Ingólfur - 25.02.1906, Page 1
INGÓLFUR.
IV. ÁR.
Reykjavík, sunnudaginn 25. febr. 1900.
9. blað.
Nýjar raddir,
Danska þjóðin hoflr jafnan verið áhuga-
lítil um ísland og því er það ekki und-
arlegt þótt allflestum þar í landi sé ó-
kunnugt um aðfarir dönsku stjórnarinnar
gegn oss íslendingum. Úr því að danski
flokkurinn hér heflr getað vilt ýmsum
íslendingum sjónir um óhæfuna, er vér
vorum beittir 1903 og síðan, þá er ekki
kyn þótt danska stjórnin hafi þar í landi
getað dregið dul yfir atferli sitt gegn oss.
Frelsishreyfingar þær, hinar miklu og
merkilegu, er risið hafa í nágrannalönd-
um vorum árið sem leið og skapað frelsi
og sjálfstæði hverri þjóðinni af annari,
hafa dálitið ýtt við Dönum. Þeim heflr
orðið fyrir að hugsa á þessa leið:
„Hvað líður nú íslendingum? Eru þeir
nú ánægðir með sinn hag og hvernig er
sambandi þeirra við oss háttað?"
Þeir hafa farið að athuga málið og af
þeim rótum er runninn fundur sá, er lög-
fræðingar og fleiri mentamenn héldu fyr-
ir jólin, um „stöðu íslands í ríkinu".
Sannleikurinn gat þá ekki dulizt leng-
ur; lögfræðingarnir sáu hversu vér höfð-
um verið brögðum beittir af Albertí og
félögum hans, — þeir vissu að lagalcg
„sérstaða11 eins ráðherra í ríkisráðinu,
er hégómi einn og fjarstæða, sem ekki
getur staðist.
Margir Dana sjá nú og viðurkenna,
hvert aflagi og óskapnaður það stjórnar-
fyrirkomulag er, sem vér eigum við að
búa, og það er auðséð, að þeir búast við
að íslendingar uni ekki slíku og þurfi
því að ráða bætur á ástandinu sem fyrst.
Sagan hefir nú kent þeim, að yfirgang-
ur, tálbrögð og rangsleitni muni ekki af-
farasælust til langframa til þess að halda
landinu í „óaðskiljanlegu" sambandi við
konungsríkið.
Þessvegna hafa þegar komið fram radd-
ir meðal Dana, er vilja gera upp af nýju
meðal íslands og Danmerkur og hafa látið
í Ijósi, að landstjórafyrirkomulag mundi
landinu hagfeldast og Verða samrýmilegra
réttindum þess og sjálfstæði, heldur en
óskapnaður sá, er nú er.
Það er sannkölluð nýlunda, að Danir
skuli taka það upp hjá sjálfum sér, að
vekja máls á réttarbótum Islandi til handa.
Svona er réttleysi vort augljóst og að undri
orðið meðal þeirra sjálfra, að þeim þykir
óhjákvæmilegt, að ráðnar séu bætur á því.
í þetta sinn er ekki tækifæri til að fara
frekar út í þetta efni hér í blaðinu. Það
verður gert innan skams. En það skal
þegar sagt látið, að ekki hefir landi voru
boðist betra færi um langan aldur en nú
til þess að rétta hlut sinn og ná aftur þeim
réttindum og sjálfstæði, sem oss hefir lengi
verið varnað. Grannþjóðir vorar bíða eftir
því, að vér berum fram drengilegar réttar-
Stór útsala
á margbreyttum vefnaöarvörum
ÍVGFZl. EÍÍ
liófst. h. 20. þ. in. (febr.) og steudur yflr hálfsmánaðartíma.
Um útsöluna þarf ekki að fjölyrða; hún verður á sama hátt og áður.
MíIjlíII a-fsláttur
Húsmæðurnar í bænum og nágrenninu hafa ætíð séð sér hag í þvi, að
birgja sig upp með vefnaðarvörur á útsölunum í Þifi 1 T~>
og veit eg því, að þær muui nú nota tækifærið, eins og að undanförnu.
Virðingarfylst.
Ásgeir Sigurðsson.
kröfur og eru reiðubúnar til þess að ljá
oss liðsyrði og rétta oss hjálparhönd.
Á hverju þarf þá að standa?
Leikliúsið.
ii.
Leikfélagið hefir átt því láni — eða
óláni — að fagna, að því hefir verið
hrósað si og æ og miklu meira en nokkr-
um öðrum, sem við list hefir fengist
hér á landi um langan tima. Það er
gott að fá hrós þeirra, sem vit hafa á
því, sem þeir hrósa og sjálfsagt er það
fyrir blöðin að hlúa að byrjendum, sem
fara vel á stað ; en hrósið er tvieggjað
sverð í hendi þess, sem fær það. Vér
vonum að leikfélagið hafi ekki sært sig
holundarsári á þvi.
En ekki getum vér stilt oss um, að
nefna það, að oss þykir trúlegt að Einar
Hjörleifsson, sem hér á mestan hlut að
máli og að öðru leyti hefur vafalaust gert
félaginu meira gagn, en nokkur annar,
hafi skaðað félagið að mun með því tak-
markalitla lofi, sem blað hans hefir
flutt um leikina.
Því er ekki að leyna, að leikendur
vorir standa afarlangt að baki góðum er-
lendum leikurum, sem von er á. Vér
höfum einu sinni áður minst á alia þá
örðugleika, sem vorir leikendur eiga við
að stríða fremur annara þjóða leikend-
um. En láðist oss þá að benda á eitt
þýðingarmikið atriði, sem að nokkru leyti
leiðir af þessum örðugleikum, það er
ábyrgðarleysið.
Húsið, leiktjöldin, peninga- og tíma-
leysið, er sú höfn, sem félagið eðliliga
leitar til undan aðfinsluhretunum, þá
sjaldan þau ber að hendi.
Eu leikfélagið verður að gera við þvi,
sem er og nota þá krafta, sem það hefir,
til liins ítrasta, þar til ný og betri skil-
yrði eru fyrir hendi.
Þetta virðist oss leikféiagið ekki hafa
gert. Þvi að ekki eru það ytri atriðin, sem
oss þykir svo mjög ábótavantum. Ef
tjöldin, gerfin, leiksviðið og húsið væruþað
lakasta — —. Vér erum ekki i neinum
efa um það, að góðir erlendir leikarar
hafa margnunis leikið með verri á-
höldum að þessu leyti á ferðum sinum
út á yztu landskjálka. Þegar andans
eldur logar á leiksviðinu gleymist það
fljótt þótt myrkur sé salnum, án þess
vér þó þar með viljum segjaað íslenzk-
ir áhorfendur séu svo miklu verri en út-
lendir, langt í frá.
Engum dettur i hug að kenna það
leiktjöldum þótt leikandinn kunni ekki
þær setningar, sem hann á að segja 4
sviðinu. Þetta ófyrirgefanlega hirðu-
leysi að kunna ekki einu sinni orðin,
þegar á sviðið er komið, virðist þvi
miður engu minna nú en áður. Hver og
einn getur sjálfur sagt sér, hvað verðamuni
úr hreim og blæ setninga, sem étnar
eru upp eftir „súfflörnum** orð fyrir
orð ogallir áhorfendur heyra jafnsnemma
leikendunum. Sú tíð er löngu liðin,
þegar það þótti jafinvel kostur, að leik-
arinn kynni ekki eina einustu setningu,
en flotaðist samt.
Sá leikari, sem er svo hirðulaus um
hlutverk sitt og ókurteis við áhorfendur,
að hann kann lítið af þvi, sem hann 4
að segja, er engu betri en ræðumaður,
sem ótilkvaddur stendur upp 4 málfundi
og byrjar á því, að hann hafi i raun og
veru ekkert til að segja, hafi ekki hugs-
að málið og ekkert vit á þvi, en langi
þó til að mæla nokkur orð. Hver biður
hann? Og hver biður leikfélagið að^leika
lítt undirbúinn leik? Minna má það
ekki vera, en leikendurnir kunnl nokk-
urn veginu.