Ingólfur - 06.05.1906, Síða 1
IV. ÁR.
lleykjavík, suniiudaginn 6. maí 1906
21. blað.
6®
u
o
«
„Uuga ísland“
myndablað handa börnum og ung-
lingutn. Kemur út áhverjummin-
uði með margar myndir, sögur og
aðra skemtun og fróðleik. — Sér-
lega gaman þykir unglingum að
fást við verðlaunaþrautirnar.
Alþýðufræðslan.
Lengi hefir það vakað fyrir hugsandi
mönnum að breyta þyrfti alþýðufræðslu
vorri og stefna henni í sjálfstæðara og
skipulegra horf. 0g loks er nú sá tími
kominn, að löggjafarvaldið hcfir tekið mál
þetta til meðferðar eftir langan og hæg-
fara aðdraganda.
Það er líka mál komið. Vér höfum
setið allt of lengi aðgerðalitlir í þessu
mikilsverða nauðsynjamáli og hálfsvæfðir
með lofgerðarskrumi þeirra manna, sem
reynt hafa að telja oss trú um, að vér
værum einhver bezt menta þjóðin á öll-
um hnettinum.
Vér verðum því að breyta tíl og ætl-
um líka að gera það. Með allri virðingu
fyrir mentun þjóðar vorrar, sem eflaust cr
tiltölulega góð, þegar litið er á fyrirkomu-
lag hennar og hag, þá eru dæmin þau
deginum ljósari, að oss verður ekki auðið
að hefja þjóðmenningu vora á rýmra og
hærra svið á því stigi, sem vér stöndum
nú. Verður*því að fiuna þau ráð, sem
duga í þessum efnum. Cg fyrsta stigið
og upphaflega ráðið er vafalaust það að
bæta fræðslu barna og unglinga.
í æsku mannsins er jafnan grundvöllur-
inn lagður undir líf hans og starfsemi á
fullorðiusárunum. Æskan er bljúg og
þyrst í áhrif og aðkomandi strauma. Hún
er lik njarðarvetti, sem dregur óðfluga
vatnið í sig undir eins og það snertir
hann. Er því auðsætt, hve mikið er und-
ir því komið, að áhrif þau, sem æskulýð-
urinn verður fyrir, séu góð og holl. Á
því byggist áreiðanlega lífsheill einstakl-
ingsins og þá um leið þjóðarinnar í heild
sinni.
En það er vandaverk að koma málum
þessum í skipulegt og hagkvæmt horf um
leið, því að hér er á svo margt að líta.
Það hefir líka alþingi fundið í sumar,
þar sem frumvarp um fræðslu barna náði
ekki samþykki þingsins, ekki fyrir þá sök,
að menn væru mótfallnir stefnu þess, held-
ur af því að þeir vildu gefa þjóðinni kost
á að kynnast þessari stefnu áður cn
frumvarpið yrði að lögum.
Að minui hyggju er þessi varúð þings-
ins sjálfsögð og rétt í alla staði. Þjóð-
in vissi reyndar, að málum þessum þurfti
og átti að breyta í fullkomnara horf, en
á hvern hátt það skyldi verða var henni
Verzl. EDINBORG Reykjavík
Heiðruðu höfuðbæjarbúar! Hvenær sem yður vanhagar um
og nýlenduvörur þá hringið upp Telefon n ~r».
66; þá getið þér pantað flest það, sem hjartað kætir og lífið bætir. Enda munu
fáir lengi í vafa um, að þar muni bezt að verzla, er þeir frétta að það er hin nýja
ný-lenduvörutoúö Edinlaorgar
í Austurstræti 9, sem það númer hefir, og getur því hver sem vill komist í beint tal-
símasamband við hana. Um leið og alflutt er nú í þessa nýju búð, býður verzlunin
alla velkomna, og vonar að geta fullnægt þörfum þeirra eigi síður en flestar hinar
glæsilegu og stóru nýlenduvörubúðir í öðrum höfuðborgum heimsins.
almennt mjög óljóst. En nú á hún kost
á því að kynna sér frumvarpið frá síðasta
þingi, sem hefir fylgi þingsins í meginat-
riðunum. Það var réttilega mælt á þingi
í sumar, að mál þetta ætti að komast
„inn að hjartarótum þjóðarinnar“, því að
það er dýrasta velferðarmál hennar, og
þarf hún því sjálf að gefa því gaurn með
áhuga og alvöru. Hún verður að gera
sér grein fyrir því, hvað hér er verið að
gera, og hún hetir réttinn og tækifærið
til þess _að fjalla um mál þetta fram til
næsta þings.
Breytingar þær, sem þingið gerði á
frumvarpi þessu eins og það kom frá
fyrstu hendi, voru miklar að því er aðal-
stefnuna snerti. Meginatriðin eru þessi:
1.) Það vildi ekki aðhyllast þá skoðun,
að lögleiða bæri almenna skólaskyldu,
heldur að eins heimila hana og 2.) það
var eindregin skoðun þess að styrkja bæri
heimafræðslu þjóðarinnar og hlynna að
henni sem allra mest.
Mér finst þessi breytingarákvæði þings-
ins fara alveg í rétta stefnu. Að því er
fyrra atriðið snertir, þá er nálega óhugs-
andi, að almenn skólaskylda geti átt hér
við fyrst um sinn eða fullkomið skóla-
hald í strjálbyggðum sveitum, enda tel ég
ekki mikla þörf á slíkum barnaskólum
þar. En með því að styðja heimafræðsl-
una með áhuga og þekkingu, þá vinnum
vér á þjöðlegum grundvelli að alþýðu-
mentun vorri, og það er ekkert smá-
atriði.
Farkenslan hefir ekki gefist oss vel
eius og henui befir verið hagað, enda er
ekki við því að búast. Allflestir þeirra,
sem hafa kensluna á henni, stunda hana
að eins í bili og hafa enga sérmentun
fengið í starfi sínu. Með væntanlegum
kennaraskóla verður bætt úr þessu og
ennfremur er líklegt, að kennarar stundi
starfið longur og með m»iri alúð þegar
kjör þeirra batna og eitthvað verður í
aðra hönd, eins og frumvarpið gerir ráð
fyrir. _ Líka virðist svo sem farkenslan
hafi dregið úr heimafræðslunni, en á hinn
bóginn hefir hún verið allsendis ónóg til
að veita nokkra áhrifaríka fræðslu, þar
sem námstíminn á hverjum stað hefir ver-
ið 1—2 mánuðir og stundum styttri. Úr
þessu vill frumvarpið bæta með því að
Iáta farkensluna verða nokkurskonar
uppfylling og aðhald heimafræðslunnar.
Farkennarinn á að fara oft á milli heim-
ilanna, vera stuttan tíma á hverjum stað
og leiðbeina þeim, sem heimafræðsluna
hefir á hendi, sjá um, að börnin hafi
nægilegar bækur og ritföng, prófa þau
hvað þau hafa lært og hvað þau vantar,
og veita því þannig stöðugt aðbald, að
börnin haldi náminu óslitið áfram sem
lengstan tíma að hægt er. Væri þetta
gert með árvekni og trúmensku, er ég í
enguin vafa um, að ávextirnir yrðu holl-
ir og góðir. Með þessu yrði náð fastari
tökum á barnafræðslu vorri en á nokk-
urn annan hátt, sem ég þekki með jöfn-
um tilkostnaði. Og menn mega ekki
halda, að heimilunum beri ekki skylda til
þess að veita börnum aínum alla þá
fræðslu, sem þau geta, og leggja sinn
skerf til menningar þeirra. Þá skyldu
ætti mönnum að vera ljúft að inna af
hendi.
En það þarf fleira að gera i þessu
sambandi. Ef svona lagað fyrirkomulag á
að hepnast vel, þurfa börnin að eignast
góðar og aðgengilegar kenslubækur.
Reyndar höfum vér kenslubækur á ís-
lenzku handa þeim, en sumar af þeim eru
naumast meira en nafnið tómt. Menn
segja að vísu, að ef kenslubækurnar sé
þurrar og þreytandi, þá eigi kennarinn
að gefa þeim fjör og líf 1 kenslustund-
unum. En bæði er nú, að kennarinn hef-
ir áyalt nóg að segja ef hann er góður
kennari, þó að bækurnar hafi meiri fyll-
ing og lifandi blæ, og ennfremur er það
víst, að ef bækurnar hafa þann kost, þá
lesa börnin þær með meiri ánægju og á-
huga en ella og koma betur undirbúin í
kenslustundirnar. — Þar sem fræðslu-
málum vorum verður nú að líkindum
skipað þannig, að rnestur fjöldi barna
kemur aldrei í reglulegan skóla, þá er
það ljóst, hve þörfin er knýjandi til þess