Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 30.11.1916, Blaðsíða 4

Höfuðstaðurinn - 30.11.1916, Blaðsíða 4
HÖ^UÐST AÐURINN fyrir honum uin drykkjuskap manns síns. Hún hafði einn'g skýrt hon- um frá öllum ástæöum og að hrösun Maríu myndi valda að maöur hennar byrjaði að drekka. En þegar hún drap á það, hve Konráð hefði farist ómannlega við Maríu sagöi doktorinn blátt áfram, að það hlyti að vera misskilning- ur, Konráð væri enginn flagari, hann væri sér kunaur frá barn- æsku og þekti hann of vel til að trúa slíku um hann. Hér væri eitt- hvað en verra í efni. Svo fór frú Iversen. Skilyrðin fyrir varau- iegum íriöi. Þýtt úr Politiken. Um það leyti sem ófriðurinn hófst, voru vissulega margir, sem trúðu því ekki að til óíriðar gæti komið milli menningarþjóða norð- urálfunnar, á þeim tíma var vant að tilnefna hervæðingarnar sem ör- uggastar varnir friðarins (voru þá nokkrar öflugri varnir til?). Því var það að ófriðurinn lékhaitlrúna á sigur hins góða og réttláta hér í heiminum, og ýmsir voru þeir sem af þessu drógu þá ályktun að mann- kynið muni aldrei í framtíðinni losna við styrjaldirnar. Smám saman urðu þeir þó fleiri og fleiri — enda þótt þeir enn séu ekki orðnir mjög margir —, sem hafa fengið sína töpuðu trú aftur, en aö vísu bygða á alt öðr- um grundvelli en áður var. Þeir eru þó töluvert fleiri, sem ala þá von í brjósti að verið geti að þessi styrjöld verði sú síðasta, enda þótt þeir af mörgum og mikilvægum ástæðum séu mjög efagjarnir í því efni. En þeir menn munu ekki vera margir, sem ekki hafa hernað að atvinnu eða sem lifa líkt og hýenur af hræjum ófriöarins, að þeir ekki óski þess heitt og inni- lega, ekki einungis að þessi styrjöld endi bráölega, heldur einnig að hún komi aldrei, aldrei oftar. Romantik eldri tíma er nú með öllu horfin af hernaði nútímans, hvort sem hann er háður á eða í vatni og jörðu eða upp í I oftinu. Nú hefir hann ávalt ógnir og skelf- ingu í för með sér, og það ekki einungis í því víti, sem herlínurn- ar og vígvellirn’r eru orðnir að, heldur einnig langt, langt að baki þeim, þar sem óbeinu áhrifin koma með óseiganlegar kvalir og eymd. Menn eru farnir að líta öðrum aug- um á ófrið og mennirnir eru að iwm Skófatnaður @sssS er @sssS jjg ódýrastur í KAUPANGI. Ql T. d, Verkmannaskór á kr. 11,50. Piskverkunarstöð. Sjávarborgarelgnin hér í bænum, með húsum, stakkstæðum, bryggjum og öðrum mannvirkjum fæst til leigu frá 1. febrúar 1917. Nánari upplýsingar fást hjá borgarstjóranum í Reykjavík, sem tek- ið ámóti leigutilboðum til 9. desember 1916. • TIL HAPNARFJARÐAR fer bifreið kl. 11, 2 og 6 frá Söluturninum eins og að undanförnu. Afgrelðsla I Hafnarfirði er flutt til AUÐUNS NIELSSONAR. Pantið far f síma 444 í Reykjavík og í Hafnar- firði f síma 27. M. Bjarnason. sumu leyti orönir öðru vísi en þeir voru áður. Nú er allstaðar nagandi j þrá eftir friö, eftir þeim sólargeisla er rjúfi þrumuskýið sem um lang- ar aldir hefir grúft yfir jörðinni og ekkert hefir varpað glætu á nema óheiilaboðandi, háværar elding- arnar. Það er því hægt að reisa von sína og trú um varanlegan frið á öðrum sálfræðilegugj grundvelli en áður var. Það er sem sé að vakna friðar- vilji sem sagan hefir ekki áður þekt. En þegar þessi vilji er orðinn svo almennur meðal þjóðann að Ieið- togarnir veröi að lúta honum, þá eru dagar friðarins komnir. Eg á hér ekki við endatok þessa ófriöar, með vopnuðum friö eins og vér þektum hann áður og sem ekki er til annars en þess að styrj- aldirnar koma aftur og aftur í nýj- um myndum og þjóðirnar geta aldrei verið öruggar. En eg á hér við sannan frið, að enginn hugsi um né undirbúi ófrið framar. »Fagrar óskir, hugarflug, ómögu- !eiki«! mnnu flestir ennþá segja við þá menn, sem tala þannig og fást við það að undirbúa varanlegan frið hér á jörðu — í þeirri skökku skoöun að enda þótt menn æsktu þess að losna við styrjaldirnar, þá sé það handati við takmörk mögu- leikans. En vorir tímar hljófa þó að hafa fært mönnum heim sanninn um það að varasamt er að nota orðið (Jtopi (ómöguleiki). Því að þótt svo sé að menn hafi ekki fengið styrkari trú á hið göfuga og góða í manncðlinu, nú á þessum tímum er menn hafa svo berháttað sið- ferðisástand sitt, þá höfum vér samt meöal síðustu kynslóða orðið þess varir aö ef menn af alhuga vilja eitthvað, þá geta þeir það oftast nær, enda þótt til þess þurfi stund- um tíma. Og komist þeir á ann- að borð til fullrar vitundar um það að ófriðurinn sé bölvun, jafnvel þeim sem sigra, þá eiga þeir ekki langt í land til þess að vilja frið- inn,' enda þótt eina leiðin til þess takmarks séu fórnir og lítillækkun, þá gefur friðurinn, sá sanni^ og varanlegi friður — ekki sújskrípa- mynd friðarins sem fæst meö því að skaka brandinn — orðið að i veruleika. Og til allrar hamingju ■ þarf ekki aö byggja slíkan frið á j auðri undirstöðu. Má vera að vér séum nær honum en margan grunar. Því að það er ekki nú fyrst að menn séu farnir að hugsa um þá hluti. Það er vel undirbúið mál. Og nú vill svo vel til að allstaðar þar sem unniö hefir verið fyrir þetta málefni eru menn í öllu veru- legu á einu máli um það á hvaða grundvelli sannur og varanlegur friður skuli nást. Það eru hreint ekki skýjaglópar og loftkastaiasmiðir einir sem tala um, hafa áhuga á og starfa fyrir þetta málefni, það eru auk þeirra margir stjórnmálaskörungar og ríkja* stjórnendur, frægir lögfræðingar, hagfræðingar og heimspekingar, áhrifamiklir málsmenn verzlunar, iðnaðar, akuryrkju og annara atvinnu- vega, vísmdamenn og skáld með áhuga fyrir velferð manna — og ! auk allra þessara óteljandí óþektra manna meðal vinnufélaga þjóðanna, ! konurnar, trúarleg félög og íriðar- félög o. s. frv. um víða veröld. Að vísu er það satt aö þessum mönnum er nú ekki leyft að tala annarsstaðar en í hlutlausum lönd- um. En mættu allir taka til máls, er ekki vafi á því að einkum og sér í lagi mundi frá hernaðarþjóð- unum heyrast þúsundrödduð krafan um frið og um það að þurfa aldrei framar að þola þær þrautir og hörmungar sem styrjöldin yfirstand- andi hefir leitt yfir þessar þjóðir. Án þess að spá nokkru um það hvað sagt veiði að óíriðnum lokn- um, getur það verið nógu fróölegt að líta lítillega á það hvað hinir miklu spekingar, þjóðmálaskörungar og friðarfélög hafa þegar sagt um það hve æskilegt væri og hvað til þess þurfi að fá varanlegan frið ásamt nokkrum skýringum, sern að nokkru Ieyti eru settar fram á eig- in reikning. Frh. , Útgefandi Þ. Þ. Clemenlz Prent9miöja Þ. Þ. Clementz. 1916. á

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.