Ingólfur - 25.09.1904, Page 2
158
[25. sept. 1904.]
rlkisráðsins, hvort heldur lög þess eða „tísk-
ur“, og hvað sem orðum alþingis líður.
Svo mikið hefur þó unnist á, að enginn
getur nú dregið í eía nje farið villt um það
lengur, hvor núverandi þingílokka stendur
nær málstað íslands og vilja þjóðarinnar,
sem aldrei ætlaðist til þess að um hársbreidd
væri vikið frá stefnu Jóns SigurðsSonar og
endurskoðunarflokksins í landsrjettindamálinu,
hvað svo sem stjórnarmenn hafa gjört og
kunna að gjöra til þess að villa þjóðinni
sjónir.
Og þar sem flokkagreiningin nú er orðin
svo skörp og augljós, getur heldur enginn
hugsandi maður efast um það lengur, hvorum
megin landvarnarmenn samkvæmt sannfær-
ingu sinni hljóta að vera, þar sem kemur tij
þess að láta i ljósi almenningsálit, tala eða
rita til þjóðarinnar um þetta málefni eða á
annan hátt hafa einhver áhrif á gang stjórn-
armálsins frá þessum tima.
Bandalag Landvarnarmanna og Framsóknar-
flokksins i kosningafylgi t. d. við Jón yfird.
Jensson í Reykjavík, sem Landvarnarmann, er
lýst hefur yfir þeirri skoðun sinni um þýðing
undirskriftarmálsins, sem lesendur Ingólfs
þekkja, er jafneðlilegt og sjálfsagt eins og
sameinað fylgi þeirra t. d. við Pál amtm. Briem
á Akureyri, eptir að hann hafði lýst yfir
skoðun sinni í því efni, og við séra Sigurð
Stefánsson á ísafirði, sem menn vita að fylgir
framsóknarmönnum þar að máli. J. Jensson
var frá öndverðu andvígur því, að ákvæðið
um ríkisráðssetuna nokkru sinni væri tekið
upp í stjórnarskrána. P. Briem hefur á hinn
hóginn lýst því yfir nyrðra, að hann væri á
öðru máli en landvarnarmenn um hina upp-
haflegu merking ákvæðisins eins og alþing
rökstuddi það. Einnig hefur séra S. Stef-
ánsson framar öðrum framsóknarraönnum lagt
áherslu á að styðja bæri hina nýju lands-
stjórn. Og loks er þess að geta um Jón
Jónsson á Seyðisfirði, að hann hefur ekki haft
enn ástæðu til þess að láta uppi yfirleittand-
stæðingsskoðanir gagnvart stjórninni i öðrum
efnutn. En samhuga álit og yfirlýsing allra
þessara mikilsvirtu manna um undir-
skriftarhneykslið hlaut auðvitað við
kosningabaráttuna í 3 kaupstöðunum að safna
til fylgis við þá öllum kjósendum, sem hafa
ekki af blekkingum stjórnarkh'kunnar leiðst
undir fánann hans Nellemanns gamla eða
hafa verið í efa og óvissu um hina sönnu
flokkaskipting og afstöðu þingmannaefnanna
til þeirrar skiptingar.
Eyrir þá stjórnarmenn, sem hyggnari eru
og ekki blindaðir af sínum eigin blekkingum,
hlýtur niðurstaða kosninganna í kaupstöðun-
um sannarlega að vera ísjárverð. — í öllum
3 stöðunum hefur persóna ráðherrans sjálfs
hlotið að valda afarmikiu. í einum kaup-
staðnum býr hann, í öðrum hefir hann ný-
lega verið yfirvald og i hinum þriðja hefur
hann fyrir skömmu hlotið kosningu. Nú
er það auðvitað öllum, að auk þeirra tveggja
meginhluta af kosningafylgendum stjórnar-
manna, sem áður voru nefndir, sem sjeþeirra,
er leiðst hafa afvega frá landsrjettindamálmu
í góðri trú á villukenningar stjórnarmanna,
og þeirra er ekki hafa getað áttað sig á
mönnum og málefnum við kaupstaðakosning-
arnar, á stjórnarklíkan sjálf, það er að
segja þeir menn, sem fyrir persónufylgi og
hagsmunahvatir fylgja valdinu í hverju sem
er, afarmikinn atkvæðafjölda í kosningunum.
Því hver limur á líkama klíkunnar er ekki
einungis sjálfur háður, hvað sem sannfæring-
FNGOL’FUR.
unni kann að líða, heldur hefur hann aptur
sína eigin jafnþýbundnu fylgifiska, smáþægari
að vísu og minni launum launaða, en þó
jafntrygga við undirtylluvaldið sitt að sínu
leyti. Og þannig dreifist kraptur hins skoð-
analausa stjórnarfylgis niður á við frá manni
til manns, máttar- og áhrifaminni eptir því
sem íjær dregur miðdepli valdsins, uns afl
sannfæringar og hins frjálsa pólitíska vilja
hjá þjóðinni loks fer að mega sín meira. —
Og menn mega ekki halda, að heimulegu
kosningarnar geti afmáð slík áhrif valdsins.
Klosningin í Reykjavík, að minnsta kosti,
bendir í gagnstæða átt. Þar hefur berlega
komið fram, hvað hægt er að gjöra enn með
veðmálum, peningaáheitum, áhrifum atvinnu-
veiteDda og öðru því af líku t.agi, sem ekki
skal hjer farið út í að skýra frá.
En hvernig hefur svo með öllu þessu farið
um síðustu kosningahríð stjórnarmannanna?
í tveim kaupstöðunum tapa þeir algeriega,
og í einum fá þeir að visu með örlitlum
meirihluta fram kosning manns, sem er
ekki af þeirra sauðahúsi, sem þeir hafa
álitið sig neydda til þess að setja upp á móti
landvarnarflokknum, sem var þeim of sterkur.
Loks kemst í einum kaupstaðnum, Seyðis-
firði, maður að baráttulaust, sem hefur yfir-
lýst að hann sje andvígur stjórnarmönnum í
un dirskri ftarm álinu.
Stjórnarmennirnir hafa efalaust og ómót-
mælanlega opinberað að þeir eru í minni
hluta í öllum kaupstöðunum — í þrem
kjördæmum landsins þar sem persónuleg áhrif
ráðherrans eru þó allra ríkust. — Á Akur-
eyri, þar sem harðsnúnast er persónufylgi hr.
H. Hafsteins, tapa þeir með mestum atkvæða'
mun, því þar hefur mönnum verið ljósast-
ur greinarmunurinn á skoðunum þingmanua-
efnanna um undirskriftarmálið. Á ísafirði
tapa þeir einnig, en með minni atkvæðamun,
af því að þar hafa verið höfð nokkur hálf-
yrði í flokki stjórnarsinna um einhverjar
kákbætur á undirskriftarhneykslinu. Og í
Reykjavík koma þeir sínum manni að með
fárra atkvæða mun með samskyns fyrirslætti
um UDdirskriftarmálið og með því að láta
þingmanDsefni sitt lýsa því yfir, að hann sje
ekki hreinn flokksmaður þeirra og á
Seyðisfirði eiga þeir engan mann til þess að
setja upp til varnar ósamkvæmni þeirra í
undirskriftarmálinu við eigin orð sin á sið-
asta þingi.
Ekki dauður, Þjóöólfur sæll!
Seiut Jeiðist Þjóðólfi að fara með vís-
yitandi ósannindi og eintóma vitleisu.
Hann segir 4 einum stað í gorgeirs-núm-
erinu, eftir kosningarnar nú síðast þar
sem hann er að vega þingmannaefnin, að
Jón Jensson sé dauður! 4 víst að vera
í politiskum skilningi. En ég vil minna
þetta b ekkingamálgagn á, að Jón Jens-
son hefir 327 filgismenn í þessam bæ
kos iingabæra, þeir filkja fast liði, því
þeirr i málstaður er sannur. Þjóðólfur
veit, að þar eru vaskir drengir. Hann
veit líka, að Jóni filgir allur þorri hinna
ingri manna — uppvagsandi kinslóðin —
framtíðin. — Hvað boðar slikt Þjóðólfur
sæll? — Þekkirðu lögmál lífsins?— Hafðu
þig hægan! — Sá hlær best sem síðast
Hlær! X.
Listir og vísindi.
Ágúst Bjarnason heimspekingur er firir
skömmu kominn heim aftur úr utanför
sinni. Hefur hann nú dvalið erlendis í
þrjú ár og lagt stund á heimspeki og haft
til þess stirk af sjóði Hannesar Árnason-
ar. Fjórða árið á hann að halda firir-
lestra hér heima. Hefur hann nú sent
Ingólfi skírslu um þessa firirlestra sína.
Þeir hefjast 10. oktober og standa til
vors. Verður haldinn 1—2 á viku. Efnið
er hverjum manni skiljanlegt og nauð-
sinlegt til almennrar mentunar. Það er
Ifirlit ifir sögn mannsandans.
I. Helstn trúbrögð Austurlanda. 1. Kín-
verjar, 2. Indverjar, 3. Persar (Kong-
tse, Búddha, Zaraþústra).
II. Heimspekin gríska. 1. náttúruspeki
(lonar, Eleatar, Heraklit, Demokrit),
2. hugspekin (Sokrates, Plato, Aristo-
teles), 3. siðspekin (Stoíkar, Epikure-
ar), 4. trúspekin (Philo, Plotin).
III. Kristnin. 1. Kristur og kenning hans,
2. Útbreiðsla kristninnar, 3. Kristin-
dómurinn (Ágústínus, Tómas Aquinas),
4. Skólaspeki miðalda.
IV. Endurreisnartímabilið. 1. Almentifir-
lit, 2. Mannúðarstefnan, 3. Siðbótin,
4. Heimsskoðunin nía (Bruno, Baco).
V. Heimspekiskerfin miklu. 1. Cartesius,
2. Spinoza, 3. Leibnitz.
VI. Fræðistefnan enska. 1. Locke, 2.
Berkely, 3. Hume.
VII. Fræðslustefnan franska. I. Voltaire
o. fk, 2. Diderot, 3. Rousseau.
VIII. Heimspekin þíska. 1. Skírskoðun
Kants, 2. Hugspekín (Fichte, Schell-
ing, Hegel. Schopenhauer), 3. Hold-
higgjan (Feuerbach, Vogt o. fl.), 4.
Raunvísindin (Robert Mayer, Helm-
holtz).
IX. Heimspekin enska. 1. Raunvísindi
Stuart Mills, 2. Breitiþróunarkenning-
in (Spencer, Darwin).
X. Siðspekin nía. 1. Guyan, 2. Nietzsche,
3. Tolstoy.
Sakir rúmleisis og af því hann á ekki
völ á neinum stærri samkomusal, þætti
honum vænt um, að þeir, er helst hefðu
hugsað sér að hlusta á firirlestra þessa,
gæfi sig fram við hann firirfram, bréflega
eða munnlega, en um stað og stundu
auglísist síðar. Hann bír hjá Jóni Jakobs-
sini bókaverði.
Helgi Pétursson jarðfræðingur kom
heim hingað til bæarins 2. seft. Hann
lagði á stað í þessa ransóknarferð 9. júlí
með 9 hesta og filgdarmann. Hann ætl-
aði flrst vestur á Barðaströnd, en var
teftur við Gilsfjörð af sóttvarnargæslu.
Fór hann þá ifir til Bitrufjarðar og inn
með inn firir Hrútafjöíð og þaðan til
Blönduóss og svo með sjó fram kringum
Skagann. Síðan út með Skagafi;ði norður
á Hrollaugshöfða og þaðan ifir Unadals-
jökul og Deildarjökul ofan i Svarfaðardal.