Höfuðstaðurinn - 30.09.1916, Side 4
HÖFUÐST AÐURINN
Fjerde Söforsikringselskal)
er áreiðanlega ábyggilegasta félag,
sem hér starfar.
Sjóvátryggingar og
Str f ðs vátry ggi n gar
á skipum farmi og mönnum 7
*
fcoBsm, aj s^óvtvatYaðuttu J^tvt ^slatvd-
S>\6mexvw\
Oœtið heilsunnar — og kaupið Olfuföt og önnur hlífðarföt hjá
Sigurjóni Péturssyni.
fflT Þau eru sterkust og endingarbezt. '^MI
Nýkomnar amerískar Ó1 í u b u x u r, sem eru þær beztu sem
hingað hafa komið. Eru búnar til úr ágætu vaðmálsvendar-Iérefti
og þola 500 pd. pressuþunga, án þess að klístrast saman. — Eru
mjúkar og góðar og láta algerlega eftir hreifingum manna.
Enskir og norskir Trawlstakkar af öiium stœrðum
Islenskar Trawldoppur og Trawlbuxur.
HOFUÐSTAÐURINN
Séra Friðrik Friðriksson
er væntanlegur heim irá Ameríku
meö Gullfossi. Hann hefir dvalið
þar vestra um 3. ára skeiö. Mun
K. F. U. M. hafa í hyggju að
fagna honm vel og er þaö að von-
um, eftlr svo latiga burtuveru. Séra
Friðrik á vini á hverju strái, ekki
síst meðal yngra fólksins, væri því
ekki nema skylt að sýna honum
einhver vináttu merki nú þegar
hann kemur heim.
Flutningsdagur
er á morgun. Þá verður uppi
fótur og fit hér í bænum. Fjöldi
manna er enn húsnæðislaus og veit
ekkert annað ráð, en að flytja út á
götuna með alt sitt. Sumir hafa
komið munum sínum fyrir í hest-
ist til að flutningsdegi liönum, en
spauglaust rö vera vegalaus á haust-
nóttum og verða að leita á náðir
annara með að fá húsaskjól nótt
og nótt. Sagt er að um 30 hús-
um sé haldið föstum í því skyni
að selja þau á síðutu stundu og
fá þá ef til vill húsrúm einhverjir
þeirra er nú eru vegalausir. En
hætt er vlð að þröngt verði og
óvistlegt hjá sumum áður lýkur.
Ceres
var á Seyðisfirði í fyrradag á
leið norður um land frá útlöndum.
Island
fer þann 1. okt. frá Kaupm.höfn.
Goðafoss
var á Sauðárkróki f gær, á eftir
hafnir við Húnaflóa, fer svo þaðan
aftur til Akureyrar og tekur þar
síld, fer svo þaðan til ísafjarðar og
svo til Reykjavíkur.
Munið
að þurrasti bletturinn á sjó og landi er
undír sjófötunum frá S I g u r j ó n 11
E K K I einungls HÖFUÐSTAÐARINS,
heldur ÍSLANDS BEZTA og ÓDÝRASTA
verzlun í þvf, sem tíI útgerCar heyrir, er
verslun gigurjöns Béturssonar
Safnarstrceti 16.
Reykjavík.
TUXHAM-mótora
selur
CLEMENTZ & CO
H
F|
• — sjáifir hafa þeir ekkert að flýja. Útgefandi Þ. Þ. Clementz. Þingholtsstræti 5. Reykjavík.
Allir vænta þess að eitthvað rým- Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. Skrifstofutími 10—2 og 5—7 Sími 575.
Dýrlingurínn.
Smásaga
eftir Conrad Ferdinand Meyer.
Bóndabæir lágu á víð og dreif báðu megin viö þjóð-
vegiqn, er liggur frá heitum heilsubótaböðum við Limmat
til Ziirich. Nú breiddi logndrífan mjallarfeld yfir akrana
og þök bæjanna. Dtífan varð þéltari og þéttari, og var
sem hún ætlaði að slökkva fölleitt morgunljósið og breiða
kyrð yfir heiminn. Huldi hún vegu og stigu og þær ein-
stakar lifandi verur, er fóru þar um.
Skamt frá borginni var brú yfir Sihlfljótið og þak
yfir. Á trébrú þessari heyrði nú hófadyn og kom nú ríð-
andi maður út undan sperruþaki brúarinnar þeim megin,
sem vissi aö borginni. Maður þessi var sterklega vaxinn
og hafði vafið um sig þykkum vaðmálsstakki og steypt
kápuheltunni yfir höfuð sér, svo að lítið sást af manninum
annað en breitt og grátt skegg. Hann reið sterkum hesti
af innlendu kyni, en á eftir honum rann loðhundur alsnjó-
ugur og lét sá rófuna lafa ólundarlega. Frost og snjór
höfðu gert þá þrjá förunauta syfjaða, en er tréhvelfingin
glumdi við af hófatakinu þá lifnaði yfir þeim, því aö nú
vissu þeir að skamt var til náttstaðar. Greikkaði hann nú
2
sporið og kom skjótt að borgarhliðinu, en er hann reið
undir boga hliðsins, tók hann niður hettuna og dustaði
snjóinn af kápu sinni, ýtti loðhúfunni upp frá karlmann-
legu enni sínu og reið nú ailhermannlega, þótt gamall
væri, og fór götu þá, er lá fram með keisarakastalanum.
Þetta var tveim dögum fyrir gamlársdag 1191. Var
ferðamaður þessi vanur að fara til Ziirich milli jóla og nýjárs-
Hann kom nú þar, sem bakarinn var á hægri hönd
og seldi brauðhleifa sína, en járnsmiðurinn vinstra megin
og drynjandi steðjar og neistaflug. Kölluðu menn nú til
hans sem vandi þeirra var, er hann kom til borgarinnar,
nefndu sumir hann Hans bogzveigi, en sumir Hans Eng-
lending. En hann svaraði máli manna og kveðjum þeirra
með svo skýru og greinilegu málfæri Alimanna, að síðara
nafnið benti auðsjáanlega ekki a fjarlæg heimkynni, heldur
á hitt, að hann hefði svalað útþrá sínni og væri víðförull
maður.
Hann kom að veitingahúsi þvf, er kallaðist Ljónið
Veitingamaðurinn hafði séð, hver þar var á ferð, en hann
leit til af forvitni, þá er hann heyrði hófadyninn. Gekk
hann nú berhöfðaður til gestsins og bað hann að reyna
hinn nýja árgang vfnsins í kjallara sfnum, þá svaraði gest-
urinn af svo mikilli kunnáttu, að auðvelt var að vita, hvar
Hans Englendingi mundi hveiti veitt og vín boriö þenna
daginn.
Alt til þessa hafði alt farið fram svo sem Hans bog-
sveigir þekti og bjóst við í borg hinnar konungbornu
abbadísar. En eitt kom honum ókunnuglega fyrir sjónir
þenna dag, sem var þó engmn hátíðisdagur, og tók hann
nú að undrast. Á þessum harða tíma árs voru konur
P-H
!=*
XO
cS -g
s i
S I
> =
<X> £