Ingólfur - 04.11.1906, Blaðsíða 2
184
[4. nóv. 1906].
um þeir, sem eru seinþroska, eða aldrei
hafa siglt á eigin fari fyrri. Bn hvaða
stétt manna heimtir alla heim?
Eg sný mér því næst að tillögum lækn-
isins til breytinga á notkun þessa náms-
styrks. Og satt að segja virðast mér þær
hið langlakasta í greininni, því að þær gætu
sakað — ef þeim yrði nokkur gaumur
gefinn.
Ein tillagan er sú, að auka á einhvein
hátt eftirlitið með námi þessara manna.
Hér virðist mér fara að marka á því, að
læknirinn ætli að eldast fyrir tímann, því
að slíkar barnfóstrukenningar heyra ekki
manndóminum til. Stúdentinu er einmitt
á þeim árum, þegar nauðsynin krefst
þess, að hann komist út í hringiðuna, einn
síns liðs og engum studdur nema vilja
sínum og peningum að heiman. Frelsið,
einmitt frelsið sjálft, til þess að velja
millum starfs og slæpingsskapar, til þess
að auka hugmyndirnar og hækka hug-
sjónirnar, er fyrir æskumanninn hið guð-
dómlega, tvíeggjaða sverð, sem hann þarf
að læra að handleika svo honum sé sigur-
von ; en það lærir hann annaðhvort aldrei,
eða of seint með barnfóstruna í hælun-
um.
Og trúlegt er, að flestir þeirra, sem
farið hafa „í hundana“ fyrir þá sök, að
barnfóstran fylgdi þeim ekki út yfir poll-
inn, hefðu farið líka leið hvort sem var —
sumir þeirra hefðu ef til vill í bezta til-
felli orðið svo nefnd sóma- og meinleysis-
menni, sem bannske hefðimátt tjalda ein-
hversstaðar í læknaleysinu, eða á útkjálka-
brauði; en þeir, sem fósturjörðinni er
fengur að, fara ekki í hundana fyrir
frelsi.
Enn er eitt; lækninum þætti gaman að
vita, hvort Danir vildu gefaj íslendingum
þennan námsstyrk til eignar og umráða í
framtíðinni. Ekki þætti mér gaman að
því; þvert á móti ættu íslendingar að sjá
sóma sinn í því að styrkja sjálfir sonu
sína til náms og hætta að þiggja þennan
margeftirtalda styrk, þegjandi og hljóða-
laust, eins og ekkert hefði í skorist; láta
sér að eins nægja að sækja ekki um þessa
bitlinga, án alls hávaða. Hygg ég að
öllum íslendingum mundi finnast mitt
„gaman“ öllu skemtilegra og sæmilegra
en „gaman" læbnisins.
— Sannleikurinn er sá, að peninga-
leysið gerir ísl. stúdentum í Höfn námið
örðugra og óskemtilegra en vera ættijyf-
irleitt hafa þeir altof lítið fé til umráða.
Styrkur sá, sem þeir fá að heiman mun
venjulegast miðaður við þær kröfur og
þarfir er voru réttmætar fyrir 20-30 ár-
um í Höfn og sér hver maður að slíkt nær
engri átt, er allar nauðsynjar hafa mjög
hækkað í verði siðan. Fyrir minna en
120—160 krónur á mánuði er ólifandi
fyrir ísl. stúdenta í Höfn, að minsta kosti
fyrir þá, sem bynoka sér við að vera
sníkjugestir Dana í einu og öllu. Enda
sýnir það sig, að flestir nýbakaðir kandi-
datar frá Höfn skulda meira og minna,
hvort sem þeir eru sparsamir eða ekki.
Að endingu vildi ég benda á það, að
ættjörð vorri mun meiri hneysa að mörg-
INGOLFUR.
um íslendingum, fremur stúdentunum —
og á ég þar við þessa óþreytandi bitlinga-
biðla, sem ganga eins og gráir kettir um
alla Danmörk, hvar sem sjóður >fyrir-
finnst. Þeir ern ungir, stúdentarnir, og
skilja skynsamir Danir það vel, að þeir
þurfi að „brjóta af sér hornin“ — en hitt
skilja þeir lakar, að ráðnir og rosknir
menn, sumir meira og minna mentaðir
og prentaðir, skuli ekki fyrirverða sig
fyrir þá ótrúlegu frekju, sem þeir oftlega
sýna með fjárbænum sínum. Væri ósk-
andi að læknirinn og aðrir, sem meira
mega sín, en ég, vildu beina orðum sín-
um til slíkra snýkjudýra og forða landinu
frá slíkum vansa.
Sigurður Sigurdsson.
íslenzka og önnur mál.
Ein tunga gekk fyrrum yfir Norður-
lönd einsog kunnugt er, sú er nú nefnist
ídenska. Að uorrænan forna hefur hald-
ist hjá oss svona lítið breytt, er eigi
einungis því að þakka, hversu afskekkt-
ir vér erum, og sjáum vér það þegar vér
lítum til Færeyínga,sem ekki hafa verið
stórum minna afskekktir en vér. Rit-
snillingunum fornu er það ekki síður að
þakka að málið hefur geymst svona vel.
Lítinn ávinning teldi ég það, þó að Norræn-
an forna hefði varðveizt væri hún ógöfugra
mál og ófullkomnara en þau, sem hafa
'rutt sér til rúms annarsstaðar á Norður-
löndum. En þvi fer fjarri að svo sje.
Málfræðingurinn ágæti ítasmus Rask er
þó var dansknr og hinn mesti ættjarðar-
vinur, taldi íslenskuna fullkomnara mál
en dönsku.
Það þarf ekki að hafa náin kynni af
færeysku ritmáli til þess að sjá að það
er sambland af bjagaðri dönsku ’bg af-
skræmdri norrænu; setningaskipun er
mjög dönskuleg víða. Vísurnar í grein
Helga kennara Valtýssonar í Ingólfi síð-
ast sýna þetta vel. Eg held að flestum
íslendingum hljóti að finnast það skrípa-
mál sem á þeim er; nógv og sjógv f.
nóg og sjó; „men meðan tíðin elur seyð“-
o. s. frv.; „men“ er stytt úr „meðan“ og
hafa Færeyingar þar sleppt hinu betra
en tekið upp hið verra, er þeir létu „men“
koma í staðinn fyrir „en“; er nú raunar
víðar pottur brotinn í því efni, eins og
bezt sést á hinu hræðilega auglýsingamili
hér í Reykjavík og víðar.
Hr. H. V. misskilur mig ef hann held-
urað ég lasti Færeyinga fyrir trygð við
fornmálið. En mér finnst að þeir ættu
ekki að halda of fast í menjar þess, að
bókmentalíf færeyskt var ekkert til fyrir
ekki alls löngu; en þessvegna er það sem
norrænan hefir afbakast svona leiðinlega.
Óika eg þess víst að þeim mætti takast
að ná aftur hinu fagra máli forfeðra
sinna og verða sem næst sammála oss
Islendingum. Kvæði”eftir Johannes Pat-
urson voru að því er mig minnir nær
íslenzku máli en annað sem eg hefi séð
á færeysku, og bendir það til þess, að
hinir beztu Færeyingar stefni í rétta
átt.
Hrafn er á Færeysku ravnur, kross
krossur. En einnig hjá oss hefur þessi
ekki ósjaldan hljómspillandi ending orðið
of ráðrík.
Kolteren heitir ein af Færeyjum og muu
það vera ai’bökun úr Göltur, en nafnið
dregið af svipafri lögun einsog er á
ýmsam íslenzkum fjöllum er svo heita.
Slíkar afbskanir eru það sem gera mál
andlaust; hugsuniu í orðunum týnirt.
Ýmsar talsvert „færeyskar“ afbakan-
ir á íslerzkum örnefnum muuu margir
kanngst við. Þannig er á nýja uppdrætt-
inum skráð „Sljettubjargir“ og „Mýrna-
tangi“. Hólinn alkunna út undan Ing-
ólfsfjalli hefi eg aldrei hey t nefndan
annað eu Kögunarhól; en sennilega heitir
hann Kögurhóll (sbr. Kögurnöf og Ketu-
kögur við Skagafjörð); lýsirsér þar sem víð-
ar, aðforfeður vorir voru snjallari að gefa
örnefni, en vér að skilja þau. — Örnefni
fornmanna eru náttúrulýsingar þeirra, en
jurtaheiti lofkvæði þeirra um náttúruna;
er ekki blómheitið melasól góður skáld-
skapur rétt einsog það væri fræ að nátt-
úrukvæði eftir Jónas? —
Norðmenn tala og rita nú meira og
minna bjagaða dönsku; sú danskan sem
mest er bjöguð nefnist nýnorska, og er
þar nú raunar allmikið af illa útleikinni
norrænu innanum. Mál þetta er minn-
ismark yfir bókmentaleysi Noregs’ um
langan aldur undir dönskum yfirráðum.
Yirðist mér Norðmenn gleyma því of
mjög þar sem þeir eru að leita í málið
að norrænan lifir enn þá á íslandi.
Sagnfræðingurinn frægi, Ernst Sars ætl-
ast auðsjáanlega til þess að Norðmenn
linni ekki fyr en þeir hafa tekið upp
aftur norrænuna, telur endurreisn þeirra
ekki fullkomna fyr, og ef til vill er ný-
norskan aðeins áfangi á þeirri leið.
Helgi Fjetursson.
Fána-málið.
í „Dagblaðinu" 30. f. m. er grein um
„fánann“, auðsjáanlega rituð í því skyni
að spilla fyrir framgangi fánamúlsins og
hnekkja því fylgi, sem það hefir hlotið
síðan því var fyrst hreyft í haust.
Slíkur samsetningur sem þessi ritsmíð
„Dagbl.“ mundi varla sjást annarsstaðar
í heiminum en í „föðurlandi Jóns Ólafs-
sonar“. Útursnúningarnir eru svo auð-
sæir, málfræðis-þurradrambið svo óviðjafn-
anlega einfeldislegt og viðleitnin að kasta
sandi í augu almennings svo augljós að
stór furða er á.
„Kaupfáni er ekki til og hefir aldrei
verið til hjá neinni þjóð“!! segir J. Ó. En
„verzlunarflagg" kannast hann við að
sé til.
Nú er orðið „gunnfáni“ tilí fornu máli
og mundi kallast á vondri íslenzku „her-
flagg“. (Danir kalla gunnfána „Orlogs-