Ingólfur - 10.06.1906, Side 4
102
INGOLFUR.
[10. júní 1906.]
að í því blaði ætti að birta auglýsingarn-
ar um næstu þrjú ár.
Nú eru þau þrjú ár liðin, fyrir nokkrum
tíma, og engin a&glýsing er enn kom-
in frá stjórninni um það, hvar nú eigi
að birta þessar auglýsingar.
Það er því engin lögleg ákvörðun enn
gerð af stjórninni um það, hvar birta
eigi stjórnarvalda-auglýsingar, til þess
að bindandi só fyrir almenning.
En þá er alls ekki unt að birta álög-
legan hátt innkallanir í búum og aðrar
auglýsingar, sem lög ákveða að birta
skuli í blaði í Reykjavík, því að stjórn-
in heíir ekki tiltekið, hvert það blað
skuli vera. Birting þeirra auglýsinga í
Þjóðólfi, er því alveg marklaus og hefir
verið þ&ð síðan 1. apríl
Eða hafi birtingin í Þjóðólfi nokkurt
gildi þá hefir hún alveg s&ma gildi í
hverju öðru blaði, sem út kemur í Reykja-
vik. Það má því senda Ingólfi slíkar
auglýsingar til birtingar ekki síður en
Þjóðólfi, og meira að segja öllu heldur,
þvi að þá getur þó enginn sagt að brot-
ið só gegn því sem alþingi vildi, aðþær
birtist í óháðu og ókeyptu blaði.
Yesalings stjórnin hefir ekki ætlað
að láta á því bera, að hún Yildi launa
Þjóðólfi aftur, en hún hefir ekki gætt
þess, að verkið þurfti að vinna hér fyr-
ir allra augum, ef að gagni átti að
koma.
Eins og nú stendur, er það meira en
vafasamt, hvort nokkur er skyldur að
mæta eftir innköllun eða annari lögboð-
un, sem birt er í Þjóðólfi.
En það er auðsætt, hvilíkt ólag og
réttaróvissu getur leitt af slíkri aðferð
sem þessari, og verður tjónið af henni
ekki tölum talið.
A sjó og landi.
Hafís og vesturfarlr. Jósep Jóusson
á Melum í Hrútafirði kom hingað fyrir
viku að norðan og sagði Húnaflóa vest-
anverðan og firðina alla fulla af hafís.
En kaupfar var komið til Blönduóss og
hefir þá verið greiðfærara austur þaðan.
„Yesta" komst þó ekki lengra en á
Sauðárkrók á dögunum og varð aðsetja
þar á land vörur og póstflutning, er til
BlönduÓ3S átti. Kom „Yesta“ norðan
að til Seyðisfjarðar 27. þ. m. og hafði
meðferðis Sigfús Eymundsson og með
honum „allmarga vesturfarau að „Austri"
segir. - Fúsi gamli sprettur upp norðan-
lands á hverju vori þegar hafísinn og
hretin koma, — „kviknar“ þar við vor-
kuldann líkt og mývargurinn austur í
Grafningi í sumarhitanum.
Sigfús fylgdi flokknum til Skotlands,
en er nú aftur kominn heill á húfi, jafn-
vígur til hvors, sem er: að safna öðrum
fólksfarmi vestur eða setjast um kyrt í
sæmdir þær, er stjórnarliðið hefir veitt
honum, gjaldkerastörf flokksins og störf-
in i bankaráðinu!
Mannalát. í aprílmánuði s. 1. andað-
N^liomiö i verzlun
Aðalstræti 6, (nyrðri dyrnar):
Laukur — Kartöflur - Borðsalt — Ostur — Spegipylsa — Seruelatpylsa — Marg-
ar tegundir af kaffibrauði og margt fleira.
Gjörið svo vel að líta inn í búðina, og þið munið komast að fullt svo góðum
kaupum sem annarstaðar.
ist Guðrún Oddsdóttir á Hálsi í Köldu-
kinn, kona Baldvins bónda Sigurðssonar,
á áttræðisaldri. Hún var ættuð af Alfta-
nesi, gáfuð og góð kona. — Frú Rann-
veig Laxdal, kona Eggerts kaupmanns
Laxdals á Akureyri, lózt 20 maí, fimm-
tug að aldri. — Frú Guðlaug Jónsdóttir
á Eiðum, kona Jónasar Eiríkssonar skóla-
stjóra, lézt 27. mai, 53 ára að aldri.
Eggert bóndi Stefánsson á Glerá í Eyja-
firði lézt 11. maí, 62 ára. Mikill atorku-
maður.
Ilúsbruni. íbúðarhús og verzlunar-
hús Kaupfélags Breiðdæla brunnu til
kaldra koia aðfaranótt 20. f. m.
Lítið kver með myndum frá Islandi
hafa þeir Ólafur Þ. Johnson og Karl Finsen
gefið út nýlega. í því eru 16 myndir af
ýmsum nafnkendum stöðum og fleira.
Þar eru þrjár myndir frá Reykjavík, ein
af þvottalaugunum, Þingvelli, Öxarárfossi,
Almannagjá, Geysi, Gullfossi, Heklu,
Þjórsárbrú og Skógafossi, þrjár frá Vest-
mannaeyjum og loks ein af íslenzkri brúði
í skautbúningi. — Myndir þessar hafa
flestar verið prentaðar áður á bréfspjöld-
um þeirra félaga, sem getið var um í
Ingólfi í fyrra, en hér eru þær mun stærri
og skýrari. Þær eru vel prentaðar og
snoturlega um búnar, í rauðum spjöldum,
en framan á er prentað ísland, með
gullnu letri.
Valið á myndunum hefir tekist vel,
nema einni af miðbænum í Reykjavík.
Hún er tilkomulítil og úrelt, því að sá hluti
bæjarins hefir breyzt mikið síðan hún var
tekin.
Að öðru leyti er myndasafnið einkar-
eigulegt og má búast við að það seljist
vel. Einkanlega mun það ætlað útlend-
um ferðamönnum, enda kunna þeir vel að
meta slíkt. Eru myndabækur með líku
sniði til sölu á hverju strái erlendis, þótt
ekki hafi íslendingar haft svo mikið við
sitt land fyrr en nú, að gefa út safn af
myndum héðan og skulu þeir félagar
hafa þakkir fyrir útgáfuna.
Kverið kostar eina krónu.
Höfuðborgin.
Slys. Á þriðjudaginn var féll þriggja
missira gamalt barn, út um glugga og
beið þegar bana. Barnið átti Hjörleifur
Þórðarson frá Hálsi.
Trúlofuð eru ungfrú Elísabet Halldórs-
dóttir (bókbindara) og Þórarinn Egilson
verzlunarmaður.
Kveikt í húsi. Kl. 4 aðfaranótt hvíta-
sunnu vóru menn vaktir til þess að
slökkva eld í búð H. S. Hansons kaup-
manns í Grettisgötu. Tókst það greið-
lega með nokkrum fötum af rigningar-
vatni, sem stóð þar í ílátum nærri. Auð-
sjáanlega hafi verið kveikt i búðinni,
steinolíu verið helt í tréspæni í glugga-
kistunum, og léreftsstranga í hyllunni.
Ekki hefir enn orðið uppvíst um brennu-
manninn.
Hanson var erlendis og hafði búðin
verið læst nokkrar vikur.
f Þorlákur Gtuðmundsson frá Fífu-
hvammi, fyrrum alþm., lézt í Hlíð við
Reykjvík á fimtudaginn var. Á áttræðis-
aldri.
Ágætt
margarine
nýkomið í verzlun
Kristins Magnússonar
6 Aðalstræti 6.
aœS33E3Sg3SES5353œgBœS3œS3æS33g
!
í
\
í
Klukkur úr og úrfestar, sömuleiðis gull
og silfurskrautgripi borgar sig bezt að
kaupa á Laugayegi nr. 12.
Jóhann A. Jónasson.
ISSSSE3H3K3E3:
Gjalddagi Ingólfs
er 1. júlí. Kaupendur eru vinsamlega
beðnir að greiða þá andvirði þessa ár-
gangs, og eins ef þeir skulda frá fyrri
árum.
Allir skuldlausir kaup-
endur fá góðan bækling i kaup-
bæti.
Útgefandi: Hlutafólagið Ingólfur.
Kitstjóri og ábyrgðarmaður:
Benedikt Sveinsson.
Félag«rrent»miðJ*n.