Höfuðstaðurinn - 01.05.1917, Síða 1
HÖFUÐSTAÐURINN
209 tbl.
^riðjudaginn 1. maí
1917
Síldarvinna.
Enn ræð eg nokkrar stúikur tii síldarvinnu næsta sumar á ýmsa
staði við Eyjafjörð, svo sem Siglufjörð, Hjalteyri og Svalbaröseyri.
Vissast að finna mig í tíma, því að kjörin eru aðgengileg.
Felix Guðmundsson,
Njálsgötu 13 B. Sími 639.
Hittist venjul. heima kl. 5—7 e, m.
Kvöldskemtun
í húsi K F. U. M. verður ha’din í kvötd (1. maf) kl. 81/,
siundvísiega, tii ágóða fyrir byggingarsjóð félagsins.
Hljóðfaerflokkurhr. Bernburg
og Th. Arnason fiðluleikari skemta.
Aðgöngutniöar kosta 50 aura og eru seldir í dag í húsi K.
F. U. M. og við innganginn.
Próf utanskólabarna
á skólaskyldualdri i Reykjavíkurskólahéraði fer fram f skólahúsi bæj-
arins föstudaginn 4. maf og byrjar kl. 9 árd.
Skal sérstaklega biýnt fyrir mönnum að láta öll börn, 13 til 14
ára að aldri, er taka eiga fullnaðarpróf samkv. fræðslulögum, kotna til
prófsins.
Borgarstjórinn í Reykjavík.
K. Zimsen.
Frá landssímanum
Frá og með deginum í dag,
verður þjónustutími stöðvanna
Reykjavík, ísafjörður, Borðeyri
og Seyðisfjörður lengdur um 1
kl.stund, eða til kl. 22.
Reykjavík, 1. maí 1917.
O- Forberg.
Veðráttan í dag
Loftv, Átt Magn Hiti
Vme. Rvfk 757 logn 0 0.0
Isafj. 757 NA 8 0.0
Akure. 754 NNV 3 0.0
Grst. 717 A 6 -1.5
Seyfj. 754 NA 4 0.3
Þórsh. 756 V 2 40.
Magn vindsins er reiknað frá 0
0ogn) til 12 (fárviðri).
%f HðFOBSTABURtNN M
Sökum pappfrsakorts
kemur Höfuðstaðurinn ekki út
fyrst um sinn.
Kaupendum og auglýsendum faer-
ist hér með þakklcti fyrir alla vel-
vild er þeir hafa sýnt blaðinu, svo
og hina einstöku skilsemi með borg-
un fyrir blaðið og auglýsingar í
því.
Ef einhvern vantar einstök tölu-
blöð og þau eru til á afgreiðslunni,
geta menn fengið þau Weypt með
því að biðja um þau nú þegar. —
Sömuieiðis eru nokkur eintök til
frá byrjun.
Vinsamlagast.
Utgefandinn.
Uppboð
er haldið í dag ááhöldum á rak-
arastofu Mortensens í Ingólfsstræti.
Gullfoss
kom í gærkvöldi að norðan.
Með skipinu kom fjöldi farþegja.
I Ræningjahöndum.
Smásngan sem komið hefir sem
fylgisaga með Höfuðstaðnum um
helgar, verður fullprentuð nú í
vikunni og verður borin til kaup-
enda.
Háskólinn
mun hætta kenslu um næstu
helgi vegna kolaskorts.
Bannvinafélag
var stofnað í gærkveldi með fjðlda
meðlima. Voru samþykt lög fyrir
félagið á fundinum og kosin stjórn.
í stjórninni eiga sæti Jón Ásbjörns-
son yfirdómslögm., Halldór Jónas-
son háskólaritari, sira SigurCur
Ounnarsson* Jón Róenkranz læknir
og Jónas frá Hriflu ritstjórí.
TJppboðsauglýsing
Föstudaginn 4. maí næstkomandi verður opinbert uppboð haldið
kl. 1 eftir hádegi á steinbænum nr. 28 vlð Laugaveg hér í bænum,
ásamt tilheyrandi lóð og mannvirkjum.
Söluskilmálar verða til sýnis á skrifstofu bæjarfógeta frá 30. þessa
mánaðar.
Skiftaráðandinn í Reykjavík, 28. apríl 1917.
Sig. Eggerz
settur.
Hafnargerð Rvíkur
N. G. Monberg.
Séilega duglegur vélstjóri og
duglegur mótoristi geta fengið
atvinnu.
Menn snúi sér á skrifstofuna frá kl. 1—3 e. h.
Ki rk.
Tækifæriskaup.
Klæði í ein peysuföt er til sölu,
Afgr. v. á.
Lítið notuð Corona-ritvél (í handtösku) til sölu. —
íslenzkt stafrof. Ritstj. v. á.