Höfuðstaðurinn - 19.10.1916, Page 1
HOFUÐSTAÐURINN
21. tbl.
Fimtudaginn 19. október.
1916
Stúika
— þrifin og vönduð — óskast til
hjálpar við eldhússtörf.
Hátt kaup. — Nægur frítími.
Frú D a h I s t e d t,
Laugaveg 23.
D í v a n
óskast til kaups nú þegar. Upp-
lýsingar í prentsm. f>. Þ. Clementz.
Peningabudda fundin. Upplýs-
ingar í prentsm. Þ. Þ. Clementz.
Eitt herbergi
og eldhús eða aðgang að eld-
húsi óska nýgift hjón að fá nú
þegar. Afgr. vísar á.
Góður Dívan óskast til leigu
nú þegar. — Afgr. vísar á.
HÖFUÐSTAÐURÍNN
Sláturhúsið.
Slátrun er lítil þar nú að sögn,
hefir smáminkað undanfarið. T. d.
í gær hafði verið slátrað þar 9
lömbum og einni kú. — En von
er þó á einhverju af sláturfé enn.
Fjölbreyttust og fallegust is-
lenzk tœkifœriskort eru til sölu
á Laugaveg 43 B, hjá Friðfinni
Ouðjónssyni.
Island
fer héðan á morgun kl. 4 áleiðis
til útlanda.
Gullfoss
fer að líkindum ekki fyr en á
Sunnudag.
Framhald
greinarinnar um mjólkurmálið,
sem birtist hér í blaðinu í gær,
bíður næsta blaðs.
Undanrenna
var seld hér í bæuum á stöku
stað á 21 — 22 aura líter. Verður
það lítil búbót fyrir þá, er helzt
þuifa mjóikur með.
Blár ketlingur hefir tapast.
Þeir sem kynnu að finna hann
eru vinsamlega beðnir að gera
aðvart í Lækjargötu 12 A uppi.
Oóð fundarlaun.
Verzlun
Asg, G. G u n n laugssonar
& Co.,
Ausíurstræti 1,
hefir fengið miklar birgðir af aliskonar
Yeínaðarvöru og Fatnaði
með e.s. Oullfossi og e.s. Islandi.
Til dæmis amerískan Nærfatnað feikna úrval,
Kvensokka úr alull á kr. 1,60 pr. pr„
Lffstykki, Barnanærfatnað og fjölda margt fleira.
Kjólatau - Tvisttau - Sængurdúk - Flauel
o. m. fl.
-----Komið og lítið á vöruna og verðið.-
Virðingarfylst.
&UY\ntau^ssot\ & Co
Austurstræti 1.
Sykurverð
Hvítasykur högginn er nú seldur i
!
í sumuro verzlunum á 55 aura V,
/2 ^
kg. Þó mun mega fá hann á 45 1
| aura Vs kg. Annars er mjög sykur-
: Iftið í bænum. Vantaði nú ekki
i annað en að sykur yrði ófáanlegur,
^ eða svo dýr, að ókleyft væri að
í kaupa, — ofan á mjólkurleysið.
Brezku
samningarnir.
í 42. tbl. Landsins frá 11. okt.
þ. á., er birt grcin með þessari
yfirskrift cftir Matth. þórðarson,
erindreka Fiskifélagsins. Lýsir
hann þar, að því er ófróðum virð-
ist með nokkrum rökum, að svo
ófimlega hafi tekist til um þessa
l samningagerð, að landsbúar tapi
1 við hana 15—22 miljónum króna.
Eru atriði í greinargerð hans, sem
virðast ef rétt væri frá skýrt eigi
aðeins baka þeim, er fyrir verk-
inu hafa staðið, fjárhagslega, held-
ur hegningarlagalega ábyrgð.
það sem ófróðum verður fyrst
að hugsa, er þeir lesa grein þessa,
er þetta: Hefur þessi maður skil-
yrði til að vita meira eða betur
en vér hinir svo að vér megum
trúa orðum hans? Og svarið
hlýtur að verða játandi. Hann
er launaður af landsfé og hefur
á hendi opinbert starf, einmitt
það, að vera á varðbergi og gæta
þess, sem sagt er að samningur
þessi fjalli um, söluhorfur og sölu
fslenzkra sjávarafurða. Hann er
kjörinn af þeim mönnum, sem
reka stærsta atvinnuveg landsins,
útgerðarmönnum, en meðal þeirra
eru svo margir nýtir menn, að
eigi má ætla að þeir velji í þá
trúnaðarstöðu slíkan afglapa, er
þarf til að rita grein þá er hér
um ræðir, ef hún væri eigi á
rökum bygð. Og það verður
cigi séð annað, en þing og
stjórn hafi viðurkent hann með
því, að leggja fé úr landssjóði til
þess að launa honum.
\
það virðist því þurfa meira en
órökstudd orð, til að sannfæra
ófróðan almenning um að um-
mæli hans og tilvitnanir séu fleip-
ur eitt og staðlaust gjálfur.
Höfundurinn ber saman verð-
lag það,er áskilið kvaðveraísamn-
ingi landsstjórnarinnar við Breta
og það verðlag, sem var á helztu
sjávarafurðum á heimsmarkaðin-
um (í Noregi) um það leyti, er
samningurinn var gerður og sem
hann segir að hann hafi haft til-
boð um að því er snertir sumar
vörutegundir. þá ber hann sam-
an samningsverðið við verð það,
er kaupendur vildu gefa fyrir
vöruna við skipshlið á íslandi, og
loks samningsverðið við það verð,
er Norðmenn fái fyrir samskon-
ar vöru og hann telur að íslend-
ingar einnig hefðu getað fengið,
ef rétt hefði verið að farið. Tel-
ur hann tap landsmanna samkv.
fyrsta samanburðinum 18,5 milj.
kr., samkv. öðrum 15,75 milj. kr.
og 21,75 samkv. hinum þriðja
samanburði.
Hann kveðst ófróður um hvort
eða hver nauðsyn landstjórninni
hafi borið til að semja við Breta
og skal það strax tekið fram, að
eigi er kunnugt um, að um það
atriði liggi annað fyrir en órök-
studd staðhæfing þeirra er að
samningnum stóðu af hálfu ís-
lendinga, ýmist í þá átt, að eigi
hafi orðið komist hjá að semja
eða að ver mundi hafa farið, hefði
eigi verið samið. Veikir hið síð-
ara allmjög hið fyrra þar eð það
bendir ótvírætt á, að eigi hafi
legið brýn — þvingandi — nauð-
syn til samninga. En hafi svo
eigi verið, hefir landsstjórnin og
þeir, sem með henni hafa starfað
gert sig seka um gjörræði í með-
ferð á fé og frjálsræði landsbúa,
sem óþekt er í sögu þessa lands
og þótt víðar væri leitað.
Höf. getur þess sem og hefir
verið látið í veðri vaka, að samn-
ingur þessi eigi að hafa verið
’ gerður til þess að tryggja land-
inu innflutning frá Bretlandi, en
rekur svo, að Islendingar mundu
hafa getað fengið nauðsynlegar
framleiðsluvörur svo sem stein-
olíu, veiðarfæri, salt og jafnvel
kol frá Ameríku, telur þó að ætla
megi að kol hefðu mestu um ráð-
ið (það sem er, vitanlegt að kola-
forða vorn höfum vér jafnan feng-
ið frá Bretlandi). En segir hann
að svo hafi verið, því að nokkur
(Framhald á 4. sfðu.)