Ingólfur - 26.06.1904, Qupperneq 4
108
INGOLFUR.
[26. júní 1904.]
Embættisprófí í læknaskólanum hafa
þeir lokið: Mattías Einarsson með hárri
1. eink. (188 st.) og Jón Rósenkrans með
hárri 2. eink. (147 st.).
Sie semper tyrannis.
Bobrikoff landshöfðingi Rússakeisara
í Finnlandi hefur verið Finnum og frelsi
þeirra hinn óþarfasti maður og ilt undir
hans valdi að búa. Farþegar á „Ceres“
höfðu fregnir frá Finnlandi er þeir komu
til Leith. Yoru þaðan sögð þau tíðindi,
að maður einn að nafni Eugéne Schau-
mann, hér um bil 30 ára að aldri,
sonur ráðherra eins, hefði skotið
Bobrikoff til bana og sjálfan sig á eftir.
Er það drengilegt verk og sínir að enn
eru þó menn til, sem kunna að látaharð-
stjóra fá makieg málagjöld. Fari öllum
harðstjórum sem þessum.
Frá útlöndum.
Kaupznannahöfn 15.—6, —1904.
Ófriðurinn. Það hjakkar í sama far-
inu enn. Smábardagar á landi og sjó
hafa þó verið nokkrir, en eigi er auðið að
vita með vissu, hvert tjón hefur hlotist af
þeim. Fregnir þær, er koma frá Péturs-
borg, segja að Japansmenn hafi beðið
mikið tjón á sjó og landi, mist mörg skip
og þriðjung landhersins, en það er svo
langt frá því, að fregnir þessar hafi sann-
ast, að menn vita nú með vissu að jap-
anski landherinn er í góðu gengi. Hvort
skipastóll Japansm. hefur orðið firir nokkru
verulegu tjóni, látum vér því liggja milli
hluta first um sinn. í bardaga einum á
landi mistu þó Japansm. allmikið lið. Þeir
sóttu hæðir nokkrar, er Rússar höfðu á
valdi sínu og er bardaginn tók að hallast
á Rússa brugðu þeir upp hvita fánanum,
að sögn Japansm. Japansm. hættu þá
aðsókninni og gengu upp á hæðirnar til
að taka móti föngum og herfangi, en er
þeir komu að skotgörðum Rússanna, létu
þeir skotin dinja á japanska liðið. Japans-
menn féllu þar unnvörpum, vígamóðurinn
ógs og hver ofurhuginn á fætur öðrum
stiklaði ifir fallna liðsbræður, hver her-
flokkurinn á fætur sótti fram svo að segja
í opinn dauðann. Slík áhlaup stóðust
Rússar ekki og flíðu sumir, en aðrir voru
herteknir. Mjög ódrengilegt bragð af Rúss-
um, sé það satt, að þeir hafi þannig mis-
brúkað hvíta fánann.
Ifirforingi japanska landhersins er skip-
aður Jamagata, sá hinn sami, er stírði
her þeirra í ófriðnum við Kínverja. Arturs-
höfn er stöðugt sótt bæði á sjó og landi.
Allar fregnir frá Artúrshöfn eru óljósar
og óáreiðanlegar, en svo lítur út sem vista-
skortur muni þar innan skams, sagt er
og að herinn fái ekki fullan verð. Eru
slíkar fregnir hafðar eftir Kínverjum, er
flúið hafa burt úr borginni. Eftir síðustu
fregr.um er útlit firir að Kuroki muni fara
að sækja á Rússaherinn. Togo heldur
Artúrshöfn og ströndunum í kring stöðugt
í herkví. Japansm. leggja alt kapp á að
hreinsa hafið og hafa þegar eiðilagt urm-
ul af rússneskum tundurvélum. Norður-
floti Rússa gerir ímsar óspektir, rænir skip
og sagt er að hann hafi jafnvel skotið á
japanskar borgir. Er það mest af óheppi-
legum atvikum, þoku og þessháttar að
norðurfloti Japansm. hefur ekki náð í
Rússann ennþá. Líkur eru til að nú horfi
til stórtíðinda í Kóreu. Vladivostockflot-
inn hefur níðst á tveim fólksflutningaskip-
um Japansm. og sökt þeim.
Khöfn, 17.-6—1904.
1 morgunblöðunum er ímislegt um Norð-
urflota Rússa, en fregnirnar ern þó ekki
áreiðanlegar. Sagt er að floti Rússa hafi
skotið í kaf nokkur flutningaskip firir Jap-
önum og hér um bil 1000 manns hafi
beðið bana af Japönnm, þótt margir kæm-
ust af, en um afdrif rússneska flotans eru
sagnirnar óljósar, sumar fregnir segja, að
flotinn hafi með öllu verið hertekinn af
norðurflota Japansm., en aðrar fregnir,
sem stafa frá Rússum, segja að tvö skip
rússnesk hafi komist undan. Á landi
engar sérlegar níar fregnir, þó virðist sem
Japansm. beri alstaðar hærra hlut, eftir
morgunblöðunum að dæma og það eiga
þeir líka að gera.
2 skæðar orustur nílega, hin firri c. 16.
júní, við Nafankau. Firir Rússum hers-
höfðinginn Stackenberg. Herma fregnir
svo frá, að Rússar hafi mist 10,000
manns, sem ímist hafi verið drepnir, særð-
ir eða herteknir.
Ekki getið um fall af Japönum.
Önnur orusta við Telisse c. 18. Þar
var firir Japönum Oku hershöfðingi, sig-
urvegarinn frá Nanshau. Höfðu Japanar
betur. Rússar mistu 2000.
(Eftir enskum blöðum til 20. júní).
Ennþá er óaldarbragur í Armeníu, sagt
að 3000 manna hafi beðið bana og 50
borgir eiddar, Hvert sníst hjartagæska
stórveldanna?
Ingvi konuiigur.
Eftir
Gustav Freytag.
Hann var maður mildur í skapi, hraustur
og göfuglindur. Sé ég að sini hans er
eins farið. Þá er ég sá hinn unga af-
reksmann að leikum firir skemstu, þá
var mér sem rætst hefði gamall draumur.
Því að í fornvinaraugu sá ég þar, en eigi
gestsauga, og á ní tók ég í þá konungs-
hönd, er ég hafði eitt sinn snortið erlend-
is. Firir því vil ég biðja honum þjóðar-
hilli og sætis á bekk vorum“. Hinn gamli
maður settist hægt niður og var gerður
góður rómur að máli hans með vopnabraki:
„Heill Járnskeggja! Heill Ingva konungi!
Og gestarétt skal hann af oss hafa“. Jarl
stóð þá upp og sleit þinginu og mælti:
„Þakka vil ég iður, vinir rnínir og land-
ar. En það skal alt gleimt vera, sem hér
hefur mælt verið og skal engi við annan
erfa það er á milli bar. Því að einhuga
áliktun samir höfðingjum þjóðarinnar, svo
að eigi spilli sundurlindi friðinum".
Ásvaldur jarl gekk frá manni til manns
og tók handsöl að þessu. Sintram hafði
og handsöl að því, og brosti vingjarnlega,
er jarlinn leit á liann. Hróðmar veitti
handsöl og mælti um leið: „Er mér það
gleði“, og fór þá bros um hin alvörugefnu
andlit, er menn heirðu orð hans. Stall-
arinn lauk nú upp dirum og gengu menn
út á engið, þar sem Iandsmenn höfðu safn-
ast saman. Þar veitti mannfjöldinn Ingva
landsvist með fagnaðarópi. Buðu þeir
honum að ganga í mannhringinn og filgdu
honum siðan til arinelds jarls sem siður
var til. Þar unnu þeir hvorir öðrum eiða
Ingvi og höfðingjar landsins.
Skilagrein.
Meðtekið til minnisvarða Jo'nasar llallgrímssonar:
Innborgað 21/e- Frá Leikfélagi 592,75
Söngfélagi stúdenta 50,00
Gjöf frá Magnúsi Torfas. sislum. 22,50
— — Ragnh. Pétursd. Engei 10,00
Halldör Jónsson.
verður að öllu forfallalausu haldinn í
dómkirkjunni næstkomandi miðvikudag 29.
júní.
Góðar HÆNUR
eru til sölu. — Ritstj. vísar á.
Työ herbergi til Ieigu handa
einhleipum mönnum á ágætum
stað i bænum frá 1. júli. Ritstj.
visar á.
Alþíðufræðsfa
Helgi Pétursson: Jarðfræðis
firirlestur inni við Elliðaár í dag.
Menn komi saman við Rauðará kl. 12
á. h.
Gjald 10 aurar.
Betra TÆKIFÆIU en nokkurn tíma
annars! — Nú fæst hjá Andrjesi söðla-
smið Bjarnasyni Laugaveg 11. Sjerlega
góðir söðlar og hnakkar fyrir sjerlega
lágt verð.
Útgefandi: Hlutafólagið Ingólfur.
Kitstjóri og ábirgðarmaður:
Bjarni Jónsson
frá Yogi
Eólagsprentsmiðjan.