Höfuðstaðurinn

Tölublað

Höfuðstaðurinn - 24.03.1917, Blaðsíða 1

Höfuðstaðurinn - 24.03.1917, Blaðsíða 1
'•f HÖFUÐSTAÐURINN 174. tbl. Laugar daginn 24. marz 1917 Gangverð erlendrar myntar. Kbh. 9. Bank. Pósthús 100 mörk 55,60 57.00 57.00 Steri.pund 16.60 16.95 17.00 100 frankar 60.00 61.00 61.00 Dollar 3.51 3.65 3.75 sænsk kr. 107,50 106.50 norsk kr. 103,50 102.50 HÖFUÐSTABURINN Afli. Innan Garðskaga er nú sagt að sé hlaðafli í net. Mjög björgulegt um að litast i Keflavík og Leiru, Stephans-kvöld. í gærkvöld var allmannmargt í Bárunni. Þar var haldið Stephans- kvöld, eins og auglýst haföi verið. Fyrst söng þar flokkur manna (karlakór)’ tvö kvæði, eftir St. G. St. Fyrra kvæðið með nýju lagi, eftir Laxdal, mjög snoturt lag. Þá talaöi Ágúst H. Bjarnason, prófess- or, um skáldið, Stephan G. Steph- anson, og las upp nokkur af helztu kvæðum skáldsins. Var gerður góð- ur rómur aö. Þá var sunginn ein- söngur og þar á eftir flutti Her- mann Jónasson erindi um St. G. St. og ættmenn hans. Svo klykti Ríkharður út meö kveðskap, eu var kvefaður, svo hinar gullfögru vísur, sem hann fór með, nutu sín ekki eins vel og vant er að vera hjá honum. Var skemtunin þðkkuð með dynj- andi lófaklappi. Earl Hereford kom inn í gærkvöldi eftir 8 daga. Hafði fengið 76 lifrarföt. Jón forseti kom inn í gærkveldi, hafði um 60 lifrarföt, eftir rúml. viku-útivist. Messað á morgun í Fríkirkjunni í Rvík kl. 5 síðd. síra Ólafur Ólafsson. Nýársnóttin veröur leikin í 20. sinn nú um helgina. Hámarksverð, 35 aurar, hefir verið sett á rjúpu. Biskupsvígsla fer fram í Dómkirkjunni sunnu- ^aginn 22. apríl n. k. Símskeyti írá útlöndum. Frá fréttaritara Höfuðstaðarins. Kaupm.höfn 23. marz. Sendiherrar bandamanna í Pefrograd hafa viö- urkent bráðabirgðasijórnina rússnesku. Framsókn Frakka og Englendinga heldur áfram. Hámarksverð, Hámarksútsöluverð á rjúpum er 35 aura rjúpan. Bæjarfógetinn í Reykjavík, 23. marz 19i7. S'a- &aaen. á ógreiddum gjöldum til bpejarsjóðs Reykjavíkur svo sem : holræsagjöldum, lóðargjöldum« gangstétta- gjöldum. erfðafestugjöldum, sótaragjöldum, vatns- skatti Og salernagjöldum föllnum í gjalddaga 31. desember 1915, 1. apríl og 1. október 1916 á fram að fata, og verður lögtakið framkvæmt að 8 dögura liðnum frá birtingu þessarar augiýsingar. Bæjarfógetinti í Reykjavík, 23. marz 1917. Sig. Eggerz settur. Flag Ideal Libbys Royal Scarlet allar þessar tegundir hafa reynst ágaetar, fást hjá Jóni frá Vaðnesi. et í >t»etjt»söU Aðalfundur íþróttasambands Reykjavíkur var haldinn í gærkvöldi. Voru lesnir upp og samþyktir reikningar fyrir umliðiö ár, og hafði sambandið borgað 1000 kr. af þeirri skuldsem Völlurinn var í. Síðan voru samþ., endursk. og endurb. lög fyrir samb. ein af aðalbreytingunum frá gömlu lögunum er það, að þar er ákvæði um þau skilyrði, sem félög þurfa aö uppfylia til þess að fá inntöku í sambandið. Stjórnin var endur- kosin og endurskoðendur sömul., 2 félög höföu æskt inntöku í sam- bandið en ákvörðun um það mál var frestað þar til þessum félögum hefir veriö gert kunnugt hvers af þeim er krafist til þess aö þau fái inntöku í sambandið. Fundurinn var ágætlega sóktur og Iýsti miklum áhuga á íþrótta- lífinu í bænum. Ingólfur kom úr Borgarnesi í gærkvöldi. Samsöng heldur karlakór úr K. F. U. M. á morgun. Söngstjóri Jón Hall- dórsson bankaritari. Þess má vænta að samsöngurinn verði vel sóttur vegna þess fyrst og fremst að K. F. U. M. er að svo góðu þekt, söngstjórinn einn af þeim beitu, sem völ er á og hefir lagl mikla alúð við að sfa flokkinn og síðast en ekki síst má geta þess, að allir textarnir sem sungnir verða eru íslenzkir, að einum undanteknum. Að þessu sinni þarf fólk því ekki að hræðast það, að það geti ekki fylgst með sögnum textana vegna. Þinglesin afsöL 15. marz: Sigurður Oddsson selur 22. des. f. á. Eggert Jónssyni húseignina Gíslaholt við Vesturgötu fyrir 7000 krónur, Eggert Jónsson selur 6. janúar þ. á. Sveinbirni Guðmundssyni sömu eign fyrir sama verð. Samúel Jónsson f. h. Jóhannesar Lárussonar selur 28. f. m. Sveini Björnssyni lóðina nr. 49 við Lauga- veg fyrir 3500 krónur. Theodóra Thoroddsen selur 2. þ. m. Þórði Bjarnasyni húseignina nr. 12 við Vonarstræli fyrir 50000 krónur. Oddur Gfslason selur 10. þ. m. Hirti A. Fjeldssted húseignina Bakka við Bakkastíg fyrir 12000 krónur. Katrfn Magnúsdóttir selur 13. þ. m. Ásgrími Péturssyni eign sína Nýlendu fyrir 3000 krónur.

x

Höfuðstaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Höfuðstaðurinn
https://timarit.is/publication/188

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.