Huginn - 15.08.1907, Qupperneq 3

Huginn - 15.08.1907, Qupperneq 3
H U G’I N N 11 Á 35. ári má ríkið kaupa stöðina og síðan tí- unda hvert ár. Til kaupanna verður að segja 5 árum áður. Fossinri, landið og réttindin skalborga því, sem leyfishafi vitanlega hefir gefið fyrir, annað eftir gangverði. íslendingar geta hér af lært, að láta ekki ginna sig til að selja fossa og fasteignir tryggingarlaust. Hrefna. Njdega skutu menn á frakkneska her- skipinu »Lavoisier« hrafnreyði (Balænoptera ro- strata) eina litla á Reykjavikurhöfn og gáfu náttúru- gripasafninu hana. Mun safnið nota sér úr henni beinagrindina, ef annars ekki tekst að »setja skinn- ið upp«, líkt og þegar fiskar eru »settir upp«, en það mun verða erfitt, því að hún er 1(5 feta löng. Hrafn- reyðurin (eða lirefnan, eins og hún er tíðast nefnd) er reyðarhvalur, minst allra skíðishvala, þar sem hún verður varla meir en 33 fet á lengd. Hún er algeng hér við land, og sést oft inni á fjörðum og vogum á sumrin, og þá oft með síld og síli, sem er aðalfæða hennar. Er hún auðþektust á hvítum hletti á bæxlinu og á þvi, að bakugginn (hornið), er krókboginn, þess vegna er hún kölluð hnífill á Aust- fjörðum og víðar. Hún er verðlítill hvalur og því aldrei veidd af hvalamönnum, en kjötið er fyrir- taks gott. B. Sœm. K réttir. Seyðisfirði 14. ág. 1907 kl. 3.48'. Nú er verið að undirbúa konunskomuna í mesta máta. Er konungs von kl. 2 á morgun. F'lagggöng hafa verið reist frá bæjarbryggjunni upp að skólahúsinu, þar verður tekið á móti konungi. Síðan verður gengið inn á langatanga; er þar reist tjald mikið. Par verða etnir ávextir og vín drukk- ið. Konungur fer væntanlega út á skip sitt um kl. 6 síðd. IJá verður lekið til að dansa bæði í skólahúsinu og bindindishúsinu. Engin skip fara hjeðan út á móti konungi, skip hans legst vænt- anlaga við hæjarhryggjuna. Fáein íslenzk llögg verða hér uppi. Fálkinn er kominn hér, fór frá Eyjafirði kl. 12 i gær. Söngfélag kaupstaðarins »Bragi« syngur. Síldarafli er góður og þorskafii allmikill. Tíð- arfar farið að versna, töluverður rosi. Akureyri 14. ágúst 1907 kl. 8.15 síðd. Konungur kom hér á höfnina kl. 1OV2 í gær- morgun. Rikisþingsmenn komu í land 10’ fyrir kl. 11 og tók bæjarstjórn á móti þeim á bæjarbryggj- unni. Þar var reistur heiðursbogi mikill og öll bryggjan ilöggum skreytt. Börn voru í röð á bryggjunni og hjeldu þau á dönskum fánum og fálkafánum, gáfu stúlkurnar ríkisþingsmönnum blóm og sungu svo öll börnin. Konungur kom í land kl. 11 var þá gengið upp að templarahúsi. Þar var fyrir liópur íslenzkra meyja í íslenzkum búningi bæði peysiv og faldbúningi. Vareinþeirra (Hulda Laxdal) kjörin til að gefa konungi blóm- vönd. Þá var gengið inn í templarahúsið. Að- gangur að því kostaði 10 krónur fyrir bæjarbúa þá er þátt tóku í gleðinni en 2 kr. kostaði að- gangur að veggsvölum fyrir áhorfendur. í templ- arahúsinu var veilt kampavín, kransakaka og vindlar. í templarahúsinu talaði Guðl. sýslumaður íyrir minni konungs og þakkaði konungur. Þá talaði Guðl. aftur fyrir minni annara gesta ogsvar- aði þá (formaður þingsins danska). Varþágengið inn fyrir hafnarbryggju, þar biðu vagnar og hestar og var nú haldið inn að Kristnesi, þar var áð. Þá var haldið að Hrafnagili. Tjald var þar reist 32 álna langt og 14 álna breitt og borðuðu þar 200 manns kaldan mat. Tjaldið var mjög skreytt og mæltu það gestirnir, að þelta væri hinn ágætasti kaldur matur er þeir helðu fengið á íslandi. Þar var veitt kampavín, limonade, kaffi, likör og vindlar. Á Hraínagili töluðu þeir yfir borðum Guðl. sýslum. •konungurogVigfús veitingam., en einn hinnadönskú þingmanna talaði á íslenzka tungu. Úti var reist- ur ræðupallur og löluðu þar konungur og Jakob Havsteen konsúll. Svo telst til að á Hraínagili hafi verið samankomnar um 3 þúsundir manns. Veður var ágætt allan þann dag en kuldar höfðu gengið áður og svo er aftur kalt i dag. Nú var haldið niður á Akureyri aftur. Var þá ætlast til að komið væri saman aftur í templarahúsinu, en þar sem menn urðu svo óhreinir af moldrvki á leiðinni, varð ekkert af því og fóru gestir iit á skip. Þar var haldin veizla fyrir bæjarfulltrúana og nokkra menn aðra, en skipin fóru af stað kl. 6 í morgun. Krossaðir voru: Hannes Hafstein komm. af I. gráðu. Ridd- arar urðu séra Geir Sæmundsson, Guðl. sýslumað- ur Guðmundsson, Laxdal kaupmaður og Oddur Thorarensen lyfsali. Dannebrogsmenn Pétur ólafsson á Hranastöðum og Guðm. Guðmundsson á Þúfnavöllum. Jakob Ilavsteen konsúll var gerður etazráð. Fyrir móttökunni stóðu Friðrik Kristjánsson, Otto Tulinius og Sig. Hjörleifsson, en V. Knudsen var íramkvsbmdarstjóri þeirra. Þorskafli er hér dágóður þegar gefur, en það er ekki nema við og við. Síldarafli er ágætur, kom eitt skip t. d. í gær inn með 750 tunnur og í dag sama skip með 600 tn. Dóniur. í morgun var kveðinn upp dómur í máli þvi, er Halldór bæjarfógeti Daníelsson höfð- aði gegn Sigurði Jónssyni frá Fjöllum fyrir meið- yrði. Eggert skrifstofustjóri Briem var setudómari. Ummæli Sigurðar um bæjarfógetann voru dæmd dauð og ómerk, Sigurði gerð 150 kr. sekt eða 40 daga einfalt fangelsi og 30 krónur í máls-1 kostnað. Krossar í Reykjavík. Dannebrogsmenn urðu þessir: Lárus Pálsson smáskamtalæknir í Rvk, Björn Bjarnarson hreppstj. í Gröf, Gunnlaugur Þorsteinsson hreppstj. á Iíiðjabergi, Ágúst Helgason í Birtingaholti, Jón Hjörleifsson hreppstj. í Skógum, Jón Einarsson í Hemru, Jens Jónsson á Hóli, Þorst. Bergmann á Saurum, Björn hreppstj. Jónsson á Veðramóti, Björn hreppstj. Sigfússon á Kornsá, Þorst. Guðmundsson yfirmatsmaður í Rvk, Bjarni snikkari Jónsson í Rvk, Stefán Eiríksson tréskeri í Rvk, Eiríkur Briem prestaskólakennari, G. Björns- son landlæknir, Jón Magnússon skrifstofustjóri, B. M. Olsen prófessor, Halldór Daníelsson bæjarfógeti, Klemenz Jónsson landritari. — 6 hinir síðast töldu voru riddarar áður. Silfurpening fengu: Guðmundur Hávarðarson ökumaður í Rvk og Jón bóndi Sigurðsson á Laug. Verðleika-gullpening fékk Tryggvi Gunnarsson. Riddarar urðu: Skúli Thoroddsen, séra Ól. Ólafsson frík.pr., Kristján Jónsson og Jón Jensson yfirdómarar, Jón alþm. Jalcobsson, Halldór banka- gjaldkeri Jónsson, O. Forberg landsímastjóri, Axel Tulinius sýslumaður og Sig Briem póstmeistari. Prófessors-nafnbót fékk Þórhallur Bjarnarson. Á ísafirði urðu riddarar: Magnús sýslumað- ur Torfason og verzlunarstjórarnir Árni Jónsson og Jón Laxdal. yntarisgangan. Presturinn i N-Þingum hummaði; ræskti sig, þurkaði sér um nefið og munninn með hvíta klútnum sinum; hækkaði ofurlítið röddina, og lýsti því yfir: að næsta sunnudag messaði síra II. á B. stað, þar í kirkjunni. Söfnuðurinn vissi þegar, hvað til stóð: Prest- urinn þeirra ætlaði sjálfsagt að vera til altaris, á- samt konu sinni og börnum. Hann hafði verið það nokkur undanfarin ár, og ávalt valið til þess þenna sama sunnudag, — og ætíð hafði þá þetta sama fólk verið með honum. Aðrir, sem til altaris voru þar í sókninni, »drifu það af« áður, eða »dokuðu við« með það þangað til seinna. Þetta var orðin venja. Það leit svo út, sem enginn vildi vera svo framur »að ganga til guðs borðs« með hinum »út- valda drottins þjóni« — prestinum sjálfum — nexua hara »familía« hans. Ilún þurfti ætið að fá fyrir- gefningu syndanna, um leið. Og varð' ætið sann- iðrandi, sannauðmjúk, sannelskandi og sanntrúuð i sama mund. Þeir, sem við kirkjuna voru, sögðu nú þessi tiðindi þegar lieim kom. Og það var sem ílestir tækju þeim með íögnuði: Margir sögðu að það væri þó tilbreyting, að fá að heyra til síra H. S. því að menn væru nú orðnir svo vanir við, að heyra til síra Má. s. Menn fói’u strax að ráðgera kirkju- ferð þenna sunnudag »ef gott yrði blessað veðrið«. Surnir hétu á konu sína og krakka, að þeir skyldu lola þeim að skreppa; ef þeir þyrftu þá ekki að vera að bjástra við heyþurkinn, en yrðu búnir að ná inn þessu heyhnati, sem þeir voru búnir að losa. Svo leið nú vikan. — Karlmennirnir »hjökk- uðu« — kvennfólkið »klóraði« — unglingarnir »skjöktu« og alt saman hjálpaðist að með að »ná inn heyjunum«. — Yeður var gott, og leit út fyrir að verða það. Á laugardaginn var mest að gjöra. Allir höfðu eilthvað, sem þeir »vildu klára« fyrir sunnudaginn, og kirkjuíerðina þá. Á pressetrinu var þó langmest aðstarfa, því að ofan á allan altarisgöngu-undirbúning, bætist nú það, að Hallur oddviti valdi einmitt þennan sama dag, til þess að halda þar hreppnsefndarfund. Þetta var sérstaklega óþægilegt fyrir prestinn. Því að nú stóð einmitt svo á, að hann vildi láta »geist- legheitin« sitja í fyrirrúmi fyrir öllu öðru. í sveitar- og sýslu-málum, búskap og pólitik, gat hann ekki skilið að hann stæði öðrum að baki. En liann langaði nú líka til, að »fá orð á sig«, sem prest. Ekki gat það spilt til, þegar að því kæmi að skipa skyldi prófast næst, og þess gat ekki verið langt að biða. Honum fanst það áríðandi, að láta fólk taka eftir því á allan liátt, að hann færi ekki i kristindóminn eins og, — eða um leið, — að hann fæi'i í hempuna. Og nú var einmitt hinn hentugi tími, nú þegar hann ætlaði að ganga til altaris. Aldrei gat hann betur sýnt það, sem hann vildi láta sér búa í brjósti, heldur en einmitt þá. Hann hafði hugsað sér að þenna áminsta laugardag, skyldi liann helga því háleita starfi að efla sína eigin sálu- hjálp. Hann ætlaði að biðjast fyrir allan þann dag og hann var einráðinn i, að haga því svo, að það gæti orðið, sem flestum til eftirdæmis, — en — sem fæstum ókunnugt. Og nú varð hann svo að sitja á hreppsnefnd- arfundi. Hann hafði þó reynt að fá Hall oddvita, til þess, að hafa þenna fund, einhvern annan dag. En hann hætti því lljótt; jiví að svo var helzt að heyra, schi Hallur mundi halda fundinn alt að einu þótt prestur gxeti ekki vex-ið viðstaddur. En slíku ó- vanur, og vildi síður, að það ólag kæmist á. Hann gat ekki alt í einu felt sig við þá nýjung, að hann réði ekki því sem hann vildi, í sinni sveit. — Það var þó bctra, fanst honum, að drífa fundinn af fyrri part dagsins; og biðjast svo fyrir — bara seinni partinn. En leiðinlegt fanst pi’esti þetta. Og ekki gat hann að því gert, þótt hugsanir hans ætlu lítið skylt við bænagjörð; þegar hann velti þvi fyrir sér, hvei'nig Hallur oddviti var farinn að haga sér. Honum fanst hann vilja sýna sér mótþróa í öllu og það gaf honum efni til að íhuga nákvæmlega, hvort ekki mundi rétt af sér að takast á hendur oddvita störfin við fyrsta tækifæri. Það var ekki meira en hæfileg refsing handa Halli. — Og ekki þui'fti hann þá, að sitja á hreppsnefndarfundi, daginn áður en liann ætlaði að vera til altaris; og cf til vill vekja með jivi hneyxli. Nú var hann bara hreppsnefndarmaður, og gat ekki við þetta ráðið. Nú varð hann að sitja kófsveittur, við að semja gangnaseðil; og gefa út fyrirskipanir um: hvar, hver og hvenær, skyldi »læk.na eða hreinsa hunda sveitarinnar« o. 11. Það ljetti mikið undir með presti, að Jón í Seli og Jón í Múla, samþyktu allar hans uppástungur orðalaust — »eftir beztu sannfæringu«. Svo það hafði lítið að þýða, þótt Hallur oddvili, og Jón á Veðramóti, reyndu stundum að mæla mót, og minntust á hvað þeir »héldu« eða hvað þeim »sýndist og fyndist«. Prestur flýtti sér venju fremur jienna dag, og hafði oft orð á því; að hann Jiefði um annað að hugsa heldur en Jiessi sveitarmá; þó hann yrði að vasast í þeim, vegna hags og heilla sveitafélagsins, og af því að það væri borgaraleg skylda sín. — Og enn fremur, og ekki sýst af því; að hann vildi ekki grafa pund sitt í jörðu, heldur reyna að starfa trúlega meðan dagur entist. En kærara væri séi — já, ósegjanlega miklu kærara, — að meiga ein- huga gegna hinni háleitu köllun: Að meiga leiða hina villuráfandi sauði á rétta leið, og vísa hinum týndu sonum lil íöðurins. Hallur oddviti lét þess þá getið, að í þessari sveit, sem hann væri í, væi'i nú sem betur færi, svo

x

Huginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.