Höfuðstaðurinn

Útgáva

Höfuðstaðurinn - 27.02.1917, Síða 2

Höfuðstaðurinn - 27.02.1917, Síða 2
KÖFUBSTABUKINN Astraun. Eftir Charles Garvice. ---- Frh. Hún var aö hníga niður af þreytu og Ieiddi hann hana eða bar öllu heldur inn í hlýjuna, en ekki mælti hann orð af munni. Setti hann hana þegjandi á stólinn og fór að skara í eld- inn, en virtist ekki líta á hana En hann hafði nú séð hana vel samt sem áður og tekið eftir náfölu og mögru andlitinu, dökku fötunum, slitnu yfirhöfninni og brenglaða hattinum. — Hann gekk til hennar, tók hattinn varlega af henni og hnepti yfirhöfninni frá henni. Ekki átti hann nokkurn víudropa heima hjá sér, en hann hitaði mjólkursopa, helti í bolla og rétti benni, en hún var svo örmagna, að hún gat ekki drukkið úr bollanum fyrst í stað. Leit hún nú upp og horfði á hann fast og stöð- ugt. »Eg er kominn aftur«, sagði hún og fekk hann hjartslátt af málrómnum, þó að hann væri nú óskýr og þreytulegur. »Eg gekk upp að húsinu okkar, en það var lokað. — Hvar er faðir minn ?« Það er stundum bezt að segja blátt áfram eins og er. »Hann er dáinn«, sagði' Jasper. En í þetta sinn var það nú ekki sem bezt. Hún greip um stólbríkina, reis á fætur, sperti upp augun, opnaði varirnar og starði beint framundan sér. Jasper yrti á hana, en hún heyrði það ekki. Hann ýtti við henni, en hún varð þess ekki vör, og var stirð eins og eintrjáningur. Þetta var eitt flogið eða aðsvifið. Honum var nú Ijóst hvað hann hafði að- hafst og bölvaði sjáifum sér. Hann tók hana í fang sér, hlúði að henni og hjúkraði, strauk andlit hennar og neri hendurnar. Rankaði hún svo við eftir noVkra stund, sem Jasper fanst vera óratími. Hún stundi við, ýtti honum frá sér, færði sig nær eldinum og horfði á hann. Hann mintist þess nú, sem faðir hennar hafði sagt honum, að hún myndi ekkert eftir þess- um köstum, en í þetta skifti reyndist það nú ekki svo. »Eg er orsök í dauöa hans«, sagði hún dauflega. »Nei«, sagði Jasper eins drengilega og hon- um var lagið. >Hann var oröinn heilsulaus áður og læknirinn sagði, að hann gæti dáið þegar minst varði. Eg var yfir honum allan tfmann þangað til að< — »Eg strauk frá honum«, sagði hún, »og þér líka«. Hún Iagði höndina á hatt sinn og yfir- höfn, en Jasper tók hvoríveggja af henni, »Bfddu við og seztul* »Já, eg skilc, sagði hún og hné niður á stólinn. »Þú ert aö vonast eftir að eg segi þér alt saman. Nú — það er ekki langrar stundar verk< Það kendi engrar gremju eða haturs í rödd- inni og hefði það þó næstum því verið við- feldnara. »Eg er ekki —«. Hún Iauk ekki viö sefn- inguna, en brá upp hendinni og var enginn hringur á henni. »Hann yfirgaf mig flótt — eftir þrjá mánuði og fjóra daga. Svo fékk eg atvinnu, en kom mér ekki að að skrifa ykkur. En svo varð eg veik og misti allan kjark og fór svo heim«. Jasper stóð við eldstóna og leit undan. Hann krefti hnefana í vösunum og langaði mest til að kyrkja Raymond Esmount, en hún stundi þungan, greip höndunum upp í hárið og stóð upp. »Eg hefði ekki átt að koma til þín, en hús- ið okkar, lokað og dimt, gerði mig hrædda og svo varð mér ósjálfrátt reikað hingað. En nú ætla eg að fara, Jasper. Eg get ekki sagt, að eg sé sorgbitin því að það mundi særa þig. Fyrirgefðu mér að eg kom«. »Hvert áttirðu svo sem að fara annað?«, sagði hann. »Hélstu, að eg mundi úthýsa þér?< Hún leit á hann þreytulega og spyrjandi. »Hvað áttu við?«, spurðL.hún. »Eg á við það, að þú verðir kyr«, sagði hann stillilega þó að honum væri mikið niðri fyrir. »HeIdurðu, að faðir þinn hefði vísað þér burtu og heldurðu, að hann hafi elskað þig heitar en eg? Já, Cynthía, eg er sá sami og eg hefi verið og gæti ekki tekið neinum breyiingum þó að eg feginn vildi. Þú ert mér eitt og alt eins og þú ávalt hefir verið.« Hann rétti henni hendina’ en hún hörfaði undan hálfhrædd. Það var eitthvað geigvæn- legt við þessa tröllatrygð. »Þú meinar — þú átt við — að það, sem eg hefi gert fyrir mér — það, sem á undan er gengið — hafi enga þýöingu*, hvíslaði hún forviða. »Já, það er það sem eg á viö«, sagði haon. »Eg vil enn að þú giftist mér eins og eg vildi það fyrir hálfu öðru ári.« »Mér er það ómögulegt«, stundi hún. »Eg hlyti altaf að muna eftir —« »Eg skal hjálpa þér til að gleyma«, sagði hann stillilega og sannfærandi. »Eg veit að eg get það. Það er ekki víst að það takist undir eins, en það tekst samt og eg bíð þolinmóð- ur þangað til. Þú þarft ekkert að óttast. Eg skal ekki segja eitt einasta orð eða gera nokk- urn hlut til þess að hafa áhrif á þig eða þröngva þér. Bara að þú veröir konan mín —« »Nei nei«, sagði hún og greip í skyndi hatt sinn og yfirhöfn, en hann varð ennþá fljótari til og tók hana í fang sér. »En eg segi jú«, sagði hann og laut niöur að henni en hún sneri sér undan. »Eg á heimtingu á því og þú hefir fyrirgert rétti þínum til þess að neita mér. Eg sór þess eið að vernda þig og vaka yfir þér kvöldið, sem þú lofaðist mér og það ætla eg að efna. Mér er alveg sama hvað á undan er gengið.« Hún hristi höfuðið í ákafa, leit upp á hann og greip höndunum fyrir brjóstið. »Nei — nei, taktu eftir. Þú verður að hlusta á mig. Eg ætla að segja þér alt eins og er og þú verður aö standast það. Þú ert að tala um það, sem á undan er gengið og liðið er. Já, það er liðið. Eg hefi andstygð á honum, en það sem einu sinui hefir komið fyrir, það getur komið fyrir aftur. Eg vitna það til guðs, Jasper, að eg hata hann ogfyr- irlít af öllu mínu hugskoti, en — en —« hún veinaði upp yfir sig — »eg segi þér það satt, að ef eg ætti eftir að sjá hann aftur, ef hann kæmí inn um dyrnar núna á þessu augnabliki eða hvenær sem það væri — þá mundi eg hverfa til hans hvað sem hatri mínu og fyrirlitningu Iíður og eg mundi fyigja honum eftir ef hann aðeins benti mér einum fingri. Eg gæti ekki ráðið viö það. Hann hefir það vald yfir mér enda þótt eg viti hvern mann hann hefir að geyraa og þrátt fyrir alt það, sem eg er búinn að reyna. Láttu mig fara — það er þér betra. Fyrir guðs skuld, láttu mig fara f« »Fyrir guðs skuld og mína eigin, þá geri eg það ekki«, sagði Jasper. Látura hann koma — það verður honum verst sjálfum, Eg sleppi þér ekki«. Þau sættust á þetta. Hún gisti á veitinga- húsinu um nóttina, en daginn eftir fékk Jasper sér leyfisbréf og giftust þau svo íafarlaust. Þorpsbúar tóku þessu með rósemi og fanst ekki nema eðlilegt að Cynthía leitaöi aftur til fyrri elskhuga síns þegar hún var orðinn ein- stæðingur og hyggindi Jaspers og lægni gerðu henni hægra fyrir að setjast í sæti sitt meðal þorpsbúa. Hún varð hraustlegri, augun fengu sinn fyrri Ijóma og þó að hún væri ekki hlát- urmild að jafnaöi, þá virtist hún vera glöö og ánægð. Það er óþarfi að eyða orðum um ánægju Jaspers. Líkast til hefir hann iátið sér nægja, eins og fyrri daginn, að vita af henni hjá sér og vera undir sama þaki sem hún. Trygð hans og trúfesti var söm og jöfn og þolinmæði hans óþrotleg. Bar ekkert markvert til tíðinda hjá þeim fremur en ná- grönnum þeirta og þó Ieið ekki sá dagur, að hann sýndi henni ekki einhvern vott ástar sinn- ar og umhyggjusemi. Þau höfðu fengið sér vinnukonu til inni- verka, því að honurn þótti þaö óþarfi að Cynthía væri að óhreinka hendur sínar, sem honum þókti svo gaman að viröa fyrir sér þegar hún sat gegnt honum við borðið eða eldstóna og var að gera við sokkapiöggin hans eði festa hnappa í fötin hans. Stundum las harin upphátt fyrir hana, og hefir þó líklega grunað að hún tæki ekki ahaf sem bezt eftir. Hann bjóst við að hún væri að hugsa um Jiðna tímann þetta hálfl annað ár sem hún hafði verið í burtu. og hann grunaði síst að hún var einmitt að hugsa um nútímann og hann sjálfan, því að ekki hefði nokkur kvenmaður, sem ekki var breinasti fá- bjáni, getað annað en veitt mannkostum Jasp- ers athygli. Hún fór aftur í mannjöfnuð í huga sínuro, en nú virtist henni Jasper að öllu fremri. Ekki hafði hún ennþá fengið ást á honum, því að annars hefði hún að sjálf- sögðu látið hann verða þess áskynja með augnaráði eöa atlotum, en virðing fyrir hon- um og þakklátssemi festi æ dýpri rætur í brjóst tiennar. Það glaðnaði yfir henni þegar hann kom heim úr smiðjunni og nærvera hans friðaði hana og gerði hana rólegri. — Ástin var ekki langt undan. Eitt kvöld sagði Jasper henni að hann þyrfti að bregða sér burtu til þess að Iíta á vél eina. Kvöldverðurinn var kominn á borðið og hann drakk standandi úr tebollanum sínum. »Liggur nokkuð á því?« spurði Hún. Veðr- ið er svo vont.« »Þeir aetla að fara að pl®gja á morgun*, sagði hann, »svo að eg verð að fara, en eg kem aftur svo fljótt sem mér er unt.« »Eg skal hafa til göðan kvöldverö handa þér«, sagði hún og ætlaði að hjálpa honum í yfirhöfnina, en Jasper var búinn að smeygja sér í hana áöur en hún komst að. »Þarna eru bækurnar sem eg bað um«, sagði hann, um leið og hann opnaði dyrnar. »Þú getur haft þær þér til afþreyingar á með- an«. Þetta var í fyrsta skifti sem hann gekk frá henni að kvöldi til. Frh.

x

Höfuðstaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.