Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 03.03.1917, Blaðsíða 4

Höfuðstaðurinn - 03.03.1917, Blaðsíða 4
HðrUÐSTAÐURINR Bannmálið í þinginu Árið 190Q fluitu þessir menn frumvarp ti! laga um aðflutningsbann á áíengi: Björn Jóns- f son, Björn Kristjánsson, Eggert Pálsson, Sig- urður Gunnarsson og Stefán Stefáusson í Fagra- skógi. Samkvæmt frumvarpi þessu skyldi vera bönnuð öl! raeðferð áfengis hér á landi, nema til iðnþarfa, lækninga og aitarisgöngu. Áfeng- ur drykkur var það talinn, sem í var meira en 2V4ft/0 af vínanda. Á skíputn skyldi óheim- iit að haía vín urn hönd í landhelgi nema til íogskráðra skipverja. Veitingamenn og vín- salar áttu að fá 8 vikna frest tii að losna við vínbirgðir þær, er þeir höfðu í fórum sínum þegar lögin gengu í gildi. En að þeim tíma iiðnum var iögreglustjóra skylt að láta helia áfenginu niður, án endurgjalds til eiganda. Lögreglustjórum bar skyida til að gera hús- rannsókn hjá mönnum, sem grunaðir voru um óieyfilega meðferð á áfengi. Ailur kostnaður við réttarhöid og rannsókn bannlagabrota skyidi lenda á þeim er sekur var um brot. Hvern ölvaðan mann er sást, mátti þegar leiöa fyrir dómara og sekta alt að 100 krónum. Fyrir að fiytja til iandsins áfengi eftir að lögin gengu í gildi var sektin 300—5000 krónur fyrir fyrsta brot. En fyrir annað 8 mánaða iangelsí. Fyrir að neita eða gefa áfengi var fyrsta sekt 200—1000 kr., og fangelsi við ítrekuðu broti. Lækna sem misnotuðu vín, þ. e. gæfu áyísun á áfengi í iyfjabúð í öðru skyni en til Jækninga, mátti stórsekta og sviíla lækn- isleyfi í 2—10 ár. Allar sektir fyrir banniaga- brot skyldu renna að hálfu í landssjóð en hinn hclmingurinn til uppljóstrarmanns. 27. febr. 1909 var frumv. til fyrstu umræðu í Neðri deild. Björn Jónsson var frummæl- andi. Benti hann á, að bak við frumvarpið stæði aldaríjórðungs undirbúningur og glögg- ar umræður. Og með þjóðar atkvæðinu hefðu kjósendur kveðíð upp ótvíræðan dóm. Hann vitnaði til orða Gladstones, að áfengisbölið væri meira heimsböl en aliar slyrjaldir og drep- sóttir samaniagðar, og að leikur væri að ráða fram úr fjármáíum þeinar þjóðar, sem eigi ueitti áfengis. Fjárhagsmótbáran væri efst á baugi hér, tolltjónið fyiir landssjóð. En ber- sýnilega ætti þeirrf þjóö, sem ekki veiklaði afl sitt með áfengisnautn, og ekki kastaði fé í sjó- inn fyrir vín, að vera auðvelt að auka nokkuð útgjaldabyrðina. Ætti að vera vandalaust á 3 árum að finna í staöinn sæmilegan tekjustofn. Hannes Hafstein tók næst til máis. Kvað hann tekjumissi Iandssjóðs að vísu miklnn, en í það skarð mætti þó fylla með því að hækka i'ia 4 aura tollinn á hvérju sykur og kaffi- pundi. Of mikið væri gert úr tjóninu við vín- ið. Útlendingar borguðu mikið af vínföngum sem eyddust hér á landi. Og víntollurinn væri hér um bil það eina, sem útlendingar borguðu í landssjóð. Mesta fjárhagshættan væri þá sú, að Spánverjar mundu reiðast oss og hefna sín á íslendingum með því að spilla fiskmarjcaðinum. Mundu annaöhvorí heimta bannlögin numiri úr gildi undir eins, eða leggja háan toll á íslenzkan saltfisk. Gæti það orðiö mesta óhapp fyrir annan aðal atvinnuveg landsins. Bannlögin mundu þar að auki verða áliti landsins stórhættuleg. Erlendar þjóðir gera sér þá hngmynd að skrælir.gjar einir þyrftu slíkra laga með. Ferðamenn erlendir naundu forðast landið, þar sem þeir ekki mættu drekka eins og þeir væru vanir. Og væri þjóðinni þar með varnað mikilla arðsvona. Þá mundu og lögin verða mjög brotin, en lofsverður bindindisáhugi fara dvínantíi. Bannaidan væri einskonar öfgahreyfing, eins og t. d. galdra- brennusíefnan forðum. Þá tók til máls Jón í Múia. Honiím þóiti sem lögin mundu höggva drjúgt skarð í landstekjurnar, og yrði það ekki auðfyit. Hins vegar væri of mikið gert að því, hvað mikið fé rynni út úr landinti fyrir vín. Það mundi varla vera meira en 1 króna á mann. Og það vætí ekki mikið. G. T. reglan hefði unnið kraftaverk, drjúgum minkað inníiutn- ing vína síðan 1880, þar sem allur innflutn- ingur heföi margfaldast. Og þeim væri það að þakka að hugsunarhátíurinn hefði breyzt, svo að nú þæiti vansærnd að vera ölvaður. En nú væri Reglan uppgefin, er hún ákallaði löggjöfina sér til hjálpar. Nýr aívinnuvegur yrði nú stofnaður fyrir njósnara og uppljósirar- menn, og hann næsta arðvænlegur. Ef bannið kæmist á og stæði um stund, mundi bindindis- starfsemi þverra, lögin seinna verða afnumin og upp koma hertileg ofdrykkja. Líka gæti skeð að konungur synjaði lögunum síaðfest- ingar. Yrðu þá ný ráðherraskifti og ýmis- konar vandi á höndum. Eggert Pálsson taldi bannið sjálfsagt, bæði sem endatakmark bindindisslarfseminnar og fuilnæging þjóðarviljans, sem ótvíræít hefði komið fram við atkvæðagreiðsluna. Þar hefði þó kvenþjóðin ekki lagt neitt til málanna. En lítili vaíi væri þó á þvi, hvoru megin sá hluti þjóðarinnar væri í þessu máii. Þegar talað væri um tjón, sem af vínnautn ieiddsi, væri það ekki einungis vínverðið, sem bæri að iíta á, heldur líka tímatjónið, vinnutjónið, hedsutjónið og siðspillinguna. Viðvíkjandi bannlagagæzlu, sem búist væri við að yrði erfið, yrði að lita á það, að vínið kæmi upp um sig sjálft. Það færi ekki í launkofa eða felur. Ef bannið hefði spillandi áhrif á fiskmarkaðinn yrði þjóð- in að sætta sig viö þaö. Vilji hennar væri sá aö iosna viö áfengiöjúr landinu. Lítill skaði væri að því, þótt drykkjumenn erlendir forðuöust landið. Jón Ólafsson var meö banninu. Var að vísu hálf smeykur viö Spánverja, en sama um út- lenda feröalanga. Rangt væri að jafna þeirri þjóð við skrælmgja, sem sjáif iegöi á sig vín- bannið. Þá væri það menningarmerki. En höfuð kosturinn við bannið væri afisparnaður þjóðarinnar, líkamiegur, andiegur og siðferðis- legur sparnaður. Stefán í Fagraskógi taldi sig hafa verið fylgj- andi bannstefnunni. En frekari ástæðu hefði hanu þar að auki í eindregnum vilja kjósenda sinna. Ef til vill væri réttara að lögin kæmu ekki í gildi fyr eri 1914 eða ’15, því að þá væru flest vínsöluleyfin úírunnin. Ástæða með lögunurn væri það, að betra yrði að fram- fylgja þeim, heldur en gildandi takmörkunar- lögum. Spánska hæítan væri lítii, því að sáriítið mundi koma af vfni þaðan hingaö. Sig. Sigurðsson ráðunautur var eindre^ið með banninu. Fylgi lækna með málinu væri mikils virði, því að þeir hefðu bezta þekk- ingu á áhrifum þess á líkamann, og þar að auki af daglegri reynslu nákunnugir hvílkt böl áfengi orsakaði á n-örgum heimiíum. Engin brú væri í því að jafna saman gildandi lög- um um vínsöiu og bannlögunutn, Margfalt erfiöara að brjóta bannlög. Og ekki mundu sveitamenn gera það. Lægi næst að halda að það mundi hvað heizt verða þeir, sem nú berðust svo íræknlega á móti bannlögunum. Og aldrei heföu nokkur lög verið gerð svo að eigí væru þau brotin. En vitaskuld væri rétt að ganga svo frá lögunum, að erfití yjði að brjóta þau. Sumir byggjust við, að þeir menn setn aldir væru upp í bannlandi, mundu leggjast í ofdrykkju, ef þeir kæmu til útlanda, En svo væri fyrir að þakka, að í öllum lönd- um væri unniö nióti áfengisbölinu, Frh. Hyrden græsser sine Faar. (WE YSE). Dreifð um haga hjörðin þekk, hjarðsvein gefur næði sólin heit, í húmi fékk, honum guðvefsklæði. Víða hvarfiar hugur hans; hugboð sér ei nokkurs manns hvar hann ar á sveimi. Hjartað veit: — Ástin heit, er hið fegursta hnoss í heimi. Konungsdóttirin djörf og fín, dvelur í næstu höllu; hylur ei skart og Hermelín hennar sorg með öllu. Hugurinn er á fleygiferð, finnur strax í undramergð einn, »þeim aldrei gleymi«! Hjartað veit: — Ástin heit er hið fegursta hnoss í heimi. Sólin og vindur, svarið mér: Sveinn hvert hitti brúði? Vindur svarar: Hún kom hér, horsk í öliu skrúði. Leynistig frá hárri höll, hafði hún þraett un myrkan vöil, f hafnað hefð og seimi. Hjartað veit: — Ástin heit, er hið fegursta hnoss í heimi. Mánud. 5. marz verða sykurseðlar afhentir þeim, sem fengu sykurseðla 26. febrúar. Þeir, sem hafa fengið sykurseðla seinna en 26. febrúar, fá aftur seðla sama vikudag og í fyrra skiftið. Afhendingin fer fram í Iðnaðarmannahúsinu kl. 9—5 hvern virkan dag. Borgarstjórinn í Rvík 26. febrúar 1917. V • jV.. &vmsetv. Útgefandi Þ. Þ. Clementz. — Prentsmiðja Þ. Þ. Clementz. 1917.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.