Höfuðstaðurinn - 19.10.1916, Side 4
HÖFUÐSTAÐURINN
grunaður um að hafa hjálpað be!g-
iskum flóttamönnum út yfir landa-
mærin og að róa undir uppreistar-
anda I bænum, þegar hann var aö
hughreysta og telja kjark í þá sem
horfðu vondaufir og kvíðafullir gegn
framtíðinni.
Tvisvar var hann tekinn fastur, í
fyrra skiftið var hann sakaður um
að hafa eggjað nokkra verkamenn
til mótþróa, er þeim var skipað að
búa til sandpoka fyrir Þjóðverja.
Bæði skiftin var hann þó látinn
laus, vegna ónógra sannana.
Hinn 10. júlí 1914 var gjörð
húsrannsókn hjá honum og þau
feðginin bæði selt í varðhald ásamt
félögum þeirra. Stúlkan var yfir-
heyrð vægðarlaust. Svaraði hún
öllum spurningum ákveðið og ró-
lega, þegar engar sannanir fengust
var hún aftur látin laus. Faðir
hennar aftur á móti sat enn í fang-
elsinu og félagar hans þrír. Þeim
var skipaöur fjárhaldsmaður, þýzk-
ur Iögfræðingur. Varði hann þá
hið drengilegasta og sem göfug-
manni sæmdi, Fn það varð árang-
urslaust með öllu. Dómurinn var
fyrirfram uppkveðinn. Jacquet vissi
að dauðadómur hans mundi þá og
þegar uppkveðinn. Hann var reiöu-
búinn að deyja og fanst hann eink-
is þurfa að iðrasf. Hann bað að
eins um það, að vinir hans yrðu
ekkí látnir gjalda hans og yrði slept
úr varðhaldi. En vinir hans máttu
ekki heyra það nefnt, og svöruðu:
»Vér höfum allir fylgst að og
unnið aö sama takmarki. Vér vilj-
um því fylgjast að og taka í sam-
einingu afleiðingunum*.
Sú ósk var uppfylt.
Rétturinn dæmúi þá sýkna saka
af n j ó s n u m, en dæmdi þá tii
dauða fyrir alt aðrar sakir, sem á
þá höfðu líka verið bornar. Þrem
dögum eftir að dómurinn var upp-
kveðino, var þeim tilkynt að þeir
yrðu skotnir kl. 6 næsta morgun.
Þeir óskuðu eftir að fá að tala við
konsúl sinn, en því var neitað. Þá
báðu þeir um leyfi til að kveðja
konur súiar og börn og var það
veitt.
»Þeir eru þó samt sem áður
vingjanlegar við okkur, sagði ei«n
fanganna, »þeir gefa okkur 15 klt. I
undirbúningstíroa uiidir hina síð-
ustu laogferð.«
Svo
Jacquet varði kvöldinu til að skrifa
konu sinni. Kl. 11 um kvöldið,
neyttu þeir hinnar síðustu máltíðar,
róiegir sem fyr og var enga æðru
á þeim að sjá. KI. 1 um nóttina
skrifaði Jacquet konu sinni enn eitt
Jbréf, hijóðar það þannig:
— »Fg liafði sent þér bréf áður
með fiú Sylvére, það skrifaði eg
næst á eftir bréfi dóttur okkar.
Þetta verður þá þriðja og síðasta
bréfið.
Eins og eg sagði þér í því bréfi,
er svo um samið, að eg skuli deyja
óbundinn á höndum og fótum og
með opin augu. Síðustu orð vor
skulu vera: Lifi Frakkland! Her-
mennirnlr gráta yfir okkur. Við
höfum nýlokið síðustu máltíð okk-
ar og erum nú reiðubúnir tii að
leggja af stað í hina löngu ferð,
rólegir og óttalausir. Þessi enda-
lykt kom okkur ekki að óvörum.
Við sáum það á öllu hvað verða
vildi, þótt okkur væri ekkert sagt.
— Biddu Arthur að sýna þér bréf
ið, sem eg skrifaði honum, af því
getur þú séð, að eg vissi hvað að fór4
Aumingja Oenevieve — hún var
stilt og róleg þegar hún kvaddi
mig og kysti, áður en hún gerði
hina síðustu árangurslausu tilraun
að frelsa mig, aumingja litla, htausta,
ástúðlega barnið mitt.
Og þú litla Lulu mín og ást-
kæra Susan — eg er svo hryggur
yfir að veröa að yfirgefa ykkur á
meðan þið eruð svo ungar og smá-
ar, en eg veit að þið munið halda
áfram að vera góð börn og geyma
minningu föður ykkar, sem elskaði
ykkur svo innilega og þráði að sjá
ykkur npp komnar eins og systur
ykkar. Reynið að ve<a vænar og
iðnar og hughreystið móður ykkar
* sorg hennar. Huggið hana og
verið henni góðar og kyssið hana
fyrir mig ástarkossi kvöld og morgna.
Verið þið sælar, elsku litlu vin-
urnar mínar. Þið munuð verða sól-
argeislarnir á heimili okkar og enn
einu sinni kyssi eg ykkur í anda.
Kyssið einnig fyrir mig hana Gene-
viéve mína yndislegu og hana The-
resu mína elskulegu. Þær munu
báðar ganga ykkur í móburstað,
þegar með þarf og þegar Léon
kemur heim, gengur hann ykkur í
föðurstað.
Elskaða konan min, eg bið þess
af öllu afli sálar minnar, að þér
veitist kraftur og þrek til að sigra
sorg þína og standa fast gegn
hörmum þínum — vegna barn-
anna þinna — þú verður að upp-
ala þau og vera þeim bæði faðir
og móðir. í hópi barna þinna hljóta
ár, sem fylla sálu þína angurblíðri
gleði endurminninganna. Þú munt
hvarvetna í heiðri höfð, — þú get-
ur borið höfuð þitt hátt, því þú
hefir áunnið þér vináttu og virð-
ingu samborgara þinna.
Flyt öllum vinum mínum hina
síðustu kveðju. Stundin er þegar
komin og við skulum deyja sem
hraustum drengjum sæmir.
Verið sæl, mín elskulegu, í síð-
asta sinni: verið sæl.
Vertu sæl, Jeanne mín elskuleg,
vertu sæl.«
Jacquet og vinir hans dóu hetju-
dauða, eins og bréf hans bera með
sér. Þeir voru skotnir um sólar-
upprás og hin síðustu orð þeirra
voru:
Lifi Frakkland!
(Þýtt úr H j e m m e t.)
Brezku samningarnir.
Framhald frá 1. síðu.
hin stærstu námafélög á Englandi
hafi með bréfi 12. nóv. f. á. boð-
ið landsstjórninni að selja Islend-
ingum 50,000 smálestir af kolum
og hafi haft á þeim útflutnings-
leyfi. Hafi söluskilmálar verið
þannig, að landið hefði grætt V/2
miljón kr., ef því boði hefði ver-
ið sætt. En kveður hann lands-
stjórnina ekki hafa virt það boð
svars.
I 77. tbl. Isafoldar frá 14. þ.
m. kom svar gegn áðurnefndri
grein, sem sýnilega er riiað af
ráðherra sjálfum. Segir hann um-
mæli Matth. ósannindi og rang-
færslur og árásir á sig kosninga-
róg. Við lestur þessarar skýrslu
verður það fyrst fyrir að finna til
þess hve mjög persónuleg hún er f
garð höfundar greinar þeirrar,
sem hún á að hrekja og einnig
annara, til þess að verka sann-
færandi á hugsandi lesendur. þar
að auki eru í henni mótsagnir,
sem eigi mega vera í opinberri
skýrslu, en það verður hún
að teljast og veikir það einnig
sannfæringarkraft hennar. En að
öðru leyti er almenningi eins og
málið horfir við eigi unt að gera
sér fulla grein fyrir hvor meira
hafi til síns máls.
Ráðherra segir í fyrstu, að Matt-
hías sé framkallaður af Birni Krist-
jánssyni og dönskum umboðssöl-
um, en bætir svo við að því orði
sleptu, að hann fari á stað, c: ritl
grein sína, af því að hann hafi
reiðst því að vera eigi kvaddur
til aðstoðar við samningsgerðina.
Já, hvort er nú hvað? Að vísu
skiftir það litlu máli að öðru leyti
en því, að þessi mótsögn virðist
benda á, að ráðherra hafi verið
ofheitt til þess að treysta megi
að hann hafi réttan. málstað að
verja.
þá virðist og ályktun hans sú,
að nokkrir menn, er harm telur
upp, hafi ótakmarkaða þekkingu
og vald til að dæma um hvert
verð landsmenn þurfi og eigi að
fá fyrir afurðir sínar, með væg-
um orðum sagt, harla einkenni-
íeg og — ótrúleg. þótt menn
þessir séu gróðamenn miklir og
glöggir á fé, mun erfitt að sann-
færa almenning um, að vþeir ein-
ir hafi vit og makt“.
kvöddu þeir ástvini sína. bíða þín friður og sælurík elli-
Ein aðfinsla Matth. var sú, að
þing var eigi kvatt saman, er
málið var vakið. Henni svar-
ar ráðherra með spurningum —
út í hött og segir síðan að slíkt
hafi verið ómögulegt og gefur
Bretum að sök, að þeir hafi svo
mjög hert á. þetta er ofveikt og
gagnsætt í opinberri skýrslu.
þingið gat og hefði — að líkind-
um að sjálfsögðu — gert nefnd
manna á fund brezku stjórnar-
innar, í líkingu við það sem Norð-
utlönd og Holland hafa gert, þeg-
ar líkt befir staðið á. Og þótt
Bretar hertu á, sem enginn óvið-
komandi getur vitað um, þá þurfti
ekki annað en stöðva útflutninga
þann mánaðartíma, sem þing-
kvaðningin og umleitun sendi-
nefndar hefndi tekið fram yfir
það, sem varð. Auk þess virðist
auðsætt að Englendingar, sem
öldum saman hafa staðið fremstir
allra þjóða að virðing fyrir þing-
ræði, hefðu talið slíka stjórnar-
ráðstöfun eðlilega og sjálfsagða
og gefið þann frest sem þurfti
til að kalla þingið saman.
þá segir ráðrerra að engin
sala hafi orðið á sjávarafurðum
landsmanna, ef eigi hefði verið
samið, „nema ef til vill eitthvað
af fiski til Spánar, og 20—30
þúsund tunnur af sild og eitthvað
af gærum til Ameríku". Ætli það
geti verið rétt? Ætli Spánverjar
og ítalir hefðu ekki keypt eins
! mikið af fiski vorum eins og að
1 undanförnu — en þangað fer
megnið af íslenzka fiskinum þó
hann sé setdur til Danmerkur?
Og ætli það hefðu ekki verið
tiltök að leita að markaði fyrir
síld, lýsi og kjöt á Rússlandi?
En ótrúlegt er að Bretar hefðu
heft flutning þangað.
Ráðherra segir að Bretar hafi
lagt útflutningsbann á vörur
Ameríkumanna frá Ameríku —
öðru vísi verða orð hans um, að
eigi sé hægt að fá vörur frá
Ameríku nema með samþykki
ræðismanns Breta þar, eigi skil-
in. — Er það mögulegt? Og þó
hefur ekki einu sinni heyrst að
Ameríkumenn hafi sent Bretum
„nótu“.
þá segir ráðherra, að kolatil-
boð það, sem Matthías segir að
landsstjórninni hafi verið gert 12.
nóv. f. á. hafi aldrei komið hing-
að til stjórnarinnar. þetta er ef
til vill einasta — ótvíræða í
skýrslu hans og skal sízt rengt
að það sé satt; en því mciri þörf
er á, að allt sem að þessu máli
lítur sé lagt opið og hreint fram
fyrir almenning einsog síðar verð-
ur vikið að. En það skal strax
tekið fram, að það er ótrúleg
biræfni, ef Matthías setur slíka
ásökun fram án þess að hún sé
rétt og að hann hafi tök á að
sanna hana, og svo hitt, að sá
möguleiki er til, að tilboðið hafi
komið í stjórnarráðið, en í ógáti
komist inn á millí annara skjala;
það kvað hafa komið fyrir að
líkt hafi við borið. F,-h.