Huginn - 20.02.1908, Blaðsíða 1

Huginn - 20.02.1908, Blaðsíða 1
II. árg. 8. tl>l Reykjavík SÍO. íebr. 190©. 1 4 I ♦ t* heflr beztu mótoraolíu og aðrar smurninga- ^ olíur. Menn snúi sér lil útsölumanna í Reykiavík v Nic. Bjarnason kaupm. og Magnúsar Blöndahls ^ trésmiðameistara. ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦ Samsöng-ur. Laugardag 15. og sunnudag 16. þ. mán., stýrði Sigfns Einarsson samsöng í Bárubúð og hefir »Hug- inn« falið mér að segja af honum. Það mun víst flestum þykja vandratað meðal- hófið í dómum um samsöngva ef þeir eiga að vera ýtarlegir, enda eru llest blöðin okkar vön að þegja um það, sem þar fer fram eða hlaða eintómu lofi á söngfólkið, en eitt blaðanna þylur nú orðið aðeins last um söngfólkið fyrir munn úrvalsspámanns síns — og það all ókurteislega. í þetta sinn er mér ljúft að dæma og lofa söngfólkið fyrir frammistöðu sína. Því það á það fyllilega skilið og þessir samsöngvar voru að mínu álili fullu feti ofar en þeir, sem eg áður hefi haft tækifæri að hlýða á. Áheyrendur virt- ust og mjög ánægðir með það sem þar var framborið og margir fóru bæði kvöldin. Söngskráin var smekk- lega samantekin og alt á henni nýtt og hér áður ekki sungið, að undanteknu síðasta sönglaginu, — sungið hér áður af sama söngflokk. Fyrsta lagið var brúðarsöngur úr Op. Lohengrin eftir Richard Wagner; er sá söngflokkur hans heims- frægur, en Wagner hafði það fram yfir ílest söng- skáld, að hann samdi sjálfur textana við Operur sín- ar og hafði nú Bjarni Jónsson frá Vogi snarað brúð- arsöngnuni á íslenzku. Tókst þetta lag mikið vel þótt erfill sé og vitanlega sómi sér betur í leiknum sjálfum á leiksviði, sérstaklega af því að mikill hluti þess er sungið bak við leiktjöldin, en sem kunnugt er vantar alfan slíkan útbúnað í Bárubúð; þar að auki missa slík lög ætíð nokkurs í að vera rifin út úr samhenginu, eru sem hlekkur slitinn úr viðburða- keðju leiksins. En góðrar þakkar vert er það, að lofa fólkinu að bragða, þótt ekki sé nema á smábita af söngkrásum þeim sem erlendis eru daglegt brauð, borið fram á leiksviði. Næstu tvö lög söng Einar Indriðason; voru þau eftir Gounod og tókust honum þau furðanlega. Einar er ungur og söngrödd hans óþroskuð, vantar festu og hljómfylli, en væntanlega bætir hann röddina smátt og smátt og er hann óef- að gott söngmannsefni. Þessi tvö lög sem hann söng voru lionum of erfið, en hann velur vonandi betur við hæli sitt næst. Þá söng karla- og kvenflokkurinn 3 lög eftir Sigfús; eru þau nýsamin og í þeim alíslcnzk undir- staða, en leikið undir söngnum á piano, Af þess- um sönglögum hans er »Vorvísa« Jóns Thoroddsens, lipurt og létt lag, raddirnar leika sér í því hver um aðra eins og lömbin um »blómgaða bala«. Hin tvö lögin eru við »Skammdegisvísur« Þorsteins Erlings- sonar og »Vorhimin« Þorsteins Gíslasonar; lekst þar Sigfúsi í hinu fyrnefnda að ná hinum eymdar- lega sultarsöng með dinnnum, breiðum og þungum tónum, en dregur upp í hinu síðarnefnda vorhiminn með fríðum, breiðum, björtum og háum, — mér liggur við að segja bláum tónum. Tókust söngflokkn- um þessi lög ágætlega, það var mjög ánægjulegt að heyra hve vel var æft og frágangur allur góður. Þyrflu ekki önnur söngfélög að fyrirverða sig fyrir, að taka sér sóngflokk Sigfúsar til fyrirmyndar og reyna sig á þessum sönglögum hans. Þá var nú komið að lengsta og ekki veigminsta þælti söngskránnar. Það var hvorki meira né minna en frægur »Septett« Beethovens, Opus 20, leikinn af frúnum Ástu og Valborg Einarsson á Flygel. Naut þar í einu bæði fimni, smekks og mjúkra handa, og óbætt að fullyrða, að ekki hefir verið betur leikið hér nokkru sinni á hljóðfæri af tveimur. Ekki hafa menn vanist því liér, að lilýða á tónverk Ieikið á piano í fullan V2 kl.tíma, nær því hvíldarlaust, og mátti því búast við ókyrð í sætunum og að minsta kosti hósta og stunum að gömlum Reykjavíkursið, en við ekkert af þessu yarð nú vart; — alt varhljótt og kyrt og engum svelgdist á, því aðdáanlega var leikið og í þessu meistaraverki Beethoven’s er svo krögt af yndislegum smálögum og »motivum«, að það hlaut að fjötra hugi áheyrendanna á meðan að var leikið. Fæstum mun nægilegt að hlýða á Septett þcnna eitt skifti, hann er svo efnisríkur og marg- brotinn, er eins og skrautlegt himinljós, sem við nán- ari og betri athugun greinist sundur í margar dýrð- legar stjörnur. Því er nú ver að samsöngvar þessir voru ekki vel sóttir, hvernig sem á því hefir staðið; embættis- menn og liið svonefnda »heldra fólk« fjölmenti mjög fyrir skömmu við tvo samsöngva, sem aðrir héldu, og mun því ekkt hafa þótzt hafa tima né peningaráð til að sækja þessa samsöngva, sem báru langt af hinum, að þeim að öðru leyti ólöstuðum. Skal eg svo enda með því, að skora á Sigfús og söngfólkið að endurtaka þessa samsöngva, balda þá sem alþýðusamsöngva »fyrir fólkið«. Eg býst sem sé við, að alþýða manna hafi fult svo næmar tilfinningar og eyrun eins opin fyrir góðum söng og »heldra fólkið«. Á. Th. K rétt i r. Fréttabréf frá fréttaritara Hugins í Ivaupmannahöfn. Kliöfn 2. febr. 1908. Stórþjófur. í Milano dó fyrir skömmu maður einn, Georges Manolescu að nafni, 37 ára gamall. Þóll ekki yrði hann langlífur, var hann orðinn kunn- ur um allan heim fyrir glæpi sína, fífldirfsku og ó- svífni. Hann var því alment kallaður »konungur þjófanna«. Gegnir það stórfurðu, hve mörgu hann hefir komið af á ekki lengri tíma. Manolescu var fæddur árið 1871 í Ploésci, bæ í Rúmæníu. Faðir hans var herforingi og kvæntist 4 sinnum. Móðir Georges dó þegar sveinninn var 2 vetra. Þegar Georges var 14 ára gamall, fór liann í hermannaskóla og þótti þar liinn efnilegasli. En þá langaði hann út í heiminn og fór af stað með rúm- an franka í vasanum. Hann fór til Konstantínópel og þóttist þar vera blindur. Þar stal hann 20 pund- um frá tyrkneskum liðsforingja, er gert hafði vel lil hans. Árið 1887 var hann kominn til Aþenu og hugði nú til heimferðar til Rúmæníu, en skorti fé. Þá tók hann það til bragðs að veita, eða þykjast veita sjálfum sér banatilræði hjá sendiherranum rúmænska til þess að reyna að ná sér í peninga. Hann var þá svo óheppinn, að særast svo mjög, að liann varð að liggja lengi á spítala milli lieims og helju. 1889 komsl hann til Parísarborgar og þá fóru nú glæpirnir að gerast stærri. Hann var vanur að stela ýmsum vörum úr stærstu búðum bæjarins og skila því síðan aftur daginn eftir, sem hann sagðist hafa lceypt, gegn fullri borgun. Þannig græddi hann mörg hundruð franka á mánuði. En þetta nægði honum ekki. Hjá 37 gimsteinasölum stal diann gim- steinum er kostuðu 540,000 franka alls. En í 37. skiftið var hann tekinn og dæmdur í 4 ára fangelsi og var þá tæpl. 19 ára gamall. Þá er hann hafði tekið út hegningu þessa, fór hann aftur til Rúmæníu til föður síns og þaðan til Monte Carlo, en varð svo óheppinn að tapa 9000 frönkum á stuttum tíma í spilum. Þaðan fór hann til Canada og vann þar 17000 dollara og náði sér þannig upp. í Chicago kallaði hann sig hertogann af Otranto og vildi íyrir hvern mun ná þar í rika stúlku og giftast henni, en menn vildu hvervetna sjá skilríki hans og þá liafði hann sig á braut hið bráðasta. Á leiðinni frá Cbicago til San Francisco stal hann í lestinni tösku með gimsteinum, er kostuðu 27,000 dollara, og 2000 dollurum í peningum. Vegna dirfsku hans grunaði hann enginn og varð hann jafnvel um tima leynilögregluþjónn í Cliicago. Undir nafninu »prinsinn af Padua« fór hann til Japan og þaðan aftur til Ameríku og því næst til London, lifði þar eins og greifi og bjó þar á einu helzta gistihúsinu. — En þar varð hann aftur uppvís að þjófnaði og var dæmdur í fangelsi, en losnaði þaðan brátt aftur. í Ostende fékk hann nokkra ræn- ingja til að ráðast á brasiliskan auðmann, er liann var kunnugur. Það sló þegar í liarða bardaga og Manolescu lést verja vin sinn, en notaði tækifærið til að stela af honum 37000 frönkum. (Frh.) Sigfús Einarsson kennir söng í Hafnarfirði í Flensborgarskólanum og í barnaskólanum. Auk þess hefir liann þar söngfélag, sem hann er söngstjóri hjá. í því félagi eru nálægt 30 manns. Þetta félag hélt nýlega samsöng í Hafnarfirði og ætlar að endurtaka hann núna á laugardaginn. En á sunnudaginn fer það fram á Álftanes og syngur á Bessastöðum. Það er um Hafnfirðinga að segja, að þeir eru þeim mun söngelskari en Reykvíkingar, að þeir eru eins fjöl- mennir við samsöngva hér sem vér. Blindur drengur þarf hjálpar til þess að kom- ast á blindra stofnun. í kvöld ætla nokkrir lista- menn að halda skemtun í því skyni. Ágætir kraftar, ágæt skemtun, hverjum manni sómi að styrkja fyr- irtækið. Fyllið húsið, góðir Reykvíkingar. J Nýútkomið: æ samanteknir af Sigfúsi Einarssyni. ^ Þetta eru 24 tvírödduð lög og 2 hring- leikar einkar skemtilegir eftir Matthías Þórð- ^ arson. Kostar að eins 60 aura. — Fæst hjá bók- sölum og í söluturninum. slani '0 rerður líka ljómandi fallegt. Febrúarblaðið kemur ekki út fyr en síðustu daga mánaðarins, en það ♦ ♦ | Nýútkomið: 4 ♦ Misvindi. ♦ ♦ ♦ 4 Þvðingar eftir Bjarna Jénsson frá Vogi. 4 ♦ ♦ 4 Kostar að eins 50 aura. Fæst hjá bók- ^ ♦ sölum og í söluturninum. ♦ ♦ ♦ ♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦♦

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/187

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.