Ingólfur

Eksemplar

Ingólfur - 29.05.1904, Side 1

Ingólfur - 29.05.1904, Side 1
INGÓLFUR. II. ÁR. Reikjayík, sunuudaginii 29. maí 1904. 28. blað. ÞÝZKAIl ÍIÆKUR OG BLÖÐ útvegar E. Gunnarsson, Laufásv. 6, Rvík Himmiii; i i i r i i 111 i i i i ;i i i i t i i t i ni i i i .. t, i i i 11 Afgreiðsla INGÓLFS verður framvegis í Hafnarstræti 16 hjá Guðmundi bókbindara Gamalielssini — Nærsveitamenn eru beðnir að vitja blaðsins þangað. Oseld blöð er beðið að senda aftur sem first. Niir kaupendur geta fengið blaðið frá marsbirjun firir 1,50. Enginn lærði ljóð svo þið. Haustið kemur, fuglinn flír, fellur héla köld; bjarmanætur blikskí hír birgja þokutjöld. Einhver sorgblíð, þögul þrá þingir glaðan barm; hulinn söknuð haustið á, hrigð og dapran hvarm. Sérðu, vinur, svífa fjær sumarfugla þröng? Heirðir þú hve hrigg í gær heiðalóan söng? Út var runnið ástarvor, enduð sumarstund. Sín hún rakti sæluspor, sveif á Ægis fund. Vittu samt hún hugsar heim, höf þó skilji lönd, því við hrimlands heiðageim hjartað tengja bönd; daga langa hnipin, hljóð horíir út á sjá, singur stöku sorgarljóð sárri bundin þrá. Þegar vorar, þrítur snær, þagna stormahljóð, fjallakinnum klappar blær, kallar norðurslóð börnin sín úr suðri heim. Sjá, hve fegnir þá liða flokkar langt í geim ljúfri bornir þrá. Þar er lóan fremst í för, flígur hátt og skjótt, berst um loftið beint sem ör bæði dag og nótt; uns hún litur ist við haf eins og hvíta rönd. Bláum djúpum Atlants af elskuð stíga lönd! Fegri vorið aldrei á ástarsöng né ljóð en þá lóan léttir þrá loks við fjöllin hljóð. Er sem birti ifir hlíð, er scm hlíni blær. Langfrjálslindasta lifsábirgðarfélagið á Islandi er Umboðsmaður: Jens B. Waage. Enginn lærði ljóð svo þíð, lög svo himinskær. H u 1 d a. Þingmaður Þjóðólfs. Áttak nœsta völ nítra drengja, en nú er úlfshali einn á króki. Það er alkunna að Danastjórn hefur jafn- an litið svo á mál vor íslendinga, að ráð- gjafinn firir ísland ætti að sitja t ríkisráð- inu Danska. í>að er eigi síður kunnugt öll- um landslíð, að íslendingar hafa jaf'nan tal- ið það mestu varða, að svo væri eigi. Hafa þeir lengstum verið á eitt sáttir i þessu. 8vo var meðan endurskoðunarstefnunni var filgt. Svo var enn á tillöguþinginu, því að þar urðu allir samtaka um þetta atriði og landshöfðingi í broddi filkingar. Svo var enn, þegar Valtír kom til sögunnar. En hann og fílgifiskar hans töldu háskalaust að láta þetta atriði stjórnarharáttunnar liggja í þagnargildi. En annar flokkur var þá til, er neitaði þessu og kvað slíka þögn vera sama sem lögfestingu ráðgjafa vors í ríkisráð- inu. Þjóðiri fólst á skoðun þessa flokks og hann varð í rneiri hluta á næsta þingi. Þá fanst mönnum sem nú væri vel koruið mál- inu um ríkisráðssetu ráðgjafans. En nú kom það fram, sem ótrúlegt kann að þikja, að þeir hinir sómu menn, sem töldu þógnina lög- festingu, þeir samþiktu ákvæði, sem lögfestir hann þar með skírum oröum. Og enn undarlegar þótti við bregða, er þjóðin sendi þessa sömu menn á þing aftur, þótt þeir ætti þangað eigi afturkvæmt, ef þjóðin hefði þá verið sjáandi. En hverju hafði þá sáldað verið í augu hennar ? „Þingmaðurinn11 í 21. töluhlaði Þjóðólfs þ. á. ætti að ranusaka það og hagníta til þess vitsmuni sina og gnægð prúðmannlegra orða. Þá ætti hann orðastað við sína líkaog mætti finna orðum sínum betri stað. En fimlega mega honum farast orð ef nokkur maður á að trúa þeim ósannindum, að landvarnar- menn hafi reint að villa mönnum sjónir. Til þess irði hann að kunna betra skin á rök- semdum og mun hann aldrei það mál fram hafa, meðan munnskálp hans reka olnbogann hvert í annað og orðin hanga saman á prent- svertunni einni, en engu skinsamlegu hugs- unarsambandi. Landvarnarmenn áttu engan þátt í því, að þingmenn þessir voru endurkosnir og fengu ráðrúm til að lögfesta ráðgjafa íslands í rík- isráðinu danska. Þeir börðust drengilega á móti því. En hrekklaus alþíða trúði þing- mannaefnunum til þess, að nú væri alt annað í efni, en áður hefði verið, þótt þeir vissu sjálfir að hér var alt óbreitt og engin ní þekking fengin á málinu, er felt gæti hinar eldri skoðanir. Þeir voru að reina að færa einhverja mind af rökum firir þvi, að ákvæðið væri hættu- laust, þótt vandræðaleg væru. En það var einkum ein röksemd, sem sannfærði menn Það var sú, að sjálfstæði ráðgjafa vors mundi sína sig i þvi, að hann irði skipaður á annan hátt en dönsku ráðgjafarnir. Þessi ástæða kom fram í nefndaráliti neðri deildar, þar sem þeir voru báðir undirritaðir ritstjóri Þjóðólfs og Hannes Hafstein. Það var um þær mundir að Hannes Haf- stein sagði í þingræðu, að hann mundi manna firstur verða lamdvarnarmaður, ef hann irði þess var að Danastjórn liti svo á þetta sem landvarnarmenn sögðu. Nú var íslandsráðgjafinn skipaður alveg á sama hátt og dönsku ráðgjafarnir. Þó að sjálft ráðgjafaefnið og flokkur hans hefðu haldið þessu fram á Alþingi, að sjálfstæði hans sæist á skipunaraðferðinni, þá fekk hann því þó eigi til leiðar snúið að svo irði. Hvað þarf hann þá framar vitna við ? Eink- um þar sem haun veit eins og vér allir að Dönum er runnin í merg og bein sú skoðun, að grundvallarlög ríkisins eigi að breiða sinn arnarvæng ifir nílenduna í Atlants ál. Hvenær ætlar hann þá að verða landvarn- armaður? Eða er hann orðinn það ? Þá var þétt filking um hann sett til sókn- ar og varnar, er hann vann heit þetta á Al- þingi. En nú vil! enginn verja hann, nema einhver Árnesingur í Þjóðólfi um daginn og þessi þingmaður. Því að Skafta lögmann telur enginn né heldur þennan nífalda rök- semda kött ráðgjafans, sem var að læðast kringum sannleikann um daginn f Reikjavík- iuni, sem væri hann heitur grautur. Eg get trúað því að það hafi hækkað brúnin á Hannesi Hafstein, þegar hann sá listaverk „þingmannsins11. Einkum þegar hann sá, hversu höndulega honum ferst að nota grein Árnesingsins, velta orðunum við og setja þau í aðra röð. Þá mun honum hafa þótt rökfimin eigi lítil og séð mun hann hafa imsar uppgötvanir, sem „þingm“. ber á borð. „Þingm“. segir að landvarnarmenn séu að spila í ókunnugleika almennings. — Þetta minnir á stássstofuna og þá skoðuu Albirt- inga i firra að ríkisráðið væri hús og konung- ur mætti ekki skrifa nafnið sitt nema í þeim eina kofa. Má og vera að þingm. hugsi sér „ókunnugleik almennings“ eitthvað í líkingu við „skrifstofu almennings“. Verst er að enginn veit hvaða spil það eru sem landvarn- armenn eru að spila þar á. Mundu það vera eintómir Þjóðólfar? „Þingm.“ segir ennfremur að það hafi ver- ið embættisskilda forsætisráðherrans danska að skipa íslenska ráðherrann. Sönnun færir hann enga firir þvi, en hefur auðvitað grund- vallarlögin í huganum. Hann segir enn að þessi undirskrift só

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.