Ingólfur - 27.05.1906, Blaðsíða 2
92
INGOLFUR.
að auðgast á íslenzbri fátækt, að það
megi ekki nefna þá á nafn.
H. P.
f
Þorvaldur prestur Bjarnarson
fæddist í Belgsholti í Leirárhreppi 19.
júní 1840. Var faðir hans Björn bóndi
Sigurðsson Snorrasonar sýslumanns í Húna-
þingi. Bn móðir séra Þorvalds var Ingi-
björg dóttir séra Þorvalds sbálds í Holti
Böðvarssonar. Er sú ætt fjölmenn mjög
og margir gerfilegir menn af Þorvaldi
presti komnir.
Þorvaldur byrjaði nám 10 vetra og var
það fyrir hvöt og liðveizlu sr. Jakobs Bene-
diktssonar, er siðast var prestur í Glaum-
bæ. Hann var hálfbróðir Björns bónda
föður Þorvalds, sammæðri. Tók hann
frænda sinn undir sinn áraburð og kost-
aði hann til náms bæði hér og við há-
skólann í Khöfn. Tók sr. Þorvaldur
burtfararpróf úr latínuskólanum vorið 1858
og sigldi þá til háskólans. Las hann þar
guðfræði og tók embættispróf 1865. Lagði
hann jafnframt mikla stund á marga fræði
aðra, einkum tungumál og forníræði og
stóð hngur hans miklu fremur þangað en
til guðfræðinnar. Var hann afbrigða-
námsmaður og hefir enginn íslendingur
verið fjöllærðari í tungumálum en hann.
Kunni hann margar tnngur umfram þær,
er hann lærði í latínusbólanum, svo sera
sanskrít og engilsaxnesku. ítölsku tal-
aði hann nær sem þarlendir menn. Spönsku
kunni hann vel og rússnesku.
Tungu vora reit Þorvaldur prestur
manna bezt. Eru til allmargar blaða-
greinir frá hans hendi, er bera vitni rit-
list hang og fróðleik.
Hann var einkarfróður um náttúrufræði,
helzt landfræði og grasafræði. Bókasafn
átti hann mikið og fjölbreytilegt og las
mikið alla ævi.
Þegar sr. Þorvaldur hafði lobið em-
bættisprófi fekk hann styrk nokkurn til
þess að rannsaka handrit hinna elztu
guðfræðisrita íslenzkra í safni Árna Magn-
ússonar og vann að því vetrarlangt. Tólf
árum síðar fekk hann aftur styrk til að
gefa út brot af fornritum þessum. Fór
hann utan til þess og heitir bók sú: „Leif-
ar fornra kristinna fræða íslenzkra", prent-
uð í Khöfn 1878.
Meðan hann dvaldi í Khöfn hið fyrra
sinn vann hann með að útgáfu Flateyjar-
bókar, er prentuð var í Kristjaníu. Hann
var og um hríð útgefandi „Nýrra félags-
rita“ ásamt Jóni Sigurðssyni og þeim fé-
lögum.
Séra Þorvaldur gerðist prestur á Reyni-
völlum 1867 og fekk Mel í Miðfirði 10
árum síðar. Þar var hann prestur til
dauðadags. Var hann talinn hinn bezti
klerkur af sóknarmönnum sínum og öðr-
um þeim, er á hann hlýddu.
Séra Þorvaldur var gleðimaður og ör í
skapi, fjörmaður mikill og hinn skemti-
legasti í viðræðu. Nokkuð stórlyndur,
hispurslaus og einarður, bermæltur við
alla og hreinn í skapi. Drengskaparmað-
ur mesti í hvívetna, gestrisinn mjög og
gjöfull fátækum.
Mest yndi hafði Þorvaldur prestur af
böklcstri og viðræðum við skynsama
menn. Á hestum hafði hann miklar
mætur.
Hann var hár meðalmaður að vexti,
svipmikill og einkennilegur og leyndi sér
ekki á augum hans og yfirbragði að þar
var yfirburðamaður.
Mikil mannvirki lét séra Þorvaldur
gera á stöðunum, Reynivöllum og Mel,
þótt honum búnaðist ekbi að sama skapi.
Átti hann því aldrei auðsæld að fagna.
Hann var kvæntur Sigríði Jónsdóttur
frá Belgsholti, frændkonu sinni, og lifir
hún mann sinn ásamt 5 börnum þeirra.
Jóhann Gunnar Sigurðsson
stud. theol. lézt í Landakotsspítalanum
sunnudagsmorguninn 20. þ. m.
Hann var fæddur í Miklaholtsseli í
Miklaholtshreppi í Snæfellsnessýslu 2. febr.*
1882 og var faðir bans Sigurður bóndi
Sigurðsson.
Jóhann Gunnar lærði undir skóla hjá
Sigurði próf. Gunnarssyni í Stykkishólmi.
Gekk í 1. bekk latínuskólans vorið 1898
og útskrifaðlst þaðan með 1. einkunn 1904.
Byrjaði nám við prestaskólann um haust-
ið, en gat lítt sótt sbólann sökum van-
heilsu og lá lengi um veturinn í bijóst-
tæringu. Hafði hann fengið þá veibi á
námsárum sínum í latínuskólanum. — í
fyrra vor hrestist hann aftur, en þyngdi
með haustinu og lagðist í sjúkrahúsið.
Fór honum smáhnignandi unz hann dró
til dauða.
Jóhann var gáfumaður mikill og gott
skáld. Hafa nobkur kvæði hans verið
prentuð í „Ingólfi" og „Sumargjöf". Ýms
Ijóð átti hann óprentuð, meðal annars
kvæðabálk um Gísla Súrsson. Hann var
prýðisvel ritfær, sem sjá má af „bréfum“
þeim er hann skrifaði í „Sumargjöfina" í
fyrra. Lýsa þau einbarvel hugarfari hans
og sálarlífi. Hann unni heitt föðurlandi
sínu og öllu því, er honum þótti mega
verða því til gagns og sæmdar.
í viðkynning allri var hann Ijúfur og
skemtinn. Þó var hann alldulur í skapi og
sótti ekki eftir vinátttu manna að fyrra-
bragði, en trygglyndur og vinfastur þar
sem hann tók því.
Hann bar vanheilsu sína með mikilli
stillingu og hafði óbilað sálarþrek til hinstu
stundar.
í skóla tók Jóhann Gunnar jafnan mik-
inn og góðan þátt í öllum nytsömum fé-
lagsskap skólapilta. Hann var samvinnu-
þýður, ráðsvinnur og því hinn tillagabezti.
* Fæðingardagurinn er rangt greindur i Bkóla-
skýrslunum.
[27. maí 1906.]
Náði það oftast fram að ganga, er hann
veitti fylgi. Síðasta skólaár sitt var hann
forseti „Framtíðarinnar“.
Jarðarför hans fór fram frá prestaskól-
anum á föstudaginn var og flutti Þórhall-
ur lector Bjarnarson þar ræðu. Var þar
sungið kvæði þetta, er Guðm. Guðmunds-
son hafði orkt:
Blessað vorið breiði
blóm á þína gröf!
á þitt lága leiði
leggur röðull sumargjöf, —
bún er geislatár, sem titra,
töframjúk á svanavæng,
eins og demant yfir glitra
unga skáldsins bænasæng.
Gæddur göfgi’ og stilling
gekkstu öll þín spor,
sást í hárri hylling
himindýrð og unaðsvor.
Fáum skærri lýsti ljómi,
lokuð öll þótt virtust sund;
trúin bar þig hlýjum hljómi
heim til guðs á dauðastund.
Sveitasæla og friður
sæll þér lók um brá;
stilltur strengjakliður
stríði dauðans bar þig frá,
miskunn guðs þér gleymdi eigi,
græddi öll hin þungu mein,
svo á þinum dánardegi
drottins ljós um barm þinn skein.
Sofðu, sofðu, góði!
síðast kveðjum vér
vininn, lágt í ljóði
ljúfa kveðju flytjum þér.
Yfir vötnum bláum blaka
blíðvæng svanir milt og rótt, — ^
allir skulum undir taka,
elsku vinur, góða nótt!
Anna.
Þýtt úr „Æventyr og Legender“
eftir V. Stuckenberg.
Hljóðfæraslátturinn ómaði um alla
höllina. Allir voru boðnir og velkomnir,
karlar og konur með börnum sínum.
Lyr og gluggar — alt stóð opið á víða
gátt. Á öðru stafgólfi lágu sex lúður-
þeytarar úti í gluggunum og blésu á
horn yfir múgnum, sem steig dansinn
undir niðri í hallargarðinum.
Það var fæðingardagur Önnu — en
Anna var dóttir konungsins og nú var
hún 17 ára. Og ekki var einn einasti
af öllum yngissveinunum, sem dönsuðu,
að ekki væri hann sjúkur og fölur af
ást til Önnu, þrátt fyrir hitann af dans-
inum og sólarbaksturinn.
En það var aðeins einn, sem hafði
hugrekki til þess að segja það og meira
að segja sjálfum konunginum, þótt hann
væri ekki nema blásnauður prins og
ætti ekki nema eitt slot og það æfa
gamalt.
Hann gekk upp alla stigana og á
fund konungs þar, sem hann sat i stofu
sinni.