Höfuðstaðurinn

Eksemplar

Höfuðstaðurinn - 03.10.1916, Side 4

Höfuðstaðurinn - 03.10.1916, Side 4
HÖ^UÐST AÐURINN Fjerde Söforsikringselskal) er áreiðanlega ábyggilegasta félag, sem hér starfar. Sjóvátryggingar og Stríðsvátryggingar á skipum farnij og mönnum feoBsm. aj stJÓYtiauaðuvtt \xp\x 3sUtvd. TTnnusta hermannsins. Norsk saga. — o— Frh. — Já, hann átti mikið af því, það getið þér reitt yöur á. Þaö voru skálar, könnur og krúsir, alt úr fínu, gömlu silfri og svo átti hann ógrynnin öll af ljósastikum og gildum gullbikurum, já, það var •vo margt, að eg man ekki helm- inginn af því. — Það hafði verið brotinn lykillinn, skal eg segja yð- ur, og skeggið sat eftir í skránni. Þess vegna var sent eftir mér, og vinnukonan hafði gaman af að sýna mér öll djásnin. — Það hefir víst verið vönduð og margbrotin skrá? — Ne-ei, mjög einföld, hérna skuiuð þér sjá, sagði smiöurinn og lagði skeggið af brotna lyklinum á borðið. — Ekki öðruvísi, sagði Hólm- kvist. Hann á víst mikið af hús- gögnum líka. — Það er víst. Eg kom ekki inn i stórstofuna, nei, það held eg nú ekki, aöeins inn í borðstofuna, hún er rétt inn af forstofunni og þar stóð skápurinn. — Hm, hm, umlaði Finninn. Hann gekk nú til konu sinnar, sem hafði nú lokið víö að skrifa láns- skírteinið og færði svo smiðnum. — Þetta verða þá áttatfu aurar Smiöurinn borgaði og fór. Skömmu síðar tók Hóimkvist eftir því, aö lykilskeggið lá eftir á borðinu. Hanti tók það upp og hirti. — Heyrðir þú hvað smiðurinn sagði? spurði hann konu sina. — Já, hvert einasta orð. — Finst þér ekki að þarna sé eitthvað handa okkur? — Það væri þess vert áð gera tilraun. Silfrið freistar mín, eg vildi feginn hafa það handa á milli. Ef eg aöeins gæti fengið fjölskyld- una burt úr húsinu á meðan. Hjóna tetrin ræddu nú um þetta fram og aftur, þangað til nýr mað- ur kom inn. Hann var Rússi að ætt og þeim áhangandi. Maður þessi var tötralega til fara, þunn- leitur, svartskeggjaður, dökkeygur og hinn skuggalegasti ásýndum. Rússinn, hann var aldrei nefndur annað, var eins konar »tilberi« Finn- ans. Trúr eins og hundur og þög- ull eins og þorskur. Hólmkvist þótti vænt um hann, en tímdi þó ekki að balda hann sómasamlega hvorki að fötum né fæði. Enginn i bænum vissi glögg deili á lifnað- aiháttum Rússans, en konur og börn flúðu jafnan úr vegi fyrir honum. Rússinn lötraði að borðinu, með hundslegri auðmýkt. — Það var gott að þú komst, sagði Hólmkvist. Nú hefi eg feng- ið verkefni handa þér. Veiztu hvar Vilmer býr? Rússinn hristi höfuðið. — Hann býr einhvers staðar þarna uppi á Akri, þú getur spurt þig fyrir. Þú verður að fara þang- að strax í kvöld. Þú ferð inn í eldhúsið og betlar þér brauöbita — skiluröu mig? — Það held eg. — Þú setur vel á þig alt, seni fyrir augun ber, hvort þar eru bund- ar, ef svo er, þá hve margir. — Eg skal gera það. — Klukkan 11 á morgun fer þú þangað uppeftir aftur, en þá verð- ur þú aö vera' rakaöur og kliptur, góð föt skaitu fá og svo læt eg þig hafa betlibréf, sem eg hefi hér hjá mér, í því stendur að þú sért úr stiíðinu, og eigir fjölda barna. Þá gengur þú inn forstofu megin og alla leið inn í stofu. Eg segi þér nákvæmar um þetta á morgun. Nú veiztu hvað þú átt að starfa í kvöld. Frh. Arkangefsk. Fyrir skömmu voru teknar upp fastar bifreiðaferðir milli Arkan- gelsk við Hvítahaf og Petrograd. Eins og kunnugt er hafa Rússar lagt járnbraut þessa leið, en hún hefir nú svo mikið að flytja a<3 til vandræða horfir. Hefir því verið tekið til þessa ráðs tií þess að greiða fyrir flutningum milli Petrograd og Arkangelsk. Hafa vegir verið lagðir sein eru um 700 kílómetra íangir og á ýmsum stöðurn við vegina hafa hús verið reist, sem eiga aðeins að notast sern vinnustofur, þar sem gert er viðþaðsern skemmast kann á bifreiðunum. Frá Ame- ríku hafa verið keyptar mörg hundruð bifreiðar af stærstu teg- und. Eru bifreiðir þessar á stærð við allra stærstu flutningavagna.- Útgefandi Þ. Þ. Clemenfz. Prentsmiðja Þ. Þ. Clemeniz. 7 og skylt voru eigin blóði og heiir styrkt það og kryddað frá ómunatíð, svo er og um dýríinga vora St. Felix og Regulu, en á þeirra beinum er þetta munklííi og þessi bær bygður. Hafa þau verið vasklegir verndarar í nauð- um og varðveitt ættlið eftir ættlið. Vér erum þeim kunnir og skuldbundnir og þau oss, Með mynd þeirra og inn- sigli veitum vér gerðum vorum gildi svo sem áður geröu feður vorir. Eg vil eigi raupa af því, þótt þau, eftir því sern ritningar herma, tæki höfuð sín eftir aftökuna og bæri þau frá aftökustaðnum á Limmatbakkanum alla leið hingað með eigin hendi fjóra tigi skrefa upp á móti, og þó er eg viss um, að enginn hinna nýju, veikluðu dýrlinga mundi leika það eftir þeim. Eg legg áherzluna á það, að St. Felix og Regula lögðu lífið í söiurnar fyrir trú sina frainmi fyrir heiðnum keisara, en ekki fyrir kristn- um konungi og yfirboðara sínum, er þau hefði gerst svo djörf að rísa á rnóti, sem þessi nýi dýrlingur, jafnaldri minn. En kvennahöfuöin í konunglega klaustrinu eru eigi fær fyrir svo sanngjörnum íhugunum! En meða! annara dýimætra skjala lenti bókfell eitt í höndum þeirra, þar sem á var ritaö um kvalir og líflát samtíðarmanus og hann vegsamaður. Hin helgu rit voru lesin undir borðum og frá þeirri stu: d hafði hugur hinna göfuga kvenna enga ró. Þær hvöttu til þess leynt og ljóst að hér yrði og tekinn upp dagur þessa dýrlings og písiarvotts. Konum hugnar það, sem nýtt er og erlenf. Borgarstjórn vor var þessu mótfallin af framangreind- um ástæðum og hefði sett þvert nei fyrir, ef himininn hefði eigi hjálpað frúnum. 8 í haust sem leið voru þerrar miklir og kviknaði þá í hlöðu í Viedikon og var stór bær þar áfastur viö. Átti klaustrið hlöðuna og var hún full af heyi. Fönvindurinn blés eldinn beint á mjólkurhúsið og tók að rjúka úr því og töldu allir það frá. Þá tók frú Berta, ákaflega guð- hrædd kona, það ráð, að Iáta ráðsmanninn og sonu hans bera út flaghelluborö eitt mikið og setja fyrir framan hús- iö. Tók hún síðan krít úr vasa sínum og skrifaði með tröllaletri á borðið: Sancte Thoma, miskunna þú oss! En hvað varð ? Leit hinn heilagi maður niður frá himnum og las ? En vindurinn snerist á augabragði, hvað sem um þaö er, borðskríflið hrundi og mjólkurhúsinu var borgið. Nú komu menn til hjálpar úr borginni. Þar stóð nú borðið öðrumegin, hinumegin rústirnar — nú varð eigi framar efast um kraftaverkiö og dýrlinginn. Þetta eru rökin til þess, að vér höldum í dag háiíð dýrlingsins Thomasar frá Kantaraborg*. Eftir þessa löngu ræðu tók kórdjákninn bikar sinn og saup á, þreif síðan könnuna og snerist að áheyrenda sínum og ætlaði að hella á glas hans. Hans sat á tré- palli við arininn og mælti ekki orð frá munni. Honum var kynlega brugðið. Fyrst hafði hann stutt alnbogum á kné sér og stutt höndum að höfði sér og hlýtt með at- hygii á frásögn kórdjáknans. Burkard hafði af ásettu ráði geymt nafn dýrlingsins þangaö til síðast, en bogsmiðurinn hatði ráðið í það fyr. Hann bæröi nú ekki á sér, var sokkinn niður f hugsanir sínar og sýndist fara um hanu hrollur. Kórdjákninn fylti bikar haus og horfði á hann með hluttekning og gat þó eigi dulið feginleik sinn.

x

Höfuðstaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.