Huginn - 03.10.1907, Page 1
r. ti>i
I. íii'ii'.
TÍTtsölumenn.
Gerið svo vol að enduvseiida þaö sern þér
Iiafið fengiö ofsenf af »llugln(( 4. og 5.
tölublaöi.
!VNXNXN.^XNXNXNXNXNX.\X\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V'.V\V-V\V\V\VV V X V X V.V\VV\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V\V
^ ÆRINGI
kemur út um áramótin. Þakksamlega er
tekið á móti skrítlum og fyndnum tilsvörum.
yiltarisgangan.
Frh.
Prestur fór strax til fundar við þennan gest
sinn. — Það var ekki ástæðnlaust, að hann hafði
almennings orð á sér fyrir, hvað lítillátur hann
væri við aumingja. Margir höfðu hlotið að taka
eftir þessu, því að það var eins og mest bæri á þessu
kristilega lítillæti og kærleiksríka hugarfari einmitt
i fjölmenni og á mannamótum — t. d. við kirkju
— þá aumkvaði hann þá svo innilega, og vorkendi
þeim svo nákvæmlega, að veslingunum gekst hugur
við. En hann hjálpaði þeim aldiæi neitt. teir
voru svo margir, og hann var svo samvizkusamur,
að hann vildi ekki gefa hinum óverðugu; — en
vissi, að honum »bar ekki að dæma.«
Hjörtur heilsaði presti, feiminn og rolulegur,
eins og hann átti vanda til. Prestur tók vel kveðju
hans, og bauð honum gistingu. Sá hann þó strax
að ekki mundi verða hægt fyrir sig, að láta hann
mala næsta dag — þá var sunnudagur! Altaris-
göngudagur! — Það gat ekki gengið, að láta hann
gripa í kvörn þar á prestssetrinu. Slíkt var ekki
gott til orðs.
»Fátæka skuluð þér jafnan hjá yður hafa,«
mælti prestur, um leið og þeir Hjörtur gengu inn
i baðstofuna, þar sem hann bauð gestinum sæti.
Tóku þeir síðan að ræða saman, um eitt og annað.
Presturinn spurði og Hjörtur svaraði, eftir beztu
föngum; en var fjarskalega ófróður um alt, nema
mélbyrgðir bænda þar í sveitinni. Sýndi þá prest-
ur frábæra lægni og einstaka æfingu með spurn-
ingum sínum. En þegar hann sá, að Hjörtur
mundi vera tæmdur að héraðsfréttum, leiddi prestur
talið að hans eigin högum, og spurði um: »Hvern-
ig heilsan væri núna? — Hvað hann treysti sér til
að mala mikið á dag, í góðri kvörn. — Hvort hann
ætlaði að fara á morgun, eða mala dálítið fyrir sig
næstu viku?« — Þá kom það upp úr kafinu hjá
Hirti, að hann ætlaði að verða til altaris með prest-
inum næsta dag, ef guð lofaði. — En svo væri vel-
komið að hann malaði eins mikið fjrir hann, og
hann vildi.
Það var eins og prestur yrði hissa á ein-
hverju, þegar hann heyrði þetta. — Eða hann
myndi alt í einu eftir einhverju, sem hann þyrfti
að gera. Hann gekk snögglega frá Hirti og inn í
skrifstofu sína. Þar fór hann að ganga um gólf
og var alls ekki í góðu skapi.
Nei, hann sá, að hér varð hann að taka i
taumana. Það dugði ekki að láta Hjört llana til
altaris mcð honum — og »familíunni» hans! Þctta
var alvcg dæmalaust! og líklegt, að einhver spjátr-
ungur hefði narrað Hjört út i þetta, til þess að
hann gæli siðan hæðst að því, og látið aðra hlæja
að því. ()g mönnum var sannlega vorkunn, þólt
þeir brostu að öðru eins! Það yrði ekki svo ó-
skoplegt að sjá Hjört þarna við hlið hans. Og
hvernig mundi konu hans og börnum líka, að
drekka af sama bikar og Hjörtúr!? Hann átti í
nógu stríði við börnin sín, að fá þau til að ganga
til altaris, þótt þau þyrftu ekki að krjúpa við hlið-
Reykjavík 3. okt. 1907".
ina á Hii'ti! — Víst mundi gamli vinur hans og
skólabróðir síra H. hafa brosað að öðru eins. —
Eða þá sýslumaðurinn - hvað mundi liann segja?
Hann, sem hafði svo djúpa og rótgróna fyrirlitn-
ingu á »skrílnum«. Og hafði enda hreint og beint
sagt: að þegar hún dóttir hans kæmist i sínar
hendur, skyldi lnin aldrei ganga til allaris, til þess
að súpa þar af sama kaleik og aðrir, og fá svo
kannske tæringu, eða aðra hræðilega næma
sjúkdóma upp úr þvi. — Já, þetta hafði hann sagt,
og hann hafði ef til vill nokkuð til síns máls. Auð-
vitað var guði ekki um megn að vernda sína. —
En »hans vegir eru óransakanlegir« — og víst var
það kristileg skylda, að fara varlega með lif sitt og
heilsu. — Auðvitað var, samkvæmt kenningu krist-
indómsins, engin ástæða til að vísa Hirti frá »Krists
borði«. — En svo var eitt: Guð vissi, að honum
sjálfum var það svo þvert um geð, að hafa Hjört
þarna við hlið sína, að honum var ómögulegt, —
alveg ómögulegt, — að vera »réttilega maklegur og
vel hæfur« ef hann þyrfti að hugsa um annað eins
hneyksli, — og hvað mundi þá vera um hitt fólk-
ið! ? Og, fyrst nú annarhvor þurfti að víkja, því
skyldi það þá ekki mega vera Hjörtur? Honum
CARL von LINNÉ.
(Sbr. Huginn nr. 1).
var svo innan handar að taka hann siðar tit alt-
aris. — Guði lilaut að vera sama um þelta, —
þessa smámuni.
Prestur varð nú smátt og smátt ánægjulegri á
svipinn, meðan hann var að sannfærast um það,
að ef hann kæmi í veg fyrir altarisgöngu Hjartar,
þá gerði hann það í góðri meiningu, og guð mundi
líta á slíkt með velþóknun.
Hann sá fljótt að það var óþarfi að vera lengi
að semja við samvizku sína um annað eins, því að
þetta var svo dæmalaust lítilsvert í sjálfu sér, þólt
karlskinnið biði með altarisgönguna.
Þegar að var gáð, var það hara skemtilegra
fyrir hann — nei, fólkið hans.
Hann hætti nú við að ganga um gólf, og tók
þá eftir frúnni, sem sat þar út í horni, og
var að undirbúa fötin undir altarisgöngnna. Hún
hafði ekki yrt á mann sinn, þegar hún sá að hann
var í slæmu skapi. Hún leit á klukkuna, og gætti
að hvort kominn væri kvöldverðartími, og þegar
lnin sá að það var ekki, hélt hún áfram altaris-
göngu-undirbúningi sínum.
Nú kom presturinn til hennar, og lagði blíð-
lega hönd sína á öxl hennar og' mælti: »Góða
min! Eru börnin okkar íarin að búa sig undir,
að meðtaka hið heilaga sakramenti réttilega og
maklega?« ».Tá, það held eg. — Eg hefi ámint
stúlkurnar að vera hægar, stiltar og alvarlegar all-
an morgundaginn, — hvernig sem það gengur nú.
— En Nonni segir, að það skuli verða í síðasta
sinn, sem hann láti teynia sig lil altaris! — Það er
ósköp að heyra til drengsins. — Eg held þú ættir
að tala við hann«. — »Eg skal biðja fyrir honum
eins og okkur öllum«. »Jæja, það verður drýgst,
býst eg við. — Hana! Nú eru stúlkurnar búnar
að mjólka. — Eg verð að fara að skamta«.
Hún fór. Og prestur fór með henni fram í
baðstofuna, til Hjartar. Nú fór hann að tala við
Hjört með kennimannlegri ró og .stillingu. Orð
hans voru einkum áminningar- og aðvörunar-orð
um það, að ekki dygði að hlaupa til altaris, án
þess að hafa »reynt og prófað«, hvort maður »sé í
trúnni«, »því að, sá sem etur og drekkur ómaklega,
etur og drekkur sér til dómsáfellis«.
En Hjörtur lét allar áminningar prests eins
og vind um eyrun þjóta, það var því líkast, sem
hann skildi ekki að þetta kæmi sér við. — Eða þá
að þetta væri honum fyllilega kunnugt.
Presturinn þagnaði og hugsaði sig um stund-
arkorn. Síðan mælti hann :
»Jæja Hjörtur minn! — Við megum ekki eyða
tímanum með því að masa saman. — Dagurinn á
morgun er þýðingarmikill fyrir okkur. — Við skul-
um nú biðjast fyrir, og búa okkur sem bezt undir
hann, svo við verðum vel hæfir, að meðtaka hina
guðlegu náðargjöf, og hún geti orðið okkur til
blessunar, en ekki til dómsáfellis. — Það gleður
mig annars ósegjanlega mikið, hvað margir ætla
að vera til altaris á morgun. Það sýnir að menn
vilja leita Krists og' hans hjálpræðis. — Eg ímynda
mér að allir geti ekki kropið við gráturnar í einu.
— En þér er í öllu falli bezt að bíða rólegum,
þangað til meðhjálparinn gefur þér bendingu um
að koma. — Eg skal biðja hann um að muna eftir
því, og vona eg að hvorugur okkar gleymi þessu.
— Góða nótt, Hjörtur minn!«
»Þetta vona eg að dugi, ef eg á rétt að þekkja«,
sagði prestur við sjálfan sig, um leið og hann fór
inn í svefnherbergi sitt.
En Hjörtur sat eftir hrærður í hug. Hann
var svo innilega þakklátur við prestinn fyrir þessa
hugsunarsemi hans. Það hafði einmitt verið hon-
um mikið áhyggjuefni, hvernig hann ætti nú að
»bera sig til« í kirkjunni. Hann langaði til aðverða
ekki par til athlægis, eða vekja nokkurt hneyksli.
— Nú var þessum steini af honum létt, — þetta
var alt svo einfalt og óbrotið. — Ekkert annað en
híða rólegur eftir bendingu frá meðhjálparanum.
(Frh.)
Mjólkurmálið.
Niöurl. I ta'öa
Eggerts Briem í Viðey.
Það sem oss atvinnurekendurna varðar meslu
er það, að atvinna vor geti borið sig, og þessu næst
að hún sé ekki lakari en annar atvinnurekstur. Fljótt
álitið telja flestir kýreigendur það eitt eðlilegt, að
mjólkin sé hækkuð í verði jafnframt því að öll vinna
og annar atvinnukostnaður hækkar í sínu verði, en
gæta ekki þess sem skyldi að sá er annar vegurinn
að reyna að draga úr framleiðslukostnaðinum með
rneiri útsjón og betri tilhögun.
Frá því eg fyrst man eflir, liefir mjólkin jafnan
verið í sama verði 18—20 aurum potturinn. Fyrr-
um fór salan fram á þann liátt að kaupendunum
var mæld mjólkin í eldhúsinu hjá framleiðandanum.
Húsmóðirin hafði á hendi söluna og annaðist sjálf
mælinguna eða einhver annar heimamanna. Salan
liafði þannig engan kostnað í för með sér, því að engu
var slökt niður á lieimilunum hennar vegna. Nú
aftur á móti er orðin sú breyting á, að mjólkin er
scld i útsölu eða umboðssölu. Itefir það kostnað i
för með sér, sem ekki þektist áður. Þess utan er
heyskapurinn eða heyið orðið mildu dýrara og eins
öll störf sem því fylgja að framleiða mjólk til sölu
í Reykjavík m. m.
Fyrir nokkrum árum liefði mátt hafa mikinn