Huginn - 03.10.1907, Qupperneq 3
H U G I N N
27
má kalla hér eftir því sem venja er til. Karlmenn
ganga hér í hópnm atvinnulitlir og atvinnulausir.
Samningsvinnuveitendur (contractors) íslenzkir, sem á
liverju sumri hafa veitt mörgum atvinnu, liafa lítið
haft að gera í sumar. Sem sagt mjög mikill aftur-
kipppr og deyfð hér í öllu. Útlitið þVí mjög óglæsi-
legt að byrja veturinn. Flestar vörutegundir hafa
stigið í verði. Hey og eldsneyti í afarverði — þriðj-
ungi hærra en venjulega. Sumir kaupmenn hættir
að láta vörur riti nema hönd selji hendi — vegna
óskila. —
Hr. E. Hjörleifsson hélt hér fyrirlestur um
»Frelsiskröfur íslendinga« í fyrrakvöld, fyrir rúmum
200 áheyröndum. Hann bar landi og þjóð ágætlega
vel söguna, en eftir hans áliti var engin góð taug í
Dönum gagnvart íslendingum. Að hans áliti voru
Danir vísir til að flytja bæði sitt eigið og annara
þjóða fólk inn í landið í þúsundatali og með því
eyða alveg íslenzku þjóðinni. Ef ekki það, þá væri
konungur Dana ekki ólíklegur til að selja landið eða
hluta þess hverri þjóð sem bezt byði. Ekkert traust
kvaðst hann bera til sambandslaganefndarinnar ný-
skipuðu í þessu frelsiskröfumáli, eða til hinnar nú-
verandi íslenzku stjórnar. Fyrirlesarinn áleit að
Vestur-Islendingar gætu ef til vill riðið baggainuninn
í þessu máli, en skýrði þó ekkert nánar á hvern hátt
þeir gætu það. Fyrirlesturinn var prýðilega vel flutt-
ur. Hr. E. Hjörleifsson hefir flult þenna fyrirlestur
áður í íslenzku nýlendunum: Nýja íslandi, Norður
Dakota og Argyle. Héðan heldur hann þessa dag-
ana vestur að Kyrrahafi til að flytja fyrirlesturinn,
og um leið í vesturfylkin Laskatchawan og Alberta.
Njdega hafa 2 landar framið hér sjálfsmorð, þeir
Einar ritstj. Ólafsson á Gimli og Páll Sigurðsson
mjólkursali hér í bænum. Ókunnugt er uni ástæður
þeirra að þessu tiltæki. Vcikindi liafa verið venju
fremur lítil meðal landa á þessu sumri, og engir
nafnkunnir dáið.
Úr bréfi frá fréttaritara í Alftavatnsbygð
(hr. Jóni Jónssyni fyrv. alþm. frá Sleðbrjót). (31. ágúst).
Flestum mun minnisstætt hversu síðasti vetur
var langur og kaldur, og hve seint voraði. Hér byrj-
aði ekki að gróa fyr en í júnímánuði, en þá kom
ágæt tíð, og vonir um grasvöxt urðu hinar beztu.
En um miðjan júlí kom niður svo mikið vatn, að
engjar stórskemdust í norðurhluta bygðarinnar því að
»Svan Creek« flóði yfir takmörk sin. Allir bjuggust
við að með ágúst mundi þorna um, eins og venja er
til. En þá fyrst tók nú steininn alveg úr. Allan
ágústmánuð hefir ringt meira og minna, svo að und-
antekning hefir verið ef komið liafa 2—3 þurrviðris-
dagar. Pó yfirtók 11. ágúst, þá var stórrigning með
þrumum og eldingum og hvassviðri svo miklu að
skógurinn stórskemdist víða. Stór tré rifnuðu upp
með rótum, og svo mátti kalla að allar engjar hér
færu á kaf í vatn. í dag er hér stórrigning og þrumu-
veður. Heyfengur bænda mjög bágborinn. Sumir
hafa tæpan helming þeirra heyja er þeir þarfnast,
aðrir nær ckkert. Útlit er fyrir að það þurfi að lóga
fjarska miklu af gripum hér í haust. Fylkisstjórnin
vill ekkert gera til að reyna að veita vatninu af.
Verð á nautgripum er hér fremur lágt en gott verð
á svínum og sauðfé G—G1^ cent fyrir pundið í lif-
andi svínum. Dilkær 8— 9 doll. (með lambinu).
Heilsufar alment gott og stórslys lítil. Elding drap
dreng nálægt Lundar P. (). og eldingu hafði slegið
niður í íbúðarhús þar nálægt, og eyðilagt eittlivað af
húsmunum. Fleiri fréttir hefi eg ekki nú, vona að
geta sagt bctri fréttir í septemberlokin.
(Skýring: Bygö sú sem þetta bréf er úr er norður
frá, og vestur meö Manitobavatni, í Manitoba. íbúarnir
lifa þar mest á nautgriparækt og svínarækt. A. J. J.
Úr bréfi frá fréttaritara í Nýja íslandi
hr. 0. G. Akranes (31. ágúst).
Pað liafa mált heita uppihaldslaus illviðri hér
um slóðir síðan mcð júlí. Skiftist á rok og rigning
og þrumur, þó keyrði fyrst uni alt bak um 11. á-
gúst. Þá var rokið og illviðrið svo mikið að skóg-
urinn lá brotinn í dyngjum, vírgirðingar stórskemd-
ust af viðarfallinu, liey og bátar fuku. Hve mikið
hefir farist af nautgripum í skóginum er ekki tilspurt
enn. Winnipegvatn flæddi víða á cngi manna og
meðfram því. Afræsluskurðir tóku livergi nærri
vatnið sem niður féll svo það fór skemstu leið yfir
»dompana« á veginum svo alt varð ófært. Þrátt fyrir
þetta liafa 3 frostnætur komið liér í þessum mánuði,
svo tíðarfarið hefir í þ. m. 'verið mjög einkennilegt,
og afleiðingarnar liljóta að verða slæmar, einkum
fyrir þá sem þurfa að ná miklum heyjum fyrir vet-
urinn. íslendingadagur var haldinn hátíðlegur á Girnli
2. ágúst í sumar, og fór vel fram. Tveir menn eru
hér að kaupa sögunarmyllu S. Nordal og H. Aust-
mann. Nýlega er látin hér Guðrún Guðmundsdótlir,
ættuð frá Ncðri-Sandvík í Grímsey við ísland.
(Skýring: Nýja ísland liggur á vesturströnd Winni-
pegvatns í Manitoba, og beggja megin við íslendingafljót
sem liggur i vestur frá vatninu. A. J. J.).
Ofan úr sveitum.
Borgarnesi í september.
Nú drúpir sveit í vanda, því að heyfengur hefir
orðið næsta lítill í sumar. Tún hafa brugðist nijög
og eins engjar, sem slegnar voru í fyrra. Er víða
ekki ljáborið þar sem er bezt vanalega. Þerrir
hefir verið mikill og nýting því góð, en hey eru
mjög sinumikil. Er því mjög hætt við að þau
bregðist mönnum illa og að næsta vor verði hor-
fellisvor, ef þau eru ekki orðin landfiótta. En með
kraftfóðri mætti bjarga við heyjaforðanum.
Laxveiði hefir verið með bezta mótinu í Borg-
arfirði. Á Hvítárv.öllum ágæt og allgóð annarstað-
ar, þar sem veitt er í net — en nú er víðast leigt
Englendingum til stangaveiða. Fé er með feitasta
móti í haust eftir þeirri reynslu sem þegar er feng-
in við að slátra í »slægjur« og »leitapoka«.
Viða munu menn verða að fækka kúm og
kindum í liaust.
Landsmál liggja öll í dái, og konungsfagnaðar
glaumurinn er að dejja út, en vetrarkvíði að vaxa.
En búvit er að aukast svo að vænta má þolan-
legra lykta. Fjárverð er betra en í fyrra, einkum
dilkar, 18 aura pd., í fyrra 15.
Nýi læknirinn hefir mikið að gera. Reynir
hann að verja héraðið og Borgarnes mislingum og
er jafnan á ferð og flugi.
Gárðar hafa mjög brugðist, einkum kál; vant-
aði vökva og ekki vit né geta til að vökva, nema
á stöku bæ.
Dáinn er Sæmundur bóndi í Hlöðutúni, bú-
höldur góður og hinn bezti drengur, og Guðbjörg
Oddsdóttir, ung kona og væn, kona Guðsteins
Friðrikssonar í Borgarnesi.
Listir og1 vísindi.
inn undir hina merkilegu Kirkjusögu er Finnur bisk-
up sonur hans ritaði. Biskupasögurnar eru hin
áreiðanlegustu heimildarrit.
3. Aldarfarsbók Páls lögmanns Vídalíns 1700—
1709, gaf félagið út 1904, og er sú bók 90 bls. í
riti þessu er sagt rnargt merkilegt um Pál lögmann
sjálfan, Árna Magnússon og ýmsa menn aðra er uppi
voru á öndverðri 18. öld, og er frásagan víða skemti-
leg og mikið hægt að byggja á riti þessu.
4. Tyrkjaránið á Íslandi 1627. Út komin 2
hefti, 304 bls. Formaður félagsins dr. phil. Jón
skjalavörður Þorkelsson, hefir með sínum alkunna
dugnaði grafið upp öll þau rit er finnast í handrita-
söfnum, bæði hér á landi og utanlands er snerta rán
Tyrkja hér á landi árið 1627. — Það sem komið er
út, er: 1. Lítill annáll um Tyrkjans herhlaup á ís-
íslandi anno 1627, 2. Um höndlan rSeningjanna fyrir
austan anno 1627, 3. Frásaga Kláusar lögréttumanns
Eyjólfssonar, 4. Ferðasaga síra Ólafs Egilssonar er
hertekinn var, og kom út aftur, 5. Saga Björns Jóns-
sonar á Skarðsá og 6. upphaf á frásögn Jóns Ólafs-
sonar Indiafara. Bók þessi verður, þegar henni er
lokið, hin merkilegasta, og þangað verða þeir að
fara er eitthvað vilja vita um Tyrkjaránið, því ann-
arsstaðar fást engar slíkar heimildir sem þar. — Það
er ekki lítill hægðarauki fyrir þá, er vilja kynna sér
sögu lands vors, að geta fengið í prentuðum bókum
allar þær upplýsingar sem nauðsýnlegar eru. — Að
þurfa að leita í handritasöfnum að öllu slíku, eyðir
miklum tíma, og ómögulegt fyrir þá, sem ekki eru
þar settir sem þau eru. (Frh.)
I verzlun
Griiniiars Einarssonar
fæst:
ÖT af uxum, kvígum,
nautum og sauðum.
Nýreyktur LAX, Allskonar matvörur og
álnavörur m. m.
Jón Jónasson
skósmiður.
Viunustofa
22 Laugayeg'i 22.
i "Vimdíiðui* sliófíttnaður.
Grott verð.
Sögufélagið
er stofnað var 17. febr. 1902, hefir átt fremur erfitt
uppdráttar, því bæði voru fáir meðlimir þess í önd-
verðu, og fyrst í fyrra naut það lítilsháttar styrks úr
landssjóði, 30 kr. fyrir hverja örk er það gæfi út, en
þó eigi ineira en 600 kr. á ári. Styrk þessum —
þó lítill sé — má þakka það, að félagið hefir eigi
liætt að starfa, og er það vel farið, því tilgangur fé-
lagsins, »að gefa út heimilda-rrit að sögu íslands í öll-
um greinuin frá því á miðöldum og síðan, og í sam-
bandi við þau ættvísi og mannfræði þessa lands«, er
svo þarfur, að það undrar mig stórlega, að alþingi
skuli telja það sóma sínum samboðið, að veita fé-
laginu jafn lítinn styrk, sem það gerir. — Rit þau
er félagið hefir gefið út eru:
1. Mtírðbréfabœklingar Guðbrands biskups Þor-
lákssonar 1592, 1595 og 1608, með fylgiskjölum, alls
282 hls. — Bók þessi er stórmerkileg, því hún er
eins og ílestutn mun vera kunnugt, varnarit Guð-
brands biskups fyrir Jón lögmann Sigmundsson móð-
urföður sinn, cr Gottskálk biskup hinn »grimmi«
ofsótti á alla lund, með þeirri harðneskju er hinum
katólsku biskupum var svo lagin. En löngu eftir
dauða þeirra beggja komu frain bréf, sem morðbréf
eru kölluð, þar sem Jón átti að hafa játað á sig, að
hafa drepið barn sitt og stjúpbarn, og Ásgrím bróð-
ur sinn. Sannaði Guðbrandur biskup, að bréf þessi
voru aðeins svivirðileg falsbréf, en lijó svo nærri and-
stæðingum sínum, að liann fékk miklar sektir fyrir,
og lét sjálfur gera ritin upptæk og brenna.
2. Biskupasögnr Jóns prófasts Halldórssonar í
Hítardal. Af þeim eru komin út 4 liefti, alls 308
bls. Eru nú komnar á prent sögur þeirra Skálholts-
biskupanna Gissurar Einarssonar, Marteins Einars-
sonar, Gísla Jónssonar, Odds Einarssonar, Gísla
Oddssonar og Brynjólfs Sveinssonar. — Jón Hall-
dórsson var hinn fróðasti maður, og lagði grundvöll-
Klæðsölubúð
Guðm. Sigurðssonar
selur ódýrawt
hér í bæ föt og fataefni, hálslín og
slaufur, vetrarhúfur o. 11. sem að fatnaði lítur.
lljög falleg svuntu og kjóla-
tau ásamt fleiri teg.
af vefnaðarvöru ný-
komið í Austurstr. 1.
Ásg. ff. Gunnlaugsson & Co.
Enginn notar aðrar
elðspítur
en y>sjálfslökkvinn<s, seni
þær hefir einu sinni not-
að. Fást í
Sölntimiimun.
Eggert Claessen
yfirréttarmálaflutningsmaður
jL1OBbjH.rs4.0tu lí2. Jt5.
Venjulega heima kl. 10—11 og I
4—5. Talsími 16.
.Yaaben Chocolade*
bezt sem til er í bæn-
um fæst í
Söluturninum.
og
ltlýantar rauðii
bláir.
Strokleður, peiina>
wtengur, papiiír, um-
slög- fæst í
Söluturninum.
Sveinn Björnsson
yfirréttarmálaflutningsmaður
Kirlijustrœti ÍO.
Heima kl. lO'i.—ll'li otj í—5.
Talsimi 53.