Höfuðstaðurinn - 30.10.1916, Síða 1
HOFUÐSTAÐURINN
32. tbl.
Mánudaginn 30. október.
1916
1 HÖFUBSTABURira g
& kemur út daglega, ýmist heilt yj
|j blað árdegis eða hálft blað árdeg- jj|
K is og hálft síðdegis eftir því sem SS
jjg ástæður eru með fréttir og mikils- §
|j verðandi nýjungar,
HÖFUBSTAÐURIM |
hefir skrifstofu og afgreiðslu í jg
Þingholtsstræti 5.
Opin daglega frá 8—8. §í
K
9
ú ,
Utgefandmn til viðtals 2-3 og 5-6.
|j Ritstjórnar og afgr.-sími 575.
J9
Prentsmiðjusími 27.
Pósthólf 285.
Nýjar reglur
um kafbáta fyrir strönd-
um Noregs.
Norðmenn hafa nú samið hjá
sér reglur til varnar kafbáta ó-
fögnuðinum, sem stöðugt fer vax-
andi fyrir ströndum Noregs.
Mega kafbátar sem ætlaðir eru
til ófriðar og heyra ófriðarþjóð-
unum til, ekki halda sig innan
norskrar landhelgi, skeyti þeir ekki
því banni, er heimilt að taka þá
hernámi. Pó er þeim ekki bann-
að að leita lands í ýtrustu nauð-
syn. Komi kafbátur inn fyrir land-
helgi, skal honum skylt að halda
sig ofansjáfar og sýna þjóðernis-
merki sitt.
Sé kafbátur neyddur til að leita
lands, fyrirgerir hann rétti sínum,
ef hann fylgir ekki settum regl-
um, með brottför sína.
Pessar reglur gengu f gildi þ.
20. þ. m.
Norðmenn eiga mjög um sárt
að binda og hafa goldið afhroð
mikið á skipum sínum, vegna
kafbátahernaðarins og því ekki
óeðlilegi að þeir herði á eftirliti
með kaibátum við strendur sínar
Staka.
Snauðra manna iðja er, —
eins og glögt vér þekkjum —
bjargarleið að brjótrr sér,
bundnir þungum hlekkjum.
S ó 1 o n.
Símskeyti frá útlöndum.
Frá fréttaritara Höfuðstaðarins
Khöfn, 28. október 1916.
Þjóðverjar hafa árangurslaust reynt að vinna aftur það,
sem þeir síðustu daga hafa tapað vlð Verdun.
Þýzkir tundurbátar hafa sökt elnu flutningaskipi í Ermar-
sundi. 2 enskir og 2 þýzkir tundurbátar skotnir.
Hmtiuppskeran í ár.
Ensk blöð hafa nýlega látið
uppskátt, hver hveitiuppskeran
hafi orðið í ár. Eftir þvf að
dæma hcfir hveitiuppskeran víð-
ast brugðist nema í þýzkalandi,
Austurríki, Ungverjalandi og Búlg-
aríu, þar hefir hveiti- og rúgupp-
skera verið allgóð. Bandamenn
standa ver að vígi, hvað það
snertir. Aðeins ítalir hafa fengið
betri uppskeru en venjulega. í
Rússlandi, Frakklandi og Eng-
landi hafi uppskeran orðið mikið
rýrari en venjulega, sérstaklega
í Frakklandi, þar hefir uppskeran
aldrei orðið eins lítil, síðustu
25 árin.
Englendingar telji því uppsker-
una í ár, ekki nema 253 miljón-
ir Qurater (1 qurater = 12,7006
kg.) en í fyrra 285 milj. Hveiti-
uppskera als heimsins er í ár
talið að vera 446 milj. qu., en f
fyrra 547 milj. qu.
Þýzkar járnbrautir
og ófriðurinn,
Ófriðurinn, sem nú geysar, hefir
oft verið nefndur „járnbrautar-
stríðið* og má það til sannsveg-
ar færa.
Að vísu hafa járnbrautir verið
notaðar í ófriði fyr en nú, en það
var fyrst einkum eftir stríðið
1870, að herráð Evrópu fóru að
gefa járnbrautunum gaum, og
nytsemi þeirra í ófriði, en í eng-
um ófriði, sem þessum mikla alls-
herjar ófriði, hafa járnbrautirnar
átt eins mikinn þátt.
Fyrstu dæmi þess að járnbraut-
ir hafi verið notaðar í ófriði, eru
frá ófriðnum milli Frakka og ítala
annarsvegar og Austurríkis hins
vegar, árið 1859 og í borgarastyrj-
öldinni í Norður-Ameríku 1861—
1865 og í ófriðnum milli þýzka-
lands og Austurríkis 1866. Á
þessari reynslu bygðu þjóðverjar
þá von, að járnbrautir mundu
geta orðið að stórkostlegu liði í
ófriði, ef haganlega væri frá geng-
ið og vel á haldið.
þeim varð líka að þessari von
sinni, því þessi nýja aðferð reynd-
ist þeim drjúg til sigurs, í ófriðn-
um 1870—71. Frakkar höfðu
ekki haft eins glögt auga fyrir
þessari nýbreytni, og ekki veitt
fulla eftirtekt nothæfi járnbrauta
í þarfir stríðsins. þessi nýja með
hjálp þjóðverja kom þeim á óvart.
það er ekki nóg með það, að
þjóðverjar notuðu sínar eigin
járnbrautir til hins ýtrasta, held-
ur kom það marg oft fyrir að
þeir notuðu járnbrautir Frakka í
sínar þarfir. Frakkar urðu oft að
hörfa undan í skyndi og gættu
þess þá ekki sem skyldi, að eyði-
leggja járnbrautir sínar. þegar
þeir sáu, hve þjóðverjar hagnýttu
sér þessa yfirsjón þeirra, sendu
þeir út sveitir fríliða, sem áttu að
skemma og eyðileggja brautir og
brýr, en þjóðverjar urðu svo
þunghentjr á fríliðunum, þegar til
þeirra náðist, að Frakkar hættu
þeirri aðferð með öllu. Jafnvel
héruðin, þar sem þessar fríliðs-
sveitir héldu til, fengu að kenna
á harðýðgi þjóðverja, svo eftir-
minnilega, að ekki þótti ráðlegt,
að láta fríliðana halda áfram starfi
sínu.
þóeru járnbrautaflutningar þess-
ir aðeins smáræði eitt, í saman-
burði við það sem nú er, bæði
Bókbandsvinnustofa
Jónasar og Björns
er á Laugaveg 4.
fólks-, skotfæra- og nauðsynja-
flutning allan.
Vér viljum lauslega drepa á
nytsemi járnbrautanna, þegar í
ófriðarbyrjun, og hvert hlutverk
þeim var ætlað að vinna fyrir
þýzka herinn, hina fyrstu 8 mán-
uði ófriðarins.
(Framh.)
HÖFUÐSTAÐURINN S
Úrslitakappleikurinn
milli Vals og Reykjavfkur var
híður í gær á íþróttavellinum. Var
þar samankominn fjöldi manns.
Fyrri hálfleiknum lauk þannig,
að Reykjavíkur hafði 4 vinninga,
en í siðari hálfleiknum hatði Valur
4 vinninga og Reykjavíkur 1. —
Hefir þvi Reykjavíkur unnið h o r n -
i ð, og afhenti Axel Tulinius fé-
laginu það í leikslok. *
Fjölbreyttu&t og fallegust fs-
lenzk tækifæriskort eru til sölu
á Laugaveg 43 B, hjá Friðfinni
Guðjónssyni.
Járngrindur
miklar er verið að reisa á hafnar-
garðinum. Á þar að verða lyfti-
vél, sem flýti fyrlr fermingu og
affermingu skipa.
Háskólinn í dag:
Holger Wiehe: Gaman-
leikar Dana kl. 6—7. Æfingar f
sænsku 5—6.
Veturinn
er að sönnu kominn, en það er
ekki nema á pappírnum enn. Vetr-
arsvipur ekki sjianlegur enn að
öðru leyti en því að sólin er farin
að lækka á lofti. Logn og léttviðri
er nú daglega og varla sést frostá
polli að morgni eftir heiðrfka nótt.
Um þessa veðurblíðu var þetta
kveðið í gær:
Mildin tigna tefur hríð,
tæpast digna hagar, —
blíðan signir bæ og lýö,
brosa.lygnir dagar.
(Framh. bæjarfr. á 4. síðu).