Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 02.11.1916, Blaðsíða 3

Höfuðstaðurinn - 02.11.1916, Blaðsíða 3
HÖFUÐSTAÐURINN sveitinni hefir sagt á þessa leið: »í upphafi ófriðarins vorum vér á undan Þjóðverjum á sviði loft hernaðarins. Ári síðar tókst þeim samt sem áður, með því að gera alt sem þeir gátu, að komast fram úr oss, eða að minsta kosti að verða oss jafnsnjallir. En að vörmu spori tókst oss að kom- ast fram úr þeim aftur og síðan höfum við verið þeim fremri í loftinu. Hinir ungu flugmenn vor ir hafa reynst framar öilum von- um. Þeir eru fljótir að lœra og hafa brennandi áhuga auk þess sem þeir hafa snarræði og gott upplag til þess að verða flug- menn. Samkvæmt reynslu vorri reynslu geta menn sem komnir eru á fertugsaldur, aldrei orðið eins hæfir og þeir sem yngri eru. Hina bestu flngmenn vora fá- um vér úr þeim flokkum manna sem vanist hafa dýraveiðum á ójöfnu landslagi, sem hafa tamið sér að stjórna seglbátum, yfirleitt þeim sem æfðir eru í erfiðum íþróttum, þar sem suarræði og áræði þarf með. Auðvitað ber það oft við að taugarnar bila? það eru ekki allir sem eru hœfir til að verða flugmenn eða geta þolað taugaáreynsluna sem er samíara orustunum í loftinu«, Nú eru bresku flugvélarnar undantekningarlaust stöðugar, þ. e. a. s. þó þær missi jafnvægið þá rétta þær sig við aftur af sjálfu sér. Flugmaðurinn er þannig los- aður við mikið af þeirri vinnu og aðgœtni sem hann áður varð að hafa. Nú fljúga bresku her- mennirnir mjög á nóttunni. Á lendingarstöðvunum er lýst upp með blysum með sérstökum lit svo að flugmennirnir geti þekt þá aftur ofan úr loftinu. Á tveggja mánaða tíma flugu bresku flugmennirnir til samans um 100.000 enskar mílur og var þó óhagstætt veður. Til þessa tíma hafa þeir flogið töluvert á aðra miljón enskra mílna yfir víg- stöðvum óvinanna. Það eru dæmi þess að breskar flugvélar hafa haldið áfram flugi þótt þær hafi verið hæfðar af alt að 300 skot- um. Oftast er flogið lágt, þótt stundum, á njósnarferðum, sé flogið í 8—10 þús. feta hæð, en jafnvel svo hátt uppi ber það„ oft við að skot liæfa flugvélina og stundum á hættulegum stöð- um. Frh. Unnusta hermannsms. Norsk saga. — o— Frh. — Þér eruð eiginlega altof greið- vikinn, hr. Jensen, sagði Steinert glaðlega. Eg skil ekki af hvaða hvötum þér látið yður svo ant um mínar sakir. — Það er eintómur náungans- kærleikur, svaraði Jensen, og brosti flátt. Steinert skelli hló. Jensen brá svo við að hann rauk á dyr, og I var nærri horfinn, þegar Steinert áttaði sig og kallaði aflur á mann- inn. — Segið mér eitt, er yður í nöp við trésmiðinn? . — Já, mér geðjast illa að hon- um, hann er bæði gikkur og hræsn- ari. — Ágætt, og þér ætlið að sjá um að eg geti hitt dóttur hans? — Já, eg skal sjá fyrir því. Eg kem þar í húsið af og til, og eg heyri og sé allvel. í leikhúsið, né á söngskemtanir eða I neitt slikt? — Nei, aldrei, en það ber við, að hún fer á bænasamkomur. — Hm. Getið þér látið mig vita fyrirfram, nær hún færi á slíka samkomu ? — Já, ef eg get þefað það uppi, skal eg gefa yöur vísbendingu, svo þér getið hitt stúlkuna þar. — Ágætt, —- en getið þér þagað? — Það getið þér reitt yður á, enginn veður ofan í mig eftir leyndarmáli. Bókbandsvinnustofa Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. — Það er gott, svaraði Steinert, og rétti honum tveggja-króna pen- ing. Jensen tautaði eitthvað um að þetta væri alt of vel borgað og | HÖFDBSTAÐlTRIIIf 1 si kemur út daglega, ýmist heilt S i § blað árdegis eða hálft blað árdeg- S R is og hálft síðdegis eftir því sem 8 & ástæður eru með fréttir og mikils- 8 |j verðandi nýjungar, skömm að taka við því. Svo kvaddí hann með »bugti og beygingum* og fór. Steinert blístraði fjörugt lag, fór í yfirhöfn sína og bélt til matsölu- huss. XI. Vinur í raun. Þdð hafði vakið eftii tekt mikla, er Ebbesen var tekinn fastur, fólk- ið krossaði sig á bak og brjóst yfir þessum ósköpum. Flestum verkamönnum Vilmers varð hermt við, því Ebbesen hafði ætíð verið vinsæil, af öllum þorra þeiira, nokkrir ónýtir og latir náungar, sem Ebbesen hafði einatt fuudið að viö, reyndu nú að nota tækifærið og níða Ebbesen niður fyrir allar hellur, og smátt og smátt komust menn að þeirri niðutstöðu að Ebbesen myndi vera sekur, og hafa verið óvenju slunginn að þyrla ryki í augu húsbóndans, þangað tit hann loksins lá á verkum sínum, Hver yfirheyizlan rak aðra, en til ónýtis. Ebbesen neitaði stöðugt að viia nokkuð um þjófnaðinn, og afsagði að gera nokkra grein fyrir nærveru sinni, nóttina góðu. Dýrllngurinn, 70 71 r* CM cö KO \n iO cd E 3! KO S J3 3 KO • wrm C 03 CL fuglum. Þar léku marglitir erlendir fuglar undir dverg- pálmum, en bvergi var þar maður, er gæti haft yndi af þeim. Þar var steinflísa gólf með myndum í og gekk eg þar yfir að mjóum marmarastiga er lá niður að boga- göngum. Lauk eg þar upp hurð og dró frá dyratjðld með hálfum hug. Nú sá eg þá sjón, er tók fyrir mál og andardrátt. Eg horföi inn í hálfrökkrið á bænahúsinu. En þar var enginn kross og ekkert síbrennandi ljós, og undir altarinu lá enginn dýrlingslíkami, heldur iá Náð þar framliðin f kistu, eigi miður skreytt en dýrlingur. Þar var einn gluggi og sat hátt, lagði þaðan Ijósstraum inn er skein á himn- eska fegurð hennar, Höfuö hennar hvíldi á purpurasvæfli skreytt kórónu úr gimsteinum. Smávaxinn h'kami hennar hvarf í fellingarnar á fati hennar, sem var gullsaumað og sett gimsteinum og lá út yfir kistubarmana. Hendurnar, smáar og gagnsæar, voru krosslagðar á brjósti hennar og héldu saman hárinu, sem var eins og svört blæja ofan frá hvirfli og niður með vöngunum og huldi sárin á hálsin- um en lagðist saman undir krosslögðum marmarahvítum höndunum. En við hliðina á hínu yndislega andliti hinnar dánu lá annað andlit baðað í sama sólargeislanum, dauðalegra og fölara en nárinn, andlit, sem banvænn andi örvænting- arinnar hafði leikið um, en var nú liðinn frá eftir unnið verk. Þar lá kanzlarinn við kistuna og studdi höndum á barminn og hafði rifið hár sitt og klæði. Þar var dauðaþögn. Laufaþyturinn einn heyrðist inn um opinn gluggann og léttir laufskuggar stigu dans á purpurasvæflinum og ásjónum þeirra beggja. Ekki veit eg, hvað valdið hefir, en á þessari ógnar- stund flaug í hug mér einn siður Máranna í Granada. Eg segi yður söguna eins og hún var. En hvort sem ljósálfar eða svartálfar hvísluðu þeim að mér eða ekki, þá fekk *g því ekki varizt aö fara með setningu úr kóranin- um á arabska tungu. Guð fyrirgefi mér það, en vera má að Náð hafi með feigðarfölva sínum mint mig á Para- dís hinna vantrúuðu og englana þar. — En hin heiðing- lega setning hljóðar svo: »Fagrar eru þær og Ijúflegar, þær eru fagrar sem lilj- ur og hyacintur. Þær láta aftur augun og hreinar ásjónur þeirra hafa fölfa strútseggsins, sem vel er geymt í sand- inum«. Kanslarinn breytti svip, áður en eg hafði lokið máli mfnu. Brá á ásjónu hans gleðibragði og vinsemdar, Hann sneri sér hægt í áttina til þess, er hafði huggað hann með Kóraninum, Eg notaði augnablikið, gekk til hans, hneigði mig fyrir honum og rétti honum bréf konungs með hálfum hug. Hann var svo annars hugár, að hann þurftí nokkurn tfma til þess að hverfa aftur til þessa heims. Nú tók hann eftir hinum þrem lébörðum á innsigli konungs. Eg hafði lagt bréfið í hönd hans, en nú kiptist hún við sem naðra hefði bitið hann og þeytti bréfinu frá sér í sárri reiði. Göfugmannlegar augnabrýr hans herptust sam- an sem lægi hann á kvalabekk og þyldi óumræðilegar píslir. Hann ieit nú til mín ásökunaraugum og í djúpi

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.