Höfuðstaðurinn

Issue

Höfuðstaðurinn - 02.12.1916, Page 3

Höfuðstaðurinn - 02.12.1916, Page 3
HÖFUÐSTAÐURINN draga úr hervæðingum sínum. Til þess að léita fyrir því að dregiö verði úr slyrkleik flotanna skal af- j nema leyfi til að leggja hald á kaupför og tryggja frjálsar siglingar um höfin. 5. öll utanríkis pólitik skai vera undir öftugu þinglegu eftirliti. Leynilegir samningar skulu ekk- ert lagalegt gildi hafa. Unnusta hermannsins. Norsk saga. —o— Frh. — Eg er Emil Jordan — þekk- iröu mig ekki lengur, Bertha? — Emil! æpti hún upp yfir sig, er það möguiegt? — Loksins tókst mér þó að finna þig aftur, tautaði hann hrærð- ur í huga. Eg misti alveg sjónar á þér fyrir 20 árum síöan, og hefi leitað og Ieitaö, en árangurs- laust. — Hafið þér ieitað eftir mér í raun og veru ? — þ ér, nei, segðu heldur þ ú, eins og í gamla daga, Bertha, sagði hann, og þrýsti innilega hönJ henn- ar og settist á stólinn við rúmið. — Já, guð veit þaö að eg hefi leitað mikið eftir þér. Eg skrifaði þér, en fekk aldrei svar, Eg varð órór og tókst ferð á hendur og ætiaði aö finna þig, en þá vagst þú öll á burt. Enginn gat gefið upplýsingar um hvar þú varst niður komin og faðir þinn neitaði mér TUXHAM-mótora 'selur um aliar upp'ýsingar. Fg leitaði og spurðist iyrir, en vatð að fara aftur svo búinn. CLEMENTZ & CO. Þingholtsstræti 5. Reykjavík. Bókh?DdsYÍDEustofa Jónasar og Björns er á Laugaveg 4. Skrifstofutfmi 10—2 og 5—7 Sími 575. AVEXTIR eru góðir og ódýrir frá Amerfku, en ódýrari frá ENQLANDI. Fást í Verslun Asgríms EyþórssOnar. TIL HAFNARFJARÐAR fer bifreiö kl 11, 2 og 6 frá Söluturninum eins og aö undanförnu. Afgrelðsla í Hafnarfirði er fluit til AUÐUNS NIELSSONAR Pantið far f sfma 444 f Reykjavfk og f Hafnar- firði f síma 27. M. Bjarnason. Þú getur varla getið þvf nærri, hvað mér leið illa, því eg unni þér af öllu hjarta, svo að eg heti eng- um unnað eins, hvorki áður né síðar, og eg vissi að eg hafði gert þér stórlega rangt og það mundi hafa eyðilagt aila hamingju lífs þíns, Mér var ómögulegt að bæta úr þessum órétti. Það var eins og allir heföu gert samsæri á móti mér og eg fekk aldrei að vita hvar þú hefðist við. Hugur minn var hjá þér seint og snemma. Eg dreyf mig áfram og vonaði að eiga eftir að finna þig heila á húfi og óbundna, svo þú gætir orðið konan mín. Tveim árum eftir að við skild- um fekk eg bréf með þinni undir- skrift. í þvi stóð að að þú hefðir eignast son, sem þú hefðir látið heita Járnvilja, eftir skáldsöguhetju úr einni af uppáhaldsbókum þín- um. En eg fekk engar frekari upplýsingar, ekki svo tnikið sem póststimpil á btéfinu, sem gæti gefiö mér bendingu, hvar þú værir niðurkomin. — Eg var gift kona, þegar eg skrifaði það brér, og maðurinn minn var þá enn á lífi, svaraði Bertha. CM cd iO <u in m cð E io S JS X) lO • wm C eti CL Dýrlinflurlnn, 135 ákaflyndir klerkar hans hafi náð hinu af honum með naum- indum. Sagði hann að herra Thomas mundi bráðum siokna út og eðiiiegur dauðdagi mundi bráðlega Iosa kon- ung við kvalara sinn og mótstöðumann. Þetta sagði hann satt vera og hefði frændi sinn, heim- ilismaður yfirbiskupsins sagt sér það með sannindum. En biskup koilvarpaði þessu skynsamlega tali með ofsa: »Hann Thomas að slokna«! æpti hann. »Eg sver það við mítur mitt að hann hefir þrefaida lífseiglu til þess að skaða þig. Hann Thomas ætti að koma raeð frið! Nei, hann kemur með ófrið í landið. Hvar sem hann fór um, gerðu Saxar óeirðir og gripu til axa sinna. Það hafa sjónarvottar sagt mér«, Það þótti mér þá þegar ósennilegt, eftir því sem eg þekti til hinna kúguðu Saxa. En eg hlustaði ekki nema til hálfs á blaður biskupsins, en öll eftirtekt mín var á konungi, því að nú fór að sjóða niðri í honum. Leiðréttingar hins skynsama klerks hafði hann ekki heyrt fyrir reiðiofsanum. Þessu næst logaði upp úr. Hinriki konungi var hvort- tveggja jafn ógeðfelt uppreist yfirbiskups eða auðmýkt. Hann stökk nú upp úr sæti sínu óður af reiði og fieygði bikar sínum frá sér, svo að hann valt yfir dúkinn, og runnu rauðir straumar yfir líndúkinn sem blóð f snjóinn. »Eg heti bannað honum að stíga fæti á mína jöið«! æpti konungur skjálfraddaður. »Eg veit að hann geymir á sér inuanklæða aðra bannfæring páfa gegn mér, kon- ungi sínum. Hann sýndi mér bréfið sjálfur, ilimennið«! Nú barði hann saman höndunum í örvæntingu og barm- aöi sér: »Eg hefi kiætt hann og skreytt sem istmey^mfna. 139 Hann hefir etið brauðmola úr hendi rainni sem daðr-' andi hundur, og þessi vanþakklætis djöfuil fótum treður mig, tvístrar heimili mínu og tortímir ríki mfnu«. Allir voru þagnaðir, er undir borðum sátu. Hann horfði óráðsaugum yfir hópinn og slöngdi tii riddara sinna þessum smánaryrðum: »Eg fita hér þræla! Þeir sjúga merginn úr ríkjum mínum og teygja frá sér lappirnar undir borðum mfnum fulium matar. En ekkert átvagiið, enginn mathákurinn hefir karlmensku til að losa mig við svikara*! Konungur gekk nú um gólf og ranghvolfdi i sér augunum og þorði enginn að yrða á hann. Flestir gest- irnir stóðu upp og þyrptust utan um biskupinn og þrá- spurðu hann og ávítuðu hann. Eg stóð kyr fyrir aftan stói konungs og sá fjóra menn sitja saman við neðri enda borðsins, er svo skyndi- iega var orðið autt að mönnum. Litu þeir hver til ann- ara með samúð og reiöisvip og töluöu í ákata sem þeir gerði ráð sín um mikla hluti. Þér þekkið nöfn þeirra, herra, því að munnmælasagan hefir hrópað þau í allar áttir. Þeir etu vansælastir allra lifandi manna og hvert kristið mannbarn í Englandi gerir krossmark fyrir sér ef þeir eru nefndir. Fyrstan tel eg Vilhelm Tracy, háðfuglinn, þá Ríkharð úr Bretagne, Rinald fagra, kvennagullið og síðastan Hug hinn þögla. Eg stóð svo langt frá, að eg heyrði eigi orð þeirra, en límaburður þeirra var auðskiiinn. Eg man ennþá, hvernig Hug beit á vörina, hvernig Rínald vafði löngu og mjúku hári sínu um fingur sér og

x

Höfuðstaðurinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.