Ingólfur - 26.06.1904, Blaðsíða 1
INGÓLFUR.
II. ÁII. Keikjavík, suniiudaginii 2G. jiiní 1904. 27. blað.
ÞÝZKAR BÆKUR OG BLÖÐ
úl.vegar E. Gunnarsson, Laufásv. 6, Rvík
i l llli ii i iii ii l' i li i i i i i i i i, l i ll H'i i ■ l i l i l l l ii i i i ii i i ii i i i iiiiiilinii
ÞJÓBHÁTlÐ
r
verður haldin á Landakotstúninu eins og að
undanförnu 2. ágúst 1904.
Nánara auglýst síðar.
í aðalnefnd þjóðhátíðarinnar.
Reykjavík 22. júni 1904.
Kristján Þorg-rírassoii. Indriði Einarsson.
Hannes Hailiðason. Pétur Jónsson.
Guðmundur Jakobsson.
Haukuriiin.
Grott áttu, hraðfleigi haukur,
sem hamrana biggir!
Frelsið er eign þín og arfur
frá ómunatlðum.
Himinsins heiðblái faðmur,
hafið og fjöllin
alt er þitt víðlenda veldi —
voldugi haukur!
Augu þín morgninum mæta
þá mirkt er í dölum,
sólgeislinn firsti er sindrar
þú svefninum léttir.
Útsín frá tindinum efsta
í árdegisfriði
unt er þór einum að líta —
alfrjálsri haukur!
Skuggarnir láglendið likja,
þó ljóst só hið efra,
bigðin er þögul, hún blundar
i blækirrum friði.
Einstakur ljósgeisli læðist
að lokuðu blómi,
svo rennur sólin liið neðra
og sveitirnar vekur.
Blika þá dögglitir dalir
í dagroða hjúpi,
öræfi, óbigð og heiðar
með alfrjálsum hjörðum;
vötnin með heiðrikum himin
í hildjúpu fangi,
særinn og fannhvítir fossar
að fótum þór singja.
Fjallanna frjálsborni sonur!
þér fegurðin lítur,
hollvættir himinsins líða
þinn hástól í kringum;
sægolan svifin af hafi
á svalandi vængjum
sólheitum sunnanblæ mætir
með söngóm úr dalnum.
Volduga vængi þú breiðir —
í vorloftsius bilgjum
stígur þú hærra og hærra
Langfrjálslindasta lífsábirgðarfélagið á
Islandi er
Umboðsmaður: Jens B. Waage.
og hverfur loks sínum.
Síðasta bergmálið sofnar
af sönghljómi jarðar,
himinþögn hátignardjúpa
þín hjartaslög rjúfa.
*
* *
Ljóðafugl lítinn ég geimi —
hann langar að fljúga
„lengst út i ljósið og daginn“
og lífsglaðan singja.
Helst vildi’ hann haukum þeim líkjast,
sem hæst geta flogið,
fái hann ei filgt þeim til himins,
fljótt skal hann deia!
Hulda.
Lítilþægir liðsmenn.
—:0:—
Nokkrir af þeim svokölluðu heima-
stjórnarmönnum, sem hafa verið of ráð-
vandir til þess að láta sér linda undir-
skrift Deuntzers undir skipunar-
bréf hr. Hannesar Hafsteins, hafa viljað
telja sjálfum sér trú um, að úr þessu gæti
orðið bætt með því að hr. H. H. skrifaði
einnig sjálfur undir.
Þessi átilia firir þá sjálfa til þess að
afsaka framkomu ráðgjafans er rojög
auðvirðileg þegar hún er brotin til
mergjar.
Það sem alt veltur á í þessu máli, er
einuugis, hvort gilda skal eða gilda skal
ekki sá ifirlístur vilji síðasta alþingis,
að sérmálalöggjöf vor öll eigi að vera ó-
háð hinu danska ráðaneiti konungsins.
Hitt er marklaust, hvort sérmálaráðhcrr-
ann er einnig látinn vera raeð í ráðun-
um eða als ekki, því að standi firir fram-
an hann nafn og ráðstöfun hins danska
ráðherra, þá kcmur sá íslenski á eftir,
sem danskur embættisbróðir hins, er
sækir vald sitt til sömu uppsprettu:
danska ríkisvaldsins. Forsætisráðherrann
stendur á skjalinu eins og sú tala, sem
hefur sjálfstætt gildi, hvað sem líður
núlli því, sem kinni að koma á eftir.
Menn kunna að segja að undirskrift
Hafsteins gæti þó haft það gildi, að hægt
væri að koma fram ábirgð á hondur hon-
um firir ráðherraskipunina. En til þess
er að svara, að first og fremst gæti á-
birgðarspurningin aldrei komið fram í
því atriði. Maðurinn mundi naumast
verða uppvís að því, að hafa gert sig
sekan í vítaverðum misskilningi, þótt
hann dæmdi sjálfan sig hæfan til stöð-
unnar. Og í öðru lagi þarf ekki undir-
skrift hans til ef um ábirgð væri að ræða,
því að ákvæði ráðgjafaábirgðarlaganna
ná einnig til þess, að ráðgjafinn hefur
látið viðgangast, að hann var skipaður til
þessa inikilvæga embættis.
Skipunarskjalinu hefur verið haldið
leindu firir almenningi, en í hirðblaðinu
hafa staðið dilgjur um það einhverjar, að
óvíst væri að vita, nema H. H. hafi einn-
ig skrifað undir það. Það er nú naum-
lega hugsanlegt, að ráðgert sé að bæta
undirskrift þessari við þegar H. H. kem-
ur næst á konungsfund. En á hinn bóginn
mun óhætt að fullirða, eftir því sem upp-
líst hefur orðið með umsögn kunnugustu
manna, að enginn annar en Deuntzer
einn hefur gefið út skipunina. En hvort
sem nafn hr. H. H. filgist þar með fir
eða síðar, þá verður það jafn-vonlaust
verk að fá ærlega íslendinga með heil-
brigðri skinsemi til þess að þiggja þá
réttlæting á þessu broti heimastjórnarráð-
herrans gegn vilja alþingis, gegn sínum
eigin orðum og gegn þeim skíra firirvara
sem öll þjóðin hefði látið uppi, þá er hún
var leidd til þess, að fallast á „stjórnar-
bótina“.
Það er annars hriggilegt, að jafnvel nú,
eftir að grímuleikur heimastj.leiðtoganna
hefur snúist upp í opinbera og viður-
kenda baráttu á móti öllum skoðunum
um sjálfstæð réttindi íslands, skuli vera
til þeir menn af nokkrum flókki, utan
klíku Danasinnanna sjálfra, er vilja vera
að bera í bætifláka og afsaka slíkt atferli
sem hér er um að ræða. Það hlítur að
vera gott vatn á millu þeirra er vísvit-
andi gera nú alt til þess að venja íslend-
inga af öllum sjálfstæðishugmindum sín-
um, er þeir heira og sjá grunhigna og
meinlausa mótstöðumenn innlimunarinnar
vera að unga út hraparlegum vitleisum
og vanþekkingar-firirslætti til varnar
þeirri klíku, er mennirnir þikjast þó vera
að berjast á móti.
Betra væri og hollara, að slíkir menn
gengi hreinlega ifir í flokk Danasinna, er
vilja níða úr íslendingum seinustu rækt-
artaugar þeirra til landsréttinda og sjálfs-
stæðs þjóðernis, vilja láta sem þeir miði
að öðru takmarki í bráðina og annað
veifið, til þess að þeir geti komið sínu
betur fram, og treista því, að valdið,
beitt með hæfilegri hlutdrægni með eða
móti, muni að lokum getá kveðið niður
alla verulega mótspirnu landsmanna gegn
innlimunarfarginu danska.
Á s g r í m u r.