Huginn - 09.01.1908, Blaðsíða 1

Huginn - 09.01.1908, Blaðsíða 1
II. íLi-jr. It-eykj&vík: 9. jan. 1908. ^. tl>l. Umboðsverzlun i I I Lœkjargata 6. mmmmm I I Blöndahl # Einarsson, Reykjavík. m I p m ^ Ilúsíra.sg-iia.veirssl'uii <# fLa.iij2javejji 31. Talsími 04. (j§jl -, Síœrsta og ódýrasta úrval af allshonar ^k ^ húsgðgnum, zgj gólfteppum, Æ? borðdúkum o. s. frv. T^ réttir. Fréttabréf frá fréttaritara Hugins í Kaupmaimahöfn. 22. dcs. 1907. í Portúsíal virðist ástandið ekki cins ískyggi- legt cins og áður. Menn urðu léttbrýnoi þegar sú fregn varð hljóðbær, að stjórnin ætlaði að hallast að þinginu aftur og efna til nýrra kosninga. Er nú cigi ósennilegt, að alt geti lagast, enda er tvístringur mik- í 11 og ósamlyndi innan andstæðingaflokksins. Kem- ur það vitanlcga stjórninni að góðu haldi. Þýzkaland. Pólverjar eru mjög gramir, sem von er út af eignarnámsfrumvarpinu. í Rússlandí og Galizíu hafa þeir svarað mcð því að hælla að kaupa þýzkar vörur. í Warschau var í'undur liald- inn og þar stofnað fclag til þess að hressa við inn- lendan iðnað. Innan þessa félags verður og ncfnd selt, er rannsaka á, hvar kaupa megi vélar og áhöld öll án þess að leita til Þýzkalands. Eignarnámsfrumvarpið er mjög rsett í úllcnd- um blöðum víðsvegar um Evrópú og cr því hvar- vetna illa tckið. Annað þýzkt lagafrumvarp vekur og mikla at- hygli. Það er hin svonefndu sambandslög. í 7. gr. laga þessara er svo ákveðið, að þýzku megi eingöngu tala á öllum opinberum mannfundum í þýzka rík- inu ncma með sérstöku leyíi. Stjórnin kveðst gera þetta til þess að koma í veg fyrir almenningssundr- ung og alríkishættu. Suður-Jótar, íbúar Eystrasaltslandanna o. II. cru æíir. Persland. Stjórnarbylting. Þar er nú alt í upp- náini. Shahinn eða keisarinn, Muhamcd Ali, er tók við ríki sínu í fyrra, vill afnema þingið, er á pers- nesku nefnist Madjlis. Fjárhagsáslandið í landinu er óglæsilegt. Innlendar skuldir nema (fyrir 4 mán- uðum) um 11 milj. kr., herinn er svikinn um málann og embætlismenhirnir eiga inni Iaun sín frá löngum tíma, landbúnaðurinn er í stórri afrurför, skatta og tolla er hætt að leggja á og krefja inn, verzlunin er í dauðamóki og peningasláttan lokuð. Ráðaneytis- forsetinn Nasir-el-mulk, innanrikisráðgjafinn og lands- höfðinginn í Schiras eru höndum teknir. Osamlyndið milh þings og stjórnar er magnað og sagt er, að uppreistarmenn haíi shahinn að bakhjalli. Hann lofar öllu fögru, en húist er við, að honum verði vikið úr völdum þá og og þegar. Nóbelsverðláunin. Svo fór sem spáð var um þau, nema um friðarlaunin. Þau fengu þcir Ernesto Moneta i Milano og Louis Renault í París. Annars kom það mörgum á óvart, að þessir mcnn skyldu »höndla« hnossið, því að þeir þykja eigi hafa unnið sér margt til frægðar. Nóbelslaunum var útbýtt í fyrsta sinn 1901. Mönnum til athugunar og hægðarauka eru þcir hér taldir upp, scm hlolið hal'a launin á 7 undanfarandi árum : Friðarlaunin: 1901 Henri Dunant í Sviss, Frederik Passy á Frakklandi. 1902 Elise Ducoinnim, A. Gobat, bæði í Sviss. 1903 W. Randall Cremer á Englandi. 1904 Alþjóðadómstóls-félagið á Frakklandi. 1905 Bertha v. Suttner. 1906 Roosevelt, Bandaríkjaforscti. 1907 Ernesio Moneta í Milano, Louis Renault í París. IXGÖLFUR I.ANDNAMSMAÐUU. Hár sér á lnegri lrliðina á likneski Ingólfs, sem gerl liefli1 Einav Jónsson frá Galtafelli og getið var i Huginn I. ár, 12. U>1. og II. ár, 1. thl. Ilann slyðst við öndvegissúlu sina. ICr á hana niarkaður Óðinn i æsku og sitja hrafnar hans lluginn og Mun- inn sinn á hvorri öxl A hlið við Óóinn er súlnn skorin að [s* lcnzkuin sið. Rru þar efst þessi orð rist i riinuin: „Sjálfr leið þú sjálfan þik") þar undir er askr Yggdrasils : Ujörtr bítr ofan, en á hliðu fúnar, gnagar Níðhöggr neðau. Og íleira er þar rist á. A stallanum er Ilagnarökkr. R ó k m e n t i r: 1901 Sully Prudhomme, skáld á Frakklandi, 1902 Th. Mommsen, próf., sagnaritari á Þýzkal. 1903 Bjórnstjerne Bjömson. 1904 José Echegaray, leikskáld á Spáni, Frederik Mistral, ljóðskáld á Frakklandi. 1905 H. Sienkiewitz. 1906 Giosne Carducci, skáld á ílalíu. 1907 Rudijard Kipling. ¦ L æ k n i s f r æ ð i: 1901 v. Behring, próf. á Þýzkalandi. 1902 Ross, á Englandi. 1903 Niels R. Finsen. 1904 Pvwlow, próf. á Rússlandi. 1905 Robert Koch, próf. á Þýzkalandi. 1900 Camillo Golgi, próf. á ítalíu, Ramoa y Cajal, próf. á Spáni. 1907 Ch. Laveran, próf. í París. E f n a f r æ ð i: 1901 J. H. van Hoff, próf. á Hollandi. 1902 Emil Fisclier, pról'. á Þýzkalandi. 1903 Sv. Arrhenius, próf. 1904 William Ramsay, á Englandi. 1905 J 906 1907 1901 1902 1903 1904 1905 1906 1907 Adolf v. Baeijer, próf. Henry Moissan, á Frakklandi. Édvárd Buchner, próf. í Berlín. E ð 1 i s f r æ ð i: Röntgen, próf. á Þýzkalandi. H. A. Lorentz P. Zeemann Cfí/'ie-hjónin Bequerel, próf. Raleigh, lávarður á Englandi. Philip Lenard, dr. á Þýzkalandi. J. J. Thomsen, próf. á Englandi A. Michelson, próf. í Chicago. próf. á Hollaudi. á Frakklandi. Roosevelt heíir lýst yhr því nýlega, að hann vilji losna við að vera í kjöri við forsetakosninguna næst. Fari svo, að hann neiti algerlega að taka við kosningu, þykir Taft, scm nú er hermálaráðgjaft lík- legaslui' cflirmaður hans. Fljótsdalshérað. Þú hefu' beðið mig »Huginn« sæll, að senda þér fréttapistla ai' Hcraði. — Eg veit nú ekki hvar helzt skal byija og hvar enda — eftir þínu höfði—en afræð, að láta fyrsta pislil minn vera um landið sjálft. Fljótsdalshérað er ciginlega dalur, breiður og viðlendur, sem gengur inn í landið upp af Héraðs- flóa. En ekki er honum langt farið, áður hann þcn- ur sig út til hliðanna, einkum til suðausturs og skift- ist jafnframt í ýmsa þrcngii dali, sem þó eru all- stórir, sumir heilir hrcppar. Yzt í dalnum, áður hann skiftist, cr þrísett lnepparöð. Nyrzt er Hlíðarhreppur (Jökulsáihlíð), þá Tunguhreppur og Hjaltastaðahrepp- uí og ytri hluli Eiðahrcpps. Þegar fyrir Tunguhrepp kemur klýfur langur og allbreiður fjallrani — svo nefnd Fljótsdalsheiði — dalinn og skilur Jökuldalinn frá Suður-Héraðinu. Jökuldalurinn er 1 hreppur. í syðia dalnum, sem enn er allbreiður, er tvísett hreppa- röð og eru þar Fellahreppur norðan Lagarfljóts og framhluti Eiðahrepps og Vallahreppur sunnan fljóts- ins. Étt þegar fram undir hreppamót Vallahrepps hins fremri dregur, klofnar syðri dalurinn aftur í tvent um svonefndan Hallormsslaðarháls og skiftist nú í Fljótsdal og Skriðdal, scm hvor um sig er 1 hreppur, samnefndur dalnum. Bæði Skriðdalur og Fijótsdalur skiftast aftur í tvo bygða dali hvor, scm nefudir eru í báðum slöðtim Suður- og Norðurdalur, og í hvorum tveggja dalanna skilja afdalina fjöll, er Múlar hcita. Suðvestur úr Jökuldal gengur aftur Hrafnkelsdalur. Út úr vTinsum þessara dala liggja smærii dalir í ýmsar átlir, en flestir lítt eða ekki bjgðir. Þrjv'i aðal-valnsföll renna um dali þessa: Jökulsá á brú nyrzt, þá Lagarfljót og austast Grímsá, sem þó fellur í Lagarfljót nálægt miðju Vallahrepps. Hérað þetta er fjöllum girt á alla vegu nema til norðausturs, þar sem dalsmynnið liggur fyrir botni Héraðsflóa. En af því að þar cru hafnleysur, eyðisandar og sígnauðandi brim, má hartnær svo telja, að Héraðið sé á þá hliðina engu nær sjónum, en þótt þar væri einn versti fjallgarðurinn. A einum stað er Héraðið tengt við sjóinn með sléttum og fögrum dal, sem náttúran virðist hafa ætlað því fyrir sjávargötu. Dalur þessi er Fagridalur og hggur frá miðdepli Héraðsins að hotni Reyðarfjarðar. — Og loks nú á 20. öldinni hafa mennirnir skilið þessa undrasmíð náttiirunnar í gegnum hin hrikalegu fjöll, og viðurkent gildi hennar fyrir Héraðið, eins og drep- ið mun á síðar. — Önnur greið og auðsótt leið ligg- ur og milli Héraðs og Reyðarfjarðar, »Þórdalsheiði«, sem í rauninni að eins er dalur gegnum fjöllin, en að öllu verri þó en Fagridalur, nema vegalengd. Auk þcss sem hún liggur til enda Héraðsins (til Skrið- dals) eru dalirnir víða þröngir og skriðuhættir og all-illur þröskuldur milli dala, svo að ekki ei þar um annað að ræða en allgóðan lestaveg. — Að öðru leyli verður ekki komist milli Héraðs og sjávar (fjarða) öðruvísi cn að klöngrast yfir fjöll og firnindi. Eins og sjá má á þessari stuttu landsH'singu,

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.