Ingólfur

Eksemplar

Ingólfur - 30.10.1904, Side 3

Ingólfur - 30.10.1904, Side 3
[30. okt. 1904.] INGOLFUR. 179 Hin árlega V eínaðarvöru-haust- útsala verzlunarinnar EDINBORG byrjar 1. nóyember næstk. og stendur að eins yfir 14. daga. Heiðruðum al- menningi eru orðnar þessar árlegu útsölu verzlunarinnar svo góðkunnar, að óþarfi er að skýra frá þeim; hann veit að þar fást ávalt góð kaup, miklu betri en al- ment gerist á uppboðum. Forsjálar húsmæður byrgja sig til lengri tíma og spara á þann hátt peninga. Á meðal þess sem selt verður má nefna: Karlmannafatatau svört og misl, Kjólatau svört og misl. Kjólatau hvít Yfirfrakkaefni Dömuklæði misl. Yaðmál (ensk) do. Oheviot blátt marg. teg, Oashmire hv. Merinos sv. Lenon misl. Léreft bleikt og óbl. Granadine Muslin Damask grænt Tvisttau Molskin Sjöl Sirts ljós og dökk Gardínutau hv. Gardínutau misl. marg. teg. KuIIugardinuefni m. teg. Meubelbetræk m. teg. Rúmteppi Regnslög Regnhlífar Silki svört og misl. Sængurdúkur Brysseldregill Flannelette Begattas Tartantau, er heldur sér við þvott Flanel Plyds Silkiklútar o. m. m. fl. Eins og undanfarin ár seljast vörurnur rétt við innkaupsverð og jafnvel neðan við það. Yirðingarfylst Asgeir Sigurðsson. Frá útlðndum. Fólkorrusta afarmikil var háð milli Rússa og Japana nálægt Múkden 10.— 15. þ. m. Hófu Rússar orustuna og ætlaði Kuropatkin að láta til skarar skríða. En Japanar voru ekki uppnæm- ir og börðust hvorirtveggju af hinu mesta kappi og harðfengi. Manufall var ógurlegt, svo að talið er að Rússar hafi mist um 37 þúsundir manna fjóra firstu daga orustunnar, enóvíst um mannfall í liði Japana. Á fj órða degi tóku Rússar að láta undan síga, en Japanar ráku flóttann og hélt áfram sífeldum bardaga þegar síðast fréttist og hafa þeir unnið algerðan sigur. — Orusta þessi er hin stórfenglegasta, sem orðið hefir í þessum ófriði og hafa fáar verið slíkar í heim- inum að fjölmenni og mannfalli svo að sögur fari af. „Reikjavík" og „Þjóðólfur" sem eru nú i þingum saman, eru bæði mjög ánægð ifir því að Deuntzer hefir sagt H. H. að ísl. ráðgjafi muni ekki fara frá með ráðaneitiskiftum í Danmörk. Það lítur svo út, sem þeir telji þetta sönnun gegn skoðun Lvm. Það skal first tekið fram að, þetta hefir aldrei verið nema auka atriði og þótt það hefði verið meira þá sannaði þessi ifirlísing hvorki til né frá. Það er blátt áfram broslegt hvað þeim öllum þremur þikir mikið varið i þessi orð Deuntzer. Því sannar ekki undirskrift forsætis- ráðgjafans danska einmitt það öfuga? Hvernig á Deuntzer að geta sagt um það. Það verður ekki á Deuntzers valdi hvort okkar fer burt með. Hann verð- ur ekki spurður um það. Það er aðeins á valdi þess forsætisráðgjafa, sem þá tekur við, samkvæmt útuefning H. H. í vetur. En það er annnð hægt að sjá núna sem oftar á grein þessari þeirra J. Ó. og H. Þ. Það er þetta dæmalausa ófir- irleitna bligðunarleisi i því að reina með hártogúnum og málaflækjumans út- úrsnúningum að breiða blæu ifir brot á vorum æðsta rétti — landslögum vorum. Ált er gott handa íslendingum á með- an einhver er nógu ósvífinn að fast til að finna þvi eitthvað til málsbóta. Slíkir eru „heimastjórnarmenn“! a. Skilagrein. Meðtekið til minnisvarSa Jo'nasar Hallgrímssonar: 3. Sept. frá Jóni í Melshúsmn samskot 12 kr. 10. Okt. — frú Sigr. Þorkelsson . . 10 — — Magn. Péturssini, áheit . 6 — Halldór Jónsson. EIR sem vilja fá ÞJÓÐYILJANN næsta ár, 1905, geri svo vel að snúa sér til min undirskrifaðs, sem gefur frekari upplýsingar. Rvík 29. okt. 1904. Skúli Th. Sivertsen. Ingólfsstræti 9. Gull og silfursmíði. Hér með leyfi ég mér að tilkynna heiðr- nðu bœjarbúum og ferðamönnum, að ég hefi sezt að hér í Reykjavík, og læt af hendi allskonar smíðar úr gulli og silfri, með sanngjörnu verði. Sömuleiðis geri eg við úr og klukkur, ef óskað er. Allt fljótt og vel af hendi leyst. Virðingarfylst Jón Sigmundsson gullsmiður Qrjótag'ótu 10. Bezt kaup Skófatnaði 1 Aðalstræti 10. HAUSTULL er keypt í verzlun Björns Þórðarsonar. Skrautritun. Undirskrifaður skreytir borða á lík- kransa (letur og rósir), skrautritar nöfn á bækur, á nafnspjöld (visitk.), einnig fæðingardagskort, fermingar, gifting- ar, silfurbrúðkaups, gullbrúðkaups- kort o. s. frv. — Eg bý og til að öllu leiti alskonar lukkuóskir. Sömuleiðis geta menn fengið hjá mér eftir pöntun, skreytta bréfhausa, sem einkum eru ætl- aðir við tímaskifti og ýms tækifæri til vina og vandamanna — sýnish. til. Það útflúr er eg hef við skrautskrift, fer eftir dráttlistarreglum — er fráskilið skriftinni sjálfri á enda ekki skylt við hana. — Þótt eg búi ofarlega i bænum, vona eg að þér gerið svo vel og koma til min. VirðingarfyJst. Pétur Pálsson. Laugav. 56. Tapast hefur rauður hestur, 5 vetra gamall, með fitu- gúl á kjálkanum hægra meginn og M klift í hægri lend. Ritstj. vísar á eiganda.

x

Ingólfur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.