Höfuðstaðurinn - 15.04.1917, Side 3
HÓPUÐSl AÐURINN
»Eg held að eg verði starfsmað-
ur einhverskonar fyrir Western
Union*.
»Hefiröu mikiö kaup?<
»Tíu á viku — stundnm meira«.
»Segðu okkur frá þvf«.
»Félagið útvegar okkur reiðhjól,
sem kosta 40 dali, fyrir 25,75 og
skó sem annars kosta 4—6 dali
fáum við fyrir 2,40 sökum þess aö
félagið kaupir svo mikið. Viö fá-
um 2l/s cent fyrir hverja sendifetð
og sama fyrir svar þó við tökum
það í sömu ferðinni*.
»Hvað ertu gama!i?«
»15 ára«.
»íslar.d er vist nokkuð kalt, er
þaö ekki? Hvernig líkar þér við
Ameríku?<
• Bandankin eru mikið land. Mér
líkar vel við fólkiö og veðrið. Það
er ekki eins ka't á íslandi eins og
í Michigan, en veturinn þar er í
8 mánuöí*.
»Á eg aö taka nokkuð svar?
Þakka«.
»Eg vil heldur að þessi drengur
komi en nokkur annar< sagöi skrif-
ari fylkisstjórans þegar Qeorg lok-
aði hurðinni. Og aðrir segja það
sama.
Afengispeningar
og blöð.
—0—
Qott dœm! tár Danmðrku.
Við og við heflr geflst tæki-
færi til að minnast eins, sem býsna
algert er f Ameríku,S en kemur
þó fyrir nær, en það er að á-
fengisframleiðendurmeð auðmagni
sínu reyna að ná tökum á blöð-
unum, og gera þau að verkfær-
um sínum. Aðferðirnar, sem til
þessa eru notaðar, eru ólíkar og
fer alt eftir ástæðum. Stundum
stofna áfengisframleiðendur sín
eigin blöð, stundum kaupa þeir
yfirráðin yflr öðrum eldri og vel
þektum blöðum.f> Stundum láta
þeir sér nægja að kaupa sér vel-
vild blaðanna, annaðhvort með
fjárstyrk, eða þá með miklum og
velborguðum auglýsingum. Oft
kemur það fyrir að blöðin eru
„mötuð“ kauplaust frá auglýsinga
og „agitations“-skrjfstofum áfeng-
isframletðenda með greinum og
pistium, þar sem áfengismeðferð
öll er lofuð en barist á móti bind-
indisstarfseminni.
Hér í Evrópu, og einkum á
Norðurlöndum, er áherslan iögð
á auglýsingarnar og „agitationir“
til þess að fá yflrráðin yflr blöð-
unum. Og er þá gengið eins
langt og unt er. Nýjasta dæmið
er frá Kaupmannahöfn.
í nokkur ár hefir verið gefið
þar út dagblað, „Hovedstaden *,
eina dagblaðið í Khöfn að þvíer
vér höfum fundið, sem hefir sýnt
skilning á bindindisstarfseminni.
Blað þetta segir eftirfarandi frá
áreksti sinum við áfengisfjármagn-
ið:
Vér komum fyrir nokkrum dög-
um meö grein um bráöabirgöabann
gegn tilbúningi áfengisvökva/'sem
fleirí og fleiri krefjast að koutið
veröi á. Á þesrum tímum, þegar
vér líðum fyrir kolaskort og þegar
vér höfum allar ásiæður til að fara
gætilega með kornbirgðir vorar, þá
skilja t. d. bændurnir ekki hvers-
vegna þeim er bannað að fóöra
skepnur sínar með kotni þegar á-
fengis ftamleiöendum er leyft að
gera áfengi úr korninu, þar sem
hvorki menn n« skepnur þ u r f a
áfengis. Og í borgunum situr
mörg húsmóðirin og húsbóndinn
hnuggin og spyr hvernig á því
standi, að kol fást ekki til þess að
framleiða rafmagsljós og suðugas,
þótt ölgerðir og brennivínsverk-
smiöjur hafi miklar kolabirgðir.
Vér iéllumstá þessa skoöun. Og
án þess að minnast nokkug á alls-
herjar varanlegt bann, fyrir alt land-
ið, þá mættum vér með bráða-
byrgðarbanni undir núverandi sér-
stöku kringumstæðum, þegar mestu
ástæður eru til þess að spara það
sem unt er aö spara.
Grein þessi hefir samt oröið oss
dýr svo sem vér og bjuggumst
við. Auglýsingar frá verksmiðjun-
um og skyldum iðnaðargreinum,
gera löiuverða upphæð árlega. Og
stjórn sameinuðu öigerðarhúsanna
hefir líka flýtt sér að ákveða að
þegar maður taki slíkar greinar um
bráðabirgðabann verði maður vit-
anlega útilokaður frá viðskiftum við
þá sem bannið kemur óþægilega.
Vér segjum þetta nú ekki til
þess að gerast séistaklega harðir í
garð sameinuðu ölgerðarhúsanna,
sem ómögulega verður sagt að
hafi komið jafn heimskulega fram
og þegar »Hovedstaden« byrjaöi
að koma út, þegar þau þá sögðu
oss fjárhagslegt stríð á hendur
vegna þess aö vér höfum hvatt þá
bæjarfulltrúa, sem þá átti að kjósa
til þess að heröa á kröfunum um
Ijós og loft f veitingaknæpunum,
svo og hvað veitingatimann snerti.
Nú aftur á móti þegar um er
að ræða bráðabirgðabann gegn á-
fengistilbúningi — þess er þó að
gæta að ekki var taiað um bnsin
gegn tilbúningi >skattefrí« drykkja
— þá er aðferð þeirra skiljanbgri,
og eins og áður er sagt ekki meira
en við var að búast.
Nei, þegar vér getum þessa hér,
þá er það vegna lesend-
anna. Vér viljum að þeir viti
hvaða þvingun blöðin eiga oft við
að búa og hve mjög fjárhags-
ástæðurnar geta orðið þvingandi
fyrir blað, sem ekki viil iáta binda
sig af auglýsingunuro. Spurningin
um þaö, hve roikiö vald auðmann-
anna í raun og veru er yfir blöð-
unum, varöar almenning mikiilega.
Af góöum ástæðum fær spurning
þessi ekki það svf»r,' sem þolir
dagsbirtuna.
En eitt og annað tilfelli, — eíns
og bannfæring þessi af hálfu öl-
gerðarhúsanna — getur þó varpað
d á I i 11 u Ijósi á málið og að
minsta kosti verið íhugunarefni. —
Pað sýnir hve mikil freisting ligg-
ur í þessu fyrir blöðin og hve
erfitt það altof oft er að reiða sig
á áreiðanleik biaðanna.
Svo mörg eru orð danska
blaðsins.
f>að vanta heldur ekki hér
Svíþjóð tilfelli, þar sem grunur
virðist leika á, að áfengisfjármagn-
ið leiki neitt smáhlutverk hvað
snertir auglýsingar, og ekki ein-
göngu þær, heldur jafnvel les-
mál líka. Öðru vísi verður varla
skýrt það æði sem sum blöðin
sýna í því að berjast á móti öllu
sem bindishreyfinguna snerttr. —
En því frekar er það áríðandi að
vér eins og Bandartkjamenn gef-
um alvarlegar gætur að hngsun-
um og ráðagerðum sem miða að
því að gera blöðin óháð að minsta
kosti áfengisfjármagninu.
(Reformatorn).
Fósturdóttirln 273
Eins og þeirra líma siður var, hafði Axel
veaið saemdur heiðursnafnbót og gerður
varðliðsforingi í hestliðasveit Iffvarðarins,
sem nefnd var »Aust-GauIa-riddaradeildin«.
Sigrfður var naerri 16 ára, fögur og blíð
eins og vormorgun. Hrafnsvart hárið féll
f bylgjum um herðar og bak og alt í hnés-
bætur. Vöxturinn allur í samræmi og hreyf-
ingar hennar léttar og yndislegar.
Hún var alment kölluð »skerjagarðs lilj-
an« því hörundslitur hennar nálgaðist meir
liljuna en rósina.
Oreifahjónin unnu henni hugástum og
væri greifinn henni sem faðir, gekk greifa-
frúin henni engu síður t móðurstað.
Sigríður hélt enn áfram með kirkjugarðs-
göngur sfnar, og hverju hún hvíslaðt að
trjánum og blómuuum þar úti, vissi enginn
nema guð og blærinn sem þaut f trjánum
á kvöldin. — Aldrei nefndi hún gröfina á
nafn, ekki einu sinni við frú Ehrenberg, en
hún gat sér til um hugsanir hennar og það
sem lcegi henni setíð svo þungt á hjarta,
þóttist lesa spurninguna í svip hennar.
innileg vinátta var enn á milli Axels og
Sigríðar, en greifafrúin sem var glöggskygn
eins og konur eru jafnan vanar að vera á
274
slíka hluti, þóttist Jesa í augum Axels ást
til Sigrfðar og hún hugsaði til þess með
htyllingi, ef það skyldi koma fram, sem
hún hafði lengi óttast.
Oreifafrúin áleit því hyggilegast að aðskilja
þau um lengri tíma og láta Sigríði fara til
móður Jakobs greifa. — Fjarlægðin veldur
oft gleymsku og fyrnast ástir sem fundir.
En hún vissi ekki hvernig hún ætti að víkja
að þessu máli við greifann, það var svo
viðkvæmt og ömurlegt { alla staði.
jakob greifi hafði ekki verið jafntíður
gestur á Vikingsholm og fyrrum. Hann
var oröinn aðstoðarmaður foringja síns og
varð aö dvelja hjá honum lengstum. Oftast
nær kom hann þó heim um helgar og dvaldi
heíma yfir sunnudaginn, þar kunni hann
best við sig.
Vináttuþel það, er Jakob greifi hafði jafn-
an sýnt Sigríði, frá þvl hún kont fyrst til
Vikingsholm, hafði þróast, eftir því sem
árin liðu og greifafrúin óskaði og vonaði,
að sú vinátta yrði enn meiri og innilegri
þar sem barntð var nú orðið að gjafvaxta
mey.
— ó, að hann elskaði hana, hugsaði hún
275
oft — og eg fengi að ieggja blessun mfna
yfir ástir þeirra og sameíningu.
Það var fagurt sumarkveld. jakob greifi
hafði verið gestur um tfma á Vikingsholm.
Magisterinn og Louise voru trúiofuö, og
dvöldu nú í prófastsgarði. Oreifinn var úti
á enjum að iíta eftir heyskapnum og frú
Ehrenberg hafði farið í sjúkravitjun til gam-
allar konu. Oreifafrúin, Jakob og Sigríður
sátu úti í laufskálanum. Oreifafrúin þóttist
hafa tekiö eftir því nú, meðan Jakob hatði
dvalið hr ima, að hann hefði litið hýrum
augum íil Sigríðar, fremur en nokkru
sinni áður. Þótti henni vænt um.
Hefði Sigríður ekki verið viðstödd, mundi
greifafrúin hafa sagt frænda sínum hvaö
henni bjó í brjósti. En nú varð hún að
þegja, en gladdist í hjarta sínu yfir því, sem
hún vonaði og óskaði að verða vildi. Hún
þóttist sjá fagra sýn fram undan.
Alt í einu bar skugga fytir dyrnar, og
Axel slóð í dyrunum, beinvaxinn, hár og
tfgulegur.
Sigríður hafði tekið skjótum breytingum
við komu hans. Hún horfði niður fyrir
sig og hrafnsvörtu lokkarnir hennar léku
um blóðrjóða vangana.