Ingólfur

Issue

Ingólfur - 13.08.1906, Page 1

Ingólfur - 13.08.1906, Page 1
INGÓLFUR. IV. ÁR. Reykjavík, mánudagiim 13. ágúst 1906 35. blað. Miuni Noregs. ísland, sjá hve austriö Ijömar yfir Noregs strönd; heyr, hve Austmanns-orðstír hljómar yfir fjarlceg lönd: nú, er frjálsir frændur draga fána sinn á hún, nú, er morgunn nýrra daga nemur Dofra brún. Glæsifold, með laufgum lundum, lögð af jökla ís yfir þúsund eyja sundum ennið djarfiegt rís. Efst til fjalla, yzt til strandar ómar hvatamál; svipur landsins eggjan andar inn í hverja sál. Snildaland, með Ijóð á tungu, líf og hetjumóð, heill þeim öllum, er þér sungu endurreisnarljóð; þeim, sem hófu þjóðarframam, þorðu að líta hátt, þeim, er sögðu: „Þokið saman, þá á fjöldim mátt!u Land, sem ótál gœða gj'ófum guðs þíns miðlar hönd; segl á 'óllum heimsins höfum heiðra þína str'öhd; dáð i fjörðum, fremd i d'ólum, frelsi studd og treyst, — og nú loks í eigin sölum efsta sætið reist. Aldna ríki, endurborið, oki þínu svift, þitt er frelsið, þitt er vorið, þér til vegs er lyft. — Það er einnig ögn að skíma yfir lands vqrs hag; auðnan sendir einhverntíma okkur slíkan dag! Löngum var vor svipuð saga síðan hófst vor öld; marga ramma raunadaga réttu oss erlend völd. Þú varst fyrri að h'óggva helsið, heimta frjáls þín lönd; þigg af oss, sem þráum frélsið, þýða bróðurh'ónd! G. M. Hudsons sápa. Hudsons sápa. Hafið þér reynt Hudsons sápu? Hudsons sápa er bezta þvottaduft sem hægt er að fá. Hudsons sápa leysir bezt alla bletti og óhreinku úr þvottinum. Hudsons sápa gerir þvottinn mjúkan og hvítan. — Hudsons sápa fæst í t>ar fæst einnig hin annálaða XjIIX SIÚpci; sem bezt hefir reynst til þvotta, að undantekinni Hudsons sápa, Hudsons sápa. Þingmannaförin. „Fjðllin taka jóðsótt og fæðist hláleg mýsla“. „Oft verður stórt bál af litlum neista". Alþingismenn eru nú heim komnir úr för sinni til Danmerkur. Gaf þeim vel byri heiman og heim og höfðu góðar viðtökur af Dönum. Rekur menn minni til að dönsk blöð rituðu lengi vetrar um skilnað með íslend- ingum og Dönum. Trúðu menn því að alt væri hér í loga. Þá var að síðustu gert uppskátt að konungur og ríkisþing vildi gera Alþingi heimboð og gekk það fram. Nú er það kunnugt orðið, að kon- ungur átti upptök þessa máls, en hitt vita menn eigi með vissu, hvort skilnað- arhjalið hefir því valdið. Þó er það all- sennilegt. Töluðu Danir og margt í þá átt, að nú væri hin mesta nauðsyn á að friða hug íslendinga. Mörgum rann það í hug hér á landi, að Danir mundu reyna þetta með höfð- inglegum veitingum og vingjarnlegum orð- um og löttu því fararinnar. Öðrum þótti treysta mega því, að Alþingisraenn mundu eigi eta vilja sjálfstæðiskröfur þjóðar sinn- ar í árbít eftir veizluhöldin. Lögðu þeir til að för þessi væri farin og hæversklega svarað boði konungs og ríkisþings. Þótt- ust þeir og víst vita, að Alþingismenn mundu þar gagn vinna, er þeir segði Dönum kröfur vorur. Því að kunnugt var þeim mönnum um vanþekking Dana á málum íslands. Ritaði Jón sagnfræðingur bækl- ing hér um og gat þess, að nú ættum vér að bera frara kröfur vorar eða aldrei ella, er Noregur hefði fyrir skömmu bor- ið merki þjóðernisins hátt og náð fullum sigri og notið þar til hjálpar Dana. Stú- dentafélagið hafði málfund um þetta og bauð til þingmönnum og blaðamönnum. Yildu menn þar að förin væri farin og hétu á Alþingismenn að segja það öllum lýð í Danmörku, að vér vildum fram hafa þjóðernisrétt vorn og fult drottinsvald yflr öllum málum vorum,1) en einskis und- irlægjur vera. Hurfu og allir að því ráði, er menn höfðu rætt málið um stund í blöðum vorum. Alþingismenn fóru förina, sem kunnugt er orðið. Nú er á það að líta, hverjir betur hafa reynst, Danir eður þingmenn vorir, og hver árangur fararinnar er orðin. Séð höfum vér í dönskum og íslenzk- um blöðum, að viðtökur voru góðar af hendi Dana og Alþingi sýnd sjálfsögð hæverska. En skömmu áður en þingmenn vorir héldu heimleiðis komu þeir á mál- fund við danska þingmenn um mál vor. Þar nefndu þeir fjórar greinir, er allir íslendingar vildu fram hafa: 1. Að skipað væri sambandi landanna með sambandslögum. Skyldu þau koma í stað stöðulaganna (o: lögleysunnar) en bæði þingin samþykkja þau, Al- þingi og þing Dana. Skyldu bæði þingin velja menn til samningar lag- anna. 2. Að ársgjald ríkissjóðsins til vor skyldi reiknað til höfuðstóls og hann þegar goldinn landssjóði. 3. Að ísland skyldi taka í nafn konungs. Þó skyldi þar eigi standa „konungur Danmerkur ásamt íslandi,“ heldur „konungur Danmerkur og íslands." 4. Að ráðherra íslands væri framvegis skipaður með eigin undirskrift eða undirskrift fráfarandi íslandsráðherra. Þingmenn vorir segja að Danir hafl tekið ') Vera má að þörf sé að þýða þessi íslenzku orð á erlend mál, svo að íslendingar skilji þau. Þetta má verða í jafnréttissambandi milli ríkja (= Personalunion,) og — skllnaði, er eigi mun þurfa að þýða á erlenda tungu.

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.