Höfuðstaðurinn - 11.03.1917, Side 3
HOrUÐSTAÐUKINN
ferð, að Persía væri hálfsiðlaust
land, þar væru engar járnbrautir
og engin höfu eftir kröfum nútím-
ans. Jafnvel í fyrra sagði Mr. Willi-
am Archer að Persía væri hálfsið-
laust land.
Eitt af þeim skilyrðum, sem
Rússar settu árið 1900 fyrir þvíað
shainnaf Persíu fengi fyrtsa rússneska
lánið að upphæð 22 og hálf miljón
rúblur, var það, aö Persar mættu
ekki framvegis taka neitt lán, án
samþykkis Rússa, meðan síðasti eyrir
af þessu láni væri ekki endurgold-
inn. — Petta var gert með þaö
fyrir augum að Persar yrðu skuldu-
nautar Rússa einna um næstu 75
ár. Önnur krafa, sem tengd vat
þessu sama láni var sú, að Persar
skyldu ekki hafa leyfi til að borga
lánið upp, fyr en 10 ár væru Iið-
in. Lánið var, eins og sagt hefir
verið, veitt til 75 ára, með 5%
vöxtum og 15°/0 afborgun.
Sem skilyrði fyrir láni þessu
höfðu Rússar ennfremur krafist
þess, að allar tollstöðvar í Persíu,
aðrar en þær sem við Persaflóa eru
— skyldu veita tryggiugu fyrir
greiðslu þess, og ailar tekjur af
tollstöðvunum, renna beint til hins
rússneska Banque d‘ escompte, sem
er útibú frá rússneska ríkisbankan-
um í Persíu. Bankinn átti síðan,
eftir að hafa dregið afgjaldiö frá
(sem nam þriðjung af tolltekjunum)
að borga afganginn til persnesku
stjórnarinnar, eða að varðveita það
til handa stjórninni, með því að
á hverju missiri voru reikningarnir
geröir upp. f raun og veru dró
bankinn auk þess frá alt það, sem
Rússar kröfðust sem skaðabóta fyrir
týndar póstsendingar, útgjalda við
Kósakka-herdeildina, o. s. frv.
Þegar Rússar þannig höfðu lagt
fyrsta pólitíska fjöturinn að hálsi
Persa, kom sá næsti fljótt á eftir,
annað Iánið, að upphæð 10 milj-
ónir rúbla 1902, með sömu kjör-
um. f hvert skifti settu Rússar
þannig löguð skilyrði fyrir lánveit-
ingunni, að nærri helmingur af
nefnveröi lánsins fór þegar á fyrsta
degi.
Englendingar fetuðu í fótspor
Rússa 1904—5, og veittu Persum
tvö lán, að upphæð ca. 5,200,000
krónur. Bretar kröfðust, sem trygg-
ingar fyrir vöxtum af lánunum,
fiskiveiða Persa við Kaspiahafið, tekn-
anna af öllum símastöðvum í land-
inu og teknanna af öllum tollstöðvum
við Persaflóa — alt þetta var gert
til þess að lama Persíu, pólitískt
séð, þvf að þessar tekjur námu
meira en tíu sinnum þeim smá-
vægilegu ársvöxtum sem gjalda
átti, en það væru nálægt 414,000 kr.
IV.
Pessu næst var byrjað á smá-
Iána-aðferðinni. Þeir tveir bankar
— sá rússneski og sá enski —
létu nú persnesku stjórnina fá
hlaupareikning, með því að við og
við eftir pólitískar pyntingar, veita
henni smáupphæðir 900,000, 360,
000 eöa 180,000 krónur.
Þegar síðasta uppreisnin, 1906
gaus upp, og stjórnarskráin var
veitt, kom það í Ijós, að meira en
900 miljónir króna, höfðu safnast
saman á hlaupareikningi við brezka
bankann, og meira en helmingi
meira viö rússneska bankann.
Það yrði aitof langt mál að
skýra frá því, hvernig þessir tveir
bankar komu til Persíu og náðu *
einkaverzlun á öllum peningamark-
aði landsins. Brezki bankinn fekk
einkaleyfi til þess að gefa út pen-
ingaseðla, gegn því þegar krafist
væri að lána fimta hlutann af höf-
uðstól sfnum, gegn 9 prc. vöxtum.
Rússneski bankinn kom til Persíu
með 30 miljónir rúbla sem höfuð-
stól, til þess, sem kallað var, að
opna »hið pólitíska lánstraust*, og
án minsta tillits til hvers trausts
eða álits lántakendur nutu, eyddi
hann nálægt 16 miljónum af höf-
uðstól sínum í Teheran og nálægt
10 miljónum í Persíu til þess að
styrkja áhrifamikla afturhaldsmenn,
fáeina stóreignamenn, nokkra spilta
presta og versta hirðþý shahins.
Eftir bendingumr ússnesku sendi-
nefndarinnar var bankinn ávalt
reiðubúinn til þess, að kvelja og
þvinga hvern sem var af skuldu-
nautum sfnnm, sem álitiö var að
væru mótfallnir hinni eða þessar,
kröfu sem rússneska stjórnin setti.
Þessir tveir bankar unnu reglu-
bundiö og lúalega að því, að flest-
ir ef ekki allir persneskir bankar og
verzlunarfélög innlendra manna yrðu
gjaldþrota. 1 þessu augnamiði not-
uuu þeir hvert óleyfilegt ráð sem
var og eyðilögðu með yfirlögðu
ráði starfsemi og tilveru hinna inn-
lendu stofnana. Persar reyndu að
selja dýrgripi krúnunnar. Þau tvö
ríki komu í veg fyrir það og hindr-
uðu það.
Rússar og Bretar höfðu smám
saman fengið einkaleyfi á öllu
hugsanlegu: á ölium símalínum í
Persíu, námunum í beztu héruð-
unum, olíulindunum, fiskiveiðun-
um í Kaspíahafinu, á viðnum frá
hinum miklu persnesku skógum,
á sporvögnum og siglingu á vötn-
unum, á þjóðvegum og vegum
öllum, einkaleyfi til þess að stofna
herdeild ^persneskra Kósakka í Te-
heran með rússneskum foringjum
og þessum einkaleyfum varð altaf
náð með siíkum ráðum, sem stríddu
á móti lögum Persíu.
Þegar svo að stjórnarskráin var
samþykt, vonuðu menn aö þingið
sem nú hafði fengið æðstu völdin,
mundi ekki láta stjórnina láta und-
an hótunum, en standa á móti
hverju nýju ráni á réttindum lands-
manna. Þingið gerði í raun og
veru meira en menn höföu búist
við og sýndi sig svo máttugt að
allir sáu að það var fært um að
fá björgun Persíu til vegar komið,
og að minsta kosti leyfa ekki að ,
neinu nýju bandi væri bætt við
þau mörgu, sem þegar voru lögð
á freisi landsins. •’&'
Nú hófst leynd keppni hjá Rúss-
um eftir þvf,"með hverju ráði sem
var, að buga þing þjóðarinnar.
Þeir gengu svo frá að ekki stóð
steinn yfir steini af stjórnarskrá
Persa. Og þegar þeir fundu að
þjóðin heilhuga studdi þingið að
engin brögð gátu gert það hug-
laust eða óvinsælt af þjóðinni, þá
gengu Rússar beint framan að hlut-
unum og hvöttu shahinn til þess,
að afnema þingið. Shahinn gekk
að þessu og sfeypti þinginu með
hjálp rússnekku foringjanna við
Kósakkaherdeildina og fjárhagsleg-
um styrk frá rússneska bankanum.
Þetta var það sem leiddi til
stjórnarbyltingar. Eftir eins ársbar-
áttu við afturhaldssamar hersveitir
shahins,sem höfðu stuðning frá Rúss-
um, þá sigruðu uppreistarmenn.
Shahinn var rekinn frá völdum og
ný þjóðleg stjórn sett á fót. Nýja
þingið |(hið annað i röðinni) hafði
alla þjóðina að baki sér, alla leið-
andi menn þjóðarinnar og alla
múhamedönsku prestastéttina, það
tók þegar til starfa að koma á alls
konar umbótum og að umskapa
stjórnina á öllum sviðum, einkum
að því er fjármálin snerti.
V.
Mikii óþolinmæði greip tiú stjórn
bæði Breta og Rússa. Rússar komu
af stað langvinnum óeirðum og
mótuppreistum og gerðu sitt til að
koma á stjórnieysi. Rússneskir Iiðs-
foringjar og umboösmenn reyndu
að brjóta á bak aftur mótstöðu
persnesku þjóöarinnar og rýra á-
hrif stjórnarinnar. Nýja stjórnin
sigraðist samt á öllum erfiðieikum
Hennar bezt ráðna afrek var þó
það, er hún snéri sér til stjórnar
Bandaríkjanua um það, að fá mann,
sem hægt væri að setja yfir fjár-
mál Persíu, hið dæmalausa val W.
Morgan Shuster, en starfsemi hans
í hinnu ókunna landi, undir verstu
skilyrðum, hefir sennilega verið hið
aðdáunarverðasta að þvf er snertir
stjórnsemi og þrótt, sem einstakur
maður hefir gert á þessari öld.
Það er ónauðsynlegt að segja
nákvæmlega frá leynibruggi Rússa
í Persíu gegn honum, með því, aö
ekki fá rit hafa verið gefin út um
það mál af persnesku nefndinni í
London, en i henni áttu sæti frjáls-
lyndir menn úr báðum deiidum
í brezka þinginu auk annara ágæt-
is manna.
Þegar Rússar sleptu shahinum
fyrverandi, sem er einn af þeim
lökustu mönnum sem f Austurlönd-
um hefir fæðst, og sendu hann til
Persfu aftur, þá var það tilætlunin
að steypa þinginu og eyðileggja
endurbótastarf Morgan Shuster. Það
var hörð barátta fyrit Persíu og
umbóta flokk hennar, þvf að búast
mátti viö að afturhaldsstefnan sigr-
aði. Samt sem áður, sðkum þess
hve ákveðin þjóðin var og hve
ötuiir foringjarnir voru þá hindr-
raðist fyrirætlunin og hersveitir
shahins fyrverandi voru gerðar
óskaðvæuar.
Það augnablik var þvf komið
að Rússar, vildu þeir halda yfir-
ráðum í Persíu, urðu að sína hið
mesta þrek. Þeir sendu »ultimat-
um« í desember 1911 og létu
hersveitir sínar halda til Kazvin,
sem er nálægt Teheran og fengu því
til Ieiðar komið að Morgan Shuster
var vikið frá, þinginu Iokað og
allar þjóðlegar hreyfingar kúgaðar.
Eftir það að stjórninni var steypt,
komu hörmungatfmamir í Tabriz,
Resht, Meshhad og öðrum borgum.
í Tabriz voru yfir eitt hundrað
mikilsmetnir föðurlandsvinir, þar á
meðal æðsti múhamedstrúarprcstur-
inn, þjóðlegir foringjar og þing-
menn látnir sæta pyntingum, lim-
lestir og hengdir. Rússar settu
í einn af heistu hérööunum, Azer-
baijan, sem Iandstjóra, kunnan ræn-
ingjaforingja, sem með samþykki
yfirboðara sinna um þriggja ára
skeið framdi fáheyrð grimdarverk
i þessu ólánsama héraði. Einn
af sjálfboðaliðum þjóðarhersins lét
hann skera i sundur i miðju og
hengja sinn hlutann upp í hvorum
stað í borginni. Einn af forgöngu-
mönnunum, prest, lét bann limlesta
lifandi og stinga augu hans út.
Prófessor Edward Browne í Cam-
bridge einn sá maður i Evrópu
sem bezt þekkir til Persíu nú i
tímum hefir gefið út bók með
lærdómsríkum Ijósmyndum frá
hörmungastjórninni í Tabriz árið
1912.
Georg Brandes.