Höfuðstaðurinn

Eksemplar

Höfuðstaðurinn - 27.10.1916, Side 4

Höfuðstaðurinn - 27.10.1916, Side 4
HÖFUÐSTAÐURINN Símskeyti frá útlöndum. Frá fréttaritara Höfuðstaðarins Khöfn, 26. október 1916. Frakkar hafa unnið rnikinn sigur hjé Verdun og tekið 4500 fanga á stöðvunum miili Douaumont og Thiaumont. Miðveldin hafa hrakið Rúmena á Iínunni milii Cernovoda og Tanavaluvatnsius. Kveldskemtun og böggiauppboð (innanfélags) til ágóða fyrir bókasafn ungmennafélaganna verður haldið laugardag 28. okt. kl. 9 að kveldi í Bárunni uppi. Á dagskrá verður: Kímnissögur, einsöngur, gamanvísur o. fl. Margir ágætir bögglar boðnir upp. — Frjálsar skemtanir á eftir. Þangað verður nú komandi! — Þar verður verandi! Bókasafnsneíndin Hún andvarpaði þungan og reykti í ákafa úr krítarpípunni sirini. Matta kom inn með böggul í annari hendi, og bók í hinni. Það var lítil kona með hrukkótt og ó- djarflegt andlit, Hún fekk bókbindaranum bögg- ulinn og slappaði fætinum reiðulega í gólfið. Hvað er þetta Matta, spurði syst- irin. Hugsaðu þér bara. Húseigand- inn elti mig meö húsaleigubókina, og hélt því fast fram að eg skuld- aði húsaleigu fyrir 7 vikur. Það er ómögulegt, sagði bók- bindarinn, hann var þegar byrjaður að skera bjúgað í sundur, með bik- uðum fiskhnff. — Líttu bara á, þú getur lesið skrift, sagði hún og rétti kennaran- um bókina. Hann horfði á bókina um slund og segir síðan: — Jú, rétt mun það vera — sjö vikur. — Það er eitthvað bogið við það, sagði bókbindarinn. — Nei, þetta er rangt — eg er viss um að hún ætlar að snuða mig, fátæka ekkju, sem ekki á græn- an skilding, en hún situr niðri í mjólkurbúðinni eins og drottning. Jensen, sem sat út við glugg- ann, glotti og gamnaði sér yfir ar- mæðu húsfreyju. Á meðan þessu fór fram, hafði bókbindarinn skoríð sundur bjúgað og skift því á milli sín, systranna og kennarans. Stærsti hlutinn var ætiaður Bertu. Kennarinn gleypti sinn skerf í f einni svipan. Þegar þau höfðu rabbað saman um stund, sagði Matta: — Eg held það sé bezt að korna þér í rúmið, Berta. — Það held eg líka, svaraði hún. , Bókbindarinn stóð þegar á fætur og tók Bertu í fang sér og bar hana inn í herbergið og lagði hana varlega í rúmið. — Þakka þér fyrir, sagði hún vingjarnlega. Kosningafrétfir. Skagafjarðarsýsla: Magnús Guðmundssou sýslum. kosinn með 401 atkvæði. Ó 1 a f u r B r i e m kosinn meö 374 atkv. Jósef Björnsson fekk 330, Arn- ór Árnason 197 atkv. Snæfellsness og Hnappadalssýsla: Halldór Steinsen læktiir kosinn með 267 a‘kv. Óskat Clausen fekk 176, Páll V. Bjarnason 103 og Ólafur Er- lendsson 63 atkv. Vesturskaftafellss ýslu : G í s I Sveinsson kosinn með 194 atkv., Lárus Helgason fékk 156 atkv. og síra Magnús Björnsson fékk 97 atkv. MÖFUflSTAflURINN H Gullfoss fór Ioksins af stað héðan í gær norður um land. Á hann vt'öa að koma og verður að líkindum lengi á leiðiuni, þó vel viðri, hvað þá ef slæm tíð yrði, sem búast má við á þessum tíma árs. Verðlagsnefndin hefir nú sagt af sér, og er það að vonum úr því tillögur hennar eru að engu hafðar, hvorki af stjórn- arráðinu ne alþýðu manna, þótt undantekningar séu frá því eins og öðru. Kjötverð er nú 60—63 aurar hálft kíló. Háskólinn. KL 6—7 síödegis: Holger Wiehe mg. art: Endurfæðing danskra bókmenta á 19. öld, og æfingar í forndönsku kl. 5—6 síðd. Alexander Jóhannes- s o n dr. phil.: Um Goethe kl. 7 8 síðd. Fjölbreyttust og fallegust is- lenzk tækifæriskort eru til sölu á Laugaveg 43 B, hjá Friðfinni Guðjónssyni. —1. ■ " - -.- ! . .. 1 ■' Útgefandi Þ. Þ. Clemenlz PrentsmiðjaÞ. Þ. Clementz. Dýrlingurinn, 58 verið, en þó má enn vera að það ráöist á betra veg. Hver veit nema Ellenor drolning deyi um örlög fram, eöa hlaupist á brott með farandi riddara! Þó yrði konungur laus og gæti gert Náð að drotuingu. Því að hún er þó af konungum komin í báðar ættir! Ger þú það, sem nú þarf að gera og far þú með hina ungu mey yfir hafiö!« Vita skuluð þér, herta, aö þetta sagöi eg til þess að hughreysta sjálfan mig.i En trúið mér, eg mundi hafa gefið aleigu mína, er eg hafði aflað mér í vandasamri konungsþjónustu og helming blóðs míns til þess að fá konung ofan af þessari fyrirætlan og leysa mig undan þessu verki, Þessi synd þótti mér mundi verða svo þung á vog guðs, að hún mætti kremja bæöi konunginn og þjón hans. Hinrik konungur hafði níðst á trúnaðartrausti saklauss barns. Náð var af heiðnum komin í báðar ættir og hin- ar auðsveipnu konur Araba beygja sig í duftið fyrir veld- issprotanum. Þeim þykir konungur vera sem guð og lögmáiið og meiri en faðir og móðir. Því skyldi eg að Náð hafði duliö föður sinn hins illa leyndarmáls konnngs ins. Kanzlarinn hlaut að unna dóttur sinni heitt, et hann, sem litaðist annars um í allar áttir og hleraði til, er hlut- irnir tóku upphaf sitt, var svo óvarkár að taka hann til sín og þar með í nánd við hirð Normanna konungs — svo hélt eg áfram hugleiðingum minum. Og sárt mun hann iðra þess I — En því næst spratt eg á fætur til þess að gera það, sem þurfti. Eg tók þrjú brauð undir arm mér og teymdi báða hestana, er staðiö höfðu bundnir fyrir utan, f skógglufu 59 eina að smálæk, gaf þeim að eta og drekka og batt þá síðan við tvo grenistofna. Mér var það hugfró, að bera umhyggju fyrir tveim hyggnum og tryggum skepnum, er þektu eigi synd og svik í trygðum. En er eg steig aftur upp úr skógarskorinni heyrði eg þeyttan lúður í hinutn enda skógarins og varð mér hverft við. Var lúðurhjóminum svarað með því að blá slæða var látin blakta á múrnum umhverfis hina bláu hvelfingu. Eg skundaöi heim undir múrinn og hélt mig í skugga hans og læddist að hliðinni og dró Æscher mig þar inn, fðlur og titrandi. Á varömannskoti hans voru þrír smá- gluggar. Vissi einn út, annar að hliðhvelfingunni og þriðji inn í hallargarðinn. Full tylft vopnaðra manna riðu úr skóginum. Fyrst- ur reið kanzlarinn. Þekti eg hann á hinum spengilega Arabíugrána hans og á reiðlaginu. Hann var hertýjaður og hafði niðri nefbjörgina. Þeir stigu af hestunum fyrir framan hliðið. Lét hann suma mennina fara með hestana og héldu þeir i áttina til mjólkurbúgarðsins. Hinir fylgdu honum ;nn um hliöið, og þótti mér ekki gott, og fengu þá skipun I garðinum, að skipa sér á múrinn, Eg færöi mig til svo að eg gæti séð kanzlarann. Gaf Æscher honum nú skýrslu, en kanzlarinn hvarf síðan inn í höllina. Varömaðurinn bar lykilinn að fylgsni mínu við belti sér, eg var í gildrunni og lá nú þar á hleri. í miöjum hallargarðinum andspænis roér stóð hvelf- ingin og hálfhringur um hana utan, var það grasbekkur alsettur sígrænum runuum. Eftir stundarkorn kom Thom- as út um háar bogadyr og leiddi Náð sér við hönd og settist hjá henni á skínandi matmarabekk rétt við allmikla "ö 3 O* S o; 55 3 p iu u* Ot P A

x

Höfuðstaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.