Höfuðstaðurinn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Höfuðstaðurinn - 03.02.1917, Qupperneq 4

Höfuðstaðurinn - 03.02.1917, Qupperneq 4
HÖFUÐ5T AÐURINN Talsímagjöldin i Svo sem kunnugt er hafa gjöld fyrir talsímanotkun innanbæjar hækkað nokkuð nú frá sfðustu áramótum. Um þetta hafa orð- ið nokkrar deilur, er það þó eink- um Morgunblaðsritstjóranum sem finst þetta rangt, hvort sem það nú er af því að honum sé eitt- hvað í nðp við iandssímastjór- ann út af því að honum, sem verið hefir í Rotterdam skuli ekki vera falið að stjórna loftskeyta- stöðinni íyrirhuguðu hér í bæn um. Pað geta líka ef til vill ver- ið einhverjar aðrar ástæður, sem oss ekki í svipinn geta hug- kvæmst. En með því svo er að sjá sem Finsen haldi að þessi hækkun eigi ekki sinn líka í víðri veröld, þá vildum vér þýða fyri- hann ofurlítinn greinarstúf f norska biaðinu Tidens Tegn frá 7. jan. þ. á. Par stendu r svo: Tekjuáætlun símanna á kom- andi ári nemur um 15 miljónir króna. Af því 5,5 fyrir símskeyti, 5,1 fyrir sfmtöl, 1 miljón fyrir , talsímaleigu utanbæjar og 2,6 fyrir talsímaleigu í Kristjaniu. Útgjöld in ha nema um 10,385 milj., svo að tekjuafgangur verður 5 mil- jónir. / samráði við símstjnrann er stung ið upp á nokkurri hœkkun á sam- talstaxta við talsíma ríkisins, af talsimaleigu fyrir verslanir frá síma- stðð Kjristjaníu (frá 85 kr. upp í 100 kr. á ári) ogauk þess breytingu og hcekkun á talsímaleigu frá flest um símstððvum utan Kristjaríu. Aftur á móti hefir verið feíd uppástunga frá símastjóranum um það að hækka símskeytagjöld innanlands fyrir fyrstu 10 orðin úr 50 aurum upp í 70 aura. í sambandi við hækkun á tal- símaleígu utan Kristjuníu má geta þess að í Voss, sem hefir um 709 símanotendur hefir leig- an verið hækkuð úr 60 kr. upp í 75 kr. Par er hlutfallið þó töluvert svipað og hér í bæ, nema hvað færri munu iesa Morg- unblaðið og ritsmíðar Finsens ; þar en hér. Rúnni. Munið eftir skemtuninni í BárubúO, sunnudagskvöldiö kl. 81/*. sem haldin er tll ágóða fyrlr Sjúkrasamlag Reýkjavfkur. Slitfötin ”-:.r komin og mikið af alfatnaði Olíufötin og flest alt af fatnaði er sjómenn þurfa með á sjóinn — kaupa þeir best í Austurstræti'L Asg. G. Gunnlaugsson & Co. ný, 6 cylindra til sölu. Bifreiðin hefir verið reynd og sýndi þá að hún var í góðu standi. í kaupunum fyigja varastykki (4 dekk, 4 slöngur, gangskifti- hjól ( gearhjól) öksull, lampar, tengistengur, öryggistappar (sikr- ingar), legur, stympiboltar, fjaðrir, 2 stympar, platinuoddar til rafkveykj- unnar o. fl.). Bifreiðin er til sýnis í dag og á morgun milli 2 og 3 í hest- húsi steinolíufélagsins. Tilboð merkt »SAXON«, séu komin í lokuðu umslagi fyrir 4. febrúar til * Capt. C. Trolle, Skólastræti 4. Agætt fiskfars tilbúið úr nýrri ýsu, fæst í dag Verzlunin Nyhöfn. Undir dularnafni. Eftir Chartes Garviee. ___ Frh. Eitinig fanst honum hálfóviðurkvæmilegt af sér að leyna stöðu sinni og nafni, en það var svo ánægjulegt að verða aðnjótandi fölskva- lausrar vináttu, að hann gat ómögulega fengið sig til að segja henni sannleikann, enda hafði hann næga reynslu fyrir þvf, að þá raundi stéttamunurinn ðllu spilla. Hann langaði ekkert til að heyra hana kalla sig »herra lávarð* eða *. Lynforde lávarð* í hverju orði og svo þurfti hann Ifka endilega að segja henni nokkuð, sera kvaldi hann og píndi og hélt stundum vðku fyrir honum á nóttunni. Var hann oft að hugsa um, hvort hún mundi hafa orðið þess áskynja, að hann elskaði hana, því aö vel hefði hún mátt lesa það úr augum hans þó aö ekki hefði hann nefnt það á nafn enn sem komið var. En Mabel var siðprúð og hæglát stúlka og laus við alt daður. Þó uröu snðgg og óvænt umskifti á aöstöðu þeirra, eins og oft vill verða. Einn morguninn kom hún inn í laufskálann sem oftar og hélt á opnu bréfi í hendinni, — var hún alláhyggjuleg á svipinn. »Nú förum við að fara héðanc, sagði hún. »Bert á að fá tiisðgn í London og ganga því næst undir prófið og við verðum hér ekki Iengur en þessa viku,« Lynforde brá eins og skvett hefði verið á hann vatni úr fötu. Hann settist upp í bekkn- ura og laut áfram aivarlegur og litverpur. »Eruð þið að fara, Mabel?« Henni hnykti við að heyra haun nefna skírnainafn sitt og ekki síður við málrórninn og svipbrigðin. Hún misti bréfið f kjöltuna og horfði á hann. »Eg elska yður, Mabel«, sagði hann, »og get ekki án yðar verið. Eg hefi aldrei vitað hvað sönn sæla var fyr en eg kom bingað Viljið þér ekki játast mér, Mabel?* Loksins rankaði hún svo við sér, að hún gat hvíslað svarinu. Hrópaði hann upp yfir sig af fögnuði og þreif hana í fang sér og faðmaði hana fast og innilega. Voru þau í þessum stellingum þegar Bert kom þjótandi inn til þeirra. Mabel reyndt að losa sig úr faðmlögunum, en Lynforde sagði:

x

Höfuðstaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.