Höfuðstaðurinn - 27.02.1917, Qupperneq 3
HÖFUÐST AÐURINN
Höíuðstaðurinn,
Bezta blaðið. Odýrasta blaðið.
Bíndindi gegn ofdrykkju
Aiþýðuvald gegn auðvaldi
Hreinskilni gegn leynibralli
NYJA VERZLUN IN
H VERFiSGÖTU 34.
Alskonar tilbúinn fatnaður gg
gg fyrir dömur og börn
ÁSKRIFTARSEÐILL
[Oerið svo vel að klippa þenna seðil frá og senda
hann á afgreiðslu blaðsins].
Undirskrifaður óskar að verða áskrifandi
Maskínolia - Lagerolia
Cylinderolia
H. I. So
ttjSI Oerið svo vel að senda mér kaupbœíirinn og (*J) blöðin frá því i dag gefins. 01 Nafn Hf M & UOL XJ UUUitQ^'uUUUUU Höfoðstaðurinn kostar 6 0 a u r a um mánuðinn, fyrir fasta kaupendur. — Pantið blaðið í síma 5 7 5 eða 2 7. Vátryggið gegn eldi vörur og innibú hjá British Dominions General Insurance Co. Ltd. London. Aðalumboðsmaður á íslandi Garðar Gíslason Reykjavík. Sími 681.
\ ^öJttðsAaðnum* Þori. Þorleifsson Ijósmyndari, Hverfisgötu 29. Ljósmyndatími kl. 11—3.
Duglegir drengir
kaupendur »Höfuðstaðarins«, sem ekki fá blaðið með * w** skilum, eru beðnir að gera viðvart á afgreiðslunni, svo hægt sé að bæta úr því. — Sími 575,
óskast til að selja 'göfuðstaðinn
Smaauo^s\t\aar kosta 2 V3 eyrir orðið. Skilist í prentsmiðjuna, Ingólis- stræti 2, sími 27, eða á afgr biaðsins í Þingholtsstræti 5,
óskast til morgunverka. A. v. á.
Fósturdóttirln
132
133
134
Bæði börnin höfðu legið í mislingum,
þungí haldin, einkum þó Axel. Sólarhring-
um saman hafði honum ekki verið hugað
líf. Harmi foreldranna verður ekki með
orðum lýst.
Harmþrungin og vonlaus, hafði móðirin
vakað nætur og daga yfir barninu sínu, og
beðið til guðs heitt og innilega, en hinn
örlagaþrungni spádómur, að þau greifahjón-
in rhundu deyja barnlaus, hreidi hana og
fylti angist og kvíða. Greifinn vakti oft hjá
henni og þótt hann vildi feginn gera alt,
sem f hans valdi stóð, að létta byrgði konu
sinnar, fann hann það þó brátt, að konan
en ekki maðurinn, á heima við sjúkrabeð-
inn. Greifafrúin saknaði Matthiidar sáran,
en nú var hún lasin og gat því enga hjálp
veitt henni, nema að senda henni við og
við hughreystandi línur, og þær voru jafn-
an sem sólargeisli fyrir hana og sem græð-
andi balsam hinu særða móðurhjarta.
Tíminn leið, og smámsamaa rénaði sjúk-
dómurinn og bráðum voru börnin úr allri
hœttu. Það voru sannarlegir gleðidagar.—
Um þessar mundir þóttust menn verða
varir reimleika nokkurra, kring um Galdra-
nes. Gömlu sagnirnar um Galdra-Ingiríði,
fengu nú nýtt líf og breiddust út um alt,
auknar og ýktar, eins og títt er um slíkar
fregnir, og brátt var ekki um annað talað,
en reimleikann í Galdranesi.
Greifafrúin hafði þó ekki orðið neitt vör
við þessar sagnir. Menn höfðu verið svo
hræddir við veikindin á Víkingsholm, að
öllum samgöngum hafði verið slitið. Menn
vissu það og að greifafrúin vildi engar slík-
ar sagnir heyra, og þotðu því ekki að hafa
þær svo hátt, að þær nœðu eyrum hennar.
* 4*
*
Sumri var tekið að halla. — Börnin voru
nú komin á fætur, en höfðu ekkert verið
látin fara út enn. Greifafrúin gat nú óhrædd
yfirgefið þau og falið þau umsjá Elísu, og
nú afréð hún að leggja af stað til Galdra-
ness, að hitta Matthildí. Hún hafði ekki
getað heimsókt hana lengi og Matthildur
hafði ekki heldur getað komið til hennar.
Þegar greifafrúin nálgaðist Galdranes,
barst henni að eyrum undarlegur ómur,
líkt og einhver syngi raunalega, langt frá;
engin orðaskil heyrðust, en aðeins nokkur
hiuti lagsins. Það var eitthvað svo sorg-
þrungið og átakanlegt í söngnum, að hroll-
ur fór um greifafrúna og það var sem ein-
hver nístandi kuldatilfinning legðist að
hjartarótum hennar.
Svo varð alt hljótt aftur og söngurinn
þagnaði, en það var eins og grátþrungin
andvörp sundurkraminnar sálar, bærust
með blænum og fyltu loftið alt um kring.
Þegar greifafrúin kom inn til Matthildar,
sat hún í svo þungum hugsunum, að hún
tók ekki eftir komu gests síns.
Greifafrúin nam staðar í dyrunum og
varð sem steini lostin, er hún sá þá breyt-
ingu er orðin var á vinkonu hennar.
— Guð minn góður, þú hefir víst verið
þungt haldin, og hefir bannað að Iáta mig
vita um það, góða Matthildur mín, og greifa-
frúin gekk tii hennar, faðmaði hana að sér
og grét fögrum tárum við brjóst hennar,
eins og húu hafði svo oft gert áður.