Höfuðstaðurinn - 28.11.1916, Blaðsíða 3
HÖFUÐSTAÐURINN
Það var »þey þey«! aðferðin þýzka
sem hér var að verki.
Cg var ákveðinn í því að láta
ekki hindra mig og fór því út af
torginu og nam staðar undir tré
við veginn, með því að eg leit svo
á sem betra væri að sjá úr fjarlægð
• í
en aö sjá alls ekki, en lögreglu-
mennirnir voru á varðbergi og einn
lögregluforingi réðst þegar á móti
mér. Eg ákvað að haga mér eftir
þeirri hernaðarreglu Þjóðverja að
áhlaup sé sú bezta vörn, og gekk
til hans. Eg sagðist vera fréttarit-
ari og spuröi hann hvort eg mætti
ekki sjá er hinir særðu væru tekn-
ir úr vögnunum. Hann sagði mér
mjög hæversklega að það mætti
eg ekki nema eg hefði til þess sér-
stakt leyfi frá hermátaráðuneytinu í
Berlín.
Eg mundi þá eftir stórum glugga
á borðsal 1. og 2. flokks vagna á
járnbrautarstööinni, þaðan var hægt
að sjá hörmungarnar mjög nærri.
Eg vissi að engin lest átti að fara
til Berlínar í hálfa aðra klukkustund.
Eg keypti farseðil, fekk hann stúlku
i einkennisbúningi, svo sagði eg
hermanninum og undirforingjanum,
sem stóðu þar hjá henni, að mig
Iangaði til þess að fara inn í borð-
salinn til þess að lesa og fá mér
matarbita. Eg gekk beint að glugg-
anum og bað um ósmurt brauð
og hollenskan ost. — Það eru al-
gengustu miðdegisrétlimir í Þýska-
landi nú á tímum. — Þar kom
farseðillinn til Berlínar mér að góðu
gagni. Bragðið hafði hepnast, eg
TUXHAM-mótora
selur
Bréf og samninga
vélritar
G. M. Björnsson
CLEMENTZ & CO. H|F
Þingholtsstræti 5. Reykjavík.
Skrifstofutími 10—2 og 5—7 Sími 575.
TII
HAFNARFJARÐAR
fer blfreiö kl. 11, 2 og 6 frá Söluturmnum eins og
aö undanfðrnu.
Afgrelösla f Hafnarflröl er flutt til AUÐUNS
NIELSSONAR.
Pantlð far í sfma 444 f Reykjavfk og f Hafnar-
flröl f sfma 27.
M. Bjarnason.
Hnefaleik - boxing -
byrja eg að kenna í naesta mánuði, ef nægileg tala nemenda fæst.
Væntanlegir nemendur gefi sig fram fyrir 1. des. nk.
VilMin Jakotsson Hyerflsgötu 43.
Kárastíg 11
(Kárastöðum)
Ka r f'
kosta 2 V* eyrír orðið.
Skilist í prentsmiðjuna. Ingólfs-
stræti 2, sími 27, eða á afgr.
blaðsins f Þingholtsstræti 5,
sími 575.
Höfuðstaðurinn
kostar ö 5 a u r a um
mánuðinn, fyrir fasta
kaupendur. — Pantið
blaðið f síma 575
---eða 2 7.---
gat séð alt og meira að segj*
óáreittur.
Það var einmítt verið að taka
þá særðu úr vögnunum. Þeirsem
minna voru særðir, voru settir f
tvöfaldar raöir. Hreinu umbúðim-
ar á höföum þeirra og handleggj-
um skinu í hádegisbirtunni. Þeir
stóðu ruglaðir og hnugnir og horfðu
á hvað fram fór, en það var verið
að byrja á því að taka þá úr vögn-
unutn sem meira voru sárir.
Dýrllngurlnn,
128
129
cm
ctí
TfO
<L>
if)
iO
ctf
E
'35
lO
io
J2
jO
c
cd
» Qm
kominn. Biðin og dulbúningurinn höfðu vfst gramist
Ijónshjartanu.
Hann hristi af sér munkana, flegði sér að fótum bisk-
upsins og hrópaði; »Faðir, faðir! Þeir vilja eigi hleypa
mér til þín«!
Thomas horfði um stund þegjandi á hann. En því
næsCstrauk hann mjúklega með hendintii yfir Ijóst hár
hans blautt af svita og strauk það frá enninu og slétti
það sem væri hann móðir hans.
En er eg sá slík merki ástar þeirrar, er hann lagði á
Rfkharð ljónshjarta, þá hngði eg mái þetta unnið og dró
mig í hlé inn í hvoifgöngin í krossganginum og lét þá
á valdi engla sinna og helgra verndara.
Eg settist á breiða steinplötu undir gluggaboga ein-
um, er var skift í tvent af knippi fínna marmarastafa, og
leit við og við út í grængresið til þeirra tveggja, er þar
sátu. Krossgöng þessi voru full af lfkneskjum og gerð
eftir nýjustu tízku sem fyr var sagt. Súlurnar báru efst
ríkulegar sillur og skiftust þar til sætis verundir úr hinum
efra og hinum neðra heimi, á einum staðnum dansandi
engill, á þeim næsta glotti umskiftingur bæði illilega og
hlægilega. En eg tók lítið eftir þessu skrauti, því að stein-
bekkurinn í klausturgarðinum dró athygli mfna að sér
hvað eftir annað.
Konungsson faðmaði kné kanzlarans, er sýndist veita
lina mótstöðu, þar til er Rikarður bar nú fram síðustu
bæn sína og greip ennþá fastar utanum hann. En nú
sneri yfirbiskupinn sér undan með sorgbitnu andliti, en
konungsson lét eigi af fyr en hinn veitti hana einnig. —
Meðan hinn ungi maöur barðist þar fyrir sál föður síns,
heyröi eg hvað eftir annað oröið »baiser«, og gat mér
þegar tii að hér væri um friöarkoss kirkjunnar að ræða,
er yfirbiskupinn átti að lofa að vígja og innsigla með
næsta samfundi við konunginn.
Eftir góða stund gengu þeir framhjá mér gegnum
bogagöngin og gekk hinn blómlegi unglingur á vinstri
hönd hins meinlætta biskups, og skildust síðan áður en
göngunum slepti. Eg fór á eftir. — Ríkharður beygði sig
yfir hönd biskupsins og vætti hana með barnslegum þakk-
lætistárum. í mér hoppaði hjartað af kæti yfir því að
nú áttu sárir harmar konungs míns að taka enda. En þá
sá eg, því miöur, yfir höfði þeirra litla ófreskju úr steini,
er húkti á súlubrún einni og sparkaði óvirðulega við
frosk með Iöpp sinni í áttina til þeirra og rak út úr sér
tunguna. Þetta féll mér illa, þótt það væri hending ein,
og hefði eg heldur kosið að þeir heföi kvaðst undir næstu
súlu, því að þar sat engill að hörpuslætti og breiddi út
svanavængi sína.
Ríkharður sendi mig nú hið bráöasla til konungs
með bréfin. Bað hann föður sinn þar að flýta fundi
þeim, er hann hefði fengið með bænum sínum loforð
fyrir, og bað hann gera það í guðs bænum og sér til
sáluhjálpar.
En er konungur skildi á bréfinu að biskup héti sér
hinum heilaga friöarkossi, þá hélzt hann eigi lengur við
í borg sinni, heldur rak hann nú eftir riddurunum og at-
yrti þjónana, þar til er vér riðutn á staö eftir fáar klukku-
stundir — svo heitt þráði hann að snerta þær varir, er
deyfa skyldu margra ára kvalir hans og veita honum æfi-
frið, að því er hann hugði.