Höfuðstaðurinn - 24.03.1917, Page 2
HÖVUBSTAÐURINN
22. marz:
Kristinn Magnússon f. h. Jóhanns
Þorkelssonar selur 12. þ. m. Hann-
esi Hafliðasyni o. fl. mótorbátinn
Ármann, Is. 374 fyrir 11000 kr.
Steingrímur Guðmundsson o. fl.
selja 8. marz 1913 Guöm. J. Breið-
fjörð, svo kallað >Hænsnastöð< við
Bergsstaöastræti fyrir 3000 krónur.
Guðm. Guðmundsson selur 17.
þ. m. Kristni Jónssyni l/s hússins
nr, 12 við Frakkastíg fyrir 11000
krónur.
Björn Rósenkranz selur 15. febr.
1909 Kristni Jónssyni 1638 ferálna
lóö við Skólavörðustíg fyrir 22000
krónur.
Jón Pálsson selur 19. þ. mán.
Kristni Jónssyni lóðina nr. 21 við
Grettisgötu fyrir 3500 krónur.
Jón Zoega selur 12. maiz 1913
Tómasi Gunnarssyni erfðafestuland
í Kringlumýri fyrir 2000 krónur.
Tómas Gunnarsson selur 15.
marz 1913 Erlendi Erlendssyni
sömu eign fyrir 2500 krónur.
Erlendur Erlendsson selur 20- j
desember 1913 Gunnari Gunnars-
syni sömu eign fyrir 2000 kr.
Þorsf. Ásbjörnsson selur 13. þ.
mán. Páli Ólafssyni húsið nr. 10
við Barónsstíg fyrir 14000 kr.
Halldór Þóröarson selur 6. þ-
mán. Andrési Fjeldsted og Jóni
Kristjánssyni lækni lóðina Holtsblett
fyrir 14000 kr.
Einar Sv. Einarsson selur 8. f,
mán. A. J. Johnson húseignina nr.
50 við Bergstaðastræti fyrir 4500
krónur.
. f*
Vátryggið gegn eldi I
vörur og innbú hjá
British Dominions General
Insurance Co. Ldt. London.
Aðalumboðsm. á Islandi
Garðar Gíslason, Rvík.
Sími 681.
Skrá
yflr niðurjöfnun aukaútsvara 1917
liggur frammi á bæjaiþingstofunni frá 20. mars til 2. apríl
að báðum dögum meðtöldum.
Kærur sendist niðurjöfnunarnefnd fyrir 16. apríl næstkomandi.
• Borgarstjórinn í Rvík 19. mars 1917.
K. Zimsen.
Pappí rspokar
fási hjá
Jóni frá Vaðnesi.
■kVaTi-
Gerið matarkaup ykkar hvergi annarsstaðar en á »Fjallkonunni«,
því það borgar sig. Miðdagstíminn er frá 3 til 5 og þar fyrir utan
heitur matur allan daginn til kl. 11V2 e. h. Kappkostað að gera
alla ánægða. — NÝJA FORDBIFREIÐIN R E 27 ávalt til leigu
á sama stað. Virðingarfylst.
Kaffihúsið FJailkonan
Sími 322. Laugav. 23.
Maskínolia - Lagerolia
Cylinderolia
Nýja
verzlunin
Hverfisgötu 34.
Allskonar tilbuinn
fatnaður
fyrir dömur og börn.
----‘XtT--—
t
Urklippur.
Lögmenn trausti, lízt mér þá,
landsmenn ættu að svifta,
sem réttlætisins endum á
öllum vilja skifta.
Líst mér ráð, að lögmenn þá,
landsins trausti svifti,
réttlætinu öllu á
enda- hafa skifti.
Réttlætisins endum á
ef þeir hafa skifti,
löglegan þarf sér ltma1) að fá,
er lögmennina tyfti.
; Lögmannanna endum á,
ætti að mega skifta,
; heldur en landið láta þá
lögum og rétti svifta.
Lögmönnunum öllum á,
! eg vil heldur skifta,
I en þjóð og landið láta þá
lögum góðum svifta,
Úr »Lögmannabálki«.
1) Lími þ, e. vöndur.
H. I. S
Úigefíitdi Þ. Þ. Clcner.iz. — Prentsmiöja Þ. Þ. Clementz 1917.
Odýrar brúkaðar bœkur, innlend-
ar og erlendar, af ýnnsu tagi,
fást jafnan í Bókabúðinní ú Lauga-
veg 4.
Fósturdóttirlnj 207
— En hvernig veist þú um þetta, frœnka
mfn?
— Eiginlega þekki eg þau ekki sjálf, en
þau eru alkunn hér I bygðarlaginu, fyrir
göfuglyndi sitt, einkum frúin, og svo hefir
mörgum orðið tíðrætt um hið hamingjusama
hjúskaparlíf þeirra og hve þau eru sam-
hent og samboðin hvert öðru. Einkum er
mikið látið af góðsemi og mannkærleika
greifafrúarinnar.
— Æ, hvað það er raunalegt að þau
skyldu missa litiu stúlkuna sína, stundi
Sigrlður.
— Hvar búa þau, greifahjónin?
— Hérna úti í Skerjagarðinum, á gömlu
höfðingjasetri, sem heitir Vikingsholm.
— Skyldu þau ganga hér fram hjáaftur?
— Pað þykir mér sennilegt því þau fara
vanalega upp til de Besche, kamerjunkers,
og þá fara þau venjulega hér fram hjá, því
vagninn þeirra bíður oftast skamt héðan.
En þú hefðir ef til vili gaman af að sjá
þau?
— Ekki beinlínis, en það er ekkert á
móti þvf, að sjá fólk, sem svo mikið er af
látið, það væri þá helst vegna þess, hvað
208
þeim þykir vænt hvoru um annað og um
litla drenginn sinn.
— Sestu hérna viö gluggann, svo þú
getir séð þau, þegar þau fara aftur fram hjá.
Sigríður stóð á fætur, kysti sofandi barn-
ið og settist þar sem henni var tilvísað, þó
settist hún þannig, að hún varð ekki séð
af götunni.
Það var í fyrsta skifti að frú Dahlberg
hafði getað vakið áhuga og eftirtekt Sig-
ríðar fyrir nokkru. Hún varð því glöð við
og hugsaði með sjálfri sér: — Pótt Sigríð-
ur sé svona fögur í allri sinni sálarkvö! og
sorg, mundi hún þá hafa verið enn fegurri,
ef hún hefði átt við ást og gleði að búa.
Sigríður sat hljóð og starði út um glugg-
ann. —
— Nú koma þau, kallaði frú Dahlberg
til Sigríðar, þarna sé eg stóra veiðihundinn
greifans koma, og þau eru víst ekki langt
á eftir. í sama bili sást til ferða þeirra. —
Greifafrúin gekk nær glugganum og sá að
eins á vangann, en greifinn, sem var að
tala við hana, sneri andliti að glugganum.
Frú Dahlberg hafði staðið á fætur, til að
geta horft á eftir þeim sem best. Alt í
einu heyrði hún þunga, grátkæfða angist-
209
arstunu, sneri hún sér þá að Sigríði og sá að
hún féll meðvitundarlaus á gólfið.
Frú Dahlberg varð œrið hverft við, sem
nœrri má geta, stóð hún agndofa um stund,
en þegar hún hafði náð sér, svo að henni
var Ijóst hvað við hafði borið, fór hún
að stumra yfir Sigríði, gat hún um síðir
síðir fært hana að legubekknum og komið
henni upp í hann. Hún reyndi alt, sem
hún gat, til að lífga hana við og eftir langa
mæðu tókst henni það.
— Ó, guð mtnn góður, því fékk eg ekki
að deyja? Því vaknaði eg aftur til meðvit-
undar um vanvirðu mína og hin svfvirði-
legu trygðarof hans? Sigríður andvarpaði
þungan og sló saman höndum í öryænt-
ingarofboði. —
Frú Dahlberg haföi þegar getið sér til,
af orðum Sigríðar, hvernig í öllu iá, en
skildi þó ekki hvernig því væri varið. Hún
horfði társtokknum augum á bróðurdóttur
sína og hana tók sárar sorg hennar, en
því verði með orðum lýst.
— Frænka, getur þú skilið, hvílíkt er djúp
óhamingju minnar? Veistu hver það var sem
þarna fór fram hjá, með konuna sína við
hliö sér ? Ó, frcenka, frænka, það var hann,