Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 02.11.1916, Blaðsíða 4

Höfuðstaðurinn - 02.11.1916, Blaðsíða 4
HÖFUÐST AÐURINN Undarleg breyling haíði orðið á Ebbesen á fám dögum. Hár hans var orðið snjóhvítt, hann var þreytt- ur og sljór, og virtist hafa elzt um mörg ár. Hálfdán kom til hans á hverjum degi, var þá Ebbesen fár að vanda og þungbúinn. Þaö hafði mikil áhrif á Hálfdán. Hann reyndi nú ekki lengur að fá hann til að gefa skýringu. Honum var það ljóst að að hér var leyndarmál á bak við, sem hann fyrir engan mun vildi Ijósta upp. Það voru þungbærir tímar fyrir Hálfdán. Hann fann það vel, að allir töldu föður hans sekan. Þess vegna gat hann ekki talað við neinn né ráðfært sig við neinn. Hann varð þess var á skrifstofunni, að allir veittu honum eftirtekt og litu til hans með forvitnisblandinni með- aumkun. Félagar hans voru fram úr hófi ástúðlegir við hann, og sýndust gera sér alt far um að láta sem ekkert hefði í skorist. Á göt- unni gláptu menn á hann eins og furðuverk og stungn saman nefjum um hann, þegar hann gekk fram hjá. Smátt og smátt varð Hálfdán ómannblendinn, og vogaði sér tæp- ast út fyrir dyr, síðari hluta dags- ins, en sat aleinn heima í sorg- legum hugleiðingum. Þá var það, síðari hluta dags nær viku eltir að Ebbesen var tek- inn, að barið var að dyrum, Dr. Jordan kom inn. — Oóðan daginn.Hálfdán, sagði hann. Það er meira en einkenni- legt, sem maöur heyrir um þessar mundir. — Segið mér, Doktor, þér trúið því þó ekki að faðir minn sé sek- ur? sagði Hálfdán hikandi, og leit rannsóknaraugum til læknisins. — Nei, síður en svo, svaraði hann og settist um leið í hæginda- stólinn, en likutnar eru skrambi sterkar gegn honum. Það er óhugs- andi aö Ebbesen hafi drýgt þenna glæp, sagöi eg í gær við herra Vilmer, hann hefir ckki frekar gert það en eg. Vilmer var nú á ann- ari skoðun um það. Gott og vei, sagði eg, hafi Ebbesen gert það, hefir hann verið viti sínu fjær. hálfu ári síðan, ens þær hafi ekki fengist fluttar, vegna þess að þær voru þýzkar. í Bretlandi aftur á nióti væri út- ílutningsbann á reykgrímum og því ekki hægt að fá þær þaðan, fyrir þann sem seldi bænum. Borgarstjóri heldur því fram, að hér sé ekki um vanrækslu að ræða af hálfu þeirra er grímurnar áttu að útvega, er oss ekkert kappsmál um að svo sé, en því viljum vér halda tram, nú er vér þekkjum alla mála- vöxtu, að seinlæti hafi átt sér stað, úr því ekki var búið að fara til stjórnarráðsins og umboösmanns Breta hér, til að fá útflutningsleyfi á þessum giímum. Borgarstjóri hefir viðurkent þetta og treystum vér honum manna bezt til að beita sér fyrir því að grím- urnar fáist fluttar hingað sem fyrst. Annars er slökkviliðsstjórninni hér í bænum of Iítill gaumur gef- inn. Munum vér innan skamms minnast lítið eitt á það mál, hér í blaðinu. Reykgrímurnar. Út af niðurlagi greinarinnar »Eldur« í laugardagsblaðinu, hefir borgarstjóri átt tal við oss og gefið þær uppiýsingar, að reykgrímurnar hafi verið keyptar fyrir einu og Nú er veturinn genginn í garð á vígstöðvum Rússa og skeytin sem þaðan koma, segja svo lítið að óhætt mun mega fullyrða að allar hernaðarframkvæmdir séu að mestu hættar, að eins við og við og þá ekki nema á stöku stað er enn talað um grimmar orustur o. s. frv. Af hverju sfafar það að hin ákafa sókn Rnssa virðast nú hafa stöðvast eða að árás þeirra hefir hætt án þess að gefa þeim það í aðra hönd sem teljandi sé. Að þessu virðist ekki liggja nema ein orsök sem sennileg sé, sem sé skotfæraskortur. — Vitanlega hafa Rússar, úr því það voru þeir sem sóktu á, mist fjölda manna þá er það þó ekki manna- skortur sem hamlar þeim. Fót- gönguliðinu er enn skipað fram hrönnum saman, en stórskota- liðið, sem á að ryðja því braut- ina, vantar nú. Það er ekki leng- ur eins og var í byrjun sóknar- ninar að þeir jafni við jörðu skotgrafir Þjóðverja og Austur- ríkismanna, nú geta þeir legið róglegir í skotgröfunum og beð- ið áhlaupsins. í fregn til eins Berlínarblaðsins var sagt svo frá að Rússar hafi á einutn stað sókt svo fast fram að Þjóðverjar hafi verið orðnir skotfæralausir og að lokum ekki haft annað eftir f en handsprengjur, í þeirri viður- f eign er sagt að mikill hluti líf- | varðarins Rússneska hafi fallið. Ennfremur að á tæplega hálfu því svæði sem áhlaupið var gert á, hafi verið talin 12,000 rúss- nesk lík. Að vísu er þessi fregn frá óvinum þeirra, og verður því að taka hana rneð allri varkárni. Samt sem áður virðist svo vera sem Russar nú beiti mönnum sínum jafn óspart og í fyrra þeg- ar þá skorti skotfæri og þeir sendu hverja sveitina af annari fram á móti byssukjöftum Þjóð- verja ti! þess að verja sig á und- anhaldinu. í ár komu Rússar óviuum sín- um á nvart með þœr geysimiklu skotfærabyrgðir sem þeir höfðu yfir að ráða, er þeir hófu árásina að sunnanverðu. En nýjar birgðir gátu þeir ekki fengið nema af skornum skamti. Þrátt fyrir það að fjöldamargar verksmiðjur þar í landi séu nú látnar búa til skotfæri er rúss- neskur iðnaður þó langt frá því svo langt á veg kominn að þeir geti framleitt nokkuð á móti því sem Þjóðverjar, Frakkar og Eng- , lendingar framleiða af skotvopn- um og skotfærum. Mest af vopna- birgðum verða Rússar að fá að, frá Japan og Ameríku, eftir Sí- beríubrautinni og frá bandamönn- um sínum og Ameríku til Aark- angelsk og þaðan eftir járnbraut- um og með biíreiðum. En þessar samgönguleiðir eru þó torsóktar og óhentugar í samanburði við hafið sem stendur bandamönnum opið að vestanverðu. Það virðist því svo sem Kússar séu búnir með þann skotfæraforða, sem þeir höfðu safnað saman í fyrravetur og fyrra vor, bæði með því að að smíða sjálfir og flytja að, og hvorugt getur hamlað á móti því sem þeir þurfa að nota daglega, til þess að halda sókninni áfram. Þetta er nú að vísu ekki nema tilgáta, en virðist þó vera eina sennilega ástæðan fyrir kyrstöð- unni á austurvígstöðvunum. — Auðvitað er ekki óhugsandi að Rússar hafi nú í þelrri hvíld sem þeir hafa tekið sér, safnað svo miklu saman að þeir geti hafið sóknina á ný, en ekki er það þó sennilegt. Að vísu er aðstaða þeirra betri en í fyrra að því leyti að ólíklegt er að Þjóðverjar geti hagnýtt sér skotfœraskort þeirra jafnvel og þeir gerðu þá. Þýsku verksmiðjurnar þurfa sennilega á öllu sínu að halda til þess að Þjóðverjar geti ha’dið í horfinu á vesturvígstöðvunum. Því við Somme eru Þjóðverjar áreiðanlega miklu ver búnir að skotfærum en fjandmenn þeirra sem virðast hafa gnægð af öllu slíku. En auk þeks má búast við að svo langt sé liðið haustinu að flestar hern- aðarframkvæmdir verði ókleyfar á austurvígstöðvunum. Það er því kominn enn einn vetur fyrir Rússa til þess að búa til og safna að sér forða af skotfœrum og vopnum. á inn 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9. 10. 11. 12. 13. Dagskrá fundi bæjarstjórnar fimtudag- 2. nóv. 1916. Fundargjörð byggingarnefndar. -----veganefndar. -----brunamálanefndar -----fátækranefndar. -----skólanefndar. -----fjárhagsnefndar, 26., 30. og 31. október. Brunabótavjrðingar. Önnur umiæöa um forkaups- rélt eö Sjávarborgareigninni. Kristján Kristjánsson sækir um byggfngadóð á Melunum. Guðní. Ingimundárson býður forkaupsrétt að erfðafestula nd í Norðurmýri. Þorsteinn Gíslason býður for- kaupsrétt að Arabletli og erfða- festulandi í Kringiumýri. Dýrtíðarmál. Fyrri uœræða um frumvatp til áætlunar um tekjur og gjöld kaupstaðarins árið 1917. Xafbátur íyrir Austulandi. Nú er komin áreiðanleg fregn um það, ið botnvörpungurinn Nelly hefir verið skotinn í kaf. En að svo komnu er ekki hægt að segja neitt um nánari atvik, Skipshöfnin er enn á Berunesi, en verður bráðlega flutt þaðan til Eskifjarðar og fyr en það verður getur ræðismaður Breta hér ekki haft tal af skipstjóranum. Höfuðstaðurinn er bezia blaðið. Hvergi er betra að auglýsa en í » Höfuöstaðnum «. »Höfuöstaðurinn« flytur alls konar fróðleik, kvæði og stökur, og tvær sögur, hvora annari betri. Kaupið því Höfuðstaðinn* Útgefandi P. Þ. Ctementz Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.