaupanda, en blaðið munar miklu að eiga hana hjá mörgum. Það er ekki gefið út af neinum »flokkssjóði« og þarf á öllu sinu að halda. Tvær heimsskoðanir. „Trúðu á tvent i heimi, tign sem mesta ber: Guð i alheims geimi, Guð i sjálfum þér" Fegurri og efnismeiri staka hefir sjaldan verið ort; í henni býr hið há- leitasta, sem Steingrímur Thorsteins- son og allir hans fróðu og vitru frænd- ur hafa hugsáð og ritað. Vísan á og sérstaklega erindi til samtíðar og eftir- tfðar, hún er stefnuskrá, er innibindur bæði trúarjátning og trúarfræði allra óbundinna og hugsandi manna, sem nú sinna trúarefnum. Hvor trúin er betri: hin bundna eða óbundna ? Eg vænti að fjöldinn svari: hin bundna trú, lögfesta, fyrirskipaða, »barnatrú- in,« erfðatrúin. Því að svo hefir verið ályktáð (og máske með réttu), að all- ur fjöldi manna kynni ekki að hugsa, og mundi fara villur vegar, ef ákveðin trúarlræði væri ekki lögskipuð og inn- rætt öllum þegar á barnsafdri. Og jafn- framt kenslunni var öllum innrætt sem sjálfsögð sannindi, að sú trúarfræði væri bygð á opinberun. í þriðja lagi var bent á bifiíuna, og hún köllúð ó- skeikanleg, innblásin og »guðsorð« spjaldanna á milli. En nú spyrja æ fleiri og fleiri: Er nú ait þetta áreið anlegt? A kirkjan, hennar trúfræði, hennar völd og ægilegu yfirráð yfir sálum manna, uppfræðslu og allri hugsun og lífsskoðun, ávalt að vera bundið og breytingalaust, kynslóð eft- ir kynslóð —þótt alt annað breytist — megi til að breytast og fylgja straumi framþróunarlögmálsins. Kirkjan ein stendur kyr, kyr á sínu »bjargi«, þ. e valdi, vana og vitleysu, þeirri þrenn- ing, sem verið hefir klafi þjóðanna frá ómunatíð. En kirkjan stendur ekki kyr — fremur en jörðin, sem rétttrúan og páfanna klerici dæmdi forðum að væri bæði flöt og kyr. A alla »rétttrúan« er og fyrir löngu komið hik, vand- ræða-hik. Og vegna hvers ? Ekki svo mjög sakir skiftra skoðana, því fæstir rétttrúarmenn ge/a skift skoðunum, þó vildu, heldur sakir þess, að þeir finna völd kirkjunnar og virðing vera í veði. Og skjótt af að segja, eru Það einungis hinir góðu menn meðal rétttrúnaðarklerkanna, sem halda gam- alli virðing og vinsæld safnaða sinna, — ekki þeir, sem kalla sig enduríædda eða »heilaga«, heldur þeir, sem af náitúrunni eru einusinni fæddir ráð- vandir og góðfúsir. Hver hinna ótal kristnu trúarflokka sýnir mesian sið- menningarkraft eða bætir mest siði manna og sanna menning? Svar: hin- ir frjálsustu í trúarefnum, himr minst kreddubundnu Þetta sýnir reynslan bersýnilega, og eins þjóðmegunar- skýrslur allra landa. Bundín trú, þótt ótal gömul gullkorn og sannindi geymi, á afar-illa við nú á dögum. Norskur prestur sagði nýlega: »Rétttrúnaðar- hrokinn hér f landi hefir mest eflt van- trúna og tæmt kirkjurnar. Hvar í hér- uðum fer frjálsri og náttúrlegri menn- ingu minst fram? í þeim sveitum, þar sem trúboðar hinna ströngu og ógn- andi rétttrúunar hefir lengst og mest hringlað t fólkinu«. (Klavenæs ) Vér Islendingar erum að eðli skyn- samir og varkárir menn í trúarefnum, enda svo afskektir og strjálir, að út- lendur trúarofsi og kúgunarráð hefir sjaldan náð tökum á þjóð vorri; fyrir þá sök hafa hér aldrei þrifist sektir eða sértrúarflokkar eða »vaknanir«, sem oftast lenda í öfgum og brjál- semi, svo alþýðan, sem aðhyllist slíkt, verður, þegar frá líður, engu nær, en stundum hálfu heimskari en hún var áður. Nú eru hér að myndast slík- ir utanveltu söfnuðir, sem þó munu litla framtíð eiga, fyrir þá sök, að þeir eru allir á eftir, engir samferða né á undan tímanum. Öll kreddu- bundin trúfræði er óðum að hverfa úr sögunni. Vissar kenningar virðast þó að eiga vissa framtíð, enda eru mátt- ur og megin í öllum trúarflokkum, jafnvel hinna þrengstu sértrúarflokka. Það eru ekki kenningarnar um óskeikanleik rit- ningarinnar eða páfans, eða kirkjimnar sjálfrar með hennar sakramenti, frið- þægingarlærdóm og þrenningartrú, og ekki heldur eða því sfður kenningar- nar um persónulegan djöful, syndafall og gerspilling og útskúfun (sem þeg- ar má alt heita farið úr sögunni, jafn- vel hjá alþýðu.) En fastar standa hin- ar frumlegu kenningar meistarans frá Galíleu um guðsríki í hverjum manni, eða guðs faðerni og mannanna bróð- erni, svo hin dýrðlegasta allra kenn- inga : um föðurást guðs (( eftirlíking- unum) Og enn er eitt, sem aldrei fyrnist: trúin á ódauðleikann og end- urgjald, eða áframhald og afleiðingar breytni vorrar og tilveru hér á jörð- unni. Þetta, um lífið hinumegin, færði meistari vor í spámannlegan búning, þar sem hin eilífu örlög eru táknuð með endurkomu Krists til hins síðasta dóms. Þær kenningar— alt það, sem kallað er esuatologia — er erfitt við- fangs, enda blandast þar saman hug- sjónir Jesú og hugsjónir annara spá- manna, einkum þó Gyðinga, svo sem afturkomu Messíasar og fall musteris- ins, Jerúsalems og hinnar útvöldu þjóð- ar. Hinum mestu spekingum vorra daga kemur lítt saman um skilning þeirra fræða — eða Opinberunarbók- ina, sem vér allir könnumst við, en enginn hefir enn skilið til hlítar. En um þessa dularfullu hluti dreymir all- ar þjóðir, og einmitt á vorum dögum hefir hin dulræna speki fornu tfrnanna endurvaknað með meiri krafti og ólíku meiru viti, en Völuspár hins forna heims kunnu nokkur tök á. I næstu grein skal reynt til að út- skýra lítið eitt aðalkenningar hinna helztu báskólaguðfræðinga, sem nú eru uppi, aðalkenningar þeirra um þau sannindi kristinnar trúar, er þeir full- yrða, að ekki verði hraktar, hvorki af kaþólskum mönnum né prótestöntum. M. j. Bæiarsiminn skemdist mikið, þvf bálið lék um þræðina á alllöngu svæði og einn staur- inn brann mikið. Ennfremur bránaði blýhulstur, sem er utan um 50 tal- þræði, á löngum parti, og er því lítið um st'masamband í bænum inn- byrðis, Halldór Skaptason ritsfmastjóri gerir sér von um að það verði komið í lag aftur eftir nokkra daga, og er nú unnið að því af kappi. Brunalúður gellur. Það er ekki orðið óvanalegt á Ak- ureyri, að brunalúðurinn vekur fólk af fasta svefni, og fæstir munu þeir vera, sem ekki veiður bilt við, þegar þeir heyra, að hann er á ferðinni, og hljóð hans kalla á hjálp. Aðfaranótt sunnudagsins 15. þ. m. nálægt kl. 3, voru bæjarmenn vaktir með lúðrunum. Ungt fólk, sem átti heima sunnarlega f bænum, hafði kom- ið frá danssamkomu utan fyrir Glerá, og sá á leið sinni gegnum bæinn, að eldur var í heyhlöðu, er stóð vestan við sölubúð Gudmanns Efterfl. verzl- unar, nær því fast við búðina. Var Axel Schiöth slökkviliðsstjóra þegar gert aðvart, og fór hann tafarlaust á vættvang. Bæjarfógeti Guðl.Guðmunds- son, er þó hafði verið lasinn síðustu dagana, fór og strax á brunastaðinn, er hann vissi að eldur var uppi, og með honum Guðmundur sonur hans, Lárus Rist kennari, Páll V. Jónsson verzlunarstjóri o. fl. Síðan safnaðist fjöldi manna að, eftir því sem bruna- lúðurinn tilkynti um eldinn, en þeir sem fyrst sáu hann, hlupu með lúður- inn um bæinn. Slökkvitólin hér og þar. Þegar komið var að eldinum, var auðséð, að hann mundi orðinn magn- aður inni í hlöðunni, og var strax tek- ið til starfa, til að reyna að yfirvinna hann. Fóru nokkrir þegar að sækja slökkvidælu, sem geymd var í barna- skóla kjallaranum, en þegar komið var með hana, vantaði stykki í hana, er var út á Oddeyri, og var hún því ó- nothæf nokkra stund, meðan verið var að sækja það. Slökkvidælan, sem geymd er á Oddeyri, kom um sama leyti á brunastaðinn, og tóku menn þá til óspiltra málanna, að verja og reyna að slökkva. Var vatn borið af miklu kappi neðan úr sjó, og var það, eins og oft áður við bruna hér, að kvenfólkið gekk þar duglega fram. Byrjuðu svo slökkvitilraunir fyrir al- vöru. í »Breiðagangi«. »Breiðigangur« er stígur kallaður (milli Aðalstrætis að vestan og Hafn- arstrætis að austan), er liggur frá í- búðarhúsi Stephensens umboðsmanns niður að sjó. Neðst við hann að norð- anverðu var sölubúð Gudmanns Efterfl. sem áóur er getið, en að sunnan hin gamla sölubúð sömu verzlunar, sem nú er kolaskemma, tvílyít hús með háu íisi. Ef eldurinn hefði komist suður fyrir Breiðagang, var ýmsum húsum við Aðalstræti hætta búin (Geirs biskups, Sigvalda kaupm. Þorsteins- sonar, Hotel Akureyri o. fl,), auk þess sem þá hefðu brunnið öll hin gömlu hús Gudm. Eftfl. milli Aðalstrætis og Hafnarstrætis. — Ur hlöðunni komst eldurinn strax í suðurendann á sölu- búð Gudmanns, og varð þá heitt neðst í Breiðagangi. Hafði Guðmundur Guð- laugsson þar mest forgöngu við að yerja eldinum suður yfir sundið og tókst það, eftir harða viðureign. Marg- ir gengu þar duglega fram og má sér- staklega nefna : Sophus Árnason verzl- unarmann, er stóð lengi uppi í stiga, við að stýra vatnsbunu slökkvidælunn- ar á þak kolaskemmunnar sunnan við ganginn, og varð að ausa vatni stöð- ugt yfir sjálfan sig, svo hann héldist við, Sigurð Bjarnason timburmeistara og Pe'tur Gunnlaugsson bifvélarstjóra, er báðir voru lengi við hinn logandi stafn Gudmannsbúðarinnar og stýrðu þar vatnsslöngunum. Brunnu þar föt á þeim báðum og var þó vatni ausið á þá stöðugt með vatnsfötum. Þegar sölubúð Gudmanns var fallin hafði eldurinn læst sig í Beykísbúðina vestan við hlöðuna, og í vöruskemmu Höepfners norðan við búðina og gerð- ust þá margir atburðir í senn, er ekki verður sagt frá í einu. Beykisbúðin logaði nú öll og vöruskemma Höepf- ners vestan við hana, er áður var þó búið að bjarga miklu af vörum úr. Var eldurinn þá kominn að vestasta húsinu í Breiðagangi, vöruskemmu mik- illi, er Höepfner átti, sem sneri langs með Aðalstræti. Var þar mikið af timbri og hafði Júlíus Havsteen bæjar- fógetafulltrúi og Þorkell Þorkelsson kennari forgöngu þess, að þar yrði öllu bjargað og gengu ýmsir gagn- fræðanemendur (Árni Bergsson, Steingr. Hansson, Þórarinn Dúason o fl.) vel fram í því. Þegar búið var að ryðja húsið, var byrjað að brjóta það niður, en áður en því yrði við komið, hafði eldurinn tekið það hers höndum og var þá kominn að AðaLtræti, en hep- nast hafði að verja honum suður yfir Breiðagang. í Aðalstrœti. Gegnt vöruskemmu Höepfners er hús H. Schiöth fyrv. póstafgreiðslu- manns vestan við götuna og var því mikii hætta búin; en ef eldurinn hefði náð því, hefði allur miðhluti innbæjrr- ins sennilega brunnið. Aðalstiæti er þar örmjótt, en húsin óvarin, úr tré, og því óhægt og örðugt til varnar. Guðbjörn Björnsson timburmeistari o. fl. höfðu þvf lagt þakjárnsplötur með húsi Schiöths að neðan, en dregið þilskipasegl upp á mæni þess og yhr hliðina, er vissi að eidinum, og var svo vatni ausið hvíldarlaust á húsið, meðan skemmur Höepfners austanvei t við götuna, þrjár í röð, voru að brenna. Þar var harðsnúnust vörn og þraut- seigust og voru þar við vatnsslönguna: Oddur Björnsson prentsmiðjueigandi og Pétur Gunnlaugsson og Sig. Bjarna- son, sem áður eru nefndir. Vatn var borið í fötum úr læknum og vatns- hönum til þess að ausa á þá, en þó stiknuðu klæði þeirra utan á þeim og Oddur fékk brunasár á annan fótlegg- inn. En svo lauk þar, að vöruskemm- urnar féllu allar, en hús Schiöths stóð. eítir, skemt þó talsvert, bæði af eldi og vatni. — Þegar nyrzta skemma Höepfners var að brenna, lagði vind- blæinn meir austan, svo loganum sló að lyfjabúðinni og sviðnaði framhlið

x

Gjallarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Gjallarhorn
https://timarit.is/publication/186

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.