Höfuðstaðurinn - 28.11.1916, Blaðsíða 1
HÖFUÐSTAÐURINN
61. ibl.
Þr iðjudaginn 2 8. nóvember.
1916
HÖFUBSTAÐimira |
„ kemur íit daglega, ýmist heilt
§ blað árdegis eða hálft blað árdeg- j|
m is og hálft síðdegis eftir því sem
« ástæður eru með fréttir og mikils-
jg verðandi nýjungar,
tt
»
Símskeyti írá útlöndum.
Frá fréttarítara Höfuðstaðarins.
Höfuðstaðurinn
er bezta blaðið.
Hvergi er betra að auglýs* en í
» Höfuðstaðnum «.
»Höfuðstaðurinn« flytur alls konar
fróðleik, kvæði og stökur, og tvær
sögur, hvora annari betri.
Kaupið því
Höfuðstaðinn.
HOFUÐSTAÐURMg
Afmæli í dag.
Nikulína Nikulásdóttir, húsfrú. |
J
tíuilfoss
kom til Kirkwall á laugardaginn,
átti að fara þaðan aftur síðd. á
sunnud. áleiðis til Leith.
Snjór
féll í nótt, mestur á vetrinum,
sem af er.
Háskólinn í dag.
Björn M. Olsen próf.: Bók-
mentasaga íslendinga kl. 5—6.
Jón Jónsson docent: Saga ís-
lensku kirkjunar kl. 7—8.
Alexander Jóhannesson dr. phil.
Engilsaxneska kl. 7—8.
Ókeypis lækningar
Háskólans eru í dag kl. 12—1.
Tannlækning kl. 2—3.
Jóla- og nýárskortin,
sero Friðfinnur Guðjórísson hefir
gefið út, eru öllum kærkomin send-
ing. Á þeim eru fjöldamörg ís-
Jenzk erindi og heillaóskir.
Kaupm.höfn 27. nóv.
Stjórn Venizelosar hefir sagt Þjóðverjum og
Búlgurum stríð á hendur.
Ófriðurnn
XVII.
Liggja nú um lönd og höf
líkin, eins’og veggur.
Fram á yztu neyðar nöf
nályktina leggur.
S ó 1 o n.
Símfrétt að vestan.
Enskur botnvörpurgur kom til Englands með
skipshafnir af þremur botnvörpungum brezkum, sem
hann sagði að hefðu verið skotnir f kaf út af Dýra-
firðl.
ÁVEXTIR
eru góðir og ódýrir frá Amerfku, en ódýrari frá ENOLANDI.
Fást í
%
Verslun Asgríms Eyþórssonar.
30-40 tn. mótorbátur
óskast til leigu nú þegar.
ÍTánari upplýsiDgar í Bankastiæti 11
Maskínolía -- Lagerolia
Cylinderolia
Sýnishorn látin ef um er beðið.
H. I. S,
Gömul reiðhjól sem ný
•f þau aru gljábrend (ofnlakkeruð) hjá
reiðhjólaverksmiðjunni Fálkinn
Laugaveg 24,
9tBT Fyrsta flokks vinna.
a& au^sa \
Póliand sjálfstætt
konungsríki.
Póiskur her við hlið þýska
óg austurríska hersins.
Eins og menn muna hefir það
borist hingað símleiðis, að Mið-
veldin hefðu lýst Pólland sjálf-
stœtt ríki. Hér fer á eftir ávarpið
til Pólverja:
»Til íbúanna f Lublin og War-
schau 1
Drotnar hinna sameinuðu ríkja,
Austurríkis-Ungv.lands og Þýska-
lands, hafa gert kunnugt, að hin
pólversku lönd, sem leyst hafa
verið úr ánauðaroki Rússlands,
skuli mynda nýtt, sjálfstœtt kon-
ungsríki, Heitustu óskir yðar um
meira en hundrað ára skeið, verða
þá uppfyltar.
Alvara og hætta hinna erfiðu
ófriðartíma, og umhyggjan fyrir
her vorum, sem nú stendur and-
spænis óvinum vorum, neyðir
oss til fyrst um sinn, að sleppa
ekki yfirráðum hins nýja ríkis
yðar úr vorum höndum, með öllu,
en með hjálp yðar munum vér
smátt og smátt koma á því stjórn-
arskipunarlagi hjá yður, er tryggi
yður traustan grundvöll, fram-
þróun og öryggi.
Pólskur her verður að vera
aðalatriðið. Ófriðurinn við Rúss-
land er ekki enn til lykta leiddur.
Sé það ósk yðar að taka þátt í
honum, þá berjist sjálfviljugir við
hlið vora, til að flýta fyrir sigr-
inum yfir kúgurum yðar. Brœð-
ur yðar í pólsku herdeildinni hafa
barist hraustlega við hlið vora.
Gerið sem þeir, safnið nýjum
herdeildum sem í sameiningu
með hinum eldri, myndi hinn
pólska her. Það mun gefa ríki
yðar festu og tryggja það út á
við. Undir litum og fánum heim-
lands yðar, sem þér unnið öllu
fremur, munuð þér vernda föð-
urland yðar.
Vér þekkjum hreysti yðra og
og brennandi föðurlandsást og
hetjudug, og vér heitum nú á
yður: Frain í stríð við hlið vora.
Safnið saman öllum vopnfærum
mönnnm yðar, og fylgið dæmi
hinna eldri, hraustu herdeilda yð-
ar. Leggið f sameiningu við heri
vora, grundvöllinn undir hið
pólska ríki. Látið hinar dýrlegu
endurminningu um forna hreysti
og hetjudygðir kappa yðar lifa í
yður enn á ný og þér munuð
verða langlífir 1 landinu«.