Höfuðstaðurinn - 05.01.1917, Page 4
HÖFUÐST AÐURINN
Maskínolia - Lagerolia
Cylinderolia
Sýnishorn látin ef um er beðiðl
H. I. S.
mér aö ná kistunni, eg grátbseni
yður.
Eitt augnablik virtist skipstjórinn
komast við inni alvörugefnu bæn
listamannsins. En hann gætti und-
ir eins aftur skynseminnar og
mælti:— Eruö þér genginn af göfl-
unura, Wyattl eg get með engu
móti hjálpað yður . . . Setjist þér
undir eins, eg skipa yöur það . ..
Haldið honuro, stöðvið hann, hann
stökkur annars fyrir borð . . . Fór
ekki sem mig varði; þar er hann j
farinn. *
Wyatt hafði kastað sér fyrir borð
meðan skipstjórinn talaði. Vér vór-
um enn svo nálægt skipinu, að
honum hepnaðist með dæmalausri
þrautseigju að ná í kaðalenda og
gat lesiö sig eftir honum í hend-
ingskasti upp á þilfariö. Hann þaut
eins og vitstola maður niður í
klefann. Vér reyndum að snúa við
i hálfgeröri örvilnan, en bátkrílið
valt eins og kefli f storminum, og
vér sáum þegar, að oss var ókleift
að bjarga veslings iistamanninum.
Meðan vér fjarlægðumst drjúg-
um skipið, sáum vér aumingja vit-
firringinn — því að öðruvfsi gát-
um vér ekki skilið hann — koma
upp á þilfarið með löngu kistuna,
sem var svo þung, að jötunafl
þurfti tii þess að geta rogast meö
hana. Hann sivafði þriggja þuml-
unga dlgrum kaðli yfir hana og
batt hann síðan yfir um mittið á
sér. Á sama augnabliki kastaði lista-
maðurinn sér í sjóinn með byrö-
ina og hvarf sjónum vorum fyrir
fult og alt.
Vér hættum snöggvast róðrinum j
og horfðum á óheillastaöinn. Langa
lengi steinþögðum við öll, Eg
dirfðist fyrstur manna að rjúfa þögn-
ina.
— Tókuð þér eftir, skipsljóri,
hve skyndilega hann sökk? Var
það ekki einkennilegt. Eg var þó
enn eigi alveg vonlaus um hann,
þegar eg sá hann binda sig við
kistuna.
— Þau sukku til botns eins og
fallbysaukúla. En þeim skýturbráð-
um upp aftur, þegar saltið er runn-
iö, svaraði skipstjórinn.
— Saltið, mælti eg.
jj — Þei, mælti skipstjórinn og
f benti á konu Wyatts og systir.
Við getum talað um þetta á hent-
ugri tíma.
Vér áttum í mjög ströngu að
stríða og horfðumst oft i augu við
dauðann. En forlögin voru oss og
vesatings félögum vorum á stóra
- bátnum vilhöll, Fjórum dögum
eftir þetta náðum vér lendingu nær
dauða en Iíft við ströndina and-
spænis Roanoke-eyjunni. Þardvöld-
umst vér í viku og komumst svo til
New York,
Hér um bil viku eftir að »L’ fn-
dépendance* fórst mætti eg Hardey
skipstjóra á Broadway. Samtal
okkar hneig auðvitað að inum sorg-
legu niðurlögum Wyatts, og e«
fræddist um þetta:
Listamaðurinn haföi t ekið sér far
ásamt konu sinni, tveim systrum og
vinnukonu.
Frú Wyatts var í raun og veru
svo viðkunnanleg og yndisleg kona
sem verða mátti, eins og mér hafði
verið sagt.
Morguninn 14. júní (sama dag-
inn og eg fór fyrst til skips) veíkt-
ist hún skyndilega og var önduö
um kvðldið. Ungi maðurinn varð
alveg utan við sig af sorg, en
vegna óhentugra ástæðna gat hann
með engu móti frestað för sinni til
New York mjög lengi. Hann ásetti
sér að færa tengdamóður sinni Ifk-
ama innar áslkæru konu sinnar.
En hann þekti of vel hleypidóma
almennings, sem mundu verða hér
þröskuldur í vegi. Níu tiundu hlut-
ar farþeganna mundu áreiðanlega
heldur hafa snúið frá borði, en að
taka f mál að sigla með lík inn-
byrðis. Frh.
Útgefandi Þ. Þ. Clementz.
Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1916.
Oangverð
erlendrar myntar.
Kbh. 2. Bank. Pósthús
100 mörk 61,50 60.00 62.50
Sterl.pund 17.38 17.65 17.70
100 frankar 62.75 63.50 63.00
Dollar 3.68 3.75 3.90
sænsk kr. 108 107.50
norsk kr. 103 103.50
1 HðPUBSTAÐUEira £
a kemur út daglega, ýmist heilt &
S® blað árdegis eða hálft blað árdeg- ^
is og hálft síðdegis eftir því sem ff
$ ástæður eru með fréttir og mikils- |§
j| verðandi nýjungar,
Nýja Land
vantar vikadreng, 14 — 15 ára
gamlan. Umsækjendur komi kl.
12—1 á Hótel ísland, hetbergi nr.
27.
bðgli. 3
Var erfitt að ná þaðan efhivið óbrotnum og jafn-
vel að klifra þangað upp. Fékk hann því að standa
og rotna óræktaður og ósnertur. Risavaxnar furur
urðu að hvítum trébeinagrindum, þar sem ernir gerðu
hreiður sín, sem vandi þeirra er, fyrir ofan harða og
tindótta línu grenitoppanna. En þá er jörð var alhvít
og morgunsól eða aftansunna skein þar á en loftið var
sem grænleitt gler þá glitruðu risafuauskarnir þar sem
frostrósir á rúðu, en aðeins miklu stærri, þótt langt
væri að sjá. þar var alt stirnað, stórt og undarlegt
sem værl landið úr drauml, sem staðlð hafði kyr, þeg-
ar horfin var endurminningin um alia þá kynlegu hluti,
sem þar höfðu orðið.
Árið um í kring hentu hamrarnir á lofti hvert
hljóð, er til varð milli þeirra, og veltu bergmállnu
áfram þar tll er það dó út svo að mannleg skilningar-
vit námu það ei lengur. þegar smalastúlkan kallaðl á
búsmalann til heimferðar með öllum hjómfögrum gælu-
orðum, þá var hrópað sama hætti djúpt inni í hömr-
unum, og var sem huldufólkið þar inni kallaði og á
hjarðir sínar, stærri, stórvaxnari og fríðari en menn-
irnir fá í sitt hlutskifti. Eða það var sem bergmálið
hermdi orðin eftir í háði með aumlegu tómahljóði, eða
reyndi af hatri og slysagleði að lokka annara manna
eign til sín. það gat verið með öllu þessu móti eftir
stund og geðblæ.
En er sleðabjöllur ómuðu hátt í frostinu á ieið-
inni upp að gljúfrunum og sleðinn hvarf bak við leyti,
4
þá lét bjölluhljómurinn svo í eyrum þeirra, sem eftir
stóðu sem sleðinn hefði farið beint inn í björgin og
héldi þar áfram bugðótta vegu, er vaeri annars óheiin-
ilir dauðlegum mönnum, eða enginn hefði komið aft-
ur af,
Hið læsta og dularfulla, dulið og geymt öld fram
af öld, varð grundvöllur undir kenndum almennings.
Rómurinn varð djúpur og sem blæja dregin fyrir hljóm-
inn, og geymdist lengi í eyranu. Undir staðföstum
augnabrúnum voru augun hugsandi og litu fram undan
alvarleg og með rólegu hátíðabragði, þótt menn væri
við dagleg störf sín. Varirnar lágu fast saman og er
menn þögðu var sem þeir hlustuðu inn á við.
þar var þróttmikíð fólk og kunni að stilla í hóf
skapi sínu, hljóðglögt á hugarhræringar sínar, þögult
við störf sín, þöglara í gleði sinni.
II.
Einhverju sinni bar svo viö, að maður dó þar.
Af ýmsum slysum hafði búið gengið til þurðar og
og börnin urðu því að fara að heiman og í vist til
ókunnugra. Elzt af sýstrunum var Ingigerður. Hún
var eigi fullvaxin, en svo leit út sem hún mundi verða
stór og sterk og fríð sinum. Hún fór þar á næsta
bæ. Bóndinn þar var ungur maður og ókvæntur, en
móðir haus var fyrir framan hjá honum. þetta var
góður bær og vel metinn og bóndinn ríkur. þar átti