Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 11.10.1916, Blaðsíða 2

Höfuðstaðurinn - 11.10.1916, Blaðsíða 2
HÖFUÐSTAÐURINN HÖPUÐSTAÐUPJM kemur út daglega, ýmist heilt blað árdegis eða hálft blað árdeg- is og hálft síðdegis eftir því sem ástæður eru með fréttir og mikils- verðandi nýjungar, HÖFUBSTABTJEOT § hefir skrifstofu og afgreiðslu í Þingholtsstræti 5. » Opin daglega frá 8—8. Útgefandmn til viðtals 2-3 og 5-6. ^ Ritstjórnar og afgr.-sími 575. Prentsmiðjusími 27. Pósthóif 285. Höfuðstaðurinn kostar 6 5 a u r a um mánuðinn, fyrir fasta kaupendur. — Pantið blaðið í síma 5 7 5 ---eða 2 7.--- Sttiáaug^svtigar kosta 2 V2 eyrir orðið. Skilist í prentsmiðjuna, Ingólfs- stræti 2, sími 27, eða á afgr. blaðsins t Þingholtsstræti 5, sími 575. Á við og dreif um löggjöf vora. Landsins stærsta úrval af Rammalistum er á Laugavegi 1. Myndir innrammaöar fljótt og vel. Hvergi eins ódýrtl Þeir sem kynnu að hafa húsnæði til leigu, handa fjölskyldum J geta fengiö þaö auglýst ókeypis hér í blaðinu. Pantið Höfuðstaðinn í síma 27 eða 575. Magnús Björnsson cand. phil. Kárastfg 11, kennir náttúrufræði, iandafræði o. fl. — Hentugt fyrirr þá sem ætla að ganga undir gagnfræðapróf að vori, en lesa utan skóla í vetur. — Heima kl. 7—9 á kvöldin. Lögunum má jafna við girð- ingar. Þau eru girðingar þær er þjóðfélögin setja fyrir ástríður manna og ágengni á hagsmuni annara og réttindi. A I d r e i lyftir menningin jarð- arbúnm svo hátt að þeim verði hleypt úr þessum girðingum. A 1 d r e i kemst mannkynið á slíkt þroskastig siðferðis að því verði leyft að leika iausbeisluðu um veröldina að þessu leyti, — Friðsamt þjóðlíf í iagalausu landi voeri fjarstæða fjarstæðanna. Sum- ir kærleikspostular sem bjartsýn- ir eru þykjast sjá fram á glæsi- lega fullkomnun mannkynsins þegar aldir líða, enginn þeirra mun þó ala svo djarfan draum að villihvatir og þrjótska mann- eðlisins verði þannig tamin að eigi verði einatt þörf á múrveggj- um laganna til aðhalds. Telja má að lögin eigi óend- anlega mikinu þátt í framþróun un og lífskjörum hverrar þjóðar. Sú þjóð er býr við hagkvæma og viturlega lagasetninga á ómet- anlega góða eign og mun henni jafnan vel farnast fram eftir göt um hagsældar og þjóðþrifa. Það skiftir eigi smárœðis máli hvernig tekst um val löggjafanna með hverri þjóð, hver nauðsyn er á þeir menn séu stóru starfi vaxn- ir, — vitsmuna og samvisku- menn, — trúir menn Iandi og lýð og sem bestum mannkost- um búnir. Verður ekki brýnt sér- staklega í þessari grein hver höf- uðnauðsyn þjóð vorri er á því að vanda sem besf val þeirra manna, sem eiga að skapa henni lög í framtíðinni. Verður ekki að þessu sinni vikið að þeim risavöxnu umbót- um á vali löggjafanna sem fram- tíðin hlýtur að færa oss, — um- bótum frá núverandi ástandi, ef þjóð vor er eigi stödd á glöt- unar götum. Til gamans má tilfæra hér of- boð iítið sýnishorn af löggjafa- afrekum síðustu ára. Það eru f rauninni meinlaus lög en ofboð skringileg og all-gott dæmi upp á hugsunarhátt sumra hinna lús- nötnu sjálfhagsýnu manna, er þing hafa setið undanfarin ár og hökta þar ávalt koppagötur eig- inhagsmuna, fyrst og fremst. Þingmaður einn, — sem í hér- aöi sínu er mikill varpbóndi, — hamraði fram þess efnis Iög, að enginn varpbóndi mœtti gefa æð- aregg burtu af bæ sínum. Þing- garpi þessum er þann veg í sveit komið, að talsvert fjölbygður kaupstaður er eigi allfjærri heimili hans og á hann þar gnótt kunn- ingja, sem sjálfsagt gætu þegið egg til nýmetis. — Lög þessi þurfa engra skýringa við, svo Ijós eru þau og öllum skiljan- i le6- Skal ekki dreginn hróður af manni þessum, hann er talinn einhver vitrasti og nýtasti!! þing- maðurinn á löggjafarþingi íslend- ! inga! — Vér höfum nú eignast óhémju- mikinn lagaforða, en mjög er hann flækjulegjur og glundroða- kendur. Eigum vér íráleitt nokk- urn þann Iögfræðing, er botni til hálfs í þeirri grautargerð. Eru og fjölda mörg lög vor ámóta þörf og viturleg eins og framan- nefnd egggjafabannlög. Óþörf iög eða lög á litlu viti bygð eru hverri þjóð hið mesta skaðræði, eru þau jafnan að vett- ugi virt og hundsuð af almenn- ingi, en því fylgja aftur þær af- leiðingar, að löggæzlan verður örðug eða með öllu ókleif. Veik- ist löggæzlan á einum stað, er henni hætta búin víðar og eru þarna upptök eins hins háska- legasta átumeins, sem reynzlan og sagan hafa sýnt að aldir þarf til að græða. Því traust og ör- ugg löggæzla er þjóðnauðsýn svo mikilvæg að án hennar eru löndin lagalaus þrátt fyrir lög- bækur á hverju strái. Bókbandsvinimstofa Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. Ungur og áreiðanlegur maður óskar eftir herbergi nú þeg- ar. A. v. á. Kína. Nl. Juan-Shi-Kai var fæddur í Suður- Kína árið 1879. Hann var af lág- um stigum, og gat þvt ekki orðið embættismaður, en varð að látasér Iynda að gerast hermaður, en þeir eru fremur lítils metnir í Kíia, — Kínverskir hermenn þykja ónýtir, en Juan-Si-Kai varð g ó ð u r her- maður. Li-Hung Chang veitti hon- um bráðlega eftirtekt og um 26 ára gamall varð hann höfuðsmaður í Kóreuhernum. 1898 réði hann yfir beztu herdeildum Kínaveldis, og 1906 varð hann landshöfðingi í Tshili-héruðunum og átti yfir að ráða 50 þús. hermönnum. — Þá varð hann ofjarl stjórnarinnar. Hon- um var steypt úr völdum og rek- inn á burt, en 1911 skall yfir stjórn- ar byltingin og þá varð að kalla hann heim aftur og þá varð hann voldugastur allra Kínverja. Hann var faginn á það að tvístra óvinum sínum. Hann rak keisaraættina frá völdum, en með hægð, Hann af- vopnaði lýðveldismenn, með því að látast aðhyllast allar þeirra kröfur, en honum datt ekki í hug að efna nokkurntíma þau loforð sín. Hann kom á fót löggjafarþingi, sem engu réði, og gerði sjálfan sig að for- seta lýðveldisins. Óvinir hans lýndu tölunni, sumir dóu af eitri, en aðrir voru tehnir af. — Sagt.var að það hefði oft komið fyrir, að þeir sem þáðu heimboð hjá honum, hefðu að heimboði enduðu, verið fluttir heim til sfn í líkkistu. Langaði því fáa til að sækja heimboð hans. Árið 1915 lét hann krýna sig til keisara í Kína. En það var í fyrsta sinn að hann hafði hlaupið á sig. Lýðveldismenn fyrirlitu og hötuðu hann og keisarasinnar kölluðu hann drottinssvikara, og alþýðan öfund- aöi hann sárlega af að hafa hafist upp í slíka tign og vegsemd. Juan Shi-Kai varð að leggjaaftur niður völdin. Ekki gekk á öðru en sífeldum uppreisnum, og til að fríða þjóðina, varð hann að lofa því að, boða til þjóöfundar í Nan- king. En þegar þessi gauragangur stóð sem hæst. lézt Juan-Shi-Kai. Sagt er að 3 franskir og 3 kínverskir læknar hafi stundað bann og hjúkr- að honum hvorir á síua vísu, og er þaö gott sýnishorn þess, hvernig gamait og nýtt altaf togast á í Kína.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.