Ingólfur

Útgáva

Ingólfur - 27.08.1906, Síða 3

Ingólfur - 27.08.1906, Síða 3
27. ágúst 1906.] IN6ÖLFUR. 145 eg séð og get fullirt að bókin verður góð og mun eg hafa hana við kenslu hér eft- ir, ef nokkur þorir að læra þísku hjá mér. Eg er líka viss um að bókin verður kærkomin forstöðumanni og þískukennara „almennamentaskólans", því að hingað til heflr engin kenslubók íslensk verið til í þessu máli. Mér þikir vænt um að þessi ungi efnis- maður getur fengið stirk til bókarinnar af fé því er Alþing hefir veitt til kenslu- bóka. Hann á stirkinn skilinn og bókin á hann skilinn. Bókin kemur út um mánaðamótin seftbr. — oktbr. Kostnaðarmaður er Guðm. Gamalíelsson og sínir hann enn að hann vill gefa út góðar bækur. Bjarni Jónsson frá Vogi Á sjó og landi. Mannskaðasamskotin. Landar vorir vestan hafs hafa vikist drengilega við og safnað þegar síðast fréttist 2200 dollurum. Sýnir það hugarþel þeirra til íslands. Barn dó af bruna & Ölvaldsstöðum á Mýrum 13. þ. m. Hafði kviknað í föt- um þess — enginn heima nema annar óviti. Flóa-áveitan. Haft er það eftir herra Thalbitzer hinum danska, að bezt muni að veita Þjórsá yfir Skeið, en Hvítá yfir Flóa. Um kostnað er hann sagnafár enn. Kirkjusðngsbók Jónasar Helgasonar kemur bráðum út í nýrri útgáfu. Hafa þeir Brynjólfur Þorláksson forsöngvari og Sigfús Einarsson söngskáld yfirfarið bókina og búið til prentunar. — Guðm. Gamalíelsson gefur út. Svanur heitir bók ein, sem bráðum kemur út á kostnað sama manns. Er það úrval af íslenskum kvæðum og fylg- ir lag (einraddað) hverju kvæði. Stgr. Thorsteinsson hefir safnað kvæðunum, en Brynjólfur Þorláksson annast lögiu. indriði Einarsson leikritaskáld starf- ar nú að því, að eudurbæta fyrsta leik- rit sitt, Nýársnóttina. Er sagt að nokk- ur von sé þess, að bæjarbúum verði sýnt á leiksviðinu í vetur, hverjum breytingum hún hefir tekið í meðferð- inni. Árni Gjarborg hefir með bréfi úr Kol- botnum heimilað Bjarna Jónssyni frá Vogi að gefa út þýðinguna af Huliðs- heimum og að þýða „í helheimi“ og gefa það út. Huliðsheimar koma út þessa dagana. Dráttur á útkomu blaðsins stafar af annríki í prentsmiðjunni. Eiríkur Kjerulf, cand. med. kom hingftð til lsnds ásamt konu sinni 22. þ. m. á „Tryggva konungiA Hann tekur við Eyrarbakkahéraði í oktober í haust og þjónar því fyrst um sinn í forföllum Ásgeirs læknis Blöndals. Járn. Síðastliðið ár nam járnframleiðsl- an í heiminum 520,000,000 smál. Þetta ár er búist við meiri framleiðslu allt að 600 miljónum. Járnið er alls ekki hreint í þeim bergtegundum, sem það er unnið úr, í þeim er venjulega ekki meir en 50°/0 járn og oft minna. Þegar nú er litið á það hversu járnþörfin fer vaxandi með ári hverju verður manni fyrir að spyrja hvaðan járnið fáist þegar þær námur eru uppunnar sem nú eru þektar. Sænskum jarðfræðingum telst svo til að í þeim járn- námum sem þektar eru í heiminum og borgi sig að vinna, séu um 60,000 miljónir smál. af járni. Eftir nú verandi eyðslu endist þetta í 100 ár, en ettir því skemur, sem eyðslan yrði meiri. Aðal jarnnámurnar eru í Svíþjóð og á Spáni hér í álfu og annarsstaðar mestar á Ný- fundnalandi, Kanada og í Kína. Stærð námanna 1 Kína er ekki rannsökuð enn, menn vita aðeins að þær eru miklar. Hver veit nema ísland geti á sínum tíma bætt úr járnþurðinni. Hausar. Hausinn á mér var eins og steinn. Hugsanirnar sátu þar allar þversum, fast- ar og freðnar eins og sprek undir snjó. Eg stóð upp og gekk um gólf. Eg sló í hausinn, og eins og bergmál leið mér í hug vísa Kristjáns: Með hnefum slærðu haus á þér, er hyggur þú muni vísdóm geyma; þær dyr að knýja ónýfct er, þvi engin lifandi sál er heima. Mér varð litið í spegilinn. Það var sem mér sýndist. Eg var að verða hrukk- óttur í framan og hárið var að þynnast. Eftir tvö, þrjú, fjögur . . . ár verð eg orð- inn sköllóttur, hrukkóttur og heilinn eins og freðinn hafragrautur. — Alt í einu datt mér kunningi minn í hug. Eg sá hann í huganum þar sem hann sat við miðdagsverðarborðið fyrir missiri óvenjulega bragðlegur í andliti, og segir upp úr eins manns hljóði: „Mikið ansvíti hressist maður við að láta hana frú Þorkelsson þvo sér um höfuðið.“ Nú datt mér þetta í hug, og svo fór eg til frú Þorkelsson. Og ég lét þvo mér um höfuðið, og lét baða andlitið á mér í heitri gufu, smyrja það, nudda það, þvo það og fága og bursta það með rafurmögnuðum njarðarvetti. Svo var mér kembt með rafmagnaðri hárgreiðu. Og smámsaman færðist líf í hausinn á mér, hugsanirnar rumskuðu, þegar rafmagnsstraumarnir gengu um heilann. Andlitsvöðvarnir fengu nýtt líf og þrótt. Og þegar eg leit í ipegilinn sýndiit mér eg vera tín árum yngri og hausinn fanst mér hlaðinn af rafmögnuðum hugsunum, sem lýsa mundu langt fram á komandi öld. Þó eru fáeinar hrukkur eftir í andlitinu, en þær ætlar frú Þorkelsson að slétta í haust og hárinu hefir hún lofað vexti og við- gangi, ef eg kem við og við og læt hana þvo mér um höfuðið og greiða mér með rafmagnsgreiðunni. — Ef til vill finst mönnum, að þetta komi ekki öðrum við en sjálfum mér. En má eg spyrja: Er ekki betra að geta sagt: „Það er eg hefi hárið,“ heldur en: „Það var eg hafði hárið“ ? Eru menn of fal- legir, þótt þeir sé ekki sköllóttir og er andlitið of unglegt, þó að menn verði ekki hrukkóttir fyrir örlög fram? Eða ætli menn sé of andríkir, þótt rafmagnsstraum- ar fái við og við að líða um heilann? Góðir hausar eru mikils virði: Nú hefi eg fengið minn í lag. Far þú og gjör hið sama. „Þú verður ungur í annað sinn, ef þú gjörir það.“ X. Marconi-loftskeyti. Frá ýmsum löndum. Lögreglan i Marseilles á Frakklandi hefir uppgötvað samsæri um að myrða Falliéres ríkisfor- seta, er hann kæmi þar nú bráðum. Lög- reglau hefir höndlað ítalskan mann, er hafði sprengiefni í vörzlum sínum. Ymsir helztu menn í frjálslyndaflokkn- um á Cuba hafa verið höndum teknir og komst við það upp alvarlegt samsæri, þar sem haft var i ráði meðal annars að myrða forsetann, Palma. Tyrkjasoldán heldur hátíðlegt vegna batans, sem hann hefir fengið, og hefir skipað að sleppa bandingjum, þeim er tek- ið hafa út */s ídæmdrar hegningar. Vagnlest af sprengitundri (dýnamit) sprakk á einum stað í Mexiko og tætti í smátt 30 þarlendra verkamenn og marga verkstjóra norðan úr Bandaríkjum. Svertingi var af lífi tekinn dómslaust í Greenvood í Suður-Karólínu fyrir að hafa veitt tilræði hvítum kvenmanni og svertingjastúlku. Ríkisstjórinn var við- staddur og hét á lýðinn að hætta við það fólskuverk en það hreif ekki hót. Verkfallsmenn í Argentínu brutu með grjótkasti glugga í járnbrautarlest Eoots Bandaríkjaráðgjafa (utanríkis)', og meiddu margt fólk. Root sakaði ekki. Ibrahim Egiptaprins hlaut bana af bif- reiðarslysi. Svertingi veitti enskri stúlku árás í Lake Georgía í Ameríku, og eru þúsund manns í eftirleit eftir honum um landið. Sjdhattur og sumarskdr fundust neðarl. á Hverfisgötu. Má eig- andi vitja þess á Hverfisgötu 6.

x

Ingólfur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.