Huginn - 15.08.1907, Side 1

Huginn - 15.08.1907, Side 1
I. cíl’íi'. M 3. Reykjavík 15. st<>iísI 1907. Benedikt Sveinbjarnarson Gröndal var jarðaður á miðvikudaginn 14. ágúst. Var þar allmikið íjölmenni saman komið, einkum var þar margt lærðra manna, því að hinir eldri menn eru lærisveinar hans, og sjálfur var hann heiðursfélagi stúdentafélagsins. Lærisveinar báru kistuna inn í kirkjuna og út úr henni, en stúdentafélagið frá sáluhliði til grafarinnar. < Við gröfina var sungin þessi kveðja frá stú- dentafélaginu: Hér hefur særður svanur kropið að sæluskauti móðurlands, því nú var höfuð niður dropið og nú var lokuð tjörnin hans, en lengi þíddi’ hann þröngva vök og þreytti’ hin fornu vængjatök. Og sumrin öll við sönginn mæran við sátum glaðir úti þar og höfum allir hugumkæran hvern himin, sem þá vængi bar; svo vítt fór Gröndals vegsemd þá sem vorir gleðihlátrar ná. Og þegar allir svanir sungu á sumarkvöldin þjóðin fann, hver ljómi vafði vora tungu og vilta fjallasvaninn þann. Hún fann hvað yrði’ á heiðum hljótt, er hann bauð síðast góða nótt. Og það skal okkar móðir muna, þótt margra söngur reynist tál, að hans var ólmur, oft úr funa, en aldrei nema hjartans mál, og það sem refum eign er í var ekki til í brjósti því. Við krjúpum ekki’ að leiði lágu, því listin á sjer paradís; nú streyma Gröndals hljómar háu af hafi því, sem aldrei frýs. Hvern snilling þangað baninn ber, sem Bjarni’ og Jónas kominn er. P. E. Haraldur Níelsson héll húskveðjuna, en dóm- kirkjupresturinn talaði um liitt og þetta í kirkj- unni. í næsta blað Hugins ritar Þorsteinn skáld Er- lingsson um Benedikt Gröndal. Konung-skvæði. Sá kvittur flaug fyrir, að liafnað hefði verið konungskvæði eftir Porstein Erlingsson. Huginn flaug heim til skáldsins og vildi vita, hvort satt væri. Þorsteinn sagði kvæðið heimilt en varðist allra frétta um hitt, hvers vegna því hefði verið hafnað: »Óumk ek Huginn, at hann öðrum segi, fleygr fregnberi«, sagði Þorsteinn. — En hrafn kvað at hrafni, sat á húsmæni, að kvæði þetta hefði þótt hjáróma i lofgiörðar og þakkarsöngunum. Hver em eg að ég líki mér við Mattías? má Þorsteinn segja, því að M.Jætur þjóta nokkuð öðru- vísi í bragai'skjá sínum, er hann segir: »Því svarar snælandssnót: þér Danmerkur synir, þér dáðrökku vinir ég faðm yður breiði og beint yður leiði með ástai'brosi á blíðumót.« Þetta er kvæði Þorsteins: Þú sást, gylfi göfgu jökulmeyna, greiða hafið enni björtu frá, völlinn helga hörmum sínum leyna, Heklu standa fólgnnm glóðum á. Hversu fanst þér, vísir, þjóðin vaka’, vellir íslands, hilmir, fagna þér? Hér er markið, hvernig vættir taka hverju því, sem konungsmerki ber. Vættir okkar vaka líðast hljóðar, vini kjósa, ráða landsins ti'ygð; Einars fylgja’ er útnessvörður þjóðar, aðrar skima liver úr sinni bygð. Sá er boði fyrstur fastra trygða fólksins, eftir næturmyrkrin löng, þegar vættir vorra fósturbygða vakna til að hefja morgunsöng. Er nú fylkir fjarri slíkur dagur! Fólkið tók í þína mildingshönd; konungsnafnið glæsti forðum fagur frægðarljómi um gjörvöll Norðurlönd. Nú vill landið meira þoka mega mörkum þeim, sem neyðin hefur sett. Nú vill þjóðin tyggja traustan eiga til að vernda heiður sinn og rétt. Fylkir vor. í öllum okkar sögum er þeim kongum fegurst merki reist, sem liinn sterka sveigðu fyrir lögum, sem hinn smæsti gat að fullu treyst. Fegri bænir á hér ekkert hjarta en, þú kongur, megir líkjast þeim; veiti þær þér framtíð fagra og bjarta, fylgi þér að Sjálandsströndum heim. Refeingar á fslandi í fornöld. Frh. b) Fjörbaugsgarðnr. Fjörbaugsgarðsrefsingin er lögð við fjöldamörgum afbrotum í fornlögum vorurn, svo sem ýmsum brotum gegn skyldum þeim, er mönn- um eni á herðar lagðar um kristnihald, t. d. fjöl- kyngi, blótun heiðinna goða, hjátrú og liindurvitnum, brotum gegn ýmsum almennum kvöðum, t. d. cf þingheyjendur fara af þingi áður því sé lokið, ef stefnuvottar koma eigi til þings eða neita að bera vitni, ýmsum stæn'i þingsafglöpunum dómara og máls- aðila, björgum við skógarmenn, ýmsum stærri afglöpum goða í opinberum störfum þeirra, minniháttar líkams- árásurn, tvíkvæni hér á landi (maður mátti eiga tvær konur, aðra á íslandi og aðra í Noregi), ýmsum bi'ot- um gegn skyldum þeim, sem menn höfðu til þess að færa fram ómaga sína, flakki, sifjaspellum, brot- um gegn sæmd kvenna, meiðyrðum o. s. frv. Sá, er varð fjörbaugsmaður, skyldi eiga þrjú heimili. Skyldi mönnum sagt til þeirra heimila. Á þeirn var hann friðheilagur, svo og á leiðinni milli þeirra, til skips og frá skipi. Hann átti að fá sér far al’ landi brott áður þrír vetur væru liðnir frá því að hann varð sekur fjörbaugsmaður. Ef hann gerði það eigi, þá varð hann réttdræpur, sem skógarmaður. Féi'ánsdóm skyldi og heyja eftir fjöi’baugsmann. Ef sektarfé eða skaðabætur guldust þá ekki, þá varð liann sekur skógarmaður óferjandi. Fjörbaugsmaður átli að vera utan þrjá vetur og er þar friðheilagur. Að þeim tíma liðnum átti hann útkvæmt og er þá aftur korninn í sátt við þjóðfélagið. Ef hann kom fyrr út, þá hafði hann fyrirgert sýknu sinni. Slíkt hefir þó ekki verið svo fátítt. Svo var t. d. um Hjalta Skeggjason. Eftir því, sem segir í Kristni- sögu, vaið hann sekur fjörbaugsmaður um goðgá, og sigldi þvi, en kom aftur út að ári liðnu. Er þess cigi getið, að neitt liafi verið fengist um það. Enn er þess getið í lögunum, að fjörbaugsgarðs- refsinguna mátti hækka svo, að hinn seki skyldi aldrei eiga útkvænrt aftur til íslands. Þess fmnast og möi'g dæmi í sögunum, t. d. í Njálu um rnai'ga þá, er verið höfðu að Njálsbrennu. Skyldir voru menn að flytja fjörbaugsmenn af landi brott. Var refsing lögð við, ef neitað var að ferja þá. Eins og auðsætt er, þá eru þessar refsingar, skóggangur og fjörbaugsgarður allstrangar. Hinn seki er sviftur eignum sínum. Skógannaðurinn verður að búa í skógum úti, uppi í fjöllum og öræfum, verður ávalt að vera á varðbergi, þvi að alt af getur óvini hans borið að. Það er nóg að minna á æfi Grettis og Gísla Súrssonar. Allir geta getið sér til, sem þekkja íslenzka náttúru og veðráttufar á vetrum, hversu gott líf þeirra hefir verið. Fjörbaugsmaður- inn varð að slíta sig lausan frá eignum og óðali, fjölskyldu sinni og fara burt af landinu. Munurinn var sá einn, að fjörbaugsmaðurinn hafði von um það, að vcrða aftur tekinn í sátt, öðlast aftur réttindi frjálsra manna og komast aftur heim til ættjarðar sinnar. Þessa von hafði skógarmaðurinn aftur á móti ekki, eða það var að minsta kosti ekki líklegt, að liann fengi nokkurn tíma aftur réttindi sín. c) Prœíkun. í Grágásarlögum er þrælkun ckki heimiluð í refsingarskyni, nema fyrir þjófnað og þó þvi aðeins, að þ}7fið næmi tiltekinni upphæð. Efsami maður stal frá einhverjum einstökum mannitveggja aux-a virði á ái'i, þá mátti dæma þjóflnn til þrælkunar og eignir hans féllu í hendur þeim, sem stolið var frá. Annars var þrælkun lögtekin refsing fyrir þjófnað í Noregi og Svíþjóð (og Skáni) fyrir stuld. Sýnir það nxeðal annars, að þjófhaður var talinn allra glæpa svívirðilegastur í fornöld. Rán og gripdeildir voru miklu hciðarlcgri athafnir, því að þær voru framdar opinberlega og hlutaðeigandi fór ekki í Iaunkofa með vei'knað sinn, og sýndi þar að auki oft kjark og karl- mensku með framfei'ði sínu. Þjófurinn hinsvegar sýndi bleyðimensku, hugleysi og ódrengskap með því að leggja undir sig cignir annai'a nxanna á laun. Það er augljóst, að sá, er gerður var þræll fyrir þjófnað, var þar með sviftur öllum mannrétt- indum eða flestixm. Haixn lieíir vafalaust verið líkt settur sem aði'ir þi’ælar hér á landi. Þeir voru að mestu réttlausir, eins og kuixixugt er. Skuldaþrœlkun er lögheimiluð í Grágás í íxokkr- um tilfellunx. 1) Ef foieldxar gátu eigi fæx't fram börn sín, þá gátu þau bæði gengið sjálf i lögskuld fyrir þau eða sett böi'nin í lögskuld. 2) Sá gat lagt lögskuld á mann, er greiddi fyrir hann legorðsbætur og 3) Forráðamaður konu gat lagt lögskuld á hana, ef húix glataði sæmd sinni, fyrir þeirri sekt, er hún skyldi greiða honum fyrir þá sök. Fyrir almennar skuldakröfur er lögskuld eigi lieimiluð í fornlögunum. Þegar skuldin var greidd, þá hætti þrælkunin. Þessa skuldaþrælkun má fremur telja þvingunarmeðal til lúkningar skuldinni en x'efsiixgu. Hér er hennar ein- ungis getið til skýringar í sambandi við refsiþræl- kunina. d) í sögunum er allviða getið um héraðssekt scnx refsingu. Þessi héraðssekt var í því fólgin, að hlutaðeigandi nxátti eigi búa í eiixhvei’ju ákveðnu héraði eða fjórðungi. Má ætla, að hann hafi þá verið talinn óheilagur fyrir árásunx af hálfu þess, er gerði liann héraðssekan eða héraðsrækan. Þessi refsing er

x

Huginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.