Höfuðstaðurinn

Eksemplar

Höfuðstaðurinn - 28.01.1917, Side 3

Höfuðstaðurinn - 28.01.1917, Side 3
HÖVUÐSTAÐURINN Skorið neftóbak vindlar alls konar, cigarettur og alls konar sælgæti, hvergi betra en hjá Krlstínu J. Hagbarð. Maskínolia - Lagerolia Cylinderolia Sýnishorn látin ef um er beðiðl Höfuðstaðurinn kostar 6 0 a u r a um mánuðinn, fyrir fasta kaupendur. — Pantið blaðið í síma 5 7 5 ---eða 2 7.--- Bréf og samninga vélritar G. M. BJðrnsson Kárastíg 11 (Kárastððum). Fólk það, sem vantar atvinnu, yfirlengri eða sketnri tíma, ætti sem fyrst að tala við Krlstfnu J. Hagbarð. HÖFUDSTADURira 5 hefír skrífstofu og afgreiöslu í Wnflholtsstræti 5. Opin daglega frá 8—8. Útgefandmn til viðtals 2-3 og 5-6. J Rltstjórnar og afgr.-sími 575. Prentsmiðjusími 27. Pósthólf 285. H. I. So Hj ólhestar sem eiga að gijá-lakkérasi, eru menn beðnir um að koma með f þessum mánuði. Hjólhestayerksmiðjan Fálkinn Laugaveg24. Kaupið Reiðhjólaverksmiðjan Fálkinn Nýir kaupendur HÖFTJÐSTAÐAEINS fá gefins það sem eftir er þessa mártaðar og allan kaupbætirinn sem lofaður er. i'*1 ■—■ - ■- ■« ■■ i j. ■■ ■ hefir fengið sfmanúmer Smá&ttgt$s\tvg&r HAl Yl kaupendur »Hðfuðstaðaríns<, sem ekki fá blaðið með * V/AA skilum, eru beðnir að gera viðvart á afgreiðslunni, svo hægt sé að bæta úr þvi — Sfmi 575, kosta 2 7i eyrir orðið. Skilist f prentsmiðjuna, Ingólfs- stræti 2, sími 27, eða á afgr blaðsins í Pingholtsstræti 5, 37 38 Niels skildi ekki neitt enn þá. Ekki einu sinni það að hún vaeri í raun og veru dáin, hann gat ekki trúað því. þetta var alt óskiljanlegt. — Hvað hefir þú gert? spurði hann og gekk ógn- andi að honum. — Slepp þú henni! Fá þú mér hanal En Gabriel sat aðeins og vaggaði henni og leit á hann undarlega rólegum og kælandi augum. — Hvað ætti eg að hafa gert? þú sendir hana hingað, eða hvað? þú hefir gefið mér hana og nú á eg hana og nú getur enginn tekið hana af mér. Hún hefir þagað og þagað til þess að halda eið sinn. Nú skil eg það. En eg vissi ekki fyr, hvað það kostaði hana. þöglin herpti hjartað saman, því að það var fyrir löngu mín eign og vildi til mín. Loks slitnuðu böndin, en þá höfðu þau þrengt um of að. Hjartað gat eigi borið frelsi sitt, alt var orðið því of lítið. þá brast það á sama augabragði. Hvað átti það annað að gera? Hún fekk gott hlutskifti, við eigum bæði gott. Eg hefi ekki felt eitt einasta tár. Nú fór Niels að skilja. Hann mundi eftir síðasta svip hennar og orði, hann mátd varla verjast grátinum. Hann fann að augu aðkomumanns stírðu honum frá henni, og honum féll það sárt. En þótt sorg sjálfs hans værl áköf og djúp, þá var hún þó of smá tll þess að voga sér þarna fram. — þú hefir banað henni, sagði hann. — Ef til vill hefir þú rétt fyrir þér, en hvað ger- ir það nú? Lít þú bara á hana. Og Gabriel strauk aftur hárið frá og sýndi hon- um að hún brosti. — Sér þú ekki að þetta var ham- ingjan? Meir en það, forlögin sjálf. Niels sá það og hroliur fór um hann og hann dró sig enn meir í hlé með sína þungu sorg. — Ef svo er sem þú segir, sagði hann, ef svo er sem þú segir. — En hann efaðist ekki og vissi eigi, hver hugsun skyldi næst. Hinn bætti rólegur við orð hans. — þá á eg það, sem nú er eftir af henni. þú neitar henni ekki um það? Manninum varð hverft við þessa óheyrðu kröfu hans, en hann hélt áfram: — Eg skal fara þangað með hana sem hún er fædd og upp alin. þar hlýtur hvíldin að verða henni bczt. þar á eg bæ og eg bygði annan í viðbót. Hann skyldi eg eftir auðan, þegar eg vissi að hún mundi aldrei búa t honum. Nú skal hún iiggja þar á líkbörunum. Eg hefi setið á hverju kvöldi og haldið áfram bæjargerðinni, er eg heyrði fótatak hennar, en um þetta dreymdi mig aldrei. Nú er sá bær hæfileg- ur handa henni sem hann er. Naktar, hreinar fjalir. Nú er hann fullger og nú verður hún að fá að koma heim. Og maðurinn lofaði þessu, til knúinn af augum hins og af vanmáttarkend sinni frammi fyrir þessum miklu viðburðum skildum til hálfs og óskýranlegum. þegar Gabriel stóð upp og slepti sinni kæru og þungu byrði, þá gerði hann það til þess að búa hana til síð- ustu ferðarinnar. Biysin voru brunnin út og hafði enginn tekið eftir því í allri' órónni og skelfingunni. Stjörnurnar voru og sioknaðar. Morgunbirta helgidagsins kom nú grá og bleik, hátíðlegri og kaldari en nokkru sinni fyr á undangengnum árum. Líkfylgdin fór á stað yflr fannir og frosin vötn og stefndi inn þangað millum Hallanna, sem bjölluhljómurinni ómaði í klettunum sem einhverju í skapi og örlogum Ingigerðar væri þar fyrir búinn staður í þunga og böndum t ósigrandi afll og leyndardómum fjallsins.

x

Höfuðstaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.