Ingólfur

Tölublað

Ingólfur - 27.08.1906, Blaðsíða 1

Ingólfur - 27.08.1906, Blaðsíða 1
 IV. ÁR. Reykjavík, mámulagiim 27. ágúst 1906 87. blað. IST-tL fást liiii ágætu I lieimfliitt til manna á kr. 3,30 pr. sKp Einnig fæst ágæt steinolía á 21 ls.r. fatiö iLeimflntt. 3NTTLL er tækifæri til að birgja sig til vetrarins. Hvar ertu og hvert ætlarðu? Oft hefi ég verið að hugsa um það síðasta ératuginn, íslendingur, hvar þú værir og hvert þú værir að halda. Eg þekki marga einstaklinga, sem vita svar við þessum spurningum um sjálfa sig. En hvar er þjóðin og hvert ætlar hún? Sanngirni er fögur dygð. En ert þú ekki ofsanngjarn íslendingur? Eg veit þú ert ekki ofsanngjarn við bróður þinn. En ertu ekki ofsanngjara við erlenda, ó- viðkomandi þjóð? Þú hefir fengið fullan rétt til sjálf- stæðis og frelsis með fæðingunni, og enginn hefir fæðst til &ð ráða yfir þér. Þó hefir þú stagast á því heilan áratug, að þú yrðir að vera sanngjarn við Dana- stjórn á kröfum þínum til sjálfstæðis. Ef þú ættir 100 kr. hjá granna þínum og vissir að hann gæti borgað, mundi þér þá þykja sanngjarnt að heimta aðeins BO kr. ? Nei, ekki mundi þér þykja það. Nú væri það eigi aðeins skaðlaust fyrir Dani að láta þig njóta þíns fulla frelsis, heldur væri það þeim hagur og sórm. Hvers vegna viltu þá ekki heimta allan þann rétt, sem þú átt og enginn getur af þér tekið með réttu? Þú ert þar ofsanngjarn, íslendingur, því að þú ert ósanngjarn viðsjálfan þig. Hvað heldur þú að börnin þín segi um þessa ofurdygð þína? Ertu ekki ofmikill sögumaður, íslend- ingur? Nú hafa Rússar búið við harð- stjórn, síðan sögur hófust. Heldur þú ekki að þeir séu réttlausir vegna þess? Eg get frætt þig á þvf, að þeir hafa fullan rétt til frelsis, þó að saga þeirra heimili þeim hann ekki. Þú þarft ekki heldur að vera hræddur við að heimta meira frelsi en þér var ákveðið í gamla sáttmála, hvað þá í þeim fyrirskipunum er meir þröngva kosti þínum. Jafnrétti manna og jafnrétti þjóða er það, sem þú átt að byggja á. En hvers vegna hefir þú þá í 10 ár verið að vitna í stjórnarskrár og stöðulög, skoðanir og venjur og annað verra. Þú ert ofmikiil söguvinur, íslending- ur. Ertu ekki um of talhlýðinn og lítil- sigldur, íslendingur? Eg hefi tekið eftir því í heilan tug ára, að þér hefir þótt fyllst sönnun hvers máls, ef þú hefir getað tilfært orð ein- hvers útlendings. Þó hefir þú sjaldnast neinar sönnur þess, að það væri merkir menn. Ef sænskur skólameistari sem þú þekkir ekkert, skrifar í blaðsnepil, að miðstöðvarhitun sé vond í skólum, þá tildrar þú þar upp ofnagörmum og kær- ir þig kollóttan um tilögur viturra manna innlendra. Mætti telja ýmislegt fieira. Jú, þú ert oflítilsigldur, íslendingur. Ertu ekki of sérhlífinn, íslendingur? Alla mína ævi heíi ég heyrt þig segja að þú gætir ekki fengið af þér að fást við „politík“. Hún þótti þér ætíð and- styggileg. Þú hefir sagt að hún spilti hverjum þeim sem gæfi sig við henni. Þá skilst mér þó að þér ætti að vera umhugað um að láta ekki sömu menn- ina vera við völd langan aldur. Þú ættir einmitt að láta þá óspiltu eiga við þau mál. Því að þar eru þó öll velferðar- mál þjóðar vorrar. En þú kallar þetta útlendu nafni, sem þú skilur eigi nema til hálfs, og þetta leiðir þig til að sví- virða i orði landsmálastarf þitt. Og þaðan fær þú málsbætur þinni eigin sér- hlífni. Þú ættir þó að vita að helzta skylda hvers ' manns er að leggja fram alla sína kraíta til þess að landsmálum, þ. e. málefnum ættjarðarinnar sé vel borgið. Oft hef ég tekið eftir því, að þú lofar það, ef einhver leggur sig í hættu til þess að vinna ættjörð þinni gagn. Þá ætti þér að vera ljóst, að hans hætta er af þvi sprottin, að hann stendur einn. Hvers vegna situr þú hjá og þegir? Þú ert of sérhlífinn, íslendingur. Ertu ekki syfjaður, íslendingur? Þú afbakar mil þitt í orðavali, setn- ingaskipun og mannanöfnum. Hefir þig ekki dreymt um, að þú ynnir þjóðerni þínu tjón með því að færa móðurmál þitt úr réttum skorðum og herma eftir öðrum eins og apaköttur? Hvernig lét nafnið „fröken Skaliagrímsson" þér í eyrum, þegar Þorgils gjallandi sýndi þér málfar þitt borið saman við fornmálið, eða með öðium orðum rétt lifandi ís- lenzkt mál? Á einokunar tímanum var þjóð vorri erfiðast að halda lífinu, en þá kom engum útlendingi í hug að hér væri gott land og þjóðerninu var minni hætta búin af átroðningi erlendra manna. Nú eru hundraðfalt meiri samgögur við önnur lönd og máli og þjóðerni þörf á hundraðfalt meiri árvekni. En þig dreymir varla um það. — Þú kaupir af- skræmislegar lygasögur á svo ramvit- lausu máli, að þú æ‘tir að roðna út und- ir eyru af að sjá það. En þína eigin rithöfuada fyrirlítur þú og kaupir eigi bækur þeirra, þótt góðar séu. — Þú sveltir þá sem fást við listir og vísindi eða lætur aðrar þjóðir styrkja þá. Þig dreymir ekki um þá nytsemd, sem þjóð- in hefir af listum og vísindum. — Þú renn- ir ekki huganum að sóma þínum. Aðrar þjóðir láta sína beztu menn ganga í op- inn dauðann til þess að halda frelsinu eða afla þess. En þú ert að tala um að fult frelsi kosti þig ofmargar krón- ur. Syfjaður ertu, íslendingur, ef þig dreymir ekki um, hvar þú ert. Þú ert í dauðans hættu. (Framh.) HéSinn. Höfnin. Mörg orð hafa verið töluð um höfn vora og þó til lítils gagns. Fyrir nokkr- um árum kom hingað danskur mann- virkjafræðingur og átti að hafa vit fyr- ir oss um hafnargerð. Þar af varð sá eini árangur, að Einar Benediktsson fékk efni í fyndna gamanvísu. Síðar skaut Hammer sjóliðsforingi þeirri flugu í munn margra blaða og manna, að höfn Reykjavíkur ætti að vera á Skerja- firði. Ginu margir yfir þeirri flugu. Nú er hingað kominn Austmaður einn frá Osló, höfuðborg Noregs. Á hann að líta eftir höfninni. Segja menn allgott frá honum. Leggur hann til að garður sé gerður frá Skothól („Batteríi11) í sjó fram, en annar frá Örfirisey á móts við hann og örandinn hækkaður. Bæjarstjórnin hélt manni þessum veizlu

x

Ingólfur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.