Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 07.11.1916, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 07.11.1916, Blaðsíða 1
HOFUÐSTAÐURINN 40. tbl. Þriðjudaginn 7. nóvember. 1916 HðFUÐSTABUEim 1 hefir skrifstofu og afgreiðsiu x Þingholtsstræti 5. Opin daglega frá 8—8. Útgefandinn tii viðtals 2-3 og 5-6. Ritstjórnar og afgr.-sími 575. Prentsmiðjusínii 27. Pósthólf 285. I HÖFUBSTABiJEIEE 1 §j kemur út dagiega, ýmist heiit § S blað árdegis eða hálft blað árdeg- j? ® is og háift síðdegis eftir því sem » £ ástæður eru með fréttir og mikils- gg verðandi nýjungar, HÖFUJSTAÐURlMg Kirkjuhljómleikar - þeirra Pórarins og Eggerts j Guðmundssona, á sunnudaginn, J voru vel sóttir, og að maklegleik- i um. Það eru skemtanir sem eiga ! rétt á sér. Vonandi láta bræð- j urnir ekki líða eins langt á milli hljómleika sinna hér eftir sem hingað til. Fjölbreyttust og fallegust ís- lenzk tækifæriskort eru til sölu á Laugaveg 43 B, hjá Friöfinni Guðjónssyni. Hólar eru væntanlegir hingað í kvöld eða fyrramálið. Ekkert fréttist enn af Braga. Þór og Víðir komu í gœr til Fleetwood. Island ogReykjavík »íþróttafé!ag Reykjavíkur* er farið að gefa út blað, er nefnist »Vetrarblaðið«, kom fyrsia »nú- merið« út í gær. Mun blaðið eiga að hvetja menn til íþróttaiðk- ana og styrkingar líkamans og er verk það gott. í þessu útkomna tölubl. kennir margra grasa — fárra nýrra að vísu en engra eitraðra að eg held. Þó er þar eitt það atriði, er eg vildi taka til athugunar með lín- um þessum. Það virðist vera skoðun sumra Gömul reiðhjól sem ný ef þau eru gljábrend (ofnlakkeruð) hjé reiðhjólaverksmiðjunni Fálkinn Laugaveg 24, WBT Fyrsta flokks vínna. íþróttamanna hér í höfuðstaðnum að Reykjavík sé alt ísland, eða að minsta kosti að aðrir hlutar landsins hverfi í geisladýrð henn- ar. Þessi einkennilega skoðun kom glögglega í ljós í grein Sig- urjóns Péturssonar um íþróttir á Islandi, þeirri er oirtist í »Eimreið- inni« um árið og dr. Valtýr Guð- mundsson endursamdi. Og nú gengur hún Ijósum logum í »Vetr- arblaðinu*. Á fyrstu síðu blaðsins er grein sem heitir »Á skíðum«. Er þar fyrst talað um skíðaíþróttina í Noregi, en svo kemur þetta: »Hér á landi er þessu nokkuð annan veg farið. Hér sjást menn því nær aldrei á skíðum, þótt undar- legt sé, því eg hygg menn varla þurfa að kvarta undan snjóleysi Staðhœfing greinarhöf.. sú að hér sjáist menn nær aldrei á skíð- um, mun vera sannmæli hér í Rvík og að iíkindum um alt Suð- urland, en er til Norðurlands kemur, nær hún ekki nokkurri átt. í Þingeyjarsýslu, þar sem eg þekki best til, þykir enginn sá maður með mönnum, er ekki fer á skíðum, og á flestum bæjum þar eru skíði jafnmörg karlmönn- um og margar stúlkur eiga skíði líka. Ungmennafélögin í sveitun- um halda skfðamót árlega, þar sem karlar og konur keppa ár- lega um verðlaun. Sem dæmi slíkra móta skal eg nefna mót U. M. F. Geisla í Aðaldal. Þau eru haldin í brekku vestan í Hvammsheiði og farið fram af 9—10 álna hárri hengju. Þátttak- endur í því hlaupi eru flestir ung- ir menn í sveitinni og þykir van- sæmi að geta ekki fylt þann flokk. Þetta dæmi ætti að nægja til að sýna það, að maður á skíð- um er alls ekki sjaldgæf sjón þar nyrðra. En hit! er sjaldgæft að 1 sjá menn kafa snjó skíðalaust ) lengri veg en fjárhúsgöngu, verði skíðum komið við. — Annað dæmi þess, að íþrótta- mennirnir hér í Rvík vita lítið út fyrir takmörk borgarinnar er í greininui »Glíma«. Þar stendur m. a.: »Nú er íslenska glíman að verða olnbogabarn þjóðarinnar. — — Nú eru aldrei háðar kapp- glímur af því að engir fást til að glíma. — Nú eru glímuféiög að leggjast niður af því að eng- inn vill læra að glíma« — — o. s. frv. — Ungrnennafél. í Þingeyjarsýslu hafa glímuna efsta íþrótta á dag- skrá sinni ogleggjavið hanaall- mikla rækt. Og í U. M. F. Akur- eyrar hetir um langan aldur ekki verið unnið eins mikið fyrir glfm- una og í fyrra vetur, þá var þar kend glíma 2—4 kvöld á viku. Það getur verið, að fþrótta- mennirnir hyggi sig vinna gott verk að útbreiðslu íþróttanna með kvörtunum þessum eða »bar- lóm«, Og síst vil eg vœna þá góðs vilja og áhuga fyrir mál- efninu. En það hygg eg, að fáir verði til að iðka glímurnar af meðaumkvun með þeim sem oln- bogabarni, en annar góður til- gangur hygg eg að varla geti j verið í aumkvunarorðum »Vetrar- blaðsins* en að vekja slíka með- aumkun. Og þess skyldu gæta, þeir góðu menn, sem blaðið skrifa að með svona röngum aimenn- um frásögnum gera þeir rangt til þeim mönnum og félögum, sem saklaus eru af tómlœti því, er þeir vilja víta. Rvík, 5. nóv. 1916. Aðalsl. Sigmurtdsson. »Stereoskop«-myndir til sölu fyrir hálfvirði. Afgr. v. á. Nokkrar tunnur af fóðursíld fást keyptar nú þegar, Afgr.v.á. "Mtan aj fatidv. Bíldudal, 22. okt. Þig langar til að eg sendi þér nokkrar línur og segi þér helztu fréttirnar. Er þá að byrja á tífiar- farinn, eins og venja er. Fram að túnaslætti var einmuna- tíð, svo komu 6 vikna óþurkar og töður hröktust alstaðar, en úthey nýttist vel. Haustið hefir verið einmuna gott, stöðugar blfður, þar til nú er kom- inn útsynningur og alhvítt af snj'ó fyrir tveim dðgum. Afli við Arn- arfjörð hefir verið ágætur f alt sumar á róörarbáta, og nú síðan í september hefir verið ágætur afli fram af vognum, 20 mínútna róð- ur að lóðunutn, og oft 10—15 kr. hlutur á dag í 6 og 7 staða skifti. — Lengi hefir Arnarfjörður gull- náma verið. Verð á íslenzkum afurðum hefir verið hér í haust: Kjðt 70—80 aura kg. Smjör 2 kr. kg. Mör kr. 1,20 kg. Slátur 0,75—2,00. Gærur 80 aura kg. Haustull 1,90 kg. Fiskur, nýr, óslægður. 14 a. kg. Kartöflur 12—14 aura kg. Kjöt hefir aldrei komið hingað jafnlítið og í haust. Bændur eta það heldur sjálfir, en selja það fyrir hið lága verð, sera þeir kalla svo. öll útlend vara er hér í afarverði, sem annarsstaðar, og mun víst verða það, meðan þessi »HeIjarsIóðaror- usta stendur yfir, og hver veit hve eftirköstin kunna að verða fyrir oss. Á.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.