Ingólfur - 26.06.1904, Síða 2
106
INGOLTUR.
Nír kjötmarkaður.
Alþingi veitti í íirra 2000 krónur til
þess að senda mann til útlanda, er skildi
kinna sér markað á islensku sauðakjöti.
Var það tilætlun þíngsins, að maður þessi
skildi Ieita að níum markaði og riðja
kjötverslun landsins níar brautír.
Þetta var lofsvert í alla staði og mjög
mikilsvert, þar sem hér er um að ræða
þá vöru, er landbændur hafa mesta og
þeirra hagur er mest undir kominn að
vel seljist. Yar og mikill áhugi á því
meðal bænda, að ítarlegar tilraunir væri
gerðar í þessu efni. Hafði málið verið
rætt áður af ímsuin áhugamönnum og þótti
þeim vænlega áhorfast, er þingið tók svo
vel í strenginn.
Bn alþingi á ekki úr að aka. — Það er
nú alkunnugt og viðurkent, að valdaflokk-
ur þingsins er nokkurs konar „innbirðis
lifsábirgðaríélagu, þar sem sérhver ber sinn
hlut frá borði. Hefur þetta komið fram
svo margvíslega að langt væri upp að
telja. Hver hefur fengið sína hlutdeild.
Liðtækir utanþingsmenn hafa einnig feng-
ið sinn hlut. Lífsábirgðarfélagið hefur
farið svo trúlega í sakirnar, að það hefur
jafnvel ekki viljað láta kosníng í sóknar-
nefnd falla á aðra en þá, er haft hafa
sömu landsmálatrúna sem „miðstjórninu.
— Þingflokknum þótti nú auðvitað ljótt
að láta „einn þarfasta þjóninn“ verða út-
undan. Brjóstgæðin réðu, svo að Her-
manni á Þingeirum voru fengnir pening-
arnir og sendiförin. —
Að vísu var það búnaðarþingið sem
réð erindrekann, að nafninu til, en þar
voru hæstráðendur sömu menn, sem at-
kvæðamestir eru í lífsábirgðarfélaginu á
þingi og að tillögum þeirra og undirlagi
annara félagsbræðra fór nú erindsreka-
valið eins og það fór.
Reinslan sjálf hefur best vitni borið,
hvort þessi ráðstöfun var jafnholl landinu,
sem hún var samkvæm meginreglu vald-
hafanna.
Erindrekinn hefur nílega skírt frá för
sinni og árangri hennar í Búnaðarritinu.
Vér teljum með öllu óþarft að gera að
umtalsefni allar þær málalengingar, sem
erindrekinn hefur um þetta ferðalag sitt
og afrek, enda þótt þær sé nálega eini
beini árangurinn af för hans.
En þessar voru helstu framkvæmdirnar:
Kjötbjóður kemur við á tinnfhöfn í Noregi,
talar þar við fáa menn og hefur sig lítt
í frammi. í því landi hafði hann einnig
áður fengið allmikla reinslu um kjötmark-
að, því að síðustu árum höfðu nokkrar
kjöttunnur úr hans bigðarlagi verið seld-
ar einhverjum smásölum á Jaðri. Þar
var því ekkert verulegt að gera, því að
kjötbjóð var ekki kunnugt um, að íslenskt
saltkjöt hefur til þessa tíma verið selt
einna mest í Noregi. Næsta ár á undan
voru seldar þar um 8000 tunnur. Erind-
rekinn hraðaði ferðinni þaðan sem mest
hann mátti og komst til Kaupmannahafn-
ar. Þar sat hann lengi vetrar. Þó
var hann mjög fljótur að koma ár sinni
þar firir borð og reka erindi sín. Var
hann svo heppinn að fá þegar í stað marg-
víslegar vitranir um það hvert hann skildi
fulltingis leita. Ekki segir hann hverjar þær
voru, en „alt virtist benda á, að maður
inn væri stórkaupmaður Sigurður Jóhann-
esson.“ Þar með hafði erindrekinn náð
takmarkinu, náð í nían erindreka, sem
leisti hann af hólmi og gat svo verið á-
higgjulítill það sem eftir var vetrarins.
Reindar skrapp hann til Noregs sem
snöggvast. Þar lofuðu þrír kaupmenn að
reina að selja íslenskt kjöt næsta vetur.
Erindrekinn tekur sjálfur fram í lok
frásagnar sinnar árangur fararinnar og er
hann þessi. („Takið þið nú vel eftir“):
Ef landsmenn vilja þá geta þeir sent
velnefndum Sigurði Jóhannessini 2000
tunnur af kjöti og reinir hann að selja
það svo dírt sem unt er og afla því álits.1
— Væri heppilegast, að kjötið kæmi frá
þeim höfnum, sem flitja út best kjöt.
Hér gefst á að líta nia markaðinn,
sem erindrekinn hefur útvegað. Ekki er
hann nú margbrotnari!
En um meðferð kjötsins leggur erind-
rekinn áherslu á þetta:
„Meðferð kjötsins sé nægilega hreinleg".
(Ágæt uppgötvun).
„Flokkun þess sé hagkvæm og áreiðan-
leg". — (Hér er hængur á: — „Skoðanir
hafa verið skiftar um, hversu hagkvæm-
ast værí að flokka kjöt frá íslandi, og
get eg enn eigi homið með ákveðnar til-
lögur í þá átt,“ segir Hermann sjálfur.
Flokkunin verður því að bíða first um
sinn).
„Sem stitstur tími líði frá því að fénu
er slátrað, til þess að kjötsins er neitt.“
(H. vill þó helst hafa einn kjötsala í allri
Danmörku til þess að salan gangi nógu
dræmt og verðið haldið hærra vegna kjöt-
eklunnar).
„Söltun sé bundin við, til hvers kjötið
er notað og hvenær það er selt.“ (Engar
ákveðnar tillögur koma þó um söltunina,
svo að uppgötvanin er nokkuð óljós).
Þetta eru „bendingarnar" um meðferð
kjötsins, landar góðar! Dírmætar, enda
kosta þær 2000 krónur. —
Búnaður.
Ársfundur Búnaðarfélags íslands var
haldinn í Iðnaðarmannahúsinu 22. þ. m.
Lagður var fram reikningur félagsins
síðastl. ár; í sjóði var við árslok 31236
kr- 60 aura.
Björn Bjarnarson, hreppstjóri, í Gröf
hreifði því að nauðsinlegt væri að fá á-
reiðanlega vitneskju firir því hver skil-
vindutegund væri hentugust hér á landi
og hver væri mest notuð á smábúum á
Norðurlöndum. Lofaði félagsstjórnin að
reina að fá upplísingar um það eftir því
sem kostur væri á.
') Hr. S. J, hefur selt islenskt. kjöt í fjölda-
mörg ár, og er eflaust svo góður kaupmaður, að
hann hafi gert sér far um að halda fram gæð-
um þoss og verði svo hátt sem unt var, — svo
að mörgum sínist hér Iitlar níungar á ferðum.
[26. júní 1904.]
Rætt var um það að nauðsinlegt væri
að hraða því sem mest að útbreiða kunn-
áttu og æflngu í plægingum. Vigfús Berg-
steinsson á Brúnum bar upp svohljóðandi
tillögu er var samþikt ineð öllum atkvæð-
um:
„Fundurinn skorar á búnaðarþingið að
láta svo fljótt sem ástæður leifa kenslu í
plægingum fara fram að rainsta kosti á
einum stað í hverri af þeim síslum lands-
ins, sem hefur landbúnað að aðalatvinnu-
vegi.“
Björn Bjarnarson vakti máls á því að
stuðla þirfti að því af alefli að grasfræ-
sáning irði sem almennust, og taldi hann
ráðlegt að nota útlent grasfræ með því að
grasfrærækt hér innan lands mundi verða
stopul og kostnaðarsöm. Kom hann fram
með eftirfilgjandi tillögu sem samþikt var
í einu hljóði:
„Fundurinn skorar á búnaðarþingið að
hlinna með stirkveitingum að ræktun lands-
ins með grasfræsáningu, þegar reinsla
er fengin firir hverjar grasfrætegundir
best þrifast hér.“
Vigfús Bergsteinsson skírði frá að hann
hefði nílega rifið hús þar sem galvanícerað
járn hafði verið undir torfþaki; hús þetta
hafði verið rakalaust framhísi, bigt firir
21 ári, og var nú járnið eftir þennan
tíma alveg óskemt er húsið var rifið.
Á eftir Búnaðarfélagsfundinum síndi
verkfræðingur Palmer frá Stokkhólmi skil-
vinduna Alfa-laval og strokk af nírri gerð.
Hann síndi hvernig skilvindan er tekin
sundur, hreinsuð og sett saman aftur og
gerði hann það á 5—10; mínútum, svo
skildi hann nímjólk og bjó til smjör í
strokknum og bnoðaði og fórst alt þetta
svo höndulega að líkara var liprum kven-
manni. Jafnframt fór hann nokkrum orð-
um um skilvindur og mjólkurgerð, hvatti
menn til að fjölga kúnum því hér væri
mjólkin ágæt og gætum vér þessvegna
fullkomlega þolað samkepni við Dani og
Svía með smjör á enska markaðinum.
Um leið og allir höfðu fengið ofurlítinn
smjörbita upp í sig var þessum fjöruga
fundi slitið.
Síningar. Það er að kalla má nítt í
búnaði vorum að hafa síningar á búpen-
ingi. Hefur það víða reinst gott ráð til
að hvetja menn til umbóta á meðferð á
fénaði og kenna mönnum hverjir kostir
séu bestir og hvernig þá megi skapa.
Búnaðarfélag íslands hefur veitt 1125 kr.
til verðlauna, þó með þeim skildaga, að
jafnmikið fé komi annarsstaðar að.
Síningar hafa nú verið haldnar í Rang-
árvallasíslu, Skaftafelssislum, Árnessíslu,
Kjósarsíslu. En í Skagafirði og Húna-
vatnssíslu verða þær haldnar innan skams.
Er Guðjón ráðunautur Guðmundsson farinn
norður í þeim erindum. Verður síðar
getið árangursins af síningum þessum, þá
er þeim er lokið.