Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 27.05.1906, Blaðsíða 3

Ingólfur - 27.05.1906, Blaðsíða 3
[27. mai 1906.] INGOLFUR. 93 — „Grefðu • mér hana Unnu!“ sagði hann. Konungur sló á magann á sér og rak nefið beint framan í hann. — „G-etur þú alið önn fyrir konu?w spurði hann. — „Já!“ sagði prinsinn. — „Gtaturðu sigrast á fjaadmönnum þínum?“ spurði konungur. — „Eg á enga!“ sagði prinsinn. — „En þú fær þá!“ urgaði í kongi. — „í>á drep ég þá!“ svaraði prinsinn. — „Svo?“ sagði konungur — „Öfund- ina, hatrið, vonskuna, geturðu drepið hana? Hingað til hefir engum tekist það. Hipjaðu þig á burtu hið bráðasta og gortaðu ekki af sjálfum þér. Anna á ekki að giftast!“ — Prinsinn fór, fölari en hann kom. En þegar hann var kominn niður í miðjan stigann, kom einhver hlaupandi á eftir honum. Það var Anna. Hún hafði staðið í stofuhorninu, séð prinsinn, orðið skotinn í honum og hljóp nú á eftir honum. Og áður en hann var búinn að snúa sér við og sjá hver það var, lagði hún armana um hálsinn á honum og kysti hann. — „Vertu ekki hryggur!“ sagði hún. Prinsinn sneri sér við forviða. En þegar hann sá að það var Anna tók hann utan um hana, lyfti henni í fang sér og vafði hvítu kápunni sinni um baua og hafði hana á brott með sér án þess nokkur yrði þess var. ' Svo bjuggju þau saman í mörg ár, í gömlu höllinni prinsins. Konginn sáu þau aldrei, en það mátti þeim nú á sama standa, og enginn kom til þeirra. Loksins eftir langan tíma kom maður að heimsækja þau; það var fógetinn. Hann tók austurturninn á höllinni lög- taki, þvi að prinsinn hafði ekki getað borgað skuldir sínar. Sá næsti, sem kom — var sami fó- geti, og nú tók hann vesturturninn. Þegar hann kom í þriðja skiftið rakhann þau úr höllinni út á þjóðveginn. Prinsinn horfði í gaupnir sér, en Anna tók i hendina á honum og breiddi yfir sig hvitu kápuna hans, rétt eins og hann hafði vafið hana sjálfur um hana í hall- arstiganum. Og svo héldu þau út í heiminn. -----„Hvað ertu að lesa?“ spurði Anna einu sinni, þegar þau sátu ein- hverju sinni saman á skurðbakka í sól- skininu. — „Bók um sannleikann! sagði prins- inn. — „Þú ert svo örvæntingafullur að sjá!“ — „Sannleikurinn er líka voðalegur!“ sagði prinsinn. — Svo sofnaði prinsinn; en þegar hann vaknaði og ætlaði að fara að lesa lengra, fann hann blóm miilum allra blaðanna í bókinni. En Anna sat við hlið hans, var að raula vísu og hafði fangið fullt af blómum. Þá tíndi prins- inn öll blómin úr bókinni; þau geymdi Farfavörur mjög vandaðar selur T. cL TalVHvitu, zinls.rivitu, OKKur margskonar, lÖKli, íernis, terpentinu, pensla o ±1. Beztu málarar bæjarins mæla mjög með þessum farfavörum. hann, en bókina skildi hann eftir. Svo héldu þau leiðar sinnar, en þá fóru þau að mæta ófreskjum. — „Nú vantar mig illa bókina!“ sagði prinsinn, „hvað verður úr okkur. Um sannleikann vil ég lesa en sannleikurinn er voðalegur!“ — „Nei, dreptu ófreskurnar!“ sagði Anna. Og prinsinn drap ófreskjurnar hverja á fætur annari. Og þvi skeði það að einmitt þegar hann var nýbúinn að drepa einn geigvænlegan gamm, stóðu þau i miðjum hallargarði, forkunnar fögrum. — „Hvað er þetta?“ spurði prinsinn. — „Höllin okkar!“ sagði Anna. — „Það er ekki svipað gömlu höll- inni.“ — „Nei,“ sagði Auna — það er fult af öllu sem þú hefir sigrað og unuið á leiðinni. Þá horfði prinsinn lengi framan í Önnu. — „Hver ertu annars?“ spurði hann. — „Ekkert annað en kona, sem hefir gengið við hliðina á þér alla leiðina." — „Nei,“ sagði prinsinn — „þú hefir aldrei fylgt mér; ég feldi þig og þekki þig ekki. Þú ert lífið, mitt í hjarta mínu, ljósið sem sigrar alt!“ Eu hún hló og leiddi hann upp hall- artröppurnar. — „Nei, ég er bara Anna!“ sagði húu. \ Sig. Sig. þýddi. A sjó og landi. Skip sökk hér í flóanum laugardags- kveldið 19. þ. m. Það var gamalt skip, sem hét „To Venner“ og var eign Hann- esar Hafliðasonar. Kristján kaupm. Krist- jánsson fekk skipið leigt til þess að flytja vörur til Vestfjarða, er hann ætlaði að selja þar. Þegar kom út í flóann setti leka að skipinu og höfðu skipverjar ekki undan að dæla. Tóku þeir þá skipsbát- inn og komust á honum til lands morg- uninn eftir þrír saman. Eu skipið sökk. Það var vátrygt fyrir 4800 kr. í ábyrgð- árfélagi Faxaflóa. Vörurnar vóru vá- trygðar fyrir 8000 kr. Hviksaga reyndist fregnin nm útburð- inn, er sagt var frá í síðasta blaði. Sag- an „gekk staflaust“ um bæinn síðari hluta fyrri viku, en rannsókn lögreglunnar hefir ekki leitt í ljós, að flugufótur hafl verið fyrir henni. Sundmaga og Gotu kaupir hæsta verði H. P. Duus. iónína lansen er flutt i Pósthússtræti 17 (Vágeshús). Skilagrein. Samskot til minnisvarJa Jo'nasar Hallgrímssonar: Prá Signrjóni Jónssyni lækni . . . . kr. 50,00 Qjöf frá Sig. Þórðarsyni sýslum.. . . — 20,00 Fyrir lotteriseðla (B. J. J.)....— 60,00 Frá Gilsbakka í Hvítársíðn.......— 10,00 Rvík 10. maí. Halldör Jönsson. fflaasr.y.T.sgg!gi kaupa á Laugavegi nr. 12. Jóhann Á. Jónasson. SK3ESS3^æ3 Klukkur úr og úrfestar, sömuleiðis gull og silfurskrautgripi borgar sig bezt að

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.