Höfuðstaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Höfuðstaðurinn - 19.10.1916, Qupperneq 3

Höfuðstaðurinn - 19.10.1916, Qupperneq 3
HÖFUÐSTAÐURINN Fýjustu barnabækur: Barnagaman. Smásögur handa börnum með mörgum myndum. I föðurleit. Barnasaga eftir Else Róbertsen. Fást hjá bóksölum og í pappfrs & ritfangaverslun Sigurjóns Jónssonar, Laugavegl 19. Uunusta hernQannsins. Norsk saga. — o— Frh. Eg þakka fyrir það sem býðst sagði hann, líklega get eg Ieyst það verk af hendi. — Og sitthvað annað get eg lát- ið þig hafa að gera, miusta kosti viðgerð. — Er það ekki þaö, sem eg hefi altaf sagt, þú ert ágætis drerigur, sagði Jensen, og setti upp sólskins andlit. Iversen fylgdi honum nú inn fyr- ir og Jensen tók þegar að fást við dýnuna. Þegar Iversen skömmu síðar, kom fram í eldhúsið til konu sinn- ar, spurði hún, alt annað en glöð, hvort Jensen ætti að setjast þarað. — Ekki nema í dag, og kanske við og við, þegar eg hefi eitthvað handa honum að gera, sagði Iver- sen. Konan bað hann að gæta sín vel fyrir Jensen, því það orö lægi á, að hann væri misindismaður. En Iversen gerði litið úr, kvað hann vera mestan í munninum. Jensen var nú sestur aö við verk sitt, og þaðan sá hann hverju fram fór i stofunni. Hann braut heilann um það, hvernig hann ætti aö hefna sín á Iversen, fyrir litilsvirðinguna þá í dag. Hann þáði aöeins vinn- una til þess að geta með hægu móti komið á heimiliö, ef hann þá skyldi fá tskifæri til að gera gamla skólafélaga sinum einhverja rkráveifu. Hann sá að einhver kom inn í stofuna. Það var Steinert umboðs- sali. Hvað vildi hann hingað? Umboðssalinn litaðist um i stof- unni. Alt í einu tók hann eflir Ijós- mynd sem stóð þar á hillu. Hann greip myndina og aðgætti hana vandlega. BókljandsYinnustofa Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. — Eruð þér Iversen trésmiður? spurði hann. Hinn játaði því. — Eg á kommóðu úr mahogny — gamla og vel gerða, en spónn- inn er dottinn af hingað og þang- að. Eg vildi því feginn fá aðgerð á henni, ef þér vilduð taka það að yður. • — Eg hefi svo sára lítinn tíma, svaraði trésmiðurinn, eg vinn langt fram í kvöld hjá húsbónda mínum. — Já, en það liggur ekkert á með þetta. — Eg get ekkert sint þessu, fyr en lítillega í næsta mánuði. Það væri því betra fyrir yður að fara ; til einhvers annars. — Það er hún — María, taut- aði hann hálthátt. Jensen heyrði og sá aft, sem fram fór. Umboðssalinn heyrði fótatak og flýtti sér að láta myndina á sinn stað. Varð honum hálf felmt við, er trésmiðurinn stóð alt í einu augliti til auglitis frammi fyrir hon- um, en hann áttaði sig straz. — Nei, hreint ekki. Mér liggur ekkert á. Ef eg aðeins mætti senda yður kommóðuna, og þá kæmi eg með til að benda yður á gallana. — Jæja þá, sem yður þóknast. Hetjan frá Lille. Til eru aðrar hetjur en þær, sem láta lífið á vígvöllunum eða í sjúkrahúsunum, hetjur sem af frjálsum vilja fórna lífi sínu í þarfir fósturjarðarinnar. — Mætti skrifa margar og stórar bækur um slíkar hetjur, sem aidrei gleým- ast. Það er eins og hrylling ó- friðarins, hafi á sumum svæðum vakið alt það helgasta og besta, sem til er f manninum og lyft þeim á hærra stig yfir hið dag- Nýkömið: kótaVóstui*, "\D asa & penna&túja* Pappfrs & ritfangaverslun Sigurjóns Jónssonar, Sfmi 504. Laugavegi 19 Notuð frímerki keypt f Þingholtsstræti 5. lega strit og stríð jarðlífsins. Vér viljum hér segja frá einni slíkri hetju: Eugéne Jacquet, sem samborgarar hans gáfu .heiðurs- nafnið: »Hetjan frá Lille«. Hann var kaupmaður í Lille, þegar Þjóðverjar tóku bceinn 1914 Hann hafði þá um mörg ár not- ið trausts og virðingar bæjarbúa og þegar hörmungarnar dundu yfir, varði hann öllum sínum tíma til að hjúkra og hughreysta þar sem mest var þörfin. Hann hýsti, fæddi og klæddi alla þá sem hann gat, einkum hina heimilislausu flóttamenn, sem stöðugt streymdu til bæjarins og komst brátt f ónáð hinna Þýsku yfirvaida. Það aftraði honum samt ekki frá að halda áfram hjúkrunarstörfum sín- um, með hjálþ þriggja vina sinna og dóttur sinnar, 20 ára að aldri, Genevieve að nafni. Hann var * KO s X3 di cö ö/l QJ E 0> cf) 30 O 5 'S 6 oj s ^am u- * 44 Herra Thomas unni mest þriðja syni konungsins, Rikarði, sem kallaður var Ijónshjarta, og eg hafði og miklar mætur á honum. Lundin var hrein og bein sem lúðurhljómur og svo ör sem mélfroða á ólmum hesti. Honum uröu allir að vera góðir — en hygni var eigi honum, ekki ögn, enda er hann nú fangelsaður í Austur-1 ríki fyrir vetk, sem hann vann í skjótræði ákafrar lundar sinnar. Þá er sá fjórði, Jóhann, guð varðveiti tungu mína og vil eg eigi tala illa um hann, þvf aö nú er hann næstur hásætinu, — en verri og ónýtari óknyttastrákur er eigi til á guösgrænni jörö. Oft langaði mig að berja hann þegar hann beitti óknyttum sínum við mig eöa aðra —’ þegar hann ónýtti fyrir mér haglega gerðan boga að gamni sínu eða fór illa með skepnur. En hláturinn! Eg hefi aldrei heyrt hlegið svo hrak- lega, ekki einu sinni í drykkjukrám eða á sðlutorginu. Kanzlarinn var oft viöstadddur, þegar eg kendi þeim öllum fjórum að skjóta. Þegar hvíld varð á, sagöi hann þeim þá dýrasögur til skemtunar og til varnaðar og þótti mér yndi að af því að eg var veiðimaður. Þar töluðu og unnu fuglar og ferfætt dýr, hvert eftir sínu eðli, eða að minsta kosti eftir því eðli, sem mennirnir eigna þeim. Þenna viturlega leik hafa Arabar fundið upp til þess að geta ávítaö og spottað galla yfirdrotnara sinna án þess að sæta refsing fyrir, Ef einhver söguskepnan varð fyrir áfalli eða skömm í frásögn kanzlarans, ef björninn datt niður í gryfjuna, eða úlfurinn lenti í dýraboganum eða eitthvað þessháttar bar viö, þá rak Jóhann litli upp gjallan og djöfultegan 45 hlátur alt f einu, svo að eg hrökk við, þótt eg þekkti hann vel og kanzlarinn leit á hann sorgaraugum. En hann lét þenna andlega umskifting eigi merkja vtðbjóð sinn, heldur lagði hann ennþá meiri alúð við hann en hina. Heyrði eg hann og andvarpa stundum, þótt það væri eigi hans háttur, þegar eg sagöi eitthvert nýtt óþokka- bragð Jóhanns. Kanzlarinn elskaði i sannleika sonu konungs sem, hann ætti þá, og illa var honurn launað. Nú mun eg segja yður frá duldu ranglæti, sem ekki mun standa í neinni sögu. En þaö lagði herra Thomas og Hinrik konung í gröfina hvorn á eftir öðrum*. Hans bogsveigir sló nú ósjálfrátt höndum svo sem hefðu þær og starfað að gröfunum. jfM M Drengir«stúlkur óskast til þess að selja H ö f u ð s taðin n á götunum. £3 3 OL GT Q* 55 (/> 3 p cn (T> Oí p

x

Höfuðstaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.