Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 03.12.1916, Blaðsíða 4

Höfuðstaðurinn - 03.12.1916, Blaðsíða 4
og hlúði að henni sem best. — Hvernig iíður þér nú, spurði hann, þegar Matthildur var gengin út aftur. — Vel, hvíslaði hún. Þetta kom einhvern veginn svo undarlega yfir mlg — eg held eg deyji. — Nei, ne>, þú mátt ekki deyja strax. Eg skal reyna alt sem eg get og ðll meðul sem líkur eru til að geti hjálpað. — Eg held það sé þýðingar- laust. Eg vildi gjarnan deyja nú — eg er svo sæl, Doktor Jordan beygði sig niður að henni og hlustaði eftir andar- drættinum. ísköldum angistarsvita sló át um hann. Bertha hafði rétt fyrir sér. Hún átti skamt eftir ólifaö. Hann fór inn fyrir til Matthild- ar og sagði henni hvernig ástatt vrri. Hún fór að gráta, því þótt systir hennar hefði oft verið henni erfið viðfangs og valdið henni áhyggju og sorg, þótti henni þó iunilega vænt um hana, og tók það sárt að nú skyldi hún verða að deyja. Bókbindarinn kom nú með með- uiin og doktor Jordan gaf Berthu inn, og réð henni til að reyna að sofna. — Nei, eg get ekki sofnað, sagði hún. Sittu hérna hjá mér nokkra stund enn, Jordan. — Eg skal vera hjá þér það sem eftir er. — Eg get ekki annað en hugs- að um Járnvilja, sagði hún svo, hann er nokkuð harðlyndur og uppstökkur, drengurinn, alveg eins og eg var. Guð veit hvort hann er enn á lífi. Skilyrðin fyrir varan- legum íriði Þýtt úr Politiken. ---- Frh. IV. Vfðtæki og þýðing hinna ein- stöku atriöa í Iágmarkssternuskrá þeirri sem áöur var nefnd, er svo umfangsmikil, að ekki er unt að taka það til ítarlegrar íhugunar f dagblaði, og því verð eg að láta mér nægja að benda á nokkur meginatriði. 1. greinin : Þjóðernismálið eða undirokun landshluta, sem sögu- lega heyrði áöur ððrum ríkjum til, hefir á öllum öldum verið orsðkin til styrjalda, og sagan er full af frásögum um ofríki og kúgun, sem þjóðir þær og lönd hafa átt við að búa, sem unnin hafa verið^neö HÖFUÐSTAÐURINN Umdæmisstúkan nr. 1 I / | boðar hér með til reglulegs fundar sem byrjar mlðvlku- dagskvöldiö 6. desember kl. 81/* í félagi við stúkuna Ein- ingin nr. 14. (Fundurinn heldur, ef með þarf, áfram á stúku- fundum þar tii störfum er lokið). Skfrtelnanefndln tekur móti stlgbelðnum og kjör- ' bréfum fyrir fund og í fundarbyrjun, og er í þvf skini viðstödd í Q.-T.-húsinu frá ki. 8 síðd. Kosning í auð sxti umdæmisfulltrúa mega fara fram í stúkunum fyrirvaralaust fram að stig- veltlngu, sem verður framkvæmd þegar st. Elnlngin hefir lokið sínum störfum. Umdæmlsstúkan starfar jafnan á umdæmisstigi og á- minnast fulltrúar og umdæmls stlgmenn hér með um að I sækja þennan fund þar sem áhugamál allra templara verða rædd og ráðið til lykta eftir megni. Rvík 30. nóv. 1916. Páll Jónsson u. æ« t. _____________ Guðgeir Jónsson u. r. I Mikið niðursett verð! 1 Afgreiðsla Landsjóðsvaranna selur næstu daga með niðursettu verði, það sem eftir var af Br enni því, sem kom með g.s. B i s p. tll að rýma fyrir öðrum vörum. Skrifstofa Afgreiðslunnar, Bankastræli II. Opln 10—12 og 2-6. ófriði. Þar nægir að benda á Pól- land, Suöur-Jótland, Elsass-Loth- ringen, Balkanþjóðirnar (undir stjórn Tyrkja) o. s. frv. En kröfurnar á þessu sviöi eru þannig sniön- ar að fult tillit er fekið til þess að það ekki eigi að skiljast þannig, sem hver þjóð eigi að vera ríki út af fyrir sig, því að það er al- kunna að ýmsar þjóðir geta mæta- vel sameinast um þaö að vera sam- an í einni ríkisheild. Þar má benda á sem dæmi Sviss, Norður-Ame- riku, Belgíu o. fl. Það er einnig auðsætt að oft væri það^harla óhyggilegt og jafn- velf ómögulegt að skilja þær þjóðir, sem eru hvor innan um aðra í sama iandinu, enda yrði að taka tillit til allra staðhátta, ef aðskiln- aður færi fraro. Það gæti því vel farið svo, að einfalt þjóðaratkvæði reyndist harla óréttlátt til handa minni hlutanum. Heimastjórnar- máiið írska bendir glögt á þess- háttar erfiðleika. En þessi hætta minkar mikillega, mundi oft verða að engu, fyrir ákvæðið um borgara- jafnrétti, trúfrelsi og fult frelsi til þess að nota móðurmálið. £Svo að þó svo færi að ekki yrðu allir jafnmiklum rétti beittir, þá mundi þó virðingin fyrir rétti þjóðernis- ins vafalaust hafa þau áhrif, að á- standið yrði ómetanlega miklu betra en það að úr öllu sé skorið með hervaldi, sem oftast hlýtur að hafa enn meira ranglæli í för- með sér. 2, greinin : Þjr er lýst yfir því, að reglan, dyrnar opnar, eigi að gilda um allar nýlendur og vernd- arlönd, en með því er kipt fótnn- um undan þeirri óheppilegu og yfirgangssömu nýlendupólitík, sem fremur öllu öðru hefir vakið deilur milli stórveldanna og hefir einnig áttrmikinn þátt í ófriðnum yfir- standandi. Þessi nýlendupóiitík er þó ekki annað en brögð ogblekk- | ingar, er venjulega til einskis hagn- aðar fyrir þjóðina í »móðurland- inu«, og ei því oftastnær til byröi. Það eru einstakir menn (oft stjórn- málamenn), bankar, félög o. fl. er með einkaleyfum og einokun auðga sig á kostnað bæði íbúanna og sinna eigin landa. Eg vil benda á það að venju- lega hafa nýlendurnar ekkert gildi í þá átt að taka við mönnum er of þéttbýlt er orðiö heima fyrir, eða opna nýja markaði og því um líkt, þótt þessu sé ávalt borið við til þess að beuda á nauðsyn þess, að ná í nýjar nýlendur, og ávalt eykur það á byröar þegnanna með því að þá verður að auka herinn til þess að sigra og halda þvf sigr* aða. Verzlunin er eftir eðli sínu fullkomlega alþjóðleg og hefir eng- an hagnað af vernd né einokun. Því er það að hún blómgast bezt f þeim nýlendum þar sem »opnu dyrnar* eru viðurkendar og í frjáls- um löndum, þau gætu útilokað önnur lönd frá verzlun við sig, enda þótt ólíklegt sé að nokkurt land geri það nokkurn tíma framar. Samt sem áður er vafasamt hvort unt væri að fylgja þessari megin- reglu í öllum atriðum. Það gæti þannig farið svo aö hún riði í bág við góða og göfuga viöleitni f. d, til þess að vernda lítt þroskaða fbúa líkt og á sér stað um Græn- lendinga, Þvf væri það vafaiaust að taka yrði mikið tillit til þess hvernig til hagaði í hvorum stað. I Aðalatriðiö er að nýlendupólitíkin sé dregin út úr þeirri þoku af blekk- ingum um »lífsspursmálc og því um líkt sem hún til þessa heíir verið hjúpuð í og að með íbúana f nýlendunum verði farið á annan hátt en sem féþúfur. Stúfasirsið! Enn þá er dálítið eftir af því sem selst fyrir hálfvirði. Qott í fóðurl Laugavegi 63. Draumur Jóns Jóhanns- sonar fæst í Bókabúðinni á Lauga- veg 4. Útgefandi Þ. Þ. Clementz Prentsmiðja Þ. Þ. Ciementz. 1916.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.