Ingólfur

Issue

Ingólfur - 04.11.1906, Page 3

Ingólfur - 04.11.1906, Page 3
INGOLFUR. [4. nóv. 1906.] 185 flag“.) „Yerzlunarflögg“ tíðkuðust ekki í fórnöld og því er orðið ekki til frá þeim tíma. Bn liggur ekld beinast við að ætla að fornmenn hefði kallað þ..u kaupfána til aðgreiningar frá gunnfána, eins og þeir nefndu kaupfar, kaupskip kaupmenn o. s. frv.? Orðið „kaup“ er miklu snjall- ara og smekkvislegra í gamsettum orðum heldur en „verzlun11, og þýðir hið sama, enda miklu tíðara í samsetningum bæðí að fornn og nýju. J. Ó. segir, að fánar hafi verið öðru- vísi í fornöld en „flögg“ séu uú. Væri fróðlegt ef hann vildi benda á einhvern stað í fornritunum, er sýni að fánar hafi alt af verið „dúkar á þverslá“. Annars kemur það ekkert málinu við, — eins og ekki megi nota sama orðið til þess að tákna hlut, þótt hluturinn breytist eitt- hvað, þegar not hans eru hin sömu. Er t. d. óleyfilegt að kalla plóginn plóg, þótt plógar fornmanna væri með öðru sniði en þeir sem nú eru notaðir? Það er heldur ekkert nýmæli stúdenta- félagsins, að láta „fána“ tákna það sem Danir kalla „Flag“. — Árir 1885 flutti Jón Sigurðsson (á Gautlöndum) frum- varp til laga um þjóðfána fyrir ísland. Alþt. 1885, C bls. 205. Þar stendur: „1. gr. ísland skal hafa sérstakan /ána. 2. gr. Verdunarfána íslands skal skift“ o. s. frv. J. Ó. lagði til að nefnd væri sett í málið og var því vísað aftur til nefndar- innar í stjórnarskrármálinu. Þar dagaði það uppi. Pálmi Pálsson ritar um „Merki íslands“ í Andvara 1883 og talar þar um verzl unar/ana. Af þessu sést, hve aulalegt það er, að þykjast ekki kannast við að „fáni“ sé haft um það, sem Danir kalla “Flag“. Hitt er að vísu satt að orðið „flagg“ er oft haft í miður vönduðu daglegu tali, en sjaldan í ritmáli. Lítilfjörleg firra er það, að vilja segja fani en ekki fáni. Má þá ekki segja og rita Árni nú á dögum, af því að forn- menn rituðu Arni? Útgefandi Dagbl. ætti að vera sjálfum sér samkvæmur og rita þá nafn sitt Óláfsson eða Álcifssunr, því að ekki sögðu fornmenn Ólafsson. Höf. áfellist stúdentafélagið mjög fyrir það, að taka upp þetta mál og leitast við að æsa almenning upp gegn félaginu og ályktunum þess. En hver getur bannað Stú- dentafélaginu að bera fram tillögur um það, hversu fáni íslands skuli vera? Stú- dentafélagið lét sinn vilja í Ijós og samdi sínar tillögur 1 því skyni að greiða fyrir málinu. Og það aðhyltist merki, sem þeg- ar áður hafði hlotið allmikið fylgi og ná- lega öll blöð böfuðstaðarins höfðu mælt fram með. Það er því öðru nær en fé- lagið hafi sýnt nokkurn hroka með fram- komu sinni. Orðalagið á tillögunni er hið sama sem tíðkast um allar tillögur: „E''áninn skal vera“ o. s. frv. og er þar um málvenju en ekki valdboð að ræða. F'élagið ákvað að vinna að því að fána- málið yrði tekið til umræðu á öllum þingmálafundum á landinu og skorað yrdi á alþingi að l'óglielga fánann. Af þessu sést bezt, hversu gapaleg ósvifni það er, sem J. Ó. segir: „Þá virðist félagið ekkert hugboð hafa um það, að „verzl- unarflagg — - getur engin þjóð haft nema löglielgað sé.“ Enn segir J. Ó. að engin þjóð hafi „verzlunarflagg“ nema hún sé sérstakt riki. En hví skyldi ekki mega gera samn- inga um slíkt. Heldur hann að ómögu- legt sé að láta herskip annara þjóða þekkja kaupfána íslendinga nema þeir sigli undir fölsku flaggi“ (Dannebrog)? Félagið veit það vel, að ýmsir örðug- lejkar eru á framkvæmd málsins og því ríður á, að allir fylgist að sem einn mað- ur. Og félagið gerir sér góðar vonir um öflugt fylgi landsmanna, enda hefir þegar fjöldi manna kunnað fél. þakklæti fyrir aðgerðir þess og blöð allra landsmála- flokka (Fjallk., Ingólfur, ísafold, Lögrétta og Þjóðólfur) hafa látið í ljós eindregið fylgi við tillögur þess. Það er ritstjóri Dagblaðsins einn, sem á heiðurinn af því að blása að kolum ó- friðar og sundrungar í þessu máli. í stað þess að vinna að því að öll þjóðin skipist undir eitt merki, skorar hann á hvern einstakling að semja sérstakt merki!! En bverjir skyldu þeir öfuguggar verða, sem gína við þeirri tálflugu Jóns Ólafssonar? Kennarar á Rússlandi eiga ekki sjö dagana sæla siðan byltingin hófst þar í landi. Afturhaldsflokkurinn ofsækir þá mjög og kennir þeim um æsingar gegn stjórninni. Mun það og satt vera að all- ur þorri þeirra fylli flokk byltingarmanna því að þéir eru mentaðir menn og eru vel settir til þess að breiða út skoðanir sínar. Það er haft eftir rússneskum heimild- um, að á skömmum tíma í haust vóru 910 kennarar og kenslukonur hnept i varð- hald. Var 106 þeirra slept aftur, 19 struku úr dýflissum, en afgangurinn var sendur til Síberiu! I Eystrasaltslöndunum hefir lögreglulið það, er Orloff hershöfðingi er fyrir, skotið 23 kennara, hengt 5, hýtt 72 og sent 72 til Síberíu. En 118 hafa komist á flótta til annara landa. Eignir 16 kennara hafa verið brendar og þar með 6 skólar. Þetta er tekið eftir opinberum skýrslum frá Rússlandi og má nærri geta, að þar koma ekki öll kurl til grafar. (Soc. Demokr.) Frá Finnlandi eftir Bj'órn Stefánsson frá Auðkúlu. Frarnh. Alþýðamenn í Pinnlandi lifa fremur ein- földu bændalífi. Hús flest úti á landinu eru ger úr timbri því að það er ódýrast til húsagerðar. Fremur eru þau ósjáleg en eink- ar hreinleg. Fyrsta húsið sem þeir reisa er baðstofa þ. e. a. s. baðstofa í þess orðs upp- runalegu merkingu, stofa sem menn baða sig Ágætar nýjar lifandi myndir veröa sýndar í Gjalddagi Ingólfs var 1. júlí. Kaupendur eru því vinsamlega beðnir að greiða andvirði þessa ár- gangs, og eins ef þeir skulda frá fyrri árum. Allir skuldlausir kaup- endur fá góðan bækling i kaup- bæti. 9 Ef vanskil verða á blaðinu, þá eru kaupendur beðnir að gera afgreiðslu þess sem fyrst aðvart um það. Fn<ilí‘l Un<hrritaður kennir að tala og rita UllönUj ensku og dönsku. Ennfremur bréfa- Og; viðskifti á báðum málunum. G. O. Bjarnason. Yatusstfg 10, A. í, en ekki loftillur og dimmur klefi, sem menn og konur hafast við 1 nótt og dag og kölluð er baðstofa, svo sem á sér stað um „bað“- stofur vor íslendinga; hinar þekkjum vér ekki. — Á veturna taka menn sér gufuböð á Finnl. á hverjum laugardegi. £>að eru sams- konar.böð sem í Danmörku eru kölluð rúss- nesk böð. Á sumrin baða menn sig oftar og á haustin daglega. Eigi er klæðnaður að sama skapi snyrtilegur eða hreinlegur. Hóf- samir eru Finnar í mat og drykk. Vínnautn yfirleitt lítil, en taldir eru Finnar manna verstir við vín þegar þeir neyta þess. Finnar eru nálega eingöngu evangelisk- Lútherstrúar og eru þeir yfirleitt einlægir og heitir trúmenn að sögn; þó eimir þar enn eftir af leifum úr heiðnum sið; hafa töfrar og galdra„kunstir“ og ýmiskonar hjátrú leg- ið þar i laodi allt til þessa. Talsverð trú hefir verið þar á galdrakonum eða spákerl- ingum, sem segja fyrir óorðna hluti og lækna allskonar krankleik með töfrum og kyngi- krafti. Sagt er að læknarnir hafi erft nudd- lækningar sínar (Massage) frá seiðkonum Finna, þótt óvíst sé að þeir unni þeim þess heiðurs nú. Eg hefði feginn viljað fara dálítið ítarlega útí sögu Fiunlendinga, bæði vegna þess, að þvi betur sem vór þekkjum sögu einnar þjóðar, því gleggri verður skilningur vor á þjóðinni sjálfri, kostum hennar og löstum eius og hún lifir og hrærist á vorum dögum og auk þess hygg ég að saga Finna muni að ýmsu leyti vera lærdómsrik fyrir oss ís- leudinga. Vór skiljum hana ef til vill betur en sögu nokkurar annarar þjóðar, þvi að ýmislegt er líkt í sögum beggja þjóðanna og þjóðirnar sjálfar ef til vill likari en við

x

Ingólfur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ingólfur
https://timarit.is/publication/189

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.